Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                      ! !"## $ %&## ! %' ## (  ## () ## *## +###        " !!# !$ !%& !!# !!# "'# ( ) * )  ,* * -./                                                  ,-&#  . #  +' %  *#  #/" #    P ACIFIC Andes var stofnað 1985, sem fjölskyldufyrirtæki og var fremur smátt í sniðum með að- eins 120.000 dollara í eigið fé, ríflega 9 milljónir króna. Starf- semin var kaup og sala á sjáv- arafurðum, aðallega skelfiski. Síðan hefur félagið þróazt upp í það að vera fjölþætt fyrirtæki í sjávarútvegi, í kaup- um og sölu á fiski, fiskframleiðslu og grænmeti. Paci- fic Andes rekur 19 fiskvinnslur og tvær verksmiðjur fyrir grænmeti. Öll fiskvinnslan er í Shandong-hér- aði, en höfuðstöðvar félagsins eru í Hong Kong. Í stærstu vinnslunni vinna um 2.000 manns og afköstin eru um 60 tonn af tilbúnum afurðum á dag og er þá verið að vinna úr um það bil 90 tonnum af hráefni. „Við leggjum mesta áherzlu á tvo þætti, annars vegar innflutning á frosnum fiski og fiskafurðum til að selja á heimamarkaðnum og hins vegar innflutn- ing á heilfrystum fiski til vinnslu og endurútflutn- ings,“ segir Siang. „Eftir þessar breytingar allar er hlutafé Pacific Andes metið á 10,6 milljarða króna og árleg velta er um 38 milljarðar króna. Starfsmenn eru yfir 10.000 alls. 50% af sölunni eru á innlands- markaðinn í Kína, um 24% fara til Bandaríkjanna, 20% til Evrópu og afgangurinn fer annað eins og til Japans og á aðra markaði í Austurlöndum fjær. Við erum ekkert í útgerð en tryggjum okkur fisk eftir ýmsum leiðum, bæði með beinum samningum við útgerðir eða með kaupum á heimsmarkaðnum. Þannig tryggjum við okkur hráefni fyrir vinnsluna og fisk fyrir heimamarkaðinn, sem fer ört vaxandi. Unnið úr 250.000 tonnum í fyrra Á síðasta ári unnum við úr 250.000 tonnum af fiski. Úr því voru meðal annars framleidd um 75.000 tonn af flökum og flakastykkjum. Við kaupum fisk frá um 30 löndum víða um heim. Mest af fiskinum er veitt í Okhotsk-hafi og Berings-hafi og er það mest Ala- kaufsi, sem er líka stærsta einstaka fisktegundin í vinnslunni hjá okkur. Á síðustu fimm árum höfum við lagt mikla áherzlu á fisktegundir úr Atlantshafi, eins og karfa, þorsk, ýsu, grálúðu og ufsa. Þessar fisktegundir kaupum við frá Rússlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Við kaupum einnig fisk úr sunnanverðu Indlandshafi, mest vartara. Þessar tegundir eru svo aðallega flutt- ar til Bandaríkjanna og Evrópu. Við tökum einnig að okkur að vinna fisk fyrir erlend fyrirtæki, óski þau þess og má þar nefna Japani, en við höfum ekkert unnið þannig fyrir íslenzk fyrirtæki, en við seljum ís- lenzkum fyrirtækjum, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu töluvert af fiski. Slík vinna er ekki innifalin í 250.000 tonna vinnslunni, sem er okkar eigin.