Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 3
Soyjamjólk með höfrum Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja Alvöru heilsudrykkur er alveg hægt að finna þau. Nema kannski í djúpu lauginni. Þá þarf að kafa. Ef sólin skín er best að vera í buslupolli, þá liggur fullorðna fólkið á bakkanum í nýjum sundfötum sem eru minni en gömlu sundfötin. Það vill verða sólbrúnt og svo grettir það sig þegar það reisir sig upp til að segja eitthvað því sólin fer beint í augun. Vatnið í sundlaugunum er tært en það má ekki drekka það. Pabbarnir banna manni að drekka það. En stundum sýpur maður óvart á og þá verður bara að hafa það. Alltaf skal vera einhver sem hóstar í sundi, það er allt- af einhverjum að svelgjast á. Og vatnið er líka á húsþökunum og rennur ofan í hettuúlpurnar þegar rignir og rignir og rignir. Oft rignir og rignir. Stundum snjóar meira að segja. Og snjórinn er líka vatn. Snjórinn bráðnar á nefinu og kinnunum og líka í hárinu og ef maður lætur kuldaskóna sína standa á þvottahúsgólfinu myndast pollur allt í kring. Kannski stígur einhver í volgan pollinn, það getur verið fyndið. Snjórinn getur næstum verið heitur, eins skrýtið og það nú er. Á veturna er snjórinn á nefbroddinum heitur en á sumrin er vatnið í garðlauginni kalt. Vatnið er kalt og heitt og blautt og verst að geta ekki sent það til útlanda, í eyðimerkurnar þar sem varirnar á börnunum springa af þurrki og sólin skín í augun á þeim en þau gretta sig ekki. Best væri að geta sent þeim svolítinn klaka, kannski heilan snjókall sem myndi bráðna í eyðimerkursólinni og endast þeim sem drykkjarvatn í margar vikur. Vatnið er gott því það vökvar og það er skemmtilegt því það frussast stundum og þá verður maður blautur, jafnvel holdvotur. Þá er maður færður úr fötunum þegar maður kemur heim og settur í bað. Heitt bað, kalt bað, kannski freyðibað. Morgunblaðið/Ómar FOSSANDI – Flúið undan úðanum frá vatnslistaverkinu Fyssu eftir Rúrí. Morgunblaðið/Kristinn SEYTLANDI – Regnhlífar eru ómissandi og þær gegnsæju veita líflegt útsýni. Morgunblaðið/Kristinn GLAMPANDI – Sólin skín á ylvolgan sjóinn í Nauthólsvíkinni. Morgunblaðið/Arnaldur KITLANDI – Í Árbæjarlauginni steypist vatnið yfir. sith@mbl.is  Í hverri sameind vatns eru tvö vetnisatóm og eitt af súrefni, H2O.  Á jörðinni eru 1.360 milljónir rúmkílómetra af vatni í föstu, fljótandi og eimkenndu formi.  Hafið geymir 97,2% af vatnsbirgðum jarðar.  Vatn þenst út er það frýs en alla jafna dragast efni saman í kulda.  Vatn hefur ekki fundist í fljótandi formi á neinni annarri plánetu en jörðinni. fólk sitt á Upplýsingamið- stöð ferðamanna í Ingólfs- nausti. „Þau [aðstandendur tískuvikunnar] sáu grein- ina og fengu í kjölfarið að skoða möppuna mína. Þau hrifust af því sem ég hafði gert og leist það vel á vinnubrögðin að þau buðu mér að vera með,“ segir Sonja og bætir við: „Ég hef yfirleitt fengið mikið lof fyrir góðan og fallegan frá- gang á þeim flíkum sem ég hef gert.“ Á lokasýningu tískuvik- unnar á Þingvöllum sýndi Sonja m.a. kjóla og ullar- nærföt, en nærfötin eiga hug hennar um þessar mundir og eru á leið í dreif- ingu. Fyrst um sinn verða þau til sölu í Búðinni við Laugaveg, og hjá Sonju sjálfri sem saumar öll sett- in ásamt móður sinni, Sæ- unni M. Sigurgeirsdóttur. „Ég nota sjálf ullarnærföt og hug- myndin kviknaði þar. Mig vantaði einmitt svona undirföt fyrir veturinn og vinkonu mína líka. Þetta er öðru- vísi útfærsla á gömlu nærfötunum, hér á árum áður voru aldrei til svona buxur heldur í besta falli síðar brækur.