Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 4
 #  #$ # %    #  #$ %   #  #$ %     #  #$ %  &&'( &)'* +,('& -'& *,'. +,.'+ /', +('* -0', /', +*'0 )0'+     ! !                1 "2 32   4     4      4     &)/ &*/ &&/ &// +-/ +)/ +*/ +&/ +// +)/ +*/ +&/ +// -/ )/ */ &/ / +)/ +*/ +&/ +// -/ )/ */ &/ / *// 0(/ 0// &(/ &// +(/ +// (/ / (% )  * $%+(% )  ,% %-*'$%$%  '% ) #5 #5 #5      !         !        !         !         !      %++/'( 22  2      0# 46#   &&- #5 ' +.0 #5  +.( #5 2 #  78    ! %&0*'/  2   9 **# #2&+.'0 2   .( #5  *'* 2  ,+ #5    *  *  *    .%   00& &/- +*0 &*, +-. +*0 : +.( : SKYNSAMLEG og sjálfbær nýting lifandi auðlinda er jafn-sjálfsögð í huga Íslendinga og kaþólskan er páfanum. Enþað eru síður en svo allir á sama máli. Út í hinum stóraheimi eru milljónir manna sem eru mjög andsnúnir hvers kyns nýtingu auðlindanna og starfrækt eru fjölmörg samtök sem hafa það beinlínis að markmiði að berjast gegn þeim sem hafa lifi- brauð sitt af auðlindum náttúrunnar, samtök sem starfa í skjóli umhverfis- og náttúruverndar, svífast oft á tíðum einskis í baráttu sinni sem byggist alltof oft á mjög vafasömum og ómálefnalegum grunni. Við Íslendingar höfum fengið smjörþefinn af starfsemi slíkra samtaka í gegnum tíðina án þess þó að hljóta verulegan skaða af. Slík dæmi eru þó sannarlega fyrir hendi. Skemmst er að minnast þess þegar Grænfriðungar skáru upp herör gegn selveiðum og notkun selveiða fyrir ekki svo mörg- um árum. Sú þrautskipulagða áróð- ursherferð tókst svo vel að hún kippti stoðunum undan lífi fólks í fjölmörgum byggðum í Grænlandi og Kanada, þar sem sjálfbærar sel- veiðar voru það eina sem gaf eitthvað í aðra hönd. Mörgum árum síðar komu Grænfriðungar og báðust afsökunar, sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir afleiðingunum. Það var bara of seint. Skaðinn var skeður. En umhverfisverndarsamtök eru þó ekki öll undir sömu sök seld. Eiður Guðnason sendiherra flutti afar athyglivert erindi um ógn frá öfgasinnuðum umhverfissamtökum á aðalfundi Lands- sambands íslenskra útvegsmanna á dögunum. Þess ber að geta að Eiður talaði á fundinum í eigin nafni en ekki í nafni þess ráðu- neytis sem hann starfar fyrir. Eiður sagði að flokka mætti öfga- samtök þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru samtök sem stundum beita sér fyrir nýtingu náttúruauðlinda en eru stundum hlutlaus. Þar má nefna alþjóðlega náttúruverndarsjóðinn World Wildlife Fund sem starfar í meira en 100 löndum og telur um 4,7 milljónir stuðn- ingsmanna. Það er einkum Bandaríkjadeild þessa sjóðs sem gengið hefur lengst í öfgunum, meðal annars mótmælt hval- veiðum og lagt fram fé til hvalaskoðunarfyrirtækis á Íslandi, auð- vitað til að vinna gegn því að við hefjum hvalveiðar að nýju. Í öðru lagi eru samtök sem telja alla villta dýrastofna í hættu vegna mannlegra umsvifa. Þar má nefna samtök á borð við Spec- ies Survival Network, sem eru regnhlífarsamtök ríkra samtaka sem eru andsnúin nýtingu villtra auðlinda. Samanlagðar tekjur þessara samtaka eru hvorki meira né minna en 76 milljarðar króna á ári. Í þennan flokk fellur einnig Greenpeace sem Íslend- ingar þekkja vel en kannski ekki alltaf af góðu. Í þriðja lagi má nefna til sögunnar samtök sem Eiður kallar hryðjuverkasamtök, samtök sem beita beinum skemmdarverkum í