Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ramkvæmdastjóri Félags fast- eignaeigenda er Magnús Ein- arsson og það má næstum segja að hann þekki söguna frá upp- hafi, eða að minnsta kosti þær aðstæður sem ríkt hafa í fast- eignaviðskiptum megnið af síðustu öld því þegar hann hóf störf á fasteignasölu árið 1957 voru enn í gildi lög um fasteigna- viðskipti frá 1938 og svo sem allur gangur á málum. Þegar Magnús er spurður hvers vegna hann hafi snúið sér að fasteigna- viðskiptum, segir hann ástæðun þá að maður sem hann þekkti og rak endurskoð- unarskrifstofu hafi auglýst eina eign „í bríaríi“. „Nágranni hans í Ingólfsstræti, sem var lögfræðingur og rak þar fasteignasölu, gerði athugasemd og sagði hann ekki hafa leyfi til að selja fasteignir. Kunningi minn fékk sér lögfræðing og stofnaði með honum fast- eignasölu og ég hóf störf hjá þessum tveimur höfðingjum. Seinna keypti ég fyrirtækið og hef því verið í bransanum í 44 ár. Ég hætti ekki störfum fyrr en fyrir tveimur árum þeg- ar ég tók við starfi framkvæmdastjóra hér.“ Braggahverfi og kampar Hvernig var umhorfs á fasteignamark- aðinum þegar þú byrjarðir að starfa? „Á þessum tíma voru fimm til tíu starfandi fasteignasölur í Reykjavík. Það var lang- algengast að lögmenn væru með fast- eignasölu að aukabúgrein og 9. síðan í Morg- unblaðinu var fasteignaauglýsingasíðan í miðri viku. Við auglýstum lítið á sunnudög- um þá. Við, þessir karlar, áttum 9. síðuna og áttum hver sinn bita á síðunni. Við vorum harðir á því að aðrir færu ekki inn á okkar pláss; ef ég fékk, til dæmis, ekki minn stað á síðunni, hringdi ég arfafúll upp á Mogga til að kvarta. Á stríðsárunum og næstu einn til tvo ára- tugi var gríðarlegur straumur fólks af lands- byggðinni til Reykjavíkur og hér skapaðist gífurlegur húsnæðisskortur. Bæjaryfirvöld brugðust við með þeim hætti að setja þá kvöð á allar fasteignir bæjarins að engum væri heimilt að kaupa fasteign í Reykjavík sem flutt hefði til bæjarins eftir 1943, nema með samþykki bæjarráðs. Þessi klásúla var þinglýst í veðmálabókum sem kvöð á öllum fasteignum í Reykjavík. Þar með má segja að lagðir hafi verið nokkurs konar átt- hagafjötrar á untabæjarmenn sem flytjast vildu til bæjarins. Ákvæðið stóð í nokkur ár en ég held að því hafi aldrei verið beitt að neinu gagni. Þegar herinn fór í stríðslok losnaði það húsnæði sem hermenn bjuggu í, þ.e. hinir svokölluðu braggar. Var hér um að ræða mjög lélegt bráðabirgðahúsnæði. Heilu braggahverfin voru skilin eftir af hernum og var bröggunum úthlutað til húsnæðislausra fljölskyldna. Þetta fullnægði þó ekki íbúða- þörfinni nema að litlu leyti. Bráðabirgða- húsnæði var reist í hinni svokölluðu „Höfða- borg“, en dugði hvergi til. Lóðaskortur var einnig gíurlegur. En svo tóku karlarnir bara til sinn ráða. Lögðu af stað með haka og skóflur og byrjuðu að byggja í óleyfi. Þegar þeir höfðu byggt nokkra kofa, til dæmis inni í Múlahverfi, þar sem hét Múlakampur, og í Blesugrófinni, leituðu þeir til bæjaryfirvalda – helst fyrir kosningar – eftir heimild fyrir rafmagni og skólpi. Og pólitíkusar, sem alltaf hafa verið svo veikir fyrir þrýstihópum, leyfðu þetta. Síðar fengu kofar þessir lóða- samning til tíu ára. Enda, hvað átti að gera, þörfin fyrir húsnæði var svo mikil að það var í rauninni ekkert hægt að gera og þarna var óhætt að segja að nauðsyn bryti lög. Fólk var komið hér á mölina og þurfti þak yfir höfuðið.