Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.2003, Side 1
9. október 2003 Íslenzk skip veiða meira af kolmunna en nokkru sinni fyrr, fiskvinnsla fyrir vestan og hagnaður í fiskimjöli og lýsi Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VÖRUGJÖLD hjá höfnum lands- ins á sjávarafurðum hafa hækkað að meðaltali um 25% á liðlega fjór- um síðustu árum. Álagningarpró- senta aflagjalds hefur aftur á móti hækkað að meðaltali um 58% frá nóvember 2001 og hefur þá ekki verið horft til hækkaðs hráefnis- verðs á tímabilinu. Þetta kemur fram í samanburði Samtaka fisk- vinnslunnar á þróun vörugjalda á sjávarafurðum og aflagjöldum hjá 18 höfnum frá ársbyrjun 1998 til 1. júlí 2003. Þar kemur í ljós að þess- ar 18 hafnir og hafnasamlög hafa brugðizt miðjafnlega við í gjald- skránni frá 1. júlí sl. Sjö hafnir fylgja viðmiðunargjaldskrá sam- gönguráðuneytis. Átta hafnir og hafnasamlög hækka umfram við- miðunargjaldskrá. Eingöngu 3 hafnir lækka frá viðmiðunargjald- skránni. Einstaka hafnir munu hafa gert sérsamninga við stærri viðskipta- menn innan þess ramma sem kveð- ið er á í nýjum gjaldskrám hafn- anna. Með nýjum hafnalögum sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor verða miklar breytingar á starf- semi hafnarsjóða og hafnarsamlaga á næstu misserum. Allt miðað þetta að auknu sjálfstæði hafnanna í gjaldskrármálum og minnkandi þátttöku ríkisins í hafnarfram- kvæmdum á næstu þremur árum. Frá 1. júlí á þessu ári verður gjald- skrá hafnanna virðisaukaskattskyld og munu hafnirnar frá þeim tíma fá endurgreiddan innskatt m.a. vegna framkvæmda. Frá sama tíma hefur samgöngu- ráðuneytið gefið út viðmiðunar- gjaldskrá þar sem gert er ráð fyrir heimild til 20% hækkunar og lækk- unar hjá einstökum höfnum. Þessi viðmiðunargjaldskrá mun gilda til 1. júlí á næsta ári, en frá þeim tíma verður gjaldskrá hafnanna frjáls. Sérstakt 25% álag á vörugjöld sem runnið hefur til ríkisins verður einnig fellt niður 1. júlí 2004. Rúmum mánuði áður en viðmið- unargjaldskrá hafnanna var gefin út hafði aflagjald í samræmdri gjaldskrá hafnanna verið hækkað um 60% eða úr 1,0% í 1,6% af afla- verðmæti. Vandmeðfarið frelsi „Nýfengið frelsi hafnanna er vand- meðfarið og við megum ekki gleyma því að hafnarirnar fá 30%– 60% hækkun aflagjalda 1. júlí sl. auk þess hagræðis sem felst í end- urgreiðslu innskatts. Fyrir sjávar- útveginn skiptir miklu að þessi gjöld fari ekki úr böndum og eðlileg samkeppni ríki á milli hafnanna. Mikil óánægja hefur blossað upp með nýju gjaldskrána og eitt er víst að mikil hækkun aflagjalda leiðir til hækkunar útgerðarkostnaðar sem á endanum leiðir til hærra hráefn- isverðs,“ segir Arnar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Miklar hækkanir á gjaldskrám hafna Vörugjöld hafa hækkað um fjórð- ung og álagning aflagjalds um ríf- lega helming                                     FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir mikla óánægju meðal útgerðarmanna vegna hækkana á hafnargjöldum. Hafnargjöld hafi hækkað veru- lega, án þess að leitað hafi verið leiða til að draga úr kostnaði hafn- anna. Hann segir erfitt að áætla hversu mikið útgjöld útgerð- arinnar aukast vegna gjald- skrárhækkunarinnar, það fari eft- ir því hvernig einstakar hafnir nýti heimild til hækkunar gjalda, auk þess sem einhverjar útgerðir hafi gert langtímasamninga við einstakar hafnir. Þó stefni í að út- gjöldin aukist um hundruð millj- óna króna. „Við höfum bent