Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT lát er á hörmungum í Líberíu í Afríku. Á þetta einkum við í Monróvíu, höfuðborg landsins, en þar hafa átökin verið hvað hörðust. Um miðja vikuna sendu ríki Vestur-Afríku könnunar-lið til borgarinnar. Var það gert til að búa í haginn fyrir komu friðargæslu-liðs, þótt ekki sé enn vitað hvenær það verður sent þangað. Ástandið er verst í Monróvíu, en þar hafa uppreisnar-menn barist við stjórnar-herinn frá því í júní. Stefna þeir að því að steypa Charles Taylor, forseta landsins, af stóli. Borgin er nú matar- og vatnslaus og hrjáir hungur og van-næring marga íbúana. Á þetta til dæmis við um þá rúmlega 50.000 íbúa sem leitað hafa skjóls á íþróttaleik-vangi í borginni. Er hann svo yfir-fullur að farið er að bægja fólki frá, enda aðstæður ömurlegar. Auk van-næringar eru þá komnir upp skæðir smit-sjúkdómar á borð við kóleru og malaríu. Efnahags-samtök ríkja Vestur-Afríku, ECOWAS, hafa samþykkt að senda gæslu-lið til Líberíu. Óvissa um hver eigi að bera kostnaðinn af þeim aðgerðum hefur þó orðið til þess að lítið hefur verið gert. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað að bandarískt gæslu-lið verði ekki sent til Líberíu fyrr en kyrrð er komin á og Charles Taylor farinn frá. Stjórn Bandaríkjanna hefur hins vegar beðið öryggis-ráð Sameinuðu þjóðanna að heimila, að þangað verði sent alþjóðlegt gæslu-lið. Reuters Íbúar höfuðborgarinnar, Monróvíu, flýja undan kúlna-regni. Ekkert lát á hörmungum í Líberíu Netfang: auefni@mbl.is FRUM-SKÝRSLA Samkeppnis-stofnunar um olíu-félögin var til umfjöllunar hjá fjölmiðlum í vikunni. Í skýrslunni kemur fram að olíu-félögin þrjú hafi haft mikið verð-samráð um langt skeið. Félögin fá nú að koma á framfæri andmælum, en loka-skýrsla stofnunarinnar um málið er væntanleg um áramótin. Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um skýrsluna hefur athyglin beinst að þætti Þórólfs Árnasonar, borgar-stjóra Reykjavíkur, í málinu. En Þórólfur var markaðs-stjóri Esso á þeim tíma sem samráð olíu-félaganna á að hafa átt sér stað. Kom hann meðal annars að útboði Esso á olíu til Reykjavíkur-borgar. Þórólfur segist þó ekki hafa blekkt borgina. Hann hafi ekki haft fulla vitneskju um verð-samráðið fyrr en eftir að hann var hættur að vinna hjá félaginu. Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Esso, sagði í tilkynningu að Þórólfur hefði ekki ákveðið verð á olíu í starfi sínu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir Þórólf þó tala gegn betri vitund. Honum hafi verið kunnugt um málið. Borgarstjóri segist ekki hafa blekkt borgina BJÖRGUNARSVEITAR-MENN í Sandgerði drógu hvals-hræ þrjár mílur á haf út á miðvikudaginn. Þar sprengdu þeir hræið í loft upp, en það hafði tvisvar rekið upp í fjöruna á Fitjum við Sandgerði. Lagði af því mikinn óþef sem gerði nær-stöddum lífið leitt. Eftir að hræið hafði verið sprengt í loft upp tóku björgunar-menn eftir að það flaut enn betur en áður og ákváðu þeir þá að draga hræið lengra á haf út. Vonast þeir til að hvals-hræið sökkvi í framhaldi og valdi ekki meira ónæði. Sprengdu hvals- hræ í loft upp Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sprengi-strókurinn stóð hátt í loft upp þegar björgunar- sveitarmenn úr Sandgerði reyndu að sökkva hvals-hræinu. BIRGIR Leifur Hafþórsson úr GKG og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sigruðu á Íslands-mótinu í golfi, sem fór fram í Vestmanna-eyjum um síðustu helgi. Á mótinu fagnaði Birgir Leifur sigri á ný eftir sjö ára bið og Ragnhildur eftir fimm ára hlé. En bæði unnu þau Íslandsmeistara-titla síðast í Vestmanna-eyjum. Birgir Leifur árið 1996 og Ragnhildur árið 1998. Birgir Leifur sagðist himin-lifandi með titilinn og að loka-hringurinn hefði verið nokkuð þægilegur hjá sér. „Ég kann mjög vel við mig í Vestmanna-eyjum, enda hálfur Eyja-maður og fæ alltaf hlýjar móttökur. Ég á mikið af ættingjum hérna og það hjálpar til. Það er gaman að finna hlýja strauma,“ sagði Birgir Leifur. Ragnhildur setti glæsilegt nýtt vallar-met í Eyjum á þriðja keppnis-degi, er hún lék á 68 höggum. En Ragnhildur hefur verið lengi að í golfinu og um árabil í fremstu röð kvenna í golfi. „Þetta var ljúft. Mig langar að þakka kylfu-sveininum mínum, Óskari Jónassyni, sem stóð sig vel og hjálpaði mikið,“ sagði Ragnhildur og var ánægð með sigurinn. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Birgir Leifur Hafþórsson og Ragnhildur Sigurðardóttir með verðlaun sín í Eyjum. Birgir Leifur og Ragnhildur fögnuðu í Eyjum ÞRÁTT fyrir smæð Íslands virðist vera nóg að finna af frambærilegum tónlistar-mönnum hér á landi. Eru Björk Guðmundsdóttir og hljómsveitin Sigurrós líklega frægust erlendis. Aðrar hljómsveitir eru þó einnig að koma sér á framfæri. Þessa dagana eru tvær hljómsveitir á leið út í heim í tónleika-ferðalög. Það eru múm og I Adapt. Múm ætlar meðal annars að spila í Portúgal, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan. En I Adapt verða í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Tékklandi, Frakklandi og Bretlandi. Hljómsveitirnar eru mjög ólíkar. Múm spilar melódíska raftónlist en I Adapt eru harðkjarna-pönkarar. Það má því segja að tónlist þeirra sé eins og svart og hvítt. Tónlist beggja er þó skemmtileg og á vonandi eftir að skemmta tónleika-gestum erlendis. Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveitin múm hefur náð töluverðum vinsældum erlendis fyrir tónlist sína. Þau eru meðal annars að fara til Japans. Útrás íslenskrar tónlistar heldur áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.