“ Vöxturinn heldur áfram Kína eykur sinn þátt í fiskvinnslunni stöðugt, má líta svo á að Kína sé ógnun við fiskiðnaðinn á Vesturlönd- um? „Já, og nei. Kína hefur orðið miðstöð fiskvinnslu í heiminum, en vöxturinn í framleiðslu og útflutningi flaka hefur verið 29% á ári hverju síðan 1996. Ég held að þetta sé bara byrjunin og vöxturinn haldi áfram. Ástæður þess eru að Kínverjar hafa náð mjög góðum tökum á framleiðslunni sem er orðin s gæðum og fjölbreytni við það sem ger löndum. Við náum líka betri nýtingu me við fáum meira út úr hverjum fiski og þ ur vissulega forskot. Þrátt fyrir að v flytja fiskinn frá Rússlandi, Noregi eð vinna hann og flytja síðan út aftur ti Bandaríkjanna, verður framleiðslukos hjá okkur en á Vesturlöndum. Lítill la skiptir þar gríðarlegu máli, sérstaklega sem mannshöndin kemur mikið við sög skot okkar kemur ekki til með að br verður Shandong-hérað í Kína miðstöð heiminum í framtíðinni. Fiskvinnsla á Vesturlöndum, á Íslan hefur svo annars konar forskot en vi lægðin við markaðina gerir þeim kleif miklu skjótar við þegar markaðurinn þ halda. Í slíkum tilfellum erum við úr le tekið dæmi um það að við kaupum fisk Íslandi. Það tekur um 45 daga að flytj Það eru líklega fá fyrirtæki í heiminum eða engin sem vinna úr jafnmiklu af fiski og kín- verska fyrirtækið Pacific And- es. Hjörtur Gíslason ræddi við forstjóra fyrirtækisins, Ng Joo Siang, sem segir meðal annars frá því að á síðasta ári hafi fyr- irtækið framleitt 75.000 tonn af fiskflökum. Kínverjar hafa náð mjög góðum tökum Ng Joo Siang, forstjóri Pacific Andes, hefur áhuga á auknum viðskiptum við Íslendinga. Miðstöð fiskvinnslunna SHANDONG er mesta sjávarútvegs- hérað Kína. Strand- lengja þess er 3.000 kílómetrar og auðug fiskimið liggja við strendur þess að Gulahafi og Bohai- hafi, en Gulá rennur þar til sjávar. Mikið er af vötnum og ám í landinu sem skapa mikla möguleika til fiskeldis. Þetta kom meðal annars fram á kynn- ingu sendinefndar frá Shandong undir forystu aðstoðar- fylkisstjórans, Chen Yanming, sem haldin var hér á landi. Á síðasta ári var fiskmeti úr eldi og veiðum tæpar sjö milljónir tonna. Fiskveiðar skiluðu 2,7 millj- ónum tonna, fiskeldi í sjó 3,3 millj- ónum og fiskeldi í ferskvatni tæp- lega einni milljón tonna. Í héraðinu eru nær allar fiskvinnslustöðvar landsins, alls um 1.500 talsins. Í fyrra var innflutningur sjávaraf- urða 720.000 tonn að verðmæti 61,6 milljarðar króna, en útflutningur var hvorki meiri né minni en 700.000 tonn af afurðum að verð- mæti 115,5 milljarðar króna. Fisk- vinnslan nær til að segja má allra þátta, það er frá því að fást við lifandi fisk til þess að selja tilbúnar afurðir í neytenda- umbúðum. Um þús- und frysti- og kæli- geymslur eru í héraðinu og taka þær allt að 400.000 tonnum í geymslu. Ríflega 300 sjávarút- vegsfyrirtæki hafa fengið sérstakt vinnsluleyfi, 140 eru með HACCP gæða- stýrikerfi og 70 þeirra hafa leyfi til innflutnings til Evr- ópubandalagsins. Um 13 milljónir manna starfa við sjávarútveg og fiskeldi, fiski- hafnir eru 200, skipasmíðastöðvar 90 og vélknúinir fiskibátar og fiski- skip eru um 50.000, þar af 200 til veiða á djúpsævi, en fiskveiðisamn- ingar við um 20 erlendar þjóðir eru í gildi á öllum helztu heimshöfun- um. Mikill uppgangur er í héraðinu. Það er opið fyrir erlendum fjárfest- ingum og hagvöxtur er bæði mikill og stöðugur. Fiskneyzla eykst hratt og er hlutfallslega mestur vöxtur í dýrari fisktegundum. Sjö milljónir tonna af fiski Chen Yanming, aðstoðarfylkisstjóri Shandong. FJÖLMENN sendinefnd aðila úr sjávarútvegi á Íslandi var í Kína í tengslum við kínversku sjávarútvegs- sýninguna í þeim tilgangi að kynnast aðstæðum í fiskeldi og fiskvinnslu þar í