baráttu sinni og hafa meira að segja í sumum tilfellum sprengju- sérfræðinga á sínum snærum. Í þennan flokk falla t.d. PETA samtökin, People for the Ethical Treatment of Animals, sem eru á móti allri notkun og nýtingu dýra af öllu taki. Þau hafa m.a. unnið sér það til frægðar að hafa beitt sér gegn af hörku gegn mjólk- urneyslu barna! Einnig má nefna „Íslandsvininn“ Paul Watson og samtök hans Sea Shepard en varla þarf að rifja upp skemmd- arverkaferil þeirra samtaka hér á landi. Eiður upplýsti að kaffi- húsakeðjan Starbucks, sem starfrækt er um allan heim, styrkir m.a. Sea Shepard. Undirritaður ætlar ekki, frekar en Eiður, að fá sér kaffisopa hjá Starbucks á næstunni. Og nú bendir ýmislegt til þess að öfgasamtök ætli að beina spjótum sínum að nýtingu fiskistofna. Það þarf ekki að fjölyrða um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir okkur Íslendinga. Eiður hvatti til að óhróðursherferðum öfgasamtaka yrði mætt af hörku, með því að segja sannleikann um auðlindanýtinguna, um fiskveiðistjórnunina og orkuvinnsluna og líka til að styrkja starf- semi samtaka sem berjast fyrir því að skapa skilning á mikilvægi þess að nýta lifandi auðlindir náttúrunnar með sjálfbærum hætti. En það kostar auðvitað peninga, mikla peninga. Eiður er hins- vegar ekki í vafa um að til þess arna eigi að verja umtalsverðum upphæðum. Hann sló því fram að verja ætti 250 milljónum króna á ári næstu fjögur ári til að kynna hið sjálfbæra íslenska samfélag og fullyrti að það væri ekki há upphæð miðað við þá miklu hags- muni sem í húfi eru. Það gæti reynst miklu dýrara að gera ekki neitt. Það er full ástæða til að taka varnaðarorðum Eiðs Guðnasonar grafalvarlega. Öfgasamtök geta valdið hér verulegum skaða ef ekkert er að gert. Slík samtök eru í flestum tilfellum mönnuð fólki sem hefur engin tengsl við náttúruna, fólki sem hefur engan skiln- ing á viðhorfum þjóða sem eiga allt sitt undir auðlindum náttúr- unnar og er best trúandi til að varðveita þær og ávaxta fyrir kom- andi kynslóðir. Það getur aldrei orðið hlutverk þeirra sem búa víðsfjarri og sjá fiskistofan og sjávarspendýr í rómantísku meng- unarmistri stórborganna. BRYGGJUSPJALL Helgi Mar Árnason Ógn öfganna Sum samtökin hafa meira að segja sprengju- sérfræðinga á sínum snærum hema@mbl.is KRISTINN Pétursson, fiskverk- andi á Bakkafirði, segir að offriðun og svelti kunni að skýra ótímabæran kynþroska ungþorsks en í togara- ralli Hafrannsóknastofnunarinnar sl. vor mældist meira en helmingur nýliða í þorskstofninum kynþroska. Kristinn telur að stofnunin hafi með offriðunarstefnu valdið því að fleiri hundruð þúsund tonna af þorski hafi drepist úr hungri og segir óhætt að auka þorskkvótann nú þegar um að minnsta kosti 50 þúsund tonn Í gögnum Hafrannsóknastofnun- arinnar má sjá ört hækkandi kyn- þroska smáþorsks á Íslandsmiðum í mælingum á hrygningartíma. Á ár- unum 1988–1992 er hlutfall 4 ára þorsks, svokallaðra nýliða, jafnan undir 10%. Frá árinu 1992 fram til ársins 2000 fer hlutfallið allt frá 10% og upp í 39%. Árin 2001 og 2002 er 41% fjögurra ára þorsks orðið kyn- þroska. Í togararallinu í mars sl. hafði hlutfall kynþroska fjögurra ára þorsks enn hækkað eða í 53%. Þetta segir Kristinn vera afskap- lega alvarlega þróun í ljósi þeirrar staðreyndar að þorskar dragi úr vexti eftir