Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 B 9 bílar Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið EFTIR rúm tvö ár setur Audi á markað ofursportbílinn Le Mans Quattro, sem verður búinn tíu strokka vél sem skilar 610 hestöfl- um. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og verður í hópi öflugustu sportbíla sem framleiddir eru til almennra bílkaup- enda. Audi Le Mans Quattro er ennþá einungis til sem frumgerð og framleiðsla á bílnum hefst ekki fyrr en árið 2006. Það sést strax á útliti bílsins að hér er á ferðinni alvöru sportbíll. Þökk sé aflmikilli vél og fjórhjóla- drifinu nær bíllinn hröðun sem minn- ir mest á Formúla 1-bíla. Hann er ekki nema 3,7 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km á klst. Hann nær 200 km hraða á svipuðum tíma og sport- legir fólksbílar ná 100 km hraða, á um tíu sekúndum. Hámarkshraðinn er 345 km á klst. en rafeindastýrður hraðatakmarkari er í bílnum sem heldur hámarkshraðanum í 250 km á klst. Verðið á þessum bíl í Evrópu verður á milli 12-15 milljónir króna. Bíllinn fer í framleiðslu árið 2006. Audi Le Mans var frumsýndur í Frankfurt í september. Audi Le Mans 610 hestafla GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUÐURVERK í Hafnarfirði fékk á dögunum afhentar tvær nýjar Cat- erpillar vinnuvélar, en þar er um að ræða annars vegar Caterpillar 365B II beltagröfu sem vegur 54 tonn og Caterpillar D10R jarðýtu sem vegur rúmlega 70 tonn. Vélarnar er báðar komnar í notkun við verkefni á vegum Suðurverks, beltagrafan á Vopnafirði og jarðýtan við Þórisósa, en jarðýtan er sú fyrsta sinnar tegundar sem flutt er ný til landsins. Á myndinni sést Vilmundur Theodórsson, sölu- stjóri Caterpillar, afhenda Dofra Ey- steinssyni, framkvæmdastjóra Suð- urverks, vélarnar. Suðurverk fær nýjar vinnuvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.