Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 4
BÖRN 4 C LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hunangsflugan á myndinni þarf að finna út úr því á hvaða runna hún geti fengið mestan hunangslög. Hún sér það á lit blómanna að það er helmingi meiri lögur í hverju blómi á runna B en á runna A. Hvert blóm á runna C inniheldur hins vegar jafn mikinn hunangslög og eitt blóm af runna A og eitt blóma af runna B samanlagt. Það flækir svo málið enn frekar að það eru misjafnlega mörg blóm á runnunum. Hvaða runna á flugan að velja til að fá sem mestan hunangslög? Í hvaða runna? Svar: Runna B. Hvað er bakarinn á myndinni búinn að baka margar heilhveitikringlur? Bakari Svar: 12 Skuggaleg- ur náungi Teiknið eftir númerunum til að komast að því hvaða skuggalegi náungi hefur skellt sér í bað á bænum. Krossar til að klippa Klippið krossinn á myndinni í sundur þannig að þið fáið fjögur fjólublá horn og einn grænan kross. Reynið síðan að púsla hlut- unum þannig saman að þeir myndi ferhyrning. Takið síðan fer- hyrninginn í sundur og púslið fjólubláu hornunum þannig saman að þau myndi kross sem er jafn stór og græni krossinn. Stelpan á myndinni ætlar að fara í París. Hún hefur sett stafina sína í reitina í staðinn fyrir tölustafi þannig að nú þurfið þið að finna út úr því hvað hún heitir til að vita hvar hún á að byrja. Hvað heitir stelpan?Litið listavel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.