Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 2
Fyrir hverja starfar Heimili og skóli? • Alla foreldra sem eiga börn í grunn- og framhaldsskólum. • Foreldra í trúnaðarstörfum í stjórnum foreldrafélaga og í foreldraráðum, fulltrúa foreldra í skólanefndum sveit- arfélaga og bekkjarfulltrúa. • Kennara, skólastjórnendur, sveitarfé- lög og ráðuneyti. Hvers vegna leggja samtökin megináherslu á gott samstarf heimila og skóla? • Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra á skólastarf skiptir sköpum fyrir al- menna velferð barna og námsárang- ur. • Börn og unglingar þurfa að njóta sterks tengslanets heimila og skóla og foreldra innbyrðis. • Foreldrar bera megin ábyrgðina á uppeldi og menntun barna sinna. • Samstarf heimila og skóla skapar börnum og unglingum gott námsum- hverfi og þroskavænleg uppeldisskil- yrði. • Foreldrar eru ásamt nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum skóla aðilar að skólasamfélaginu. Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök. Þau starfa á landsvísu og hafa það að markmiði að bæta upp- eldis- og menntunarskilyrði barna og unglinga í samvinnu við for- eldra og skólayfirvöld. Samtökin reka skrifstofu, sem er opin á hefð- bundnum skrifstofutíma, fyrir ár- gjöld félagsmanna á Mannhæðinni á Laugavegi 7 í Reykjavík. Erindi, ábendingar og óskir foreldra sem eru í sambandi við samtökin hafa áhrif á stefnumótun, forgangsröðun verkefna og útgáfu fræðsluefnis. Stjórn samtak- anna er kosin á aðalfundi ár hvert og er hún skipuð 9 foreldrum barna í grunn- og framhaldsskóla sem koma víðs vegar að af landinu. Stjórn Heimilis og skóla - landssam- taka foreldra, fyrir starfsárið 2003 til 2004, er þannig skipuð: Formaður: Jónína Bjartmarz, Reykjavík. Varaformaður: Jóhann Thoroddsen, Sel- tjarnarnesi. Meðstjórnendur: Halldór Leví Björnsson, Reykjanesbæ. Guðrún Óðinsdóttir, Akureyri. Kristín Þorleifsdóttir, Reykjavík. María Kristín Gylfadóttir, Hafnarfirði. Karólína Júlíusdóttir, Reykjanesbæ. Hlynur Snorrason, Ísafirði. Maríanna Jóhannsdóttir, Egilsstöðum. Heimili og skóli starfar fyrir alla for- eldra! Það geta allir foreldrar, ekki aðeins félags- menn, haft samband við skrifstofu Heimilis og skóla til að fá ráð og upplýsingar. Einnig er hægt að óska eftir að fá fræðsluefni sent. Foreldrafélög og foreldraráð starfa við langflesta grunnskóla landsins. Heimili og skóli styðja bæði starfsemi for- eldraráða og foreldrafélaga með leiðbeining- um, ráðgjöf og fræðsluefni. Fréttabréf Heimilis og skóla Fréttabréfið, sem gefið er út 3-4 sinnum á ári, er þýðingarmesti miðill Heimilis og skóla. Áskrift að fréttabréfinu er innifalin í árgjaldi félags- manna. Blaðinu er ætlað að miðla upplýsingum um starfsemi samtakanna og þau verkefni sem samtökin taka þátt í eða eru aðilar að. Þar er einnig fjallað um ýmis skólapólitísk við- fangsefni og vinnu að auknu og bættu samstarfi heimila og skóla. Útgáfa Margir foreldrar eru óöruggir og þekkja lítið til krafna og væntinga í samstarfi heimila og skóla. Markmiðið með útgáfu fræðsluefnis er m.a. að styrkja for- eldra og kennara í hlutverki sínu í sam- starfi heimila og skóla. Meðal útgefins efnis er „Allir hinir mega,“ „Heimanám,“ „Foreldrasamn- ingurinn,“ forvarnar- og jafningjafræðslu- verkefni, „Meðferð skólastarfsmanna á trún- aðarupplýsingum,“ og „Einelti“, bæklingur með góðum ráðum fyrir foreldra. Hægt er að biðja um að fá fræðsluefni samtakanna sent en einnig er hægt að sækja það á skrifstofu samtakanna. Ýmis verkefni á sviði skólaþróunar og forvarna Heimili og skóli hefur frá upphafi verið einn aðstandenda Stóru upplestrarkeppninnar. Samtökin hafa líka verið samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Háskóla Íslands um framkvæmd og rekstur tilrauna- verkefnisins Bráðger börn - verkefni við hæfi og SAFT, fjölþjóðlegt rannsóknar- og fræðsluverkefni um örugga netnotkun er rekið af samtökunum í samstarfi við fjögur önnur Evrópulönd. Foreldraverðlaunin eru veitt árlega í því markmiði að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem unnið er á fjölmörgum sviðum innan skólasamfélagsins. Jafnframt eru sér- stök hvatningarverðlaun veitt aðilum úr hópi þeirra sem tilnefndir eru til foreldraverðlaun- anna. Alþjóðlegt samstarf Erlend samskipti Heimilis og skóla eru grundvöllur víðari sýnar, miðlunar upplýs- inga og reynslu og jafnframt uppspretta nýrra hugmynda og framsæknari starfsemi. Heimili og skóli eiga gott og árangursríkt samstarf við landssamtök foreldra á hinum Norðurlöndunum á vettvangi Nordisk Komité og samtökin eru líka aðilar að EPA - Evr- ópsku foreldrasamtökunum. Heimili og skóli - landssamtök for- eldra hafa nú starf- að í rúman áratug. Tilgangur samtak- anna