“ Flutningar um fardaga „Eitt af því sem var dálítið sérstakt á þessum tíma, var að fólk flutti aðallega á far- dögum, sem hafa frá aldaöðli verið tvisvar á ári, vorin og haustin. Hinn 14. maí réð fólk sig til vistar og hinn 1. október var vist- arböndum lokið og fólk færði sig um set. Þetta var enn við lýði um miðja síðustu öld. Fólk flutti helst ekki á öðrum tíma. Það var því allt vitlaust að gera á fasteignasölum á þessum dögum við að gera afsöl fyrir þessa tvo daga. Þá var það venjan að ganga frá af- sali við afhendingu eigna. Það var unnið fram á nætur. Annað sem er eftirminnilegt er að íbúðir á hitaveitusvæði voru dýrari en aðrar íbúðir og það þótti mjög fínt að hafa hitaveitu, en hún var aðeins í húsum sem voru á Melunum, í Hlíðunum og innan Hringbrautar. Þá náði Hringbrautin í kringum miðbæinn; Snorra- braut hét til dæmis ekki Snorrabraut, heldur Hringbraut. Þegar maður auglýsti fasteignir með hitaveitu, skrifaði maður hitaveita með dökku letri. Í úthverfum var olíukynding og jafnvel kolakynding á einstaka stað. Þangað komu karlar með kolapoka og sturtuðu í kolageymslurnar. Á þessum tíma var enginn með gemsa, fæstir með síma og mjög fáir áttu bíla. Þá tóku menn sér frí í vinnunni og fóru í spari- fötin til þess að hitta fasteignasala. Það var athöfn. Við fasteignasalrnir vorum ekki held- ur á bíl, þannig að ef við fengum líklegan kúnna, tókum við „prívatbíl“ (en svo voru leigubílar nefndir á þessum tíma) til þess að rúnta með hann um bæinn og sýna honum íbúðir. Óðaverðbólga og misgengi „Svo var verðbólgan alveg sérkapítuli. Hér var ekkert verðtryggt og það voru miklar sveiflur í þjóðfélaginu sem höfðu auðvitað áhrif á fasteignasölu og réðust sveiflurnar ekki síst af því hvernig gekk að veiða fiskinn í sjónum, til dæmis á síldarárunum og loðnu- tímanum. Þá sátu eiginkonur sjómannanna heima og fylgdust með aflafréttum í útvarp- inu, hlustuðu eftir því hversu mikið eig- inmennirnir veiddu. Útvarpið greindi frá því hvað mikið hver bátur hafði aflað síðastliðinn sólarhring, þ.e. þeir aflahæstu. Þegar vel afl- aðist mættu þær á fasteignasöluna til að gera tilboð í fasteignir. Og það mætti ekki bar ein, eða tvær. Það mætti allur skarinn og svo buðu þær hver ofan í aðra og það var oft mikill handagangur í öskjunni. En svo gátu menn lent í tómum vandræð- um næsta ár á eftir, ef það var ekki sæmi- legt aflaár, því þá þurfti að greiða skatta af þeim tekjum sem eytt hafði verið í húsnæðið. Skattar voru þá greiddir eftir á og stundum hafði gleymst að gera ráð fyrir þeim.“ Hvenær breyttist þetta? „Þetta breyttist ekki að ráði fyrr en um 1980. Þá kom verðtryggingin og breytti ástandinu alveg yfir í hina áttina, einkum eft- ir að stjórnvöld tóku verðtryggingu launa úr sambandi en lánskjaravísitalan fékk að tifa upp á við. Þeir sem áttu eitthvað í þeim eign- um sem þeir voru að kaupa, töpuðu því og áður en þeir vissu af, voru þeir komnir niður fyrir núllið. Þetta skapaði hrikalegan vanda. Á meðan óðaverðbólgan varði, gerðist það gjarnan að eldra fólk seldi íbúðir sínar og lánaði eftirstöðvar til tíu ára, óverðtryggt – sem var algengast – en þessar eftirstöðvar brunnu upp í hundrað prósent verðbólgu og urðu að engu. Núna var ástandið orði þannig að fasteignamarkaðurinn var orðinn að selj- endamarkaði og unga fólkið tapaði öllu.