Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU Vörubíll á rekstrarleigu KIA Ísland ehf. Flatahrauni 31, Hafnarfirði. Sími 555 6025. www.kia.is *Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar í verði rekstrarleigunnar. *Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum. Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA KIA K2500 Rekstrarleiga kr. 28.826,-án VSK* Í 36 mánuði Verð kr. 1.357.408,-án VSK stjóri Þorbjarnar-Fiskaness, segist ekki hafa bor- ið saman þessar tölur við reikninga fyrirtæksins en segir að væntanlega endurspegli þær að ein- hverju leyti sameiningar og skipakaup fyrirtæk- isins á tímabilinu, enda hafi það á umræddu tíma- bili gengið í gegnum umtalsverðar hagræðingaraðgerðir. Þess vegna líti út fyrir að fyrirtækið hafi leigt til sín svo mikinn kvóta. „Við höfum vissulega leigt til okkar kvóta en alls ekki í þeim mæli sem þarna kemur fram. Það er hins vegar mikilvægt að fyrirtækin hafi þetta svigrúm. Við höfum alla tíð haft þá stefnu að veiða það sem okkur er úthlutað og reynt að auka veiðiheimildir okkar með því að leigja til okkar kvóta á lágu verði en leigja hann frá okkur á háu verði. Þannig hefur kvótinn sem við höfum yfir að ráða aukist í ígild- um talið, þó að það hafi ekki haft mikinn kostnað í för með sér,“ segir Eiríkur. Opinberar tölur umfangsmeiri Vísir hf. í Grindavík var hins vegar stærsti kaup- andi varanlegs kvóta á umræddu tímabili, keypti samanlagt 0,81% meiri hlutdeild í aflaverðmæti þeirra botntegunda reiknaðar eru til verðmæta í svari ráðherra, umfram það sem fyrirtækið seldi frá sér. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vís- is, segir að fyrirtækið hafi síðustu fjögur árin ver- ið að auka starfsemi sína á landsbyggðinni utan suðvesturhornsins. „Í þessum tölum vega þungt kaup Vísis á hluta- bréfum í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur sem fólu í sér flutning á þeim veiðiheimildum Fiskiðjusamlagið átti yfir á okkar skip. Þar sem FH átti ekki skip á þessum tíma voru veiðiheimildir félagsins vistað- ar á skipum Samherja sem var í veiðisamstarfi við FH. Í þessu tilfelli var því ekki um að ræða að ver- ið væri að færa kvóta á milli byggðarlaga. Kvótinn er nú vistaður á tveimur skipum, annað er í eigu- Vísis en hitt í eigu FH en bæði skipin eru með skráða heimahöfn á Húsavík. Auk þess höfum við verið að kaupa til okkar veiðiheimildir til að styrkja vinnslu á Þingeyri og aukið samstarf okk- ar við önnur fyrirtæki á Djúpavogi. Menn hafa almennt verið að þétta veiðiheimild- irnar á færri skip. Og nú sýnist mér að samskonar þróun sé að eiga sér stað í fiskvinnslunni til að mæta kröfum um nýja og betri tækni. Við höfum til að mynda verið að auka veiðiheimildir sem og tæki og tól í vinnslunni í öllum okkar vinnslu- húsum.“ Pétur segir að þannig sé sjávarútvegurinn sjálf- ur að kaupa hagræðingu innan greinarinnar. Op- inberar tölur af því tagi sem þarna séu settar fram sýni alltaf umfangsmeiri tilfærslur en í raunveru- leikanum. „Það eru hinsvegar alltaf til öfl sem nýta sér dægursveifluna og erfiðleikana til að mála skrattann á vegginn. Það kemur til með að tefja alla framþróun í greininni,“ segir Pétur. ý sannindi og ég vona að menn nar á því markmiði að nýta kerf- il að skapa sem mest verðmæti. r ráða að lang stærstum hluta heimildum hjá okkur á því tíma- r en vissulega kemur alltaf upp mildir þarf að leigja vegna þess ur ekki,“ segir Sæmundur. nilegt að í umræðunni um leigu töluverðs misskilnings á því fram. Sæmundur bendir á að á li hafi Útgerðarfélag Akureyr- nslustöð sína á Akureyri fyrir mætra þorskafurða og því leggi á þá fisktegund til vinnslu á Ak- aðra. „Þegar kemur að skiptum milli fyrirtækja, sem eru