Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞÁ er hann kominn loksins með dís- ilvél, Suzuki XL-7; sjö manna jepp- inn sem byggður er á sjálfstæða grind og er með háu og lágu drifi. Frá því bíllinn kom á markað fyrst árið 2001 hefur hann einvörðungu verið boðinn með V6-bensínvél. Fyrr á þessu ári kom hann með nýjum innréttingum. Breytingarnar voru ekki stórvægilegar en þó má minnast á viðarskreytingu, ný inn- byggð hljómtæki og almennt minni plastkeim yfir mælaborðinu. Nú hef- ur verið bætt um betur og komin fjarstýring fyrir hljómtækin í stýrið, þrjú þriggja punkta belti og hnakka- púðar í miðjusæti auk þess sem XL-7 hefur fengið dálitla breytingu að ut- an að framanverðu. Munar þar mest um nýjar lugtir, grill og stuðara og hefur bíllinn lengst um eina sjö cm vegna stuðarans. Dísilbíllinn er með loftinntaki á vélarhlífinni. Enn vant- ar þó ýmislegt í bílinn til að hann geti talist fullbúinn; eins og t.a.m. ljós í speglum í sólskyggni, aðdrátt í stýri, hraðastilli, loftkælingu og rafstýr- ingu á ökumannssæti. Annar búnað- ur er þó yfirleitt til staðar. XL-7 er því miklu frekar nytjabíll en lúxus- bíll og á góðu verði í kaupbæti. Aðgreindur frá Grand Vitara Umboðið hefur ákveðið að að- greina sjö sæta jeppann frá fimm manna Grand Vitara-jeppanum með því að kalla bílinn eingöngu Suzuki XL-7 og útlitsbreytingin hjálpar enn frekar til við þá aðgreiningu. Auk þess er bíllinn 4,76 metrar á lengd, eða rúmum hálfum metra lengri en Grand Vitara. XL-7 er fremur hefðbundinn í út- liti og lætur í raun lítið yfir sér. Hurðir eru stórar með sterklegum og stórum hurðaropnurum og aftur- hlerinn með varadekkinu opnast til hliðar. Rými er gott í bílnum fyrir ökumann og fjóra fullorðna farþega og aðgengi að þriðju sætaröðinni er þægilegt fyrir minnstu farþegana. Ókostur er þó að miðjusæti renna ekki sjálfkrafa í upprunalega still- ingu eftir að þeim hefur verið rennt fram til að hleypa farþegum aftast í bílinn. Aftursætin eru tvískipt, 60/40, og bæði á sleðum svo hægt er að renna þeim fram á við til að auka fótarými farþega í þriðju sætaröð eða aftur á bak til að auka fótarými aftursætisfarþeganna. Farangurs- rýmið er æði lítið þegar þriðja sæta- röðin er í notkun og rétt hægt að koma þar fyrir nokkrum innkaupa- pokum. Einfalt er hins vegar að fella sætisbökin niður til þess að auka far- angursrýmið. Lítil en furðuspræk dísilvél Suzuki XL-7 fæst núna bæði með V6-vélinni, 170 hestafla og kostar þá frá um 3.090.000 króna sjálfskiptur sem er óvenju hagstætt verð fyrir jeppa af þessari stærð. Með dísilvél- inni fæst hann eingöngu með fimm gíra handskiptingu. Í fyrstu leist undirrituðum ekki nema rétt mátu- lega á það þegar í ljós kom að bíllinn fengi tveggja lítra dísilvél, reyndar með forþjöppu og millikæli. Þetta er lítið slagrými og að óreyndu hefði mátt telja að togkraftur svo lítillar vélar yrði ekki nægur fyrir þetta stóran bíl. Reyndin er hins vegar sú að vélin kemur verulega á óvart fyrir mikla vinnslu. Þetta er fjögurra strokka, 16 ventla vél, smíðuð af Peugeot sem skilar um 107 hestöfl- um og togar að hámarki 270 Nm við 1.750 snúninga á mínútu. Hún er vissulega nokkuð hávær en aflið er viðunandi og gott betur þegar tekið er af stað og í lausagangi en hávað- inn fjarar út í þjóðvegaakstri. Þar fyrir utan er vélin sparneytin sem er umtalsverður kostur, ekki síst ef það verður að veruleika að olíugjald verði lagt á og þungaskattur felldur niður með þeim afleiðingum að verð á dísillítra verði í takt við verð á bensínlítranum. Í blönduðum akstri er uppgefin eyðsla 8 lítrar en um 10,3 lítrar í borgarakstri. Hagstætt verð XL-7 með dísilvélinni er á verði sem keppinautarnir geta ekki keppt við. Verðið er 3.050.000 krónur fyrir sjö sæta jeppa. Bíllinn kemur á um 28 tomma dekkjum og láta margir setja undir hann stærri dekk, 30 tommur, sem felur líka í sér að settir eru klossar undir gormana svo veg- hæðin minnkar um 4 cm. Slík breyt- ing kostar 145.000 kr. og er þá verðið komið upp í 3.195.000 kr. sem ennþá telst afar hagstætt. Keppinautarnir, þ.e. sjö sæta dísiljeppar í þessum stærðarflokki, eru helstir Toyota Land Cruiser 90, Nissan Terrano II, Mitsubishi Pajero Sport og Daewoo Rexton. Morgunblaðið/Ásdís Suzuki XL-7 er sjö manna jeppi á hagstæðu verði. Suzuki XL-7 loks með dísilvél Morgunblaðið/Ásdís Varadekkið er á afturhleranum sem opnast til hliðar. Morgunblaðið/Ásdís Lagleg umgjörð er í kringum ökumann en lítill munaður. Morgunblaðið/Ásdís Ef tveir ferðast í miðjusæti er hægt að fella niður armpúða í miðjunni. REYNSLUAKSTUR Suzuki XL-7 2,0 dísil Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Ásdís Farangursrýmið er takmarkað ef þriðja sætaröðin er í notkun. Vél: Fjórir strokkar, 16 ventlar, forþjappa, milli- kælir. Afl: 107 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 270 Nm við 1.750 snúninga á mínútu. Drifkerfi: Afturdrifinn með tengjanlegt fjórhjóladrif, hátt og lágt drif. Sætafjöldi: 7 sæti. Hröðun: 15,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 155 km klst. Eyðsla: 8 lítrar í blönd- uðum akstri, 10,3 lítrar í borgarakstri. Hemlar: Kældir diskar að framan, skálar að aftan, ABS. Fjöðrun: Gormar. Farangursrými: 121/353/ 584 lítrar. Eigin þyngd: 1.735 kg. Lengd: 4.760 mm. Breidd: 1.780 mm. Hæð: 1.740 mm. Veghæð: 18,3 cm. Verð: 3.050.000 kr. Umboð: Suzuki bílar hf. Suzuki XL-7 gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.