Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 4
samstarf í Evrópu - aukum öryggi barna á Netinu Gakktu til liðs við okkur félagaöflun á landsvísu Á næstu dögum og vikum munu samtökin standa að félagaöflun og verður hringt í eins marga foreldra á landsvísu og kost- ur er og þeim boðið að gerast félagar. Við viljum biðja alla foreldra sem fá símhringingu um að taka vel á móti fólkinu sem hringir. Einnig er hægt að skrá sig í samtökin á vefsetri félagsins, www.heimiliogskoli.is, eða hringja á skrifstofu samtak- anna í síma 562 7475. Félagsgjaldið er einungis 2.600 kr. á ári en það stendur að mestu undir rekstri samtakanna og gerir okkur kleift að sinna því starfi sem að hluta til hefur verið kynnt í þessu blaði. Þitt framlag er okkur mikils virði. Hvers vegna á ég að vera félagi í Heimili og skóla - landssamtökum foreldra? • Barnið mitt er í grunnskóla í 10 ár og mögulega í framhaldsskóla í 4 ár eftir það. • Ég ber höfuðábyrgð á barninu mínu. • Það er bæði réttur minn og skylda að eiga samvinnu við skólann um skólagöngu barnsins míns. • Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólagöngu barns skiptir sköpum fyrir almenna velferð og námsárangur. • Heimili og skóli styður mig í mikilvægu ábyrgðarhlutverki mínu. • Foreldrar þurfa að starfa og standa saman. • Fjárhagslegur, félagslegur og faglegur styrkur Heimilis og skóla ræðst af fjölda félagsmanna og virkni þeirra. Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa verið leiðandi á Íslandi í vitundarvakningu meðal foreldra og kennara um netnotkun íslenskra barna og unglinga. Fyrst með Evr- ópuverkefninu SUSI og núna með Evrópu- verkefninu SAFT (Safety, Awareness, Facts and Tools). SAFT er rannsóknar- og fræðsluverkefni um örugga netnotkun. Verkefnið er stutt af „Safer Internet Action Plan“ áætlun Evrópu- sambandsins um öryggi á Netinu og eru sjö stofnanir frá fimm löndum aðilar að verk- efninu. Þátttökulöndin eru Danmörk, Írland, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Heimili og skóli - landssamtök foreldra er aðili að sam- starfshópnum fyrir hönd Íslands. Markmið SAFT er að auka vitund barna og unglinga um möguleika og hættur Nets- ins. Ætlunin er að kenna börnum og ung- lingum ábyrga netnotkun og draga úr áhættuhegðun þessa hóps. Þá er ætlunin að virkja foreldra, skólastjórnendur, kenn- ara og aðila netiðnaðarins til að leiðbeina og hjálpa börnunum við að ná þessu mark- miði með útgáfu fræðslu- og kennsluefnis. Síðast en ekki síst er markmiðið að koma af stað þjóðarumræðu um netnotkun ís- lenskra barna. Helstu þættir SAFT verkefnis- ins: Yfirgripsmiklar kannanir Eitt af verkefnum SAFT samstarfs- hópsins var að fram- kvæma könnun á við- horfi foreldra til net- notkunar barna sinna og könnun þar sem börn eru spurð ítarlega um eigin netnotkun. Kannanirnar voru gerðar meðal 10 þúsund barna og foreldra og eru þær viða- mestu sem hafa verið fram- kvæmdar í samstarfslöndun- um. Tæplega 1.000 íslensk börn og unglingar á aldrinum 9 til 16 ára og um 800 for- eldrar tóku þátt í könnunun- um. Gallup á Íslandi sá um fram- kvæmdina hér á landi en MMI framkvæmdi könnunina í öðrum þátttökulöndum. Fræðsluátak Hluti af verkefninu er að hanna fræðslu- og kennsluefni fyrir foreldra og skólastarfsmenn til að leiðbeina börnum og unglingum um örugga netnotkun. Það kom í hlut Ís- lands og Írlands að hanna og forprófa kennsluefnið sem að hluta er byggt á niðurstöðum kannan- anna. Nú í september verður efnið forprófað meðal 10 ára barna í sjö skólum um allt land. Efnið er kær- komið verkfæri foreldrum og skólastarfs- mönnum sem hafa hingað til