Morgunblaðið - 03.09.2003, Page 6

Morgunblaðið - 03.09.2003, Page 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SUZUKI í Bretlandi stóð fyrir frum- sýningu 22. ágúst síðastliðinn á glæ- nýju mótorkrosshjóli sem væntan- legt er á markað síðar á þessu ári. Suzuki RMZ hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hér á ferð næsta kynslóð fjórgengis mótor- krosshjóla. Orðrómur og myndir af hjólinu hafa verið að leka út á Netinu síðastliðnar vikur og mán- uði og kynt þannig undir spennuna í kringum þetta gula millivigtarhjól. Þegar ég fékk símtal um að mér væri boðið að koma til Bretlands í reynsluakstur þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um. Til að fá sem besta og fjölbreyttasta yfirsýn yfir nýju Súkkuna slóst fyrrverandi Ís- landsmeistari í mótorkrossi, Reynir Jónsson, með mér í för. Samstarf Suzuki og Kawasaki Það var á síðasta ári að orðrómur um samstarf Suzuki og Kawasaki var staðfestur. Upp úr þessari sam- vinnu urðu til tvö ný fjórgengishjól, Kawasaki KX 250F og Suzuki RMZ 250 sem á blaði virðast vera eitt og sama hjólið fyrir utan litinn á plast- inu. Hinsvegar, mörgum að óvörum, hafa þessi tvö hjól komið misvel út úr reynsluakstri í Japan og er ástæðan sú að þótt hönnunin sé að grunni sú sama hafa framleiðendurnir, Kawa- saki og Suzuki, kosið að reka ein- hverja endahnúta á framleiðsluna hvor með sínu lagi. Hjól eru hönnuð og framleidd með mismunandi markmið í huga og í til- felli Suzuki RMZ var markmiðið ein- faldlega að vinna heimsmeistaratitil í mótorkrossi. Hönnuðir RMZ lögðu áherslu á að skapa hjól með lága vigt og lágan þyngdarpunkt og náðu því fram í mjög léttri grind úr stál- blöndu, (sem ber sterkan Kawasaki svip), nýjum álafturgaffli, léttmálm- shlutum í mótor, nýju ólíukerfi, (SASS), þar sem mótor og gírkassa- olía er aðskilin svo fátt eitt sé upp talið. Einnig losuðu hönnuðir hjóls- ins það undan áhrifum mótorbremsu sem einkenndu fjórgengishjól forð- um daga. Öll óþarfa þyngd skorin niður Gangsetning er gríðarlega stór hluti heildarmyndarinnar þegar komið er á fjórgengishjóli í keppni. Mörg nútímahjól koma með raf- starti. En þar sem Suzukimenn höfðu það að leiðarljósi að skera alla óþarfa þyngd af hjólinu kemur það ekki með rafstarti heldur hinni hefð- bundnu startsveif. Hjólið hefur sjálf- virkan þjöppulétti en auk þess hand- virkan búnað fyrir heistart eins og flest önnur fjórgengishjól í dag. Blöndungurinn, (Keihnin FCR 37), er svo þannig úr garði gerður að hann er tengdur kveikjukerfi þar sem búnaður skynjar stöðu bensín- gjafar og breytir kveikjutímanum eftir aðstæðum til að fá sem bestan bruna út úr hjólinu. Að utan sýnist mótorinn vera sér- lega lítill og nettur en það er tilkomið vegna þess að strokkurinn liggur að hluta ofan í vélarhúsið. (Mynd 2). Strokkurinn er einnig úr álblöndu sem er hentugur við hitaleiðni sem þýðir betri þétting milli strokks og stimpilhringja sem á endanum skilar sér sem aukið afl. Gíranir eru 5. Suzuki hefur löngum komið með Showa-fjöðrun en er nú á Kayaba dempurum bæði að framan og aftan en aftari endinn á Súkkunni er glæný hönnun, spennandi og miðar að því að létta hjólið um leið og virkni afturfjöðruninnar eykst. Engar nýjungar Við fyrstu sýn eru þó engar stór- kostlegar nýjungar á ferðinni. Flest það sem RMZ kemur með hefur sést áður í einni eða annari mynd. Það sem skiptir höfuðmáli þegar nýtt mótorhjól kemur á markað er ekki hversu fallegt eða nýstárlegt það er, heldur hvernig þeir hlutir sem hjólið samanstendur af virka saman, s.s. fjöðrun, bremsur, mótor o.s.frv. Breskir blaðamenn og við tveir fé- lagarnir höfðum tvö hjól til umráða í heilan dag og er óhætt að segja að ekki hafi verið stoppað allan þann tíma nema ef til vill svona rétt á með- an hjólin urðu bensínlaus