algeng i eru að leita allra leiða til há- i, þá er miðað við tvo stuðla sem man. Annars vegar þorskígild- s vegar verðmætisstuðulinn. Ef dæmi um útgerð sem vill láta af þorski til okkar í skiptum fyrir nýtist betur þá verðum við að 500 tonnum af karfa til að verð- mu. Í tölulegum færslum kemur við höfum leigt frá okkur 165 n í raun hefur ekkert annað in tvö hafa skipst á jafn verð- ldum. Bæði eru fyrirtækin að nar og ekki að hagnast á útleigu eru þau bæði að stýra sinni út- i sérhæfingu. Þetta lýsir því að er mjög varhugavert að fara t í umræðuna án skýringa. Mér að gera fyrirtæki eða heilu bæj- ileg fyrir það eitt að vinna á sem tt fyrir þjóðarbúið með nýtingu og allir vita tróna ísfiskskip frá æði hvað varðar veitt magn og að það er ástæðulaust að láta líta ni sem fyrirtækið sé ekki sjálft eimildir sem því er trúað fyrir,“ Friðriksson, útgerðarstjóri ÚA. hagræðingu nns Ársælssonar var m.a. spurt ilda á milli sveitarfélaga á um- árum. Í svarinu kemur fram að lögum hefur mestur kvóti verið víkur og gildir þá einu hvort um innan ársins eða varanlegan nes hf. í Grindavík er t.a.m. það tæki sem leigt hefur til sín mest- tu tveimur fiskveiðárum, sam- arútvegsráðherra. Alls leigði fé- 56 þorskígildistonn á síðustu rum en leigði frá sér 2.429 tonn. rtækið til sín 3.626 tonn umfram frá sér. Eiríkur Tómasson, for- em sýnist g sveitarfélaga segja ekki alla söguna Morgunblaðið/Þorkell hema@mbl.is VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands stendur fyrir Vélstjóraþingi á Grand Hóteli dagana 6.-8. nóv- ember. Þema þinsins er – Horft til framtíðar – og hefst þingið með opnun sýningar í dag, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12 en Helga Lax- dal, formaður VSFÍ, setur þingið form- lega kl. 13. Að setningu lok- inni mun Val- gerður Sverr- isdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, ávarpa gesti. Fyrsti dagur þingsins er helg- aður umræðu um kosti og galla ESB, þar sem leitast verður við að miðla upplýsingum á sem hlut- lausastan hátt og í lok dagkrár dagsins, kl. 16.40 verða pall- borðsumræður um ESB-aðild undir stjórn Sigmars Guðmunds- sonar, fréttamanns. Annar dagur þingsins, föstu- dagurinn 7. nóvember, er helg- aður framtíðarsýn vélstjóra frá ýmsum hliðum. Meðal umræðu- efna eru breytingar á starfsvett- vangi vélstjóra, þróun verkalýðs- félaga og framtíð vélstjóramenntunar í landinu. Seinni hluta föstudags og laug- ardags fara fram hefðbundin þingstörf. Vélstjóraþingi lýkur um kl. 16 laugardaginn 8. nóv- ember. Vélstjórar eru hvattir til að skrá sig til þátttöku sem fyrst en aðrir áhugasamir eru vel- komnir á einn eða fleiri dag- skrárliði meðan húsrúm leyfir. Sýning Samhliða vélstjóraþingi verður haldin sýning á Grand Hótel þar sem fyrirtækin Fálkinn, Framtak, Kúlulegasalan, Dælur, Loft- og raftæki, Viðhalds- og iðn- aðartækni og Hekla kynna vörur sýnar. Sýningin er opin meðan þingið stendur og eru allir vel- komnir. Horft til framtíðar á þingi vélstjóra RAÐAUGLÝSINGAR TIL SÖLU Fiskvinnslutæki til sölu 9 stöðva plötufrystar Aluminium Allaoy Square 1WF-1J. Árgerð ´97. Verð kr. 2.200.000 + vsk. IRAS PV 2800 löndunardæla og búnaður. Árgerð ´97. Verð kr. 2.200.000 + vsk. Nánari upplýsingar í síma 664 4434. BÁTAR/SKIP Til sölu Cleópatra 28, árg. 1999 Er með 430 hp. Yanmar vél. Er í krókaafla- markskerfi með 48 tonna þorskígildi. Einnig til sölu: Cleópatra með 150 tonna þorskígildi. Gáski 900 með 80 tonna þorskígildi. Knörr með 100 tonna þorskígildi. Sómi 800 með 25 tonna þorskígildi. Höfum krókakvóta til sölu og leigu. Vantar aflahlutdeild í stóra kerfinu. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554, fax 552 6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.