Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Djásn ÞURÍÐUR hafði aldrei neinnsérstakan áhuga á hundumen það hefur heldur beturbreyst. Í sumar fékk hún ásamt einum af hundunum sínum, Kolkuós-Björk, heiðurseinkunn í úr- valsflokki í veiðiprófi Retriever-deild- ar Hundaræktarfélags Íslands. Og slíkur árangur næst ekki á einni nóttu. Þuríður og maðurinn hennar, Sig- urmon M. Hreinsson, eiga fimm Labradorhunda og rækta einnig slíka hunda undir merkjum Kolkuósrækt- unar. Hundaræktin á rætur sínar að rekja til ársins 1995 þegar Sigurmon flutti fyrsta hundinn inn frá Englandi. Þuríður tók ekki þátt í áhugamáli mannsins síns til að byrja með en Sig- urmon hefur lengi stundað veiðar og fékk sér fyrsta veiðihundinn árið 1990 eftir að hafa sjálfur lagt það á sig að synda í átta stiga frosti til ná í bráðina! „Þá gekk þetta nú ekki leng- ur,“ segir Þuríður. Eftir að hundunum fjölgaði á heim- ilinu og Sigurmon fór að eiga fullt í fangi með að þjálfa þá byrjaði Þuríður að leggja honum lið við þjálfunina og þá varð ekki aftur snúið. „Hann var svo mikið einn að þjálfa hundana og það er svo margt þar sem er ekki hægt að gera einn. Ég fór að fara með honum til að kasta í svokallaðar mark- eringar fyrir hundana og það gekk svona og svona til að byrja með en svo fór þetta að koma hjá mér og áhuginn að kvikna.“ Þetta var árið 1999. Þuríður og Sigurmon hafa flutt alla hundana inn frá Englandi og hafa fengið þá til sín við sex mánaða ald- urinn. Sá síðasti kom reyndar frá Ír- landi í vetur, þá tæplega tveggja ára gamall, en alls hafa þau flutt inn fimm hunda og bera nöfnin þess merki; systurnar Bringwood-Quail og -Quiz, Treckers-Bouda og þeir Drakeshead- Veiðihundur í góðri þjálfun Þuríður Elín Geirsdóttir stundar ekki veiðar en þjálfar og ræktar veiði- hunda. Hún og Labrad- ortíkin hennar, Björk, fengu hinn eftirsótta Haddabikar í veiðiprófi í sumar og Steingerður Ólafsdóttir spjallaði við Þuríði af því tilefni. Morgunblaðið/Sverrir Hjónin Þuríður og Sigurmon M. Hreinsson með fjóra af hundum sínum. Björk er lengst til vinstri og sú ljósgula heitir Quail. Systir hennar, Quiz, er nýfarin til nýrra eigenda. Svörtu hundarnir heita Falcon og Spectre. Björk er meðlimur í Koníaksklúbbnum svokallaða, sem dregur nafn sitt af lit hundanna. Frá vinstri: Fantur, Björk og Kolkuós-Húgó. Ljósmynd/Svava Garðarsdóttir SKÖPUNARGLEÐI mannabirtist með ýmsum hætti oggetur tekið á sig margvís-legar myndir. Birgir Eyj- ólfsson vélvirki uppgötvaði til dæmis að járnklippur og logsuðutæki væru ágætlega brúkleg til listsköpunar og hann nýtti hugmyndaflugið til að út- færa sköpunarþörfina og veita henni útrás í skúlptúrum og lista- verkum úr járni. Þessari hugmynd laust bara niður í kollinn á honum án þess að hann hefði nokkra sérstaka fyrirmynd að sambærilegum aðferð- um við listsköpun. „Ég datt niður á þetta fyrir svona tólf, þrettán árum,“ sagði Birgir þegar hann var spurður um tildrög þess að hann fór að vinna listaverk með járnklippum og logsuðutækj- um. „Ég hafði frá unga aldri haft gaman af því að teikna og tók nokkr- ar annir í Myndlista- og handíðaskól- anum í vatnslitun og módel- teikningu. Ég náði hins vegar aldrei almennilega tökum á vatnslitunum, þeir vildu renna til í höndunum á mér, þannig að ég þurfti að fá útrás fyrir sköpunarþörfina með ein- hverjum öðrum hætti.“ Birgir er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og lærði vélvirkjun þar, í vélsmiðju Kristjáns Rögn- valdssonar, sem seinna varð Skipavík. Hann hefur starfað hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli í 32 ár, fyrst sem tækni- teiknari, en síðustu árin sem verkstjóri á við- gerðadeildinni. Fyrir framan bygg- inguna, þar sem Birgir starfar, er skúlptúr á stalli eftir hann af stórri randaflugu, sem er merki við- gerðadeildar hersins. „Randaflugan var afhjúpuð með viðhöfn á sínum tíma. Þegar verkið var tíu ára var það farið að ryðga og ég lagfærði það með sandblæstri og sinkhúðun. Þá var það fært til og afhjúpað aftur með viðhöfn,“ sagði Birgir. Eftir að hann fór að fást við list- sköpun úr járni hefur hann gefið flest sín verk til vina og vandamanna. Hann sagði að það hefði aldrei komið til tals að hann héldi sýningu á verk- um sínum eða setti þau í sölu með einum eða öðrum hætti. „Ég hefði hins vegar ekkert á móti því að taka þátt í samsýningu með öðrum „amatörum“, til dæmis hér í Hafnar- borg í Hafnarfiði, ef slíkt stæði til boða.“ Birgir vinnur verk sín aðallega í bílskúrnum heima og þar má sjá stóran örn, með tuttugu punda lax í klónum, sem Birgir hefur verið að vinna við að undanförnu. „Vænghaf- ið er um 2,40 metrar og örninn er því af stærri gerðinni, en ég tók mið af bók Birgis Kjaran um íslenska örninn, þar sem segir að vænghafið geti orðið allt að tveir og hálfur metri hjá þeim stærstu. Einnig varð ég að kynna mér nákvæmlega gerð fjaðranna, til dæmis muninn á stél- fjöðrunum og flugfjöðrunum, gogg- inn og klærnar og hlutfallið þarna á milli, svo dæmi séu tekin.“ Birgir sagði að um 500 vinnustundir lægju í þessu verki, en fjaðrirnar eru á milli 1.300 og 1.400 talsins, sem hann hef- ur orðið að skera út hverja fyrir sig og síðan sjóða saman. „Já, það fer talsverður tími í þetta, en mér finnst þeim tíma vel varið. Maður sofnar þá ekki yfir sjónvarpinu á meðan.“ járni Fuglar eru eftirlætis viðfangsefni Birgis, eins og þessi fálki með þanda vængi. Þau eru ekki flókin verkfærin sem Birgir Eyjólfsson notar við listsköpun sína, eins og þessar járnklippur. Í þessum erni eru tæplega 1.400 fjaðrir, sem Birgir hefur skorið út hverja fyrir sig og síðan soðið saman. svg@mbl.is úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.