Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU                   !" #  $  %     &   $   # '  (   )  *   *  +,  -.   !   (   (! *#    /    0      &! 1 1   /#  -         * #   2 * #   3 # 0         !          "# $ $ % &$ $ "&'$ $ ($ $ ()$ $ * $ $ +$ $ $        ! " # $ % $ &'(           ,-$  . $ + '& * $$/#$  S kaginn hf. á Akranesi hefur þróað nýja vinnslutækni sem byggist á undirkælingu hráefnisins. Samburður við hefðbundna fiskvinnslu hef- ur leitt í ljós að hin nýja tækni skilar um 38 króna hærri framlegð á hvert hráefniskíló í vinnslu ferskra flaka. Aðferðafræðin miðast við að við- halda lágu hitastigi hráefnisins í gegn- um allt vinnsluferlið frá löndun og vinnslu og fram til afhendingu hjá kaupenda. Jafnframt að veita flakinu styrk svo það þoli meðhöndlun sem fylgir roðdrætti og snyrtingu án þess að það skemmist. Samspilið milli tíma og hitastigs á fiskgæði er alþekkt og segir Ingólfur Árnason, stjórnarfor- maður Skagans, að nýja vinnslutæknin bjóði upp á algjöra stjórnun á þessum meginþáttum í gegnum allt vinnsluferl- ið. „Vinnslutæknin hefur mest notagildi við vinnslu ferskra fiskafurða þó að hún gagnist allri fiskvinnslu. Við undirkæl- ingu eykst þol hráefnisins gagnvart meðhöndlun. Auk þess hægist verulega á öllu skemmdarferli af völdum örvera og ensíma sem lengir geymsluþolið. Undirkælt hráefni rýrnar mun hægar en hráefni geymt við 0 °C og allur vökvi í fiskholdinu stífnar án þess að ískrist- allar myndist. Með þessari vinnslu- tækni hafa afurðirnar lágt hitastig, mikil gæði og mikið geymsluþol.“ Ingólfur segir að höfuðáhersla sé lögð á hráefnis- og afurðarmeðhöndlun í hinu nýja vinnsluferli með það að markmiði að „hætta“ að skemma flök- in. „Til að ná tilætluðum árangri er nauðsynlegt að kæla allt hráefnið á öll- um stigum vinnslunnar en aðal árang- urinn næst með flakakælingu eftir flök- un og forsnyrtingu fyrir roðdrátt. Undirkælt flak hefur nægan styrk til að þola roðdrátt, eftirsnyrtingu og eft- irfarandi meðhöndlun án þess að los myndist. Það er lykilatriði að geyma og vinna hráefnið við sem lægst hitastig án þess að fiskurinn frjósi og halda þessu lága hitastigi allan tímann í vinnsluferlinu og eftirfarandi geymslu. Þannig næst að halda ferskleika fisks- ins og auka geymsluþolið. Afurðir unn- ar úr undirkældu hráefni er þannig hægt að flytja á markað með skipum í stað flugs. Þær eru samkeppnishæfar í gæðum en flutningskostnaður umtals- vert lægri. Þá sýnir reynslan að hærra hlutfall hráefnisins fer í vinnslu fyrir ferskfiskútflutning, vegna aukinna hrá- efnisgæða. Ennfremur er afkastaaukn- ing allt að 25%, sem skýrist bæði af minni snyrtiþörf og auðveldari snyrt- ingu í undirkældum flökum,“ segir Ing- ólfur. Framlegð jókst um 160% Hin nýja vinnsluaðferð Skagans hefur nú um nokkurt skeið verið reynd hjá Tanga hf. á Vopnafirði en að verkefn- inu komu einnig, auk Skagans og Tanga, Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, Tros, Haraldur Böðvarsson og Iðn- tæknistofnun. Verkefnið var styrkt af Rannís og AVS og er enn í fullum gangi. Ingólfur segir að hægt sé að bæta árangurinn enn frekar enda sé Tangi að ná betri árangri með hverri vikunni sem líður. Í samanburði sem gerð var á Vopna- firði var unninn fiskur af togara Tanga, Brettingi NS. Bornir voru saman tveir vinnsludagar, annars vegar úr hefð- bundinni ferskfiskvinnslu en hins veg- ar vinnsludagur með hinni nýju aðferð. Notað var 3–4 daga gamall fiskur og sama flökunarvél og hausari í báðum tilfellum. Starfsmannafjöldi var sá sami. Samanburðurinn leiddi í ljós að framlegð vinnslunnar jókst um rúm 160%. Þannig batnaði afurðaskipting umtalsvert, ekkert los myndaðist í flök- um við vinnsluna og því fór stærri hluti þeirra í verðmeiri pakkningar en af- skurður var í algeru lágmarki. Undir- kælingin gerir það einnig að verkum að vökvatap úr flökunum er í lágmarki og því varð mjög lítil rýrnun í roðdrætti. Einnig verða flökin stífari og fallegri og því auðveldara að fjarlægja beingarð og skera flakið niður í bita og snyrta. Miðað við eitt hráefniskíló jókst framleiðsluverðmætið með nýrri vinnsluaðferð um 17%, meðalverð hækkaði um 15%, launakostnaður dróst saman um 15,4% en umbúða- kostnaður jókst hins vegar um 18,4% sem skýrist af