Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 2
BÖRN
2 C LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Spurningar:
1. Hvert er stærsta líffæri mannslíkamans?
2. Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum?
3. Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?
4. Hvað er mikið blóð í líkama fullorðins manns?
5. Hvað er blóðið lengi að fara hring í æðakerfi mannsins?
6. Hvað slær hjartað oft á mínútu?
7. Hvað andarðu oft á einum sólarhring?
8. Hvað er heilinn þungur?
9. Á hvaða aldri er mannslíkaminn best á sig kominn?
10. Hvað segjum við að meðaltali mörg orð á dag?
Við vinnslu spurninganna var stuðst við bókina
Alfræði unga fólksins.
Hversu vel þekkirðu
líkama þinn?
Fyrir nokkur hundruð árum þegar Gustav III var konungur
Svíþjóðar deildu vitrir menn í landinu um það hvort kaffi eða
te væri óhollara heilsu manna.
Konungurinn greip þá til þess ráðs að fá tvo fanga, sem voru
eineggja tvíburar, til að skera úr um málið.
Samið var um það við fangana að dauðadómi þeirra yrði
breytt í lífstíðarfangelsi gegn því að annar þeirra drykki
ákveðið magn af kaffi á dag og hinn drykki sama magn af tei.
Niðurstaða tilraunarinnar bendir hins vegar hvorki til þess
að te né kaffi sé mjög skaðlegt heilsu manna því tedrykkju-
maðurinn lést ekki fyrr en hann var orðinn 83 ára og kaffi-
drykkjumaðurinn ekki fyrr en nokkrum árum síðar!
Konungurinn lést hins vegar langt á undan bræðrunum og
fékk því aldrei að vita niðurstöðu tilraunar sinnar.
Te eða kaffi?
Fáar íþróttir reyna meira á fjölhæfni
mannslíkamans en fimleikar. Í fimleik-
um reynir á styrk, jafnvægi og samhæf-
ingu líkamans og því er fimleikaþjálfun
fjölþættari en þjálfun margra annarra
íþróttagreina.
Róshildur Agla Hilmarsdóttir og Dag-
ur Ingi Albertsson eru bæði tíu ára og
æfa fimleika hjá Fimleikafélaginu Björk
í Hafnarfirði. Róshildur byrjaði að æfa
fimleika þegar hún var að verða fjögurra
ára en Dagur er búinn að æfa fimleika
frá því hann var sex ára. „Ég byrjaði í
dansi þegar ég var lítil en mér fannst það
ekkert sérstakt,“ segir Róshildur. „Svo
stakk mamma upp á því að ég færi í fim-
leika og mér fannst það strax mjög
skemmtilegt.“
Vill helst alltaf vera í húsinu
Róshildur er á fimleikaæfingum fimm
sinnum í viku en Dagur æfir þrisvar í
viku þar sem hann er líka í handbolta,
golfi og skátunum.
Róshildur segir að fimleikarnir taki
eiginlega allan hennar frítíma og að þar
sem hún þurfi oft að læra mikið hafi hún
lítinn tíma til að leika sér. „Stundum
verður maður þreyttur á þessu og langar
ekki á æfingu en svo langar mig líka oft á
æfingu þegar ég þarf ekki að fara,“ segir
hún. „Mig langar bara eiginlega alltaf til
að vera hér í húsinu.“
Hvað gerið þið á æfingum?
„Núna erum við að keyra öll áhöldin af
því við erum að fara að keppa um helgina
en oftast tökum við eitt eða tvö áhöld
fyrir.“
Bogahesturinn erfiður
Eru æfingarnar erfiðar?
Róshildur: „Já, sumt er rosalega erfitt
og þegar maður er á þriggja tíma æfing-
um og á fullu allan tímann þá verður
maður rosalega þreyttur. Það fer samt
svolítið eftir því hvað það eru margir á
æfingum. Ef það eru margir þá þarf
maður að bíða á milli og þá getur maður
hvílt sig.“
Dagur: „Sumt er mjög erfitt en mér
finnst bæði gaman að æfa og keppa þó
maður sé alltaf svolítið stressaður fyrir
keppnir.“
Hvað er skemmtilegast?
Dagur: „Mér finnst skemmtilegast í
gólfæfingum en bogahesturinn er erfið-
astur bæði af því að það reynir svo á
handleggina og svo er það svo mikil
tækni.“
Róshildur: „Mér finnst sláin og tvíslá-
in erfiðastar en skemmtilegast í stökki.“
Minna hræddur nú en áður
Eruð þið aldrei hrædd?
Dagur: „Jú stundum. Ég var samt
miklu hræddari einu sinni en ég er
núna.“
Ráðleggið þið öðrum krökkum að fara
í fimleika?
Róshildur: „Já, það er samt svolítið
leiðinlegt hvað maður þarf að hætta
snemma. Ég mundi vilja halda endalaust
áfram. Þegar maður er búinn að finna
sér svona góða íþrótt þá vill maður bara
vera alltaf í henni.“
Fimleikar eru góð íþrótt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Róshildi finnst skemmtilegast að gera æfingar við tónlist.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Degi finnst gaman að keppa þótt hann sé alltaf stressaður fyrir keppni.
Málarinn á myndinni er í hálfgerðum vandræðum þar sem ein
af myndunum hans lenti óvart á sýningu með myndum annars
málara. Getið þið hjálpað honum að finna réttu myndina með
þessar vísbendingar að vopni?
a) Það eru engin dýr á myndinni.
b) Það er bara ein manneskja á myndinni.
c) Það eru engin ský á myndinni.
Hvaða mynd á
málarinn?
Svar: Myndin er númer 7.
Vissuð þið að fullorðið fólk er alltaf að stækka?
Samkvæmt mælingum lengist fullorðið fólk að meðaltali
um 2 cm á hverri nóttu.
Það gengur þó saman aftur eftir að það rís úr rekkju og nær
sinni fyrri hæð á nokkrum klukkutímum.
Svefninn lengir
manninn
Svör
1. Húðin
2. 650
3. 206
4. Um fimm lítrar
5. Um mínútu
6. 60 til 150 sinnum
7. 23.000 sinnum
8. Um 1.3 kíló
9. Þegar hann er 18 til 25 ára.
10. 6.000