landi. Ferð viðskiptasendinefnd- arinnar frá Íslandi var skipulögð af Útflutningsráði, Samtökum fisk- vinnslustöðva og Kínversk-íslenska viðskiptaráðinu í samstarfi við Sendi- ráð Íslands í Peking. Nefndin var skipuð ríflega 30 manns sem heimsóttu fiskvinnslu- og fiskeldisfyrirtæki í þremur borgum, Qingdao, Dalian og Shanghai. Í upphafi ferðarinnar tók sendi- herra Íslands í Peking, Eiður Guðna- son, á móti sendinefndinni en hann og fulltrúar sendiráðsins gáfu sendi- nefndinni yfirlit yfir stöðu sjávar- útvegs í Kína auk þess að fjalla al- mennt um efnahagsmál og hvernig er að eiga viðskipti við Kínverja. Því næst var farið til borgarinnar Qingdao við Gula hafið í Norður- Kína, nánar tiltekið í Shangdong- héraði. Þetta hérað er langstærst í framleiðslu og útflutningi fiskafurða. Fyrir utan heimsóknir í tvö af stærstu fiskvinnslufyrirtækjunum var heim- sótt fiskeldisstöð í borginni sem fram- leiðir sandhverfu fyrir innanlands- markað. Tvö fyrirtæki í fiskvinnslu voru heimsótt í borginni Dalian, en þar eru stór fiskvinnslufyrirtæki sem eru þegar að vinna fisk frá Íslandsmiðum í samstarfi við íslensk fyrirtæki og senda til Evrópu að lokinni vinnslu. Mánaðarlaunin 10.000 krónur Að sögn Vilhjálms Guðmundssonar hjá Útflutningsráði kom fulltrúum Ís- lands mikið á óvart hversu vel var staðið að vinnslunni og hversu fallega fiskvöru í hæsta gæðaflokki þeir voru að framleiða. „Það var sameiginlegt öllum þeim vinnslum sem skoðaðar voru að vélbúnaður var takmarkaður við góð frystitæki en að sama skapi var fjöldi starfsfólks mikill sem hefur aðeins um 10.000 íslenskar krónur í laun á mánuði. Í þessum vinnslum er aðallega unninn alaska-ufsi, þorskur og karfi, auk þess sem ódýr kyrra- hafs-lax er einnig fullunninn í neyt- endapakkningar. Það er einkennandi að allt þetta hráefni sem unnið er úr fer nær eingöngu á erlenda markaði og lítið sem ekkert á hinn stóra heimamarkað. Með inngöngu Kína í Heimsviðskiptastofnunina, WTO, hafa tollar á fiskafurðum lækkað í skrefum á undanförnum árum og munu síðustu lækkanir eiga sér stað á þarnæsta ári. Því er spáð í framhald- inu að frystar sjávarafurðir sem núna fara til Bandaríkjanna og Evrópu munu smá saman byrja að flæða inn á hinn kínverska markað. Þetta muni gerast ekki síst vegna þess að kaup- geta Kínverja er að aukast og einnig vegna þess að neysluvenjur breytast hratt.“ Að sögn Vilhjálms hafa fisk- framleiðendur hér á landi orðið varir við sívaxandi samkeppni með fisk- afurðir bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum. Því sé rík ástæða fyrir fyr- irtæki í sjávarútvegi að beina sjónum sínum til Kína, ekki síst í þeim til- gangi að átta sig á því hvað þarna er að gerast í fiskvinnslu og útflutningi sjávarafurða sem eru í harðri sam- keppni á sama markaði og íslenskur fiskur. „Auk þess má segja að til- gangurinn hafi verið sá að kanna hvernig nýta mætti þau tækifæri sem þarna eru, bæði vegna samstarfs í fiskvinnslu og ekki síst til að vera þátttakendur í hinum sívaxandi heimamarkaði fyrir fiskafurðir,“ seg- ir Vilhjálmur. Íslenska viðskiptasendinefndin var skipuð ríflega 30 manns sem heimsóttu fiskvinnslu- og fiskeldisfyrirtæki í þremur borgum í Kína. Fagmennska og gæði komu á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.