Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 B 5 ÍSLANDSMEISTARINN í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen úr Víkingi, vann til silfurverðlauna á Opna Sænska meistaramótinu í flokki 21 árs og yngri sem lauk í gær. Í undanúrslitunum sigraði Guðmundur Frakkann, Brice Ollive, 4-0. Í úrslitaleiknum lék Guðmundur gegn Rússanum Fedor Kuzmin sem er nr. 86 á heimslistanum. Guðmundur byrjað vel þar sem hann sigr- aði í fyrstu lotu, 11-8, en náði ekki að fylgja því eftir og tap- aði næstu fjórum lotum, 7-11, 6-11, 7-11 og 5-11. Guð- mundur annarHEIMIR Örn Arnarson, leikstjórnandiVals, gat ekki leikið með samherjum sínum gegn Víkingi á laugardaginn en meiðsli í öxl hrjá hann um þessar mundir. Að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, var nauðsynlegt að sprauta í öxlina á Heimi og því ekki forsvaranlegt að láta hann leika þennan umrædda leik, heldur leyfa honum að hvíla sig þannig að hann væri orðinn góður fyrir átökin við Gróttu/ KR á næsta laugardag. Sá leikur skiptir miklu máli í baráttu liðanna um að komast í efri deildina eftir áramót auk þess sem takist báðum liðunum að komast í efri deildina þá taka þau stigin úr innbyrð- isleikjunum með sér. Óskar Bjarni var á Seltjarnarnesi í gær- kvöldi og tók upp leik Gróttu/KR og Þórs til þess að hafa sem gleggsta mynd af Gróttu/KR-liðinu fyrir átökin á laugardag. Heimir Örn meiddur á öxl alveg frábæran varnarleik og gerðum okkur þetta erfiðara fyrir með því að fara illa með mörg dauðafæri, vítaköst og annað. Við vorum að spila alveg ótrúlega vel, sóknarlega réðum við hraðanum, ró- uðum okkur niður og lékum á þeim hraða sem við ráðum vel við. Þetta er okkar langbesti leikur í vetur. Við ræddum um það í hálfleik að laga leik okkar. Við vor- um ekkert sáttir þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir því við fórum illa með mörg færi,“ svaraði Gunnar spurður um hver lykillinn hefði verið að þessari frábæru byrjun síðari hálfleiksins. „Þetta er fjórði leikurinn í röð sem við vinnum en í þeim höfum við náð að tefla fram okkar sterkasta liði og við ætluðum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Gunnar. Valsmenn söknuðu Heimis Arnar Árnasonar leikstjórnanda í leik sínum, en þar fyrir utan léku menn eins og Markús Máni Mikaelsson og Bjarki Sig- urðsson ekki á fullu gasi í þessum leik og munar um minna. Bjarki er núna fyrst að komast í gang eftir að hafa slitið kross- band í hné í vor. Pálmar Pétursson átti stórleik í marki Vals og kom í veg fyrir að tap þeirra í þessum leik yrði enn stærra. Þá var Ragnar Ægisson bestur útileik- mannanna og Sigurður Eggertsson komst ágætlega frá síðari hálfleiknum. Víkingar léku sinn langbesta leik í vet- ur og voru umræddar 12 mínútur í byrj- un síðari hálfleiks hreint magnaðar af þeirra hálfu. Bjarki Sigurðsson dró vagn þeirra Víkinga eins og svo oft áður en þeir Reynir Reynisson markvörður og Ásbjörn Stefánsson áttu sömuleiðis góð- an leik. Þá er vert að minnast á góða frammistöðu Benedikts Árna Jónssonar sem fór á kostum í seinni hálfleiknum. Víkingar sýndu það strax í byrjun aðþeir ætluðu sér stóra hluti í þessum leik. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin og þó Valsmenn hafi jafnað þá gáfu Víkingar foryst- una aldrei eftir, náðu mest 4 marka forskoti og voru yfir, 13:9 í leik- hléi. Fyrstu 12 mínútur seinni hálfleiks voru eins og fimmfaldur lottóvinningur hjá Víkingum, hver sókn þeirra á eftir annarri skilaði marki á meðan Valsmenn voru eins og ráðalausir drengir inni á vellinum. Á þessum tíma skoruðu Vals- menn aðeins tvö mörk á móti 7 mörkum Víkinga sem náðu með því 9 marka for- skoti og gerðu vonir Valsmanna um eitt stig eða fleiri úr þessum leik að engu. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð, Valsmenn reyndu að keyra upp hraðann og Víkingar villtust sömuleiðis inn á það spor en hvorugt liðið virtist ráða við hraðann, ekki í þessum leik að minnsta kosti. Gunnar Magnússon, þjálfari Víkinga, var afar brosmildur í leikslok eins og Víkingar allir, enda sigurinn mun stærri en glæstustu draumar gáfu tilefni til. „Ég reiknaði ekki með að þetta yrði svona mikill munur en við vorum að spila Leikurinn var hnífjafn og virki-lega spennandi – staðan í hálf- leik 12:12 – og ekki var ljóst hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi fyrr en á síðustu andartökunum, þá gerðu heimamenn sig seka um fljótfærni í sóknaraðgerðum sínum og ÍR-ingar voru fljótir að refsa fyrir það. Leiknum lauk með þriggja marka sigri gestanna, 24:27. Vel mátti merkja taugatitring hjá leikmönnum á fyrstu mínútun- um, illa úthugsuð skot og tapaðir boltar einkenndu fyrstu mínúturn- ar. Baráttan var allsráðandi og mikill hiti í mönnum. Heimamenn voru ívið sterkari aðilinn og héldu forystunni framan af. Munurinn varð þó aldrei meiri en eitt til tvö mörk. Staðan í hálfleik var 12:12, og stefndi í bráðskemmtilegan seinni hálfleik, og það var raunin. FH-ingar náðu forystu sinni aftur en þegar gestirnir brugðu á það ráð að taka Loga Geirsson úr um- ferð um miðjan hálfleikinn, riðl- aðist leikur heimamanna og ÍR- ingar jöfnðuðu 19:19 þegar tíu mínútur voru til loka leiks. Jafnt var svo á öllum tölum þar til ein mínúta var eftir á leikklukkunni. Brynjar Geirsson lætur Ólaf Gísla- son, markmann ÍR, verja frá sér úr ágætis færi og Fannar Þor- björnsson skorar úr hraðaupp- hlaupi 24:25. FH-ingar fóru svo illa að ráði sínu og gestirnir bættu við tveim mörkum á síðustu þrjá- tíu sekúndunum, lokastaðan 27:24. Fannar Þorbjörnsson var at- kvæðamestur ÍR-inga með sjö mörk – þar af voru fimm á síðustu tíu mínútunum og næstur var Sturla Ásgeirsson með fimm. Hjá FH-ingum var Logi Geirsson allt í öllu, skoraði tólf mörk en næstur var Hjörtur Hinriksson með þrjú. Júlíus Jónasson, leikmaður og þjálfari ÍR-inga, var örþreyttur í leikslok en sáttur með stigin tvö. „Við vorum undir allan leikinn og náðum ekki að jafna fyrr en tíu mínútur voru eftir. Lokastaðan sýnir því kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum í heild. En þeir þurftu að taka mikla áhættu í lok- in, það klikkaði og við nýttum okk- ur það. Við vorum ekki að spila vel sóknarlega og miðað við það er ég mjög sáttur með stigin í kvöld.“ Við gáfumst aldrei upp „Við gáfumst aldrei upp og riðl- uðum þeirra leik þegar við tókum Loga úr umferð. Ég ákvað að sjá hvort það myndi breyta einhverju og sem betur fer gekk það upp. Varnarleikurinn var fínn hjá okkur þótt sóknarlega værum við daprir framan af. Magnús var að verja mjög vel hjá þeim og þetta var virkilega erfið fæðing. Við erum búnir að vera lengi í toppsætinu en vissum að það mætti lítið út af bera, stefnan var alltaf að fara upp úr riðlinum og það skemmir ekki fyrir að fara upp á toppinn. En þó að allt líti vel út núna þá ætlum við okkur að ná öllum stigunum úr síðustu leikjunum enda dýrmæt stig.“ Eitt stig hefði haldið okkur inni „Þetta var hörkuleikur, við töp- uðum þessu á síðustu mínútunni en þetta var mjög óskynsamlega leikið hjá okkur síðustu tíu mín- úturnar,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, þjálfari FH. „Það spilaði margt inn í, Arnar Pétursson kvartaði yfir meiðslum og gat ekki klárað leikinn og svo lentum við í vandræðum þegar Logi var tekinn úr umferð. En það var sóknarlega séð óskynsemi sem fór með okkur, við tókum áhættu og þeir náðu að bæta við tveimur mörkum á þrjá- tíu sekúndum, eitt stig hefði verið viðunandi. Það er