“ Ýmist kaupenda- eða seljendamarkaður. Var ekki erfitt að standa í þessum bransa? „Jú, það var erfitt. Fók var á ystu nöf – skiljanlega. Þegar markaðurinn er annað- hvort seljenda- eða kaupendavænlegur verð- ur fasteignasalinn að eins konar sálusorgara og stundum var okkur jafnvel kennt um því það þarf alltaf að hengja einhvern. Ég stóð oft frammi fyrir því að fólk tapaði aleigunni. Hún brann upp í þessu misgengi kaupverðs og verðlags.“ Hagstæð lán, misnotkun og brask Hvað um húsnæðislánin? Hvernig voru þau? „Þau hétu á þessum tíma Húsnæðismála- stjórnarlán. Þetta voru lán sem voru nið- urgreidd af ríkinu og því á mjög hagstæðum kjörum. Fólk sótti að sjálfsögðu um þessi lán en svo liðu tvö, jafnvel þrjú ár þangað til það fékk tilkynningu um að það hefði fengið heimild fyrir láni og þá var drifið í að kaupa íbúð. Þessu kerfi fylgdi hins vegar óhemju spill- ing. Stjórnmálaflokkarnir réðu hver um sig yfir fimm prósentum af því fjármagni sem var til útlána og stjórnmálamennirnir ráð- stöfuðu þessum peningum eftir geðþótta, án þess að þurfa að standa nokkrum manni reikningsskil af því. Þá þótti nú gott að vera innanbúðar í einhverjum flokknum, því þá gekk betur að fá lán – hvort sem menn þurftu á þeim að halda eða ekki. Það voru til menn sem stunduðu það að láta útvega sér þessi lán og framseldu þau síðan til fólks sem þurfti á þeim að halda. Sem sagt seldu lánsloforðin. Menn gengu jafnvel svo langt að auglýsa lánsloforðin til sölu í smáauglýs- ingum dagblaðanna. Þeir voru að braska með lánin sem ríkið greiddi niður. Þannig var nú farið með almannafé. Þetta var ófremdar- ástand.“ Gamla misgengið gerist ekki aftur Hvernig er ástandið núna? „Núna stefnum við í það að fólk fái 90% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að þetta lánshlutfall nái til allra en eins og er eru það þeir efnaminni sem fá 90% lán. Það eru sveitarfélögin sem eiga rétt á því að ákveða hverjir fá viðbótar- lánið núna.“ En éta vextirnir af þessum lánum ekki bara upp það sem fólk greiðir í útborgun og mánaðarlegar afborganir á örfáum árum? „Nei, gamla misgengið verður ekki aftur. Frá því 1990, þegar Íbúðalánasjóður var stofnaður, hefur verið unnið að því að skafa hnökrana af honum. Þau lán sem verið er að veita borgar þú niður á fjörutíu árum. Þú eignast íbúðina smám saman. Ef þú vilt selja hana eftir tuttugu ár áttu það sem þú hefur lagt í hana – að óbreyttu ástandi.“ Hvað ef ástandið breytist? „Ég held að menn geti verið nokkuð bjart- sýnir á að ástandið haldist.“ Morgunblaðið/Þorkell Magnús Einarsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Frá átthagafjötrum til stöðugleika Fyrir nærri hálfri öld hóf Magnús Einarsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, störf við fasteignasölu í Reykjavík. Hann hefur því lifað tímana tvenna, þrenna, ferna … Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.