Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU  Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Í einkasölu glæsilegt 950 fm húsnæði sem byggt var 1997 og stendur á frábærum stað við hafnarbakkann. Húsið er steypt en klætt að utan með Garðastáli. Lofthæð 5,3 m upp í 6,85 m. Húsið er fullbúið á afar vandað- an hátt. 3.500 fm malbikað útisvæði. Glæsileg skrifstofuaðstaða. Upplýs- ingar veitir Bárður Tryggvason sölustjóri gsm 896 5221 eða á skrifstofu. Miklir möguleikar á nýtingu. Verð 57 m. Þorlákshöfn - v. hafnarbakkannndvinnslu Ljósmynd/Þorvaldur Þóroddsson r verið til reynslu með góðum árangri. SAMKVÆMT rannsóknum byrjar ískristallamyndun í vökva fiskholds við –1°C og þegar hitastigið er komið niður í ca. –2°C er talið að 52% af vökvanum sé fros- ið. Fiskur er talinn frosinn þegar meira en 50% af frystanlegu vatni hans hefur breyst í ís. Undirkæling á sér stað þegar hitastigi í fiskholdi er haldið á milli 0°C til –1°C. Þegar fiskholdið er kælt niður fyrir 0°C er talað um að hann byrji að fara inn í fasaskipti frystingar. Fasaskipti frystingar eru þegar ískristallar byrja að myndast í vökvafasa fiskholdsins. Vökvinn í fiskholdinu inniheldur meðal annars næringarsölt sem valda því að frostmarkið er svona lágt. Í fasaskipt- unum breytist seigja vökvans úr því að vera þunnfljót- andi í seigfljótandi ástand og að lokum í ís. Vinnslutækni Skagans byggist á því að undirkæla fiskinn og stýra hitastigi hans á milli 0°C og mínus 1°C en þá er vökvinn í fiskholdinu í seigfljótandi ástandi og því verður fiskholdið stífara og vökvatap úr fiskinum er í lágmarki í allri eftirfarandi vinnslu. Á þessu hitastigsbili er vökvanum haldið á fasaskiptum frystingar og við það næst hámarksárangur í gæðum og vinnslu. Vinnsluferlið Eftir flökun fara flökin inn á forsnyrtiband en þar eru utanáliggjandi bein, himnur og ormar fjarlægð. Flökin fara af forsnyrtibandinu á vog sem vigtar í kar sem í er krapi með réttu hitastigi. Eftir u.þ.b. einnar klukkustundar geymslu í krapa er flökunum raðað í sérhannaðan roðkæli. Í roðkælinum liggur roðhlið flaksins á teflonhúðuðu álfæribandi sem snöggkælir þunnt lag af flakinu frá roðhliðinni og samtímis því er kaldur blástur yfir flakinu. Það hefur komið í ljós að vegna lágs hitastigs álfæribandsins leitar ormur und- an kuldanum og verður því sýnilegri og auðveldari í eftirfarandi snyrtingu. Þegar flökin koma úr roðkælinum eru þau stíf og fara gegnum roðdrátt án þess að skemmast en einnig sér ný roðdráttarvél Skagans til þess að flakið sé beint allan tíman og beygist ekki né vöðlist í valsinum og því auðveldara að fjarlægja roð án þess að los myndist. Eftir roðdrátt eru flökin beinhreinsuð og snyrt og ýmist pakkað heilum eða þau hlutuð í sund- ur. Mismunur í vinnslu á viðkvæmu hráefni með losi og loslausu hverfur með þessari nýju tækni. Þessi nýja aðferð opnar leið fyrir Skagann hf. til að fjarlægja beinagarðinn með sjálfvirkum hætti í fram- haldi af roðdrættinum. Beinagarðurinn er fjarlægður frá roðhlið flaksins með nýrri aðferð og flakið nýtist betur í verðmætustu afurðirnar. Ef fiskurinn er undirkældur frá því að hann kemur upp úr sjó þá hægir mjög á því skemmdarferli sem byrjar við dauða fisksins. Skaginn hf. býður krapaís- kerfi sem geta framleitt ískrapa sem bráðnar við stýrt hitastig þannig að hægt er að geyma fisk um borð í lestum skipa í undirkældu ástandi, eða við – 0,5 °C. Hvað er undirkæling? Myndirnar sýna ýsu sem var unnin við samanburðartilraunir RF hjá Tanga. Efri myndin er af ýsu sem unnin var með nýrri aðferð en sú neðri er af ýsu úr hefðbundinni vinnslu. ari nýju vinnsluað- ð auka líftíma vör- fram betri gæði, fari í dýrari vöru- ka, auk betri nýt- am auknum afköst- framlegðin hefur samt sem áður á slu og ég er sann- færður um að það má gera miklu betur. Næsta skref er að setja krapakerfi um borð í Bretting og bæta aðstöðuna um borð. Þannig má lengja geymsluþolið enn frekar. Þessi nýja tækni hefur alla burði til að um- bylta landvinnslunni á næstu árum og auka samkeppnishæfni hennar. Jafnframt mun út- flutningsverðmæti fiskafla Íslendinga aukast,“ segir Einar. sbyggðina skkortið Morgunblaðið/Jón Sigurðarson ðslustjóri hjá Tanga, með ferskfiskflök sem unnin voru með hinni vegar til útflutnings með flugi en hinsvegar með skipi. RAÐAUGLÝSINGAR BÁTAR/SKIP Til sölu Cleópatra 28, árg. 1999 Er með 430 hp. Yanmar vél. Er í krókaaflamarkskerfi. Þorskur 7.579 kg, ýsa 9.913 kg, steinbítur 44.830 kg. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík, sími 562 2554, fax 552 6726. Til sölu er Ási ÍS 106 með öllum veiðiheimildum sem eru 35.600 þorskíg. Báturinn er af gerðinni Skel 86, smíðaður 1995 með Perkins-vél 1995. Ml. 8,92 og br. 2,68. Brl. 7,49 og bt. 5,97. Óskað er eftir tilboðum í bátinn þar sem hann er eins og hann er. Dragnóta- og netabátur með eða án veiðiheimilda Smíðaður úr eik í Hafnarfirði 1977 með Cater- pillar-vél 370 hö. Ml. 18,52 og br. 4,79. Brl. 29,7 og bt. 33. Í góðu ástandi. Vantar allar gerðir skipa og báta á sölu- skrá. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 551 7282 og 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali, www.hibyliogskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.