Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 B 9 bílar SÍÐLA árs 1940 bar til tíðinda að Bifreiðaeinkasölu ríkisins bauðst að fá til landsins 108 ósamsetta Dodge-fólksbíla sem vegna styrjald- arátakanna höfðu orðið innlyksa á Englandi á leið sinni til Svíþjóðar. Þar sem erfitt var um bílainnflutning eft- ir að stríðið braust út var þessu til- boði tekið fegins hendi. Leitað var til Egils Vilhjálmssonar varðandi sam- setningu bílanna, en hann rak þá stærsta bílaverkstæði landsins, sem var auk þess hið eina sem réð yfir nægilega miklum mannskap og rétt- um verkfærum til að taka að sér þetta viðamikla verkefni. Reyndar þurfti að flytja inn sérstaka punkt- suðuvél til að sjóða saman yfirbygg- ingu bílanna, en að þessu viðamikla samsetningarverkefni unnu bifvéla- virkjar, bifreiðasmiðir, járnsmiðir, bólstrarar og bílamálarar sem skiptu með sér verkum eftir ákveðnu kerfi. Nokkrir menn voru settir í að hnoða saman grindina, bifreiðasmiðirnir suðu saman yfirbygginguna með punktsuðuvélinni, síðan tóku bólstr- ararnir og málararnir við, en þeir sprautuðu bílana í þeim litum sem nýir eigendur óskuðu sér. Af öllum samsetningaraðilum Dodge-bíla í heiminum voru Íslendingar þeir þriðju í röðinni hvað hraða snerti. Vegna þess hve margir Egils- Dodgarnir voru, þurfti að halda uppi öflugri varahlutaþjónustu við eig- endur þeirra og í því skyni voru helstu slitfletir, til dæmis spindilbolt- ar, framleiddir hjá Agli Vilhjálmssyni með sérstökum tækjum sem Egill flutti inn til verksins. [Úr bókinni Íslenska bílaöldin.] Dodge í smíðum hjá Agli Vilhjálmssyni. Íslensk bílasamsetningarverksmiðja Tískuverslun Laugavegi 25 Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.