kynþroska. Það sýni reynsla úr þorskeldi í Norðfirði og í Grundarfirði. Ennfremur séu til dæmi úr fiskeldi, þar sem svelti á fiski hafi framkallað ótímabæran kynþroska. „Gögn Hafrannsókna- stofnunar gefa nú til kynna að offrið- un smáþorsks kunni að hafa leitt til fæðuskorts og sá fæðuskortur hafi framkallað þann ótímabæra kyn- þroska hjá ungþorski sem nú er staðreynd samkvæmt gögnum Haf- rannsóknastofnunar. Það er afar brýnt að það fari fram ábyrg umfjöllun um það hvort „týnd“ 600 þúsund tonn af þorski frá árunum 2000 og 2001 megi skýra sem beina afleiðingu af offriðunar- stefnu Hafrannsóknastofnunar sem virðist nú líkleg orsök ótímabærs kynþroska og að öllum líkindum stórhækkaðrar dánartíðni kyn- þroska ungþorsks.“ Mistök í veiðiráðgjöf Kristinn bendir á að í gögnum stofn- unarinnar komi fram að stærð þorskstofnsins hafi verið 1.031 þús- und tonn árið 1999. Samkvæmt áætl- un hafi stofninn átt að stækka í 1.150 þúsund tonn árið 2002. „En sam- kvæmt rannsóknum árið 2002 var stofninn þá aðeins 680 þúsund tonn. Frávik frá áætlun varð 470 þúsund tonn í þessu einstaka tilfelli. Þetta al- varlega frávik tel ég megi rekja til stórfelldra mistaka við veiðiráðgjöf. Eina rökrétta skýringin á þessu fráviki er að dánartíðni kynþroska ungþorsks hafi stórhækkað. Skýring Hafrannsóknastofnunar um að of- mat hafi átt sér stað árið 1999 er að mínu mati hrein tilraun til fölsunar á frumgögnum Hafrannsóknastofnun- ar um rannsóknir á þorski á árinu 1999. Frumgögnum er ekki hægt að breyta, nema afla nýrra frumgagna, en það er ekki hægt. Það eru bara til ein frumgögn ársins 1999. Skilgrein- ingin „ofmat“ er einungis tölfræðileg tilgáta, sem styðst ekki við neinar haldbærar röksemdir. Hækkuð dán- artíðni kynþroska ungþorsks virðist mér eina skýringin sem stenst, bæði stærðfræðilega og rökfræðilega, en um það fæst engin ábyrg umræða.“ Snúið út úr fyrirspurnum Kristinn segist hafa talið að endur- skoðun dr. Andrew Rosenbergs á að- ferðarfræði Hafrannsóknastofnunar á árunum 2001 og 2002, hafi átt að beinast að þessum umdeilda þætti í aðferðarfræði Hafrannsóknastofn- unar, þ.e. fallandi kynþroska og hugsanlegri stórhækkaðri dánar- tíðni nýkynþroska ungþorsks. „Á fyrirspurnarþingum, sem sjávarút- vegsráðherra hélt vegna þessarar endurskoðunar haustin 2001 og 2002, beittu ráðgjafar Hafrann- sóknastofnunar og dr. Andrew Ros- enberg hvað eftir annað ósvífnum út- úrsnúningum til að komast hjá því að svara með ábyrgum hætti spurning- um frá mér um nákvæmlega þessi tilgreindu grundvallaratriði.“ Kristinn segir að niðurstaða sín af endurteknum endurskoðunum á þeim gögnum Hafrannsóknastofn- unar sé að það þurfi rannsaka og birta mánaðarlega upplýsingar um fæðunám hjá ungþorski. Sé smá- þorskur horaður og lítil fæða, verði að auka þorskkvóta. Sé mikil fæða og smáþorskur vel haldinn sé að sama skapi rökrétt að draga úr veiði. „Nið- urstaða mín er sem sagt sú að auka beri þorskvótann nú þegar um 50 þúsund tonn, jafnvel meira, til að bregðast við frekara falli í kyn- þroska,“ segir Kristinn. Offriðun þorsksins leiðir til fæðuskorts Kristinn Pétursson segir svelti valda ótímabærum kyn- þroska og vill auka þorskkvótann um 50 þúsund tonn (/ */ 0/ &/ +/ +.-( +../ +..( &/// "    # $   %  $   & '()*+,--* 2 4 2  ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.