Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur
18. október 2003
Læknirinn: Tókstu púlsinn hjá sjúklingnum? Læknaneminn: Nei, er hann týndur?
Prentsmiðja
Árvakurs hf.
Hvar og hvernig varð
Latibær til?
Það eru orðin átta ár síðan íslenskir krakkar fengu
fyrst að kynnast Íþróttaálfinum og íbúunum í Latabæ en
fyrsta bók Magnúsar Scheving um fólkið í Latabæ kom út árið
1995. Leikritið „Áfram Latibær“ sem var byggt á bókinni var frum-
sýnt ári síðar og framhaldsleikritið „Glanni glæpur í Latabæ“ nokkrum
árum eftir það.
Magnús Scheving, sem sjálfur leikur Íþróttaálfinn, hefur sagt frá því að
hann hafi skrifað fyrstu bókina um Latabæ eftir að hann ferðaðist um landið
og hélt fyrirlestra um heilbrigt líferni í skólum. Hann segir að margir krakkar
hafi þá spurt hann að því hvernig þeir gætu hætt að borða sælgæti og byrjað að
hreyfa sig og að hann hafi verið að reyna að svara því þegar hann skrifaði fyrstu
bókina um Latabæ.
Magnús og félagar hans hafa síðan reynt að svara þessum spurningum með ýmsum
hætti m.a. með hreyfispilinu Latador og Orkubókinni.
Svo stefna þeir líka að því að kynna Latabæ fyrir bandarískum börnum en í desember
hefjast tökur á sjónvarpsþáttum um Latabæ sem verða sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjunum.
Þessa dagana eru margir fjögurra, fimm
og sex ára krakkar uppteknir af því að
fylgjast með því hvað þeir borða og hreyfa
sig mikið. Ástæðan er sú að krakkarnir eru
að fylla út Orkubók Latabæjar þar sem
þeir fá stig fyrir að hreyfa sig og borða
hollan og góðan mat en mínusa fyrir að
borða óhollan mat.
Barnablaðið hitti fjóra krakka á leikskól-
anum Stakkaborg og spurði hvernig þeim
gengi og hvers þau óski sér að launum fyr-
ir dugnaðinn.
Ætlar í Bláa lónið
Erling Róbert Eydal, sem er nýorðinn
fimm ára, segir að það hafi bara gengið vel
að nota Orkubókina.
„Það er skemmtilegt en líka erfitt, það
er alveg ljóst,“ segir hann. „Ég er samt bú-
inn að fá fullt af stigum og bara einn mínus
af því að einu sinni borðaði ég tyggjó.“
Erling Róbert segist hafa samið um það
við foreldra sína að fá að fara í Bláa lónið
þegar hann verður búinn að fylla Orkubók-
ina af límmiðum.
Langar í sápukúlur og bíó
Fanney Sif Torfadóttir er fimm ára. Hún
segir að það sé gaman að nota Orkubókina.
„Það er samt svolítið erfitt að festa lím-
miðana í bókina,“ segir hún.
Fanney Sif segist hafa fengið þrjá mín-
usa en að hún sé samt eiginlega alveg
hætt að borða nammi. Þá segist hún hafa
óskað sér að fá sápukúlur og að fá að fara í
bíó.
Vill helst fá sundgleraugu og prumpublöðru
Þorsteinn Davíð Stefánsson er alveg að
verða fimm ára. Honum gengur vel að nota
Orkubókina og hann segir að það sé ekkert
svo erfitt. „Ég borða bara nammi í afmæl-
um og þegar við erum að hafa það kósý,“
segir hann. Svo segist hann vera duglegur
að gera leikfimisæfingar.
Þorsteinn Davíð óskar sér að fá sund-
gleraugu og prumpublöðru þegar orku-
átakið verður búið.
Langar mest í bíó
Guðrún Herdís Arnarsdóttir er líka alveg
að verða fimm ára. Hún segir að sér hafi
gengið vel að nota Orkubókina en að það
hafi samt verið svolítið erfitt. „Það er
skemmtilegt að líma en erfitt að borða ekki
nammi,“ segir hún. Guðrún Herdís er ekki
ennþá búin að óska sér en hún segist ætla
að óska þess að fá að fara í bíó.
Erling Róbert Fanney Sif
Þorsteinn DavíðGuðrún Herdís
Orkukrakkar á
Stakkaborg
Það er stundum
sagt að líkaminn sé
hús sálarinnar en
með því er átt við
það að sálin búi eða
dvelji í líkamanum.
Aðrir eru enn hátíð-
legri og segja að lík-
aminn sé musteri
sálarinnar. Musteri
er hús, þar sem fólk
tilbiður þann guð
eða þá guði sem það
trúir á, og því vísar
þetta orðalag til
þess að líkaminn sé
ekkert venjulegt
hús sem menn geti
umgengist að vild
heldur merkilegt
hús sem þeim beri
að sýna virðingu.
Eins og þið
kannski vitið þá
þarf fólk í mörgum
löndum að fara úr
skónum áður en það
fer inn í moskur og
hof. Þetta ber vott
um virðingu fólks-
ins fyrir þessum
húsum og hún skilar
greinilega árangri
því mörg þessara
húsa eru næstum
eins og ný þótt þau
séu mörg hundruð
eða jafnvel þúsund
ára gömul.
Það er eins með líkama okkar og þessi æva-
gömlu musteri. Við verðum að ganga vel um
hann til að halda honum í góðu formi. Og það
gerum við m.a. með því að hreyfa okkur og
borða hollan mat og með því að forðast það sem
við vitum að er óhollt.
Flókin og ómissandi meistaraverk
Það eru til mörg dýr sem hlaupa hraðar og
stökkva hærra en maðurinn en greind og fjöl-
hæfni mannslíkamans hafa þó gert manninn að
inn, eru svo flókin að jafnvel lærðustu vísinda-
menn skilja ekki nema brot af starfemi þeirra.
Svo eru nokkur líffæri, til dæmis heilinn og
hjartað, líka svo ómissandi að þau fá ekki að
hvíla sig eina einustu stund frá því áður en við
fæðumst og þangað til við deyjum.
Það er því eins gott að hugsa vel um þetta
meistaraverk, sem okkur hefur verið gefið,
þannig að líffærin okkar geti sem lengst haldið
áfram að sinna sínum flóknu og ómissandi
störfum.
herra jarðarinnar. Mannslíkaminn er líka svo
ótrúlega flókinn og fullkominn að hann er
stundum kallaður meistaraverk sköpunarinn-
ar. Vissuð þið til dæmis að mannslíkaminn er
gerður úr 50 milljörðum frumna sem flokkast í
um 200 mismunandi frumutegundir?
Hver frumugerð gegnir síðan ákveðnu hlut-
verki í líkamsstarfseminni en til þess að sinna
hlutverkum sínum tengjast frumurnar saman í
frumuvefi sem síðan mynda líffæri.
Sum þessara líffæra, eins og til dæmis heil-
Förum vel með musteri sálarinnar