auknu hlutfalli í dýrustu vörurnar. Niðurstaða samanburðarins var sú að ávinningurinn var um 38 krónur á hvert kíló hráefnis sem fór í gegnum vinnsluna. Mun meira geymsluþol Einnig var gerður samanburður á geymsluþoli flaka úr hefðbundinni vinnslu og við geymsluþol flaka sem unnin voru með hinni nýju vinnsluað- ferð. Emilía Martinsdóttir, sérfræðing- ur á Rf, segir engan vafa leika á því að nýja aðferðin auki geymsluþol til muna. „Hitastig flakanna er -1° þegar þau fara í pakkningar en í hefðbundinni vinnslu væri hitastigið 4–6° á sama stað í vinnsluferlinu. Þessi munur hefur mikið að segja um örveruvöxt sem veldur skemmdum í fiskinum. Með þessari aðferð má líka halda flökunum köldum mjög lengi og við sáum að þannig má halda hitastigi flakanna fyr- ir neðan 0° í allt upp í 7 daga. Það skipt- ir sköpum að halda hitastiginu sem lengstan tíma undir 0° þegar verið er að flytja flökin á markað.“ Emilía segir að með nýju vinnsluað- ferðinni megi ekki aðeins auka geymsluþol, heldur skili hún einnig betri og ferskari fiski en úr hefðbund- inni vinnslu. Niðurstöður hafi sýnt að á 7. degi eftir flökun hafi nýja aðferðin gefið flök sem voru mýkri, safaríkari og meyrari en samanburðarsýni. Emilía segist sannfærð um að þróa megi þessa aðferð enn betur og auka þannig geymsluþolið enn frekar. Það hafi mik- ið að segja varðandi útflutning ferskra flaka með flugi og sérstaklega ef hægt verður að flytja út fersk flök sjóleiðis. „Það má segja að við séum enn í miðju kafi í þessum rannsóknum en það sem við höfum séð hingað til er mjög spenn- andi,“ segir Emilía. Umbylting í lan Frá fiskvinnslu Tanga hf. á Vopnafirði þar sem ný vinnslutækni Skagans hefur  !  "         # $ %& ' ( %  "  !  ( (("( ) *     + $ + $ ,- $        Skaginn hf. hefur þróað nýja vinnslutækni á ferskum fiski sem eykur bæði geymsluþol og gæði afurðanna Með undirkælingu við vinnslu á ferskum fiski má auka geymsluþol og gæði hans til muna og ná fram aukinni fram- legð í vinnslunni. Helgi Mar Árnason kynnti sér nýja vinnslutækni sem Skaginn hefur þróað og verið hefur til reynslu hjá Tanga á Vopnafirði. Einar Víglundsson, framleiðslustjóri hjáTanga hf. á Vopnafirði, segir und-irkælingu í ferskfiskvinnslu vera sannkallaða byltingu í fiskvinnslu, enda batni með henni afurðaskipting og nýting stórlega, jafnframt sem að gæði afurðanna aukist til muna. Hjá Tanga hf. á Vopnafirði hefur verið unn- ið með hina nýju vinnsluaðferð Skagans, svo- kallaða undirkælingu sl. þrjá mánuði. Fersk- fiskvinnsla hófst ekki að ráði hjá Tanga hf. fyrr en í apríl sl. og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Einar segir að í upphafi hafi vinnslan sent frá sér 3 til 4 tonn af flökum á viku en sé nú að senda frá sér allt upp í 11 tonn á viku. Einar segir að mörgum hafi þótt það fjar- lægur draumur að hægt yrði að vinna fersk fiskflök til útflutnings með flugi á Vopnafirði, enda varla hægt að flytja fiskinn lengri leið en þaðan og á Keflavíkurflugvöll. Hann fullyrðir hinsvegar að hin nýja vinnsluaðferð setji fisk- vinnslur á landsbyggðinni rækilega á fersk- fiskkortið. „Undirkælingin er án nokkurs vafa að skila lengri líftíma vörunnar, auk þess sem gæði hennar eru mun betri. Með þessari aðferð er- um við sennilega að auka geymsluþol flak- anna um fjóra daga. Það munar um minna fyrir fiskvinnslu hér á norðurhjaranum! Auk þess eru að opnast möguleikar á að koma hluta framleiðslunnar sjóleiðis á markað. Það hefur mikið að segja fyrir okkur því þannig er flutningskostnaðurinn mun lægri.Við erum að borga 17 krónum hærri flutningskostnað á hvert kíló sem flutt er flugleiðis á markað en þær vinnslur sem staðsettar eru á suðvest- urhorni landsins.“ Einar segir að með þessa ferð sé ekki aðeins verið að unnar, heldur náist einnig hærra hlutfall hráefnisins f flokka og í nýja vöruflokk ingar. „Þannig náum við fra um, hærra vöruverði og aukist til muna. Við erum byrjunarreit í þessari vinns Færir lands á ferskfis Einar Víglundsson, framleið nýju vinnsluaðferð, annars v hema@mbl.is Úr verinu Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang verid@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Hjörtur Gíslason, fréttastjóri hjgi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.