Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 B 3 bílar FRAMLEIÐENDUR Range Rover hafa í hyggju að setja á markað smækkaða útgáfu bílanna sem hannaður verður sem sportbíll og er talið líklegt að verði nefndur Range Sport. Bíllinn er væntanlegur á markað árið 2005. Geoff Upex, yfirmaður hönn- unardeildar Rover, segir að Porsche hafi hannað jeppling, Cayenne, sem falli að ímynd og stöðlum Porsche. Rover ætli í svipuðum dúr að smíða sportbíl sem falli að ímynd og stöðlum Range Rover jeppanna. Í stað þess að verða eingöngu í samkeppni við bíla eins og BMW X5 er Range Sport einnig hugsaður sem tveggja manna sportbíll búinn sömu kostum. Útlit bílsins verður skarpara og hvassara en útlit annarra Land Rover bíla, meira í líkingu við sportbíla með þremur hurðum og svipmiklum felgum. Range Sport verður byggður á sömu nýju grindinni og væntanleg er í næstu kynslóð af Discovery eftir ár. Vélaraflið kemur úr V6 og V8 dísilvélum, eða V8 bensínvél frá Jaguar. Dýrasta útgáfan verður líklega boðin með 420 hestafla vél, sem ætti að nægja í sam- keppninni við Cayenne Turbo. Range Rover hannar nýjan sportbíl Teikning sem sýnir hvernig nýr Range Sport mun líta út. Grunnur lagður að nýju Mercedes- Benz-safni GRUNNUR var lagður að nýju safni um sögu Mercedes-Benz í síðustu viku en safnið verður reist á 60.000 fermetra svæði fyrir framan hlið DaimlerChrysler í Stuttgart. Nýja safninu er ekki aðeins ætlað það hefðbundna hlutverk safna að hýsa forna gripi úr sögu Benz, heldur að safnið verði vettvangur eldri og nýrri strauma Mercedes-Benz. Í safninu verðu sagan rakin í máli, myndum og gripum og þróun bílanna útskýrð, en þar að auki verð- ur gefinn kostur á að sjá framtíðinni bregða fyrir í hugmyndum manna um Benz komand kynslóða. Hönnun safnsins verður afar nú- tímaleg, 47 metra há byggingin mun standa á 6 metra háum stöplum. Sýningarrýmið verður á 17.000 fer- metrum og þar geta gestir fengið upplýsingar um allt mögulegt varð- andi Mercedes-Benz í fortíð, nútíð og framtíð. Ætlunin er að safnið verði opnað árið 2006 áður en heimsmeist- arakeppni í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi. Merki Mercedes-Benz er löngu orðið víðfrægt meðal bílaáhugamanna. Evrópu- meistari í trukkaakstri MICHELE Sandri, 27 ára ökumað- ur frá Ítalíu, varð á laugardaginn Evrópumeistari í lokakeppni í akstri trukka, en mótið er kennt við Scania og var haldið í Svíþjóð. Um 6.000 keppendur hófu keppni í stærsta móti sem haldið er í trukkakeppni ungra ökumanna sem fæddir eru 1973 og síðar. Keppendur komu frá öllum ESB-löndunum og Noregi, Póllandi, Slóvakíu og Tékklandi. Sandri sagðist hafa í huga við aksturinn að aka af mýkt og hugsa um öryggið, en hann ekur í sínum vinnutíma stórum vörubíl, og var kátur með sigurinn sem gaf honum ferð til Rio de Janeiro í Brasilíu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.