Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 7
Nijmegen 12 4 0 8 15:23 12 Volendam 12 2 4 6 15:28 10 Den Haag 12 2 3 7 10:27 9 Vitesse 12 1 5 6 17:25 8 Zwolle 12 1 3 8 6:21 6 Belgía Cercle Brugge – Gent ...............................1:0 La Louviere – Antwerpen ........................1:1 Genk – St-Truiden.....................................4:0 Lierse – Beveren.......................................1:0 Lokeren – Charleroi .................................0:2 Moeskroen – Heusden-Zolder .................2:1 Standard Liège – Westerlo ......................3:0 Germinal B. – Club Brugge......................2:0 Mons – Anderlecht ...................................0:2 Staðan: Anderlecht 13 10 2 1 35:11 32 Standard Liège 13 9 1 3 27:10 28 Genk 13 8 3 2 29:15 27 Moeskroen 13 6 6 1 23:13 24 Club Brugge 13 6 3 4 24:16 21 St-Truiden 13 5 4 4 18:20 19 Westerlo 13 5 4 4 17:21 19 La Louviere 12 4 6 2 19:13 18 Lierse 13 4 5 4 15:16 17 Gent 12 3 7 2 14:12 16 Germinal B. 13 4 4 5 11:14 16 Cercle Brugge 12 3 6 3 10:14 15 Beveren 13 4 0 9 13:26 12 Antwerpen 12 3 2 7 10:25 11 Charleroi 13 2 4 7 7:12 10 Lokeren 13 2 3 8 14:25 9 Mons 13 1 6 6 10:21 9 Heusden-Zolder 13 2 2 9 10:22 8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2003 B 7 HJÖRTUR Harðarson viðbeins- brotnaði í leik Njarðvíkur og Kefla- víkur á laugardaginn. Það var strax í upphafi leiks sem hann og Brand- on Woudstra, leikmaður Njarðvík- ur, rákust harkalega saman þegar þeir hlupu báðir á eftir knettinum sem var á leiðinni út af undir