Morgunblaðið - 05.11.2003, Síða 5

Morgunblaðið - 05.11.2003, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 B 5 bílar SMÁBÍLAR er kannski ekki það fyrsta sem mönnum dettur í hug þeg- ar rætt er um Jeep. En Jeep Treo hugmyndabíllinn er engu að síður minni en t.d. Daewoo Matiz. Jeep er líka að prófa sig áfram með nýja tækni í Treo, sem var frumsýndur á bílasýningunni í Tókíó í síðasta mán- uði. Þessi nýja tækni er ekki síst fólg- in í aflrás bílsins, sem verður knúinn rafmagni sem hann framleiðir sjálfur í efnarafölum. Oft hafa framleiðendur ekki annan tilgang með hugmyndabíl- um en að vekja athygli á sjálfum sér á bílasýningum. En stundum sýna þeir hugmyndabíla sem gefa til kynna hvernig framleiðslubílar muni líta út. Treo er ekki á leið í framleiðslu en hann sýnir engu að síður að Jeep er farið að huga að umhverfisvænni lausnum en bensín- og dísilvélum, eins og velflestir stærri bílaframleið- endur heims. Einnig gefur bíllinn til kynna að jafnframt er farið að huga að framleiðslu smábíls, bíls sem á að höfða til yngri markhóps. Nýr flokkur - UMV Eins og svo margir hugmyndabílar skapar Treo alveg nýjan flokk bíla, að minnsta kosti að mati framleiðand- ans. Þeir kalla þennan nýja flokk UMV (urban mobility vehicle), sem á íslensku gæti verið borgarfarartæki, en eins og nærri má geta er erfitt fyr- ir Jeep að búa til bíl sem ekki er gæddur jeppaeiginleikum. Treo er með lítinn rafmótor við hvert hjól og er því með fullgilt fjórhjóladrif. Hann er líka á sérframleiddum dekkjum og á 19 tommu felgum. Það eru líka 20 cm undir lægsta punkt og bíllinn gæti því farið víðar en margur smábíllinn. Bíllinn er aðeins 3,24 m á lengd og breiddin er 1,68 m. Hann vegur 816 kg sem ætti að gera hann meðfærileg- an í utanvegaakstri. Bíllinn er óvenju- legur að innan ekki síður en að utan. Hann er með tveimur sætum að fram- an en einu að aftan og af þessu dregur hann líka ytra útlit sitt. Afturrýminu er hægt að breyta í farangursrými og að aftan er opnanlegur afturhleri. Jeep með nýstárlegan smábíl Fjórhjóladrifinn og með efnarafal. Einungis eitt aftursæti. Fyrsti smábíllinn frá Jeep? GÆÐABÓN, ein elsta starfandi bón- stöð landsins, hefur um árabil starf- rækt bónstöð í Ármúla 17a í Reykja- vík. Í tilefni af 12 ára afmæli fyrirtækisins nýverið ákváðu eigendur Gæðabóns að færa út kvíarnar og opna aðra bónstöð í Borgartúni 21 (bak við Höfðaborg). Þar verður merki fyrirtækisins haldið áfram á lofti og boðin samskonar þjónusta og í Ár- múlanum, þ.e. alþrif, djúphreinsun, mössun, teflonhúðun og lakkviðgerðir. Í Borgartúni verður einnig boðið upp á nýjung í þjónustu við bíleigendur því Gæðabón hefur gengið til samstarfs við fyrirtækið Smáréttingar um rétt- ingar á allskyns smádældum. Allir þekkja hinar hvimleiðu smá- dældir sem enginn bifreið er óhult fyr- ir. Dældirnar stinga í augu, stuðla að lakara viðhaldi og draga oft verulega úr endursöluvirði bílsins. Með smá- réttingu er komin einfaldari, fljótlegri og ódýrari lausn í réttingum en áður hefur verið boðin hér á landi. Smárétt- ing stuðlar að því að varðveita upp- runalegt útlit bifreiðarinnar því ekki er unnið á yfirborði hennar ef lakkið er heilt í dældinni. Smárétting er í eðli sínu einföld viðgerð sem yfirleitt er framkvæmd samdægurs. Hjá Gæðabóni og Smáréttingum í Borgartúni verður því að finna alhliða lausnir fyrir þá sem láta sér annt um útlit bílsins og vilja gera sér far um að varðveita eða auka endursöluvirði hans sem allra mest og best. Í tilefni af opnun bónstöðvarinnar í Borgartúni mun Gæðabón bjóða ókeypis teflonhúðun á bílinn með al- þrifum út nóvembermánuð. Einnig munu Smáréttingar vera með sérstök tilboð út mánuðinn. Nánari upplýs- ingar um fyrirtækin og tilboð þeirra er að á heimasíðum þeirra, www.gaeda- bon.is og www.smarettingar.is. Smáréttingar koma í stað dýrari við- gerða á bílum. Alþrif og réttingar á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.