“ Hún tek- ur því fjarri að ullarnær- fatnaðurinn stingi og vitnar til stuðnings í fyrirsæturnar sem gengu í þeim heilt kvöld. „Þær full- yrtu að þær klæjaði ekki,“ segir hún og brosir. „Enda er þetta 100% soðin ull og á ekki að stinga. Hún mýkist líka við þvott.“ Auk undirfatanna hefur Sonja út- fært það sem hún nefnir „djamm- dress“ úr ull og byggist á peysu með kvartermum og síðum brókum sem poka dálítið við hnéð og bera mynstur úr glit- þræði við mjöðm. „Peys- an er ekki tilbúin, þannig að á sýn- ingunni notaði ég hefðbundinn bol við buxurnar. Í þessum fatnaði er hægt að fara út á lífið, hann er sér- hannaður fyrir íslenskar aðstæður,“ segir hún hlæjandi og vís- ar til hinna landlægu bið- raða við dansstaði – oft í hráslagaveðri. Sumarkápan sem Sonja hafði með til Þingvalla vakti að hennar sögn einnig áhuga margra. „Ég hef fengið ara- grúa af pöntunum frá ein- staklingum út frá þeirri kápu. Sumir vilja aðeins öðruvísi snið eða aðra liti, þannig að engin þeirra verður eins. Ég mun hafa nóg að gera í vetur í kring- um þessar kápur og líka í nærfötunum, því fólk virð- ist vera að taka við sér gagnvart þeim þótt sala sé ekki einu sinni hafin.“ Það var draumur Sonju frá því að hún var lítil stúlka að verða fatahönn- uður og hún er ekki frá því að tilhneigingin sé í blóð- inu. „Föðuramma mín var skraddari og móðir mín er líka ótrúlega flink á þeim sviðum og hefur kennt mér nánast allt sem ég kann í dag,“ út- skýrir hún. „En námið sem stóð til boða hér á Íslandi fannst mér ekki nógu áhugavert þegar að því kom að velja. Ég hafði hins vegar einnig áhuga á ferðamálum þannig að það varð ofan á.“ Hún áréttar að gefandi sé að vinna á báðum sviðum og segir fram- tíðina eina leiða í ljós hvort hlutföllin á milli þeirra taki breytingum. Kannski muni það gerast smám saman eftir því sem spurn eftir flík- unum eykst. „Ég hef ekki sagt skilið við drauminn. Kannski tek ég mig einhvern tíma til og fer í nám, en það virðist þó ekki aftra mér í dag, til dæmis við sníðagerð. Þvert á móti.“ Hún greinir að end- ingu frá nýjasta hugar- fóstrinu, kanínulúffum fyrir veturinn. Það er ný útfærsla af hönskum sem hún gerði fyrir vini og vandamenn í fyrra, fóðr- uðum með skinni. Nú hyggst hún einnig hafa kanínuskinn að utan- verðu – finnst það krúttlegra – en saumaskapurinn er nákvæmnis- vinna þannig að lúffurnar þurfa tíma. Efni til fatagerðar hafa hvert sinn kost en Sonja er þó ekki í vandræð- um þegar spurt er hvaða efni henni þyki skemmtilegast að vinna með. „Mér finnst ullin æði, íslensk og einnig færeysk. Svo finnst mér ofsa- lega gaman að vinna með skinn og önnur náttúruefni. Annars ræður litagleðin líka oft ferðinni, ég tapa mér oft í lifandi litum og þá skiptir minna máli hvaðan efnin koma.“ Ullarnærföt Sonju úr 100% soðinni ull. Gylltur þráður er heklaður í kantana en fötin munu verða til með ólíkum bryddingum, svo sem skærbleikum og appelsínugulum. sith@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Djammklæði fyrir íslenskar aðstæður Litagleðin ræður oft ferðinni DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 B 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.