Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 3
Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík Á síðustu árum hefur framhaldsskólinn verið að breytast mikið, ekki síst með tilkomu nýrrar aðalnámskrár. Foreldrafélag var stofnað við Menntaskólann í Reykjavík haustið 2001, en eftir því sem ég best veit er þetta fyrsta foreldrafélagið sem er stofn- að við framhaldsskóla í Reykjavík. Við höf- um lagt áherslu á að efla samstarf forráða- manna og starfsmanna skólans. Liður í því er að bjóða forráðamönnum nýnema í sept- ember á kynningarfund þar sem skólastarf er kynnt. Skólayfirvöld hafa átt mjög gott samstarf við stjórn foreldrafélagsins. Vorið 2002 stóð stjórn foreldrafélagsins og stjórn- ir nemendafélaganna fyrir borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um húsnæðisvanda skólans. Það er ekkert launungarmál að þröngur húsakostur skólans hefur valdið okkur erfiðleikum. Stuðningur foreldrasam- takanna er ómetanlegur við að þrýsta á stjórnvöld til að bæta aðstöðu nemenda til náms við skólann. Það er skólanum mikill styrkur að geta leitað til foreldrasamtak- anna eftir stuðningi og samstarfi. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hvað lá að baki þeirri ákvörðun menntamálaráðuneytisins að styðja starfsemi Heimilis og skóla með fjárstyrk? Menntamálaráðuneytið greiðir Heimili og skóla árlega samningsbundna upphæð til ákveðinna verkefna. Meginástæða þess að ráðuneytið leggur samtökunum lið með beinu fjárframlagi er sú að í aðal- námskrá er lögð áhersla á öflugt samstarf heimila og skóla, þ.e. menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upp- lýsingamiðlun. Einnig að auðvelda sam- tökunum að veita foreldrum barna í leik- skólum, grunnskólum og framhaldsskól- um leiðbeiningar og ráðgjöf í málum sem tengjast lögum, reglugerðum og aðal- námskrám og aðstoða foreldra við að rata um skólakerfið á sem bestan hátt með hag barna að leiðarljósi. Í hverju er þjónustan fólgin? Í samningnum er sérstök áhersla lögð á símaþjónustu fyrir foreldra á öllum skólastig- um. Einnig eru ákvæði um stuðning við út- gáfustarfsemi Heimilis og skóla á leiðbein- andi ritum fyrir foreldra um ýmsa þætti skólahalds, eftir nánara samkomulagi í hverju tilviki, svo og uppbyggingu á heima- síðu fyrir foreldra. Loks er áhersla á þjónustu við foreldraráð í grunnskólum til að þau geti betur sinnt lögbundnum skyldum sínum og eflingu foreldrastarfs í framhaldsskólum. Hvernig hefur samstarfið gengið? Ég tel að samstarfið við Heimili og skóla hafi gengið mjög vel og að margir foreldrar hafi fengið úrlausn með því að hafa sam- band við samtökin. Einnig hafa samtökin verið dugleg að gefa út fræðsluefni fyrir foreldra og starf foreldraráða í grunnskól- um stendur traustum fótum. Það virðist hins vegar vera þörf fyrir að gefa út meira efni fyrir foreldra og byggja upp gagnasafn á heimasíðu samtakanna og finna leiðir til að efla foreldrasamstarf í framhaldsskólum. Hvernig geta foreldrar best haft áhrif á skólaumhverfið og starfshætti skólanna? Með því í fyrsta lagi að vera í mjög góðum tengslum við skólann varðandi skólagöngu eigin barna og kynna sér rækilega skóla- námskrána og koma á framfæri ábending- um um umbætur í tengslum við nám eigin barna. Einnig er mikilvægt að foreldrar í einstökum bekkjum ásamt kennurum og nemendum hafi gott samstarf innbyrðis og leggi sitt af mörkum sameiginlega til að skólabragur- inn verði sem bestur. Virk þátt- taka og áhugi á skólastarfinu með hag barnsins að leiðarljósi skilar bestum árangri. Hvernig hefur samstarf skóla og heimila þróast og hvert stefnir það að þínu mati? Ég hef fylgst með samstarfi heimila og skóla hér á landi í all- mörg ár, bæði í starfi mínu í ráðuneytinu og einnig sem for- eldri þriggja barna sem nú eru á aldrinum 10-21 árs. Ég get full- yrt að á síðustu árum hefur átt sér stað mjög jákvæð þróun, m.a. með tilkomu Heimilis og skóla og annarra svæðasamtaka foreldraráða og -félaga. Foreldrar eru að mínu viti almennt mjög áhugasamir um þátttöku í námi eigin barna og í foreldrastarfi innan bekkjar barnsins og æ fleiri láta sig einnig varða skólastarfið í heild og almenna skólastefnu. Þar hafði tilkoma foreldraráða í grunnskól- um umtalsverð áhrif. Ég sé fyrir mér æ virkari tengsl heimila og skóla, t.d. með notkun tölvu- og upplýsingatækninnar og einnig með aukinni beinni þátttöku foreldra í verkefnum skólans, t.d. sem sjálfboðalið- ar og stuðningsaðilar. Einnig sé ég fyrir mér að foreldrar vilji koma með ákveðnari hætti að stjórn skólanna og ákvarðanatöku og hafa aukið val um skóla fyrir börnin sín. Slíkt er ekki óeðlileg krafa í nútíma lýðræð- issamfélagi. Samstarfssamningur við menntamálaráðuneyti Guðni Olgeirsson, deildarstjóri grunn- og leikskóladeildar menntamálaráðuneytis. Margir foreldrar kannast við að hafa haft efasemdir um mikilvægi þess að taka þátt í störfum foreldrafélaga eða foreldraráða. Fyrir foreldrum er tilgangur og markmið slíks félagsskapar alls óskýr, og kannski ekki að ósekju. Heimili og skóli lítur svo á að áhugi foreldra skipti sköpum um velgengni barna í skóla. Jafningjafræðsla í foreldrahópum er árangursrík og samráð og samstaða foreldra eru þung lóð á vogaskálar í átt að aukinni samvinnu heimila og skóla. Með þetta að leiðarljósi hafa samtökin beitt sér öt- ullega fyrir stofnun foreldrafélaga við alla leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sömuleiðis hafa samtökin lengi unnið að eflingu foreldraráða í grunnskólum. Í grunnskólalögum segir að heimilt sé að starfrækja foreldrafélög við grunnskóla. Í dag eru foreldrafélög starf- andi við nær alla grunnskóla á landinu og foreldrafélögum í leikskólum og framhaldsskólum hefur fjölgað mikið síðustu ár. Foreldrafélög hafa það að markmiði að veita skólum lið svo aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma, styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla. Í flestum skólum eru einnig starfandi bekkjarfulltrúar sem er ætlað að efla bekkj- aranda og stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar víða um land hafa einnig reynst Heimili og skóla ómetanlegur stuðningur við að kynna Foreldrasamninginn og leggja hann fyrir foreldra. Samkvæmt 16. grein grunnskólalaganna skal foreldra- ráð starfa við hvern skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Í greininni segir einnig til um hlutverk for- eldraráðanna. Þar segir „foreldraráð fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið, fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra.“ Lögbinding foreldraráða var mjög mikilvægt skref í átt að aukinni og virkri þátttöku foreldra innan skólasam- félagsins og veitti foreldrum aukin tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Rétt eins og foreldrum ber að annast uppeldi og sjá fyrir andlegum og líkamleg- um þörfum barna sinna, bera þeir ábyrgð á menntun þeirra. Hlutverk skólans er hins vegar fyrst og fremst að búa börnin undir líf og starf í þjóðfélagi sem er í stöðugri þróun. Hlutverkaskipanin verður að vera skýr og það er mikilvægt að allir aðilar skólasamfélagsins líti á sig sem samherja með sameiginleg markmið og hagsmuni að leiðarljósi - velferð barnanna. Heimili og skóli hafa ávallt lagt ríka áherslu á það við foreldraráð að þau setji sér starfsreglur og móti ákveðna stefnu til að vinna eftir. Mikilvægt er að markmið slíkrar stefnu sé að stuðla að jákvæðri samvinnu við skólastjórn- endur, jafnframt því að veita þeim aðhald við uppbygg- ingu skólastarfsins. Jákvæðni í garð skólans er forsenda þess að foreldraráðin geti verið skólastjórnendum bakhjarl við úrlausn erfiðra mála og við að koma málefnum skólans á framfæri. Starfsemi og virkni foreldrafélaga og foreldraráða er vissulega mjög mismunandi á milli skóla því starfið mótast af þeim aðilum sem koma að því á hverjum tíma. Með því að leggja sitt af mörkum á þessum vettvangi geta foreldrar axlað aukna ábyrgð á velferð og náms- árangri barna sinna og velgengni skólans. Foreldrafélög og foreldraráð - er einhver munur þar á? „Það þarf enginn nema ég að...“, „ég er sá eini sem má ekki...“, „það leyfa þetta allir aðrir ...“ Þekkir einhver þessar setningar? Já, sennilega. Ég held að flest okkar sem eru foreldrar hafi fengið að heyra þær eða álíka setningar, ekki bara einu sinni heldur oft. Í of mörgum tilfellum förum við að trúa því að við séum í alvöru öðruvísi en allir aðr- ir, gamaldags og úrelt með reglur og skoðanir sem löngu eru fallnar í gleymskunnar dá hjá öllum nútíma foreldrum. En svo merkilega vill til að þegar okkur foreldrum gefst tækifæri eða er skapaður grundvöllur til að ræða þessar „úreltu“ reglur okk- ar, þá komumst við að því að við erum alls ekki ein á báti því mikill meirihluti annarra foreldra er líka á sama bátnum. Það er reynsla mín af Foreldrasamningnum að mikilvægi hans felist fyrst og fremst í því að skapa grundvöll til umræðna um málefni sem margir eiga erfitt með að hafa frumkvæði að. Opin og heiðarleg umræða og samskipti okkar sem foreldra, þar sem við getum, á jafnréttisgrunni, sammælst um leiðir eða aðgerðir sem henta aðstæðum hverju sinni, er gríðarlega já- kvætt afl sem við ein getum virkjað og beitt. Sesselja Sigurðardóttir, foreldri í Oddeyrarskóla, Akureyri. Útgefandi: Heimili og skóli - Landssamtök foreldra Ábyrgðarmaður: Jónína Bjartmarz Ritstjóri: Sigurþór Gunnlaugsson Uppsetning og prentun: Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.