þurft að feta sig áfram án fyrirmyndar þegar kemur að netnotkun. Netþjónustur Einn mikilvægur þáttur SAFT verkefnisins er að vekja athygli netiðnaðarins á málefninu og gera hann ábyrgari. Á Íslandi hefur í þessu skyni tekist samstarf við netþjónustur Og Vodafone og Símann Internet. Netþjónusturnar munu koma að gerð upp- lýsingabæklings og sjá um dreifingu hans. Vefsetur - www.saft.is Öllum þátttökulöndunum er gert að starfrækja vefsetur sem miðstöð upplýsinga um örugga net- notkun. Í september verður íslenska SAFT-vefsetrið, www.saft.is, formlega tekið í notkun. Þar geta börn, foreldrar og skólastarfsmenn fundið upplýsingar og fræðsluefni sem tengist öruggri netnotkun. Hægt er að skoða vefsetur annarra þátttökulanda á www.saftonline.org. Hvernig nota börnin okkar Netið? SAFT-kannanirnar um netnotkun barna og ung- linga á Netinu voru gerðar meðal 10 þúsund barna og for- eldra í þátttökulöndunum fimm. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og á grundvelli þeirrar þekk- ingar sem þær veita er ætlunin að veita foreldrum aðgang að upplýsingum og fræðslu til að auðvelda þeim að ræða við börn sín um öryggi á Netinu og setja reglur sem þeir vilja að farið sé eftir við notkun þess. Hér eru dregnar fram nokkrar niðurstöður kannananna meðal íslenskra barna og foreldra en þeim sem vilja fræðast meira er bent á vefsetur SAFT á Íslandi, www.saft.is. SAFT-kannanir Nokkrir punktar úr niðurstöðum • 96% þeirra foreldra sem tóku þátt í foreldrakönnuninni hafa farið á Netið og af þeim skoða 83% efni á Netinu reglulega. • Þau börn sem könnunin náði til hafa í um 99% tilfella aðgang að Netinu, ýmist á heimili sínu eða annars stað- ar, og flest þeirra skoðuðu Netið í fyrsta skipti á aldrinum 5 til 8 ára. Meira en helmingur þeirra segist hafa haft tækifæri til að vafra á Netinu án vitundar foreldra sinna. • Um 87% foreldra segjast sitja hjá börnum sínum þegar þau vafra um Netið en einungis um 22% barnanna segja að svo sé. • Um 49% barna sem nota Netið hafa heimsótt síður með klámfengnu efni fyrir slysni og 27% þeirra af ásetn- ingi, flest drengir. Um fjórðungur þeirra sem hafa heimsótt vefsetur með klámfengnu efni segjast hafa slegið inn ranga slóð og fengið síðuna þannig upp. • 66% barna segjast nota spjallrásir á Netinu og 41% segir að fólk sem þau hafa kynnst á Netinu hafi beðið þau að hitta sig augliti til auglitis. Þar af hefur 21% þeirra barna sem fara á spjallrásir hitt í eigin persónu ein- hvern sem þau kynntust á Netinu. Þakkir fyrir samstarf Samstarf heimila og skóla hefur aukist geysimikið á síðasta áratug og hefur það farið í ákveðnari farveg með tilkomu foreldraráða við skólana sem viðbót við foreldrafélögin. Í dag efast enginn um mikilvægi sam- starfsins og þátttöku foreldra í skólastarf- inu. Nauðsynlegt er að samstarfið ein- kennist af gagnkvæmu trausti, trúnaði og virðingu aðila og hafi hag nemendanna að leiðarljósi. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri Skólastjórafélags Íslands og fyrrum skólastjóri. Kveðja frá Hafnarskóla Í Hafnarskóla hafa flestir foreldrar skrifað undir Foreldrasamning Heimilis og skóla síðustu ár. Skólinn leggur áherslu á að styðja foreldra í því forvarnarstarfi sem foreldrasamningurinn er og við erum sannfærð um gildi hans. Það eru að sjálfsögðu alltaf einhverjir foreldrar sem ekki sýna samstöðu en styrkurinn felst í hinum sem standa saman og smám saman holar dropinn steininn. Þórgunnur Torfadóttir aðstoðarskólastjóri Hafnarskóla. Nauðsynlegt er að kenna börnum góða netnotkun rétt eins og umferðarreglurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.