hefur frá upphafi verið að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrð- um barna og ung- linga og bættum hag fjölskyldna. Hér er sannarlega ekki í lítið ráðist. Að þessu markmiði hefur verið unnið ljóst og leynt með öllum tiltækum ráðum. Með starfrækslu skrifstofu og símaþjónustu, miðlun upplýsinga og fræðslu og hvatningu til félagsmanna og annarra foreldra. Með samstarfi við önnur félög og samtök sem starfa í sama tilgangi að skóla- og forvarnarmálum og með um- sögnum og þátttöku í margvíslegu starfi nefnda og starfshópa. Með því að beita sér fyrir því að sjónarmið barna og foreldra séu virt þegar lög og reglur eru sett og ákvarð- anir teknar og með því að taka virkan þátt í hvers konar umbóta- og skólaþróunarstarfi. Síðast en ekki síst með því að halda á lofti og veita viðurkenningar fyrir góð og árangursrík störf. Vekja athygli á því sem vel er gert, á fordæmum og fyrirmyndum, veita hvatningu og hafa óbilandi trú á því að allir vilji í raun láta gott af sér leiða. Fyr- ir börnin - til ávöxtunar mannauðs framtíð- arinnar. Hér er mikið í húfi og mikilvægir hags- munir að vernda. Góð líðan barns í skóla, félagsleg aðlögun og námsárangur geta ráðið úrslitum um velferð þess og framtíð. Lykillinn að árangri er áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra á skólastarfi og virkt og gott samstarf heimila og skóla. Fyrir öflugu samstarfi heimila og skóla eru öll rök en engin gegn því. Foreldrar eru hluti af hinu viðurkennda skólasamfélagi ásamt nemend- um og skólastarfsmönnum og þeir bera meginábyrgðina á uppeldi og menntun barna sinna. „Foreldrar eru nauðsynlegir bakhjarlar barna sinna í skólastarfinu,“ heyrði ég einn góðan kennara segja á skólafærninámskeiði sl. haust. Harla fátt af störfum og verkefnum sam- takanna hefði verið gerlegt án víðtæks stuðnings og samstarfs við marga. Starfs- menn og stjórnarmenn samtakanna geta litlu áorkað einir og sér. Sjálfboðaliðar, for- eldrar víða um land, leggja starfseminni lið svo sem með þátttöku í framkvæmd Stóru upplestrarkeppninnar. Menntamálaráðu- neytið hefur stutt samtökin bæði faglega og fjárhagslega, nú síðast með fjárstyrk sem ætlað er öðru fremur að styrkja ráðgjafa- og leiðbeiningarhlutverk skrifstofunnar. Samgönguráðuneytið hefur styrkt verkefni um örugga netnotkun barna sem Landssím- inn lagði líka lið og utanríkis-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti studdu Evrópuráðstefn- una „Tungumál - lykillinn að samskiptum“, sem samtökin stóðu að. Samtökin hafa einnig fengið verkefnatengda styrki af fjár- lögum. Þá má ekki gleyma ómetanlegum stuðningi fyrirtækja, sem um árabil hafa stutt ákveðin verkefni. Hagkaup hf. hafa t.a.m. staðið straum af kostnaði við hönn- un og prentun Foreldrasamningsins, sem til viðbótar styrk úr Forvarnarsjóði gerir sam- tökunum kleift að reka það verkefni og Penninn - Eymundsson hf. studdi útgáfu bæklingsins „Korter á dag“. Allur þessi stuðningur er þó tengdur ákveðnum verk- efnum, tímabundinn og háður umsókn hverju sinni. Þessi stuðningur dugar þó ekki til. Sam- tökin gætu ekki staðið undir því starfi sem þau hafa metnað til án dyggra félags- manna. Þeir eru grunnurinn að rekstri sam- takanna bæði í faglegum og fjárhagslegum skilningi. Skrifstofa samtakanna er rekin fyrir árgjöld félagsmanna og því skiptir það öllu máli að nýir komi í stað þeirra sem hætta þegar skólagöngu barna þeirra lýkur. Því leyfi ég mér að hvetja foreldra allra skólabarna sem ekki eru þegar félagsmenn í Heimili og skóla að ganga í samtökin og leggja með því rekstri og starfsemi þeirra lið. Fyrir börnin Öxlum ábyrgðina saman Jónína Bjartmarz, formaður Heimilis og skóla Foreldra- samningur Foreldrasamningurinn er forvarnar- og jafningafræðsluverkefni Heimilis og skóla. Foreldrasamningurinn er í raun tvö verk- efni, annað fyrir foreldra barna í yngri bekkjum, og hitt fyrir foreldra barna í eldri bekkjum grunnskóla. Markmið verkefnis- ins er að vera grundvöllur umræðu og skoðanaskipta foreldra um það sem þeir telja skipta máli fyrir þroskavænlegt upp- eldi, velferð, góða líðan og námsárangur barna sinna og leggja jafnframt grunn að samstöðu foreldra um ákveðin viðhorf, gildi og reglur sem þeir velja að setja börnum sínum. Heimili og skóli býður skólastarfsmönn- um, foreldrafélögum, foreldraráðum og bekkjarfulltrúum upp á kynningu á For- eldrasamningnum og þessir aðilar hafa starfað víða um land með samtökunum að því að leggja hann fyrir foreldra. Samtökin reyna jafnframt að verða við öllum óskum um aðstoð frá samtökunum við fyrirlögn samningsins innan bekkja og árganga ein- stakra skóla. Heimili og skóli - landssamtök foreldra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.