lítið við þessu að segja, þetta fór bara svona og við förum einfaldlega brjálaðir í þessa þrjá leiki sem eftir eru og þá ræðst hvernig þetta endar. Ég tel okkur alveg vera jafnsterkt lið og ÍR, vonandi fáum við tækifæri til að spila við þá aftur í vetur og sýna það og sanna,“ bætti Þor- bergur við. „Virki- lega erfið fæðing“ Morgunblaðið/ÞÖK Andri Karl skrifar  NÍELS Reynisson, leikstjórnandi Aftureldingar, sleit krossband í hægra hné og reif vöðva í hnésbót á æfingu á dögunum. Karl Erlingsson, þjálfari Aftureldingar, segir að Níels verði a.m.k. sex mánuði frá keppni af þessum sökum. Karl segir ennfrem- ur að það sé mikið áfall fyrir hið unga lið að missa Níels þar sem hann er einna reynslumestur leikmanna liðs- ins.  GYLFI Gylfason skoraði þrjú mörk þegar lið hans, Wilhelms- havener, tapaði 27:23, á heimavelli fyrir Nordhorn í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Stað- an var jöfn í hálfleik, 10:10. Wilhelms- havener er í 15. sæti af 18 í deildinni með 7 stig.  JAIESKY Garcia og félagar hans í Göppingen unnu mikilvægan sigur á Eisenach, 32:22, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Garcia skoraði þrjú mörk í leiknum. Göpp- ingen er í næstneðsta sæti með 6 stig.  SNORRI Steinn Guðjónsson gerði eitt mark þegar Grosswallstadt tap- aði illa á útivelli fyrir Stralsunder, 28.23.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson var með 5 mörk þegar Essen vann Pfull- ingen, 29:23, á útivelli. Þetta var sjö- undi sigur Essen á leiktíðinni sem er nú í sjöunda sæti. Pfullingen er neðst.  ALEXANDERS Petersons glímir enn við meiðsli og gat því ekki leikið með samherjum sínum í Düsseldorf þegar þeir unnu TV Kornwestheim, 28:22, í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar í handknattleik. Düsseldorf er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar.  HALLDÓR Sigfússon var með þrjú mörk, þar af tvö úr vítakasti þegar Frisenheim vann HBW Balingen-Weilstetten, 29:22, í suður- hluta þýsku 2. deildarinnar. Frisen- heim er í 8. sæti með 13 stig.  RÓBERT Gunnarsson gerði níu mörk fyrir Århus GF og Tjörvi Ólafsson eitt þegar lið þeirra vann Team Helsinge, 34:27, í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Sigur- steinn Arndal var ekki á meðal markaskorara hjá Helsinge-liðinu. Þetta var fyrsti sigur Århus GF í langan tíma og er liðið nú komið í 7. sæti deildarinnar með 8 stig að lokn- um níu leikjum. Helsinge er hins veg- ar í 12. sæti af 14 liðum í deildinni.  GÍSLI Kristjánsson var með þrjú mörk fyrir Fredericia þegar liði tap- aði fyrir AaB frá Álaborg, 28:27. Fredericia er í áttunda sæti með átt stig.  DAGUR Sigurðsson og lærisvein- ar hans í Bregenz töpuðu fyrir West Wien, 25:24, á útivelli í austurrísku 1. deildinni í handknattleik. Þrátt fyrir tapið er Bregenz enn í efsta sæti deildarinnar. FÓLK Víkingar ósigrandi á heimavelli VÍKINGAR komu öllum á óvart á laugardag þegar þeir gerðu sér lít- ið fyrir og unnu mjög svo sannfær- andi sigur á Val í norðurriðli und- ankeppni Íslandsmóts karla í handknattleik. Lokatölur urðu 26:19 og hefði sigurinn svo sem allt eins getað verið stærri miðað við þann darraðardans sem liðin tvö buðu áhorfendum upp á á síð- ustu 10 mínútum leiksins. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar SANNKALLAÐUR stórleikur fór fram í suðurriðli Íslandsmótsins í handknattleik, RE/MAX-deild karla, í gærkvöldi þegar FH-ingar tóku á móti toppliði ÍR á Kaplakrika og urðu að sætta sig við tap, 27:24. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í efri deild en það var að duga eða drepast fyrir FH-liðið sem á í mikilli baráttu við HK, Stjörnuna og Hauka um hin sætin þrjú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.