á að draga þarf úr kostnaði hafnanna. Okkur hefur fundist skorta á það við stefnumörkun hafnanna og breyt- ingar á hafnalögum. Hingað til hafa menn hins vegar einblínt á að auka gjaldtökuna. Okkur finnst þannig að hags- munir notendanna séu fyrir borð bornir í þessum efnum. Það er til dæmis varla hægt að tala um sam- keppni milli hafna í uppsjávarfiski. Víða hefur verið varið gríð- arlegum fjármunum til uppbygg- ingar mannvirkja við hafnirnar, s.s. fiskimjölsverksmiðja og það er ljóst að uppsjávarfiski verður ekki keyrt mili hafna. Í þeim tilvikum er ekki raunhæfur kostur að landa nema í einni höfn. Það er engu að síður ljóst að í þeim tilvikum sem þess er kostur munum við beina skipum okkar til þeirra hafna þar sem þjónustan er ódýrust og reyna að hafa áhrif á að það verði hag- ræðing í höfnunum sjálfum. Það er þó ýmislegt sem bindur menn við sínar hafnir og því er þetta ekki einfalt. Á næsta ári færist ákvörð- un um gjaldtökuna til hafnanna og þá mun enn frekar reyna á þetta.“ Friðrik segir að ráðist hafi verið í ýmsar hafnarframkvæmdir á pólitískum forsendum og að ekki sé eðlilegt að ætlast til þess að þeim kostnaði verði velt yfir á framtíðarnotendur hafnanna. Öðru máli gegni hinsvegar um þau mannvirki sem byggð verða í framtíðinni, enda hafi notendur aðkomu að ákvarðanatökunni. „Við höfum átt í viðræðum við samgönguráðherra um hafnamálin og ég á ekki von á öðru en að hann leggist á það með okkur að finna leiðir til að draga úr kostn- aði við rekstur hafnanna. Það er hinsvegar ljóst að ýmsar hafnir munu ekki geta staðið undir kostnaði og því verður annað en aukin gjaldtaka af notendum að koma til,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. Útgerðarmenn óánægðir FÆREYSKA rækjuútgerðin Arctic Viking hefur flaggað út eina rækjutogara sínum og spá forsvarsmenn útgerðarinnar að í lok árs- ins verði ekki gerður út neinn rækjutogari undir færeyskum fána. Nú eru aðeins gerð út 6 rækjuskip frá Færeyjum. Sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, Jakob Vestergaard, segir skorta pólítískan vilja í Færeyjum til að grípa til aðgerða til að bjarga rækjuflot- anum. Eins og staðan er núna taka alþjóðlegir fiskveiðisamningar Færeyinga ekki til rækjuveiða og því hafa útgerðirnar sjálfar þurft að semja um veiðirétt- indi á fjarlægum miðum. Færeying- ar hafa reyndar yfir að ráða rækju- kvóta við Grænland en skip þeirra hafa einkum stundað veiðar á Flæmingja- grunni og við Svalbarða. Færeyskar rækjuútgerðir hafa um árabil barist fyrir stuðningi stjórnvalda til að mæta erfiðu árferði á rækjumörk- uðum. Umleitanir þeirra hafa hins- vegar ekki hlotið hljómgrunn í færeyska þinginu. Stjórnvöld segja að þrátt fyrir varnaðarorð hafi færeyskar rækjuútgerðir of- fjárfest gríðarlega á undanförn- um árum, einkum í nýjum skip- um. Á 9. áratugnum ríkti mikil bjartsýni í færeyska rækjuiðn- aðinum og fór miklum sögum af tekjumöguleikum rækjusjómanna. Þegar best lét voru 18 skip í færeyska rækjutog- araflotanum. Skipunum fækkaði síðan nokk- uð en árið 2000 hrundi markaðsverð á rækju, á sama tíma hækkaði olíuverð umtalsvert og rækjuútgerðir fóru unnvörpum á hausinn. Eins eru dæmi um að rækjuskipunum hafi verið flaggað út úr færeyskri lögsögu og eru þannig nokkur kanadísk rækjuskip í eigu færeyskra útgerðarmanna sem sumir hverjir fluttu búferlum til Kanada. Rækjutogurum fækkar í Færeyjum Á rækju á „Hattinum“ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.