og komum við Íslendingarnir þar oftast við sögu enda tregir til að skila hjólunum til hinna ökumannanna fyrr en bensín- tankurinn var tómur. Það gerist stundum þegar hjól eru frumsýnd að starfsmenn framleiðanda eru óör- uggir og banna mönnum að gera hitt og þetta á meðan á akstri stendur. Suzukimennirnir voru hinsvegar hinir rólegustu og sáu bara um að setja bensín á hjólin, stilla fjöðrun, rétta stýri eftir byltur og gefa okkur samlokur. Ljóst er að RMZ er vel unnin afurð frá Suzuki og menn hafa sterka trú á gripnum. Reynsluakstur á fjórgengishjólinu Suzuki RMZ 250 Ný fjöðrun en ekkert rafstart Þórir Kristinsson fékk fyrir skemmstu boð um að reynsluaka nýju mótorkrosshjóli frá Suzuki, RMZ, nýj- ustu kynslóð fjórgengis mótorkrosshjóla. Reynir Jóns- son, fyrrverandi Íslandsmeistari í mótorkrossi, slóst í för með Þóri til að prófa hjólið í Englandi. Að utan sýnist mótorinn vera sérlega lítill og nettur en ástæðan er sú að strokkurinn liggur að hluta ofan í vél- arhúsið. Tilgangurinn með hönnun Suzuki RMZ er einfaldlega að vinna heimsmeistaratitil í mótorkrossi. vandamál, bara 1–2 spörk án þess að snerta bensíngjöfina og hjólið komið í gang. Persónulega sakna ég ekki rafstartsins. Hef ekki áhuga á aukinni þyngd sem því fylgir. Í heildina verð ég að gefa Suzuki topp einkun. Ég er reyndar vanur því að aka um á hjóli sem er sérstillt fyrir mig hvað stærð, þyngd og aksturstíl varðar. Þannig að það voru nokkur atriði á RMZ sem betur mega fara. En það eru allt atriði sem auðvelt er að vinna í. Sum hjól eru góð eins og þau koma út úr verksmiðjunni. Sum hjól þarf mikið að vinna í svo þau verði góð og í einstaka tilfelli kemur á markað hjól sem aldrei öðlast góða aksturseiginleika sama hversu miklum tíma og pen- ingum maður eyðir í það. Það er mjög misjafnt hversu mikla vinnu ég hef þurft að leggja í hjól í gegnum árin til að fá þau í það horf sem er við- unandi fyrir mig í keppni. Það sem heillar mig mest við RMZ er hversu gott hjólið er beint úr kassanum. Það er ekki oft sem ég get sagt það, en ég er viss um að það tæki mig ekki langan tíma að fínstilla þetta hjól til að halda mér í toppbaráttunni í mótorkrossinu.“  „Ég var verulega hissa. Bjóst ekki við svo miklu af svo litlu hjóli. Ók hratt án þess að eyða mikill orku í aksturinn. Heild- arpakkinn er góður. Hjólið passaði mér vel og gott að vinna á því og færa líkamsþyngdina til. RMZ kemur með svokallað „nonslip“-sæti en það hjálpar mér að sitja og einnig þegar ég stend og klemmi fæturna utan um hjólið. Eins og flestir á svæðinu var ég hissa á því hvað hjólið hefur mikið afl á öll- um vinnslusviðum. Ég ók Yamaha YZ250F í sömu braut en það hjól hefur ekki nærri eins mikið afl og RMZ. Ég átti hvergi í vandræðum með aflið, hvorki út úr sandbeygjum né á beinum köflum. Ég heyrði félaga mína tala um titring frá mótor sem leiddi út í stýrin en verð að segja að ég varð hans ekki var. Ég er vanur allt öðruvísi hjóli, bæði hvað teg- und og vélarstærð varðar en það tók enga stund að venjast súkkunni sem þýðir að hönnunin og samræmið milli afls og fjöðrunar er mjög gott. Hlutföll milli gíra voru mjög góð og aldrei vandamál með afl. Ég er ekki frá því að hækka mætti gíringuna örlítið með því að stækka fremra tannhjól um eina tönn, svo sterkur er mótorinn. Að gangsetja hjólið var aldrei Hvað segir Reynir Jónsson? Vél: Eins strokks fjórgengis, DOCH (tveggja knastása). Slagrými: 249 rúmsentimetrar. Þjappa: 12,6:1. Ventlar: Fjórir. Hámarks snúningur á vél: 13.550 snúningar á mínútu. Bensíntankur: 7,5 lítrar. Gírkassi: Fimm gírar. Framfjöðrun: Kayaba 48 mm, (300 mm slaglengd). Afturfjöðrun: Kayaba, (310 mm slaglengd). Framgjörð/afturgjörð: 21/19. Þyngd: 92,5 kg. SUZUKI RMZ 250

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.