Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU F RJÁLST framsal veiðiheimilda er einn af hornsteinum þess kerfis sem notað er til að stjórn fiskveiðum við Ísland. Framsalið er jafnframt sá þáttur kerfisins sem hefur verið gagnrýndur hvað mest af andstæðingum kerfis- ins, gagnrýni sem getið hefur af sér orð á borð við „kvótabrask“ og „kvótasvindl.“ Aðrir eru hins vegar á þeirri skoðun að framsalið hafi leitt til þeirrar hagræðingar sem greininni er nauðsynleg til að standa á eigin fótum. Lög um stjórn fiskveiða voru sett með það að markmiði að laga afla íslenskra skipa að afrakst- ursgetu fiskstofna. Í megindráttum gera lögin ráð fyrir að réttur til veiða hlutgerist í aflamarki eða kvóta sem leiðir af aflahlutdeildum sem bundnar eru skipum. Sjávarútvegsráðherra ákveður leyfi- legan afla kvótabundinna fisktegunda á hverju fiskveiðiári. Aflahlutdeild skips í fisktegund ákvarðar svo hlut þess í leyfilegum afla tegund- arinnar á því fiskveiðiári. Aflaheimild skips í teg- und á fiskveiðiári nefnist aflamark. Heimilt er að flytja aflahlutdeild og aflamark að hluta eða að öllu leyti af einu skipi á annað. Flutn- ingur aflamarks á skip eykur aflaheimildir þess á því veiðitímabili sem stendur þegar flutningurinn á sér stað eða „innan ársins“ eins og það er jafnan nefnt í daglegu tali. Fluttar aflahlutdeildir á skip auka hins vegar aflaheimildir skipsins varanlega frá og með næsta veiðitímabili eftir að aflahlut- deildin er flutt á skipið. Útgerðir oft í eigu sama aðila En það er að mörgu að gæta þegar skoðaðar eru tilfærslur á kvóta, hvort sem um er að ræða var- anlegan kvóta eða kvótaleigu innan ársins. Í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ár- sælssonar, alþingismanns, um flutning veiðiheim- ilda fiskveiðiárin 2001/2002 og 2002/2003 kemur t.a.m. fram að á tímabilinu fluttu sjávarútvegsfyr- irtæki á Akureyri frá sér mun meiri kvóta en þau fluttu til sín. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það er í langfæstum tilfellum svo að handhafar kvóta leigi eða selji frá sér kvóta í hagnaðarskyni, heldur er það gert til að laga kvótann sem best að afkastagetu skipanna og fiskvinnslunni hverju sinni. Í skráningakerfi Fiskistofu eru aflaheimildir skráðar á skip. Í svari sjávarútvegsráðherra mið- ast millifærslur aflaheimilda eða varanlegs kvóta við kennitölur þeirra aðila sem millifærðu. Kenni- tölur ákvarða hverjir eru óskyldir aðilar. Þess vegna ber að hafa í huga að í mörgum tilfellum, einkum þar sem um stærri sjávarútvegsfyrirtæki er að ræða, er líklegt að umtalsverður hluti af millifærslum aflaheimilda sé milli fyrirtækja í eigu sama aðila. Þannig er Útgerðarfélagið Hjalt- eyrin samkvæmt gögnum Fiskistofu það útgerð- arfélag sem færði frá sér mestan varanlegan kvóta á síðustu tveimur fiskveiðiárum. Hjalteyrin er dótturfélag Samherja hf. á Akureyri og segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerð- arsviðs Samherja, að á tímabilinu hafi eina skip félagsins, Hjalteyrin EA, verið selt og kvóti þess færður á önnur skip Samherja. Sama á við um fjölmargar millifærslur á kvóta í svari ráðherra, kvóti er færður á milli skipa útgerða sem eru að hluta til eða að öllu leyti í eigu sama aðila eða milli útgerða sem eiga í hvers konar samstarfi sín á milli. Kvótinn lagaður að veiðigetu Þá verður að hafa í huga að fjölmörg sjávarút- vegsfyrirtæki landsins hafa sérhæft sig í veiðum og vinnslu ákveðinna fiskitegunda. Þessi fyrir- tæki skiptast gjarnan á kvóta sín á milli innan árs- ins, eitt fyrirtæki fær t.d. þorskkvóta í skiptum fyrir karfakvóta frá öðru fyrirtæki. Eiginlegt verð þessara kvóta miðast einkum við hagkvæmni veiðanna. Þar sem kostnaður við karfaveiðar er hærri en við þorskveiðar er gangverð á aflamarki Þetta eru engin ný hafi ekki misst sjón ið á þennan hátt ti Þessir tveir þættir hreyfingum á aflah bili sem um ræðir að einhverjar heim að þær nýtast okku Hann segir grei aflaheimilda gæti hvernig slíkt fer f umræddu tímabill inga sérhæft vinn framleiðslu verðm félagið nú áherslu á ureyri fremur en a á aflaheimildum m þar sem fyrirtæki marks hagkvæmni ekki má rugla sam isstuðulinn og hins við gefum okkur d hendi 110 tonn af karfa sem henni n skipta við hana á 5 mætin séu þau söm þetta út eins og v þorskígildstonn en gerst en fyrirtæki mætum aflaheimil nýta aflaheimildirn en á hinn bóginn e gerð út frá sinni kannski best að þa með svona tölur út finnst líka fáheyrt arfélögin tortryggi hagkvæmastan hát aflaheimilda. Eins ÚA á toppnum bæ verðmæti þannig a svo út í umræðunn að nýta þær aflahe segir Sæmundur F Endurspeglar h Í fyrirspurn Jóhan flutning veiðiheim ræddum fiskveiðiá af öllum sveitarfél færður til Grindav er að ræða leigu kvóta. Þorbjörn-Fiskan sjávarútvegsfyrirt an kvóta á síðust kvæmt svari sjáva lagið til sín 6.05 tveimur fiskveiðiár Þannig leigði fyrir það sem það leigði þorsks mun hærra. Þannig fæst mun meira magn af karfa í skiptum fyrir þorsk en verðmæti kvót- anna er engu að síður það sama. Þegar þessi skipti eru færð til bókar hjá Fiskistofu kemur hins veg- ar fram mismunur, þannig að fyrirtækið sem lét frá sér karfakvótann virðist hafa fært frá sér meiri kvóta en það sem lét frá sér fyrir þorskkvót- ann. Í svari sjávarútvegsráðherra eru aðeins skoð- aðar millifærslur á bolfiskkvóta en ekki tekið tillit til annarra tegunda, s.s. uppsjávartegunda eða rækju. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mörg fyrirtækjanna sem þar er getið hafa sérhæft sig í veiðum og vinnslu uppsjávar- tegunda. Þessi fyrirtæki leigja gjarnan til sín, eða kaupa, mikið af loðnu- og síldarkvóta en láta frá sér botnfiskkvóta í staðinn. Í svari ráðherra lítur hins vegar út fyrir að þessi fyrirtæki hafi aðeins flutt frá sér kvóta. Jafnframt ber að hafa í huga að algengt er að útgerðir visti veiðiheimildir sínar á skipum ann- arra útgerða til lengri eða skemmri tíma. Slíkar „geymslur“ koma fram sem tilfærslur til og frá umræddum skipum, þó svo að þar sé alls ekki um að ræða eiginleg viðskipti með kvótann og Fiski- stofa hefur ekki tök á því að fylgjast með hvenær um slíkt er að ræða. Það kann því að skekkja þess- ar tölur umtalsvert, ásamt reyndar ótal öðrum þáttum. Þess ber að geta að viðskipti lögaðila þar sem aflahlutdeild fylgir skipi í viðskiptum með skip, koma ekki fram í tölum í svari sjávarútvegsráð- herra. Sama gildir þegar lögaðilar sameinast und- ir einni kennitölu. Misskilnings gætir í umræðunni Í svari sjávarútvegsráðherra kemur fram að Út- gerðarfélag Akureyringa var það sjávarútvegs- fyrirtæki sem flutti frá sér mest aflamark á umæddum fiskveiðiárum. Þannig leigði félagið til sín 5.336 þorskígildistonn á tímabilnu en færði frá sér 10.972 tonn eða 5.637 þorskígildistonn um- fram það sem félagið leigði til sín á umræddu tímabili. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA, segir að til að fara með svona tölur verði að hafa forsendur að baki útreikningunum og skýra hvernig hlutirnir raunverulega eru. „Í fyrsta lagi nær þetta tímabil allt aftur til 2001 þegar sjó- mannaverkfall stóð og eftir stóðu ónýttar afla- heimildir vegna þess sem útgerðarfyrirtæki áttu í vandræðum með að ná. Mörg þeirra leigðu þá frá sér kvóta sem aðrir gátu nýtt sér, líkt og í okkar tilfelli, og allir sjá að þessar aðstæður sköpuðust af sjómannaverkfallinu en eru ekki viðtekin vinnubrögð. Önnur skýring sem ekki er tekin þarna með í myndina er að fyrirtækin innan Brims hagræða á milli sín í vinnslu og þannig fara frá okkur aflaheimildir sem nýtast systurfélögum okkar á sama hátt og við fáum heimildir sem hag- stæðara er fyrir heildina að nýttar séu hjá ÚA. Ekki er allt se Opinberar tölur um flutning veiðiheimilda milli fyrirtækja og Á hverju fiskveiðiári er flutt umtalsvert af veiðiheimildum á milli skipa, bæði varanlega og innan ársins. Sjávarútvegs- ráðherra lagði fyrir skömmu fram á Alþingi upplýsingar um flutning veiðiheimilda á síðustu tveimur fiskveiðiárum. Ekki er þó allt klippt og skorið í þeim efnum. Helgi Mar Árnason leitaði skýringa.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                              !   "# $%&'                              !   "        VERÐI viðvarandi hlýnun sjávar við Ísland getur það leitt til aukins botnfiskafla. Þetta kom fram í máli Jóhanns Sig- urjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnun- arinnar, á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku. Jóhann sagði að sveifl- ur í veðurfari á norður- hveli jarðar hafi meðal annars lýst sér í hlý- skeiði á árunum frá 1920 til 1964 en þá hafi mjög skyndilega skollið á kuldaskeið sem varði nánast óslitið til ársins 1970. Árferðið hafi síðan batnað en verið nokkuð breytilegt frá ári til árs en ýmis ein- kenni hlýskeiðs hafi komið fram á síðustu 5 árum. Áhrif hlýnunar við Ísland í sögu- legu tilliti eru helst þau að þá er auk- ið streymi og útbreiðsla Atlantssjáv- ar norður og austur fyrir land, með tilheyrandi aukningu næringarefna. Sagði Jóhann að þá færi frumfram- leiðni og dýrasvif vaxandi, burðar- geta fiskimiðanna ykist almennt og þar af leiðandi útbreiðsla og afrakst- ur flestra nytjastofna. Þá væru sömuleiðis auknar líkur á reki þorsk- seiða til Grænlands og göngum hrygningarfisks þaðan til Íslands, enda áhrif hlýnunar enn afdrifaríkari á nyrstu jaðarsvæðunum eins og við Grænland. Þannig batni vaxtarskil- yrði og þorskur sé líklegri til að vaxa og hrygna við Vestur-Grænland. Hefur áhrif á útbreiðslumörk Jóhann sagði að sjávarhitabreyting- ar gætu haft töluverð áhrif á út- breiðslumörk einstakra fiskstofna og göngur þeirra. Þessu til stuðnings benti Jóhann á að mjög sterkt sam- band væri jafnan milli stærðar loðnu- stofnsins og meðalþyngdar 5-8 ára þorsks sem væri afar háður loðnu sem æti. Á seinni árum hafi sam- bandið hins vegar veikst, líklega vegna þess að aðgengi þorsks að loðnu hafi minnkað með breyttu hita- fari sjávar. Loðnan virðist einfald- lega hafa hagaðsér öðruvísi og haldið sig í auknum mæli þar sem þorsk- urinn nær ekki til hennar. Jóhann sagði að á hlýskeiðum væru ennfremur auknar líkur á göngum norsk-íslenskrar síldar á Norður- og Austurmið, enda væri þá meira af rauðátu sem væri aðalfæða síldarinnar. Auk þess mætti greina á hlýskeiðum vaxandi gengd suðlægari tegunda á borð við ýsu, lýsu, skötu- sel, makríl og kolmunna. Jóhann velti því fyrir sér hvað myndi gerast ef hlýnun síðustu ára yrði viðvarandi. Hann sagði þó skyn- samlegt að hafa í huga í því samhengi að nú væru uppi aðrar aðstæður en á hlý- skeiði síðustu aldar. Ástand fiskistofna væri nú annað, eink- um væru botnfisk- stofnar veikari, veiði- tækni væri önnur og meiri, auk þess sem lífkeðjan væri nýtt öðruvísi, með meiri uppsjávarveiðum og stækkandi hvalastofn- um enda ekki stund- aðar hvalveiðar. Engu að síður mætti halda því fram að ef héldi áfram að hlýna myndi botnfisk- afli aukast og síldar- stofnar styrkjast. Eins gætu kol- munnaveiðar aukist á kostnað loðnuveiða. Þá myndu rækjustofnar væntanlega veikjast enn frekar. Vistkerfi eins og í Norðursjó? Jóhann varpaði líka fram þeirri spurningu hvað myndi gerast ef hlýnun yrði enn meiri vegna hnatt- rænna breytinga, eins og reyndar margt benti til. Sagði hann þó mikla óvissu í þeim efnum, enda gæti slík hlýnun breytt straumakerfi við land- ið. Þó mætti ímynda sér að loðnu- stofninn gæti nánast horfið við slíkar aðstæður, enda gætu öll hlutföll teg- unda hugsanlega raskast. Vistkerfið hér við land gæti þá kannski orðið líkara því sem þekkist í Norðursjó, þar sem stofnar lýsu og ýsu eru mun stærri samanborið við þorsk. Jóhann minnti þó á að hafa yrði í huga að skilyrðin í sjónum gætu versnað mjög snöggt, líkt og gerðist árið 1965 þannig að langt í frá væri á vísan að róa í þessum efnum. Jóhann sagði sérstaklega mikil- vægt á tímum breytinga í hafinu kringum landið að unnt verði að efla haf- og fiskirannsóknirnar svo betur megi skilja orsakir og afleiðingar þessara breytinga. Með nýrri tækni mætti t.d. fylgjast betur með haf- straumum og hitafari sjávar. Með fullkomnum fiskmerkjum mætti rannsaka betur en áður var hægt at- ferli fiskanna, göngur og umhverfi þeirra. Þá væri afar brýnt að efla all- ar loðnurannsóknir í Norðurhöfum, enda loðnan burðarás í lífkeðjunni við Ísland. „Lífkerfið sem við erum að nýta er breytingum háð. Ljóst er að veðurfar mun breytast, aðeins óvíst hvenær og á hvern veg það ger- ist. Umhverfið skapar rammann á hverjum tíma og höfum við lítil áhrif þar á. Hins vegar getum við stýrt veiðunum innan hvers tímabils á grundvelli rannsókna og í samræmi við afrakstursgetu fiskstofnanna . Það er eina svar okkar við breyttum aðstæðum,“ sagði Jóhann. Hlýrri sjór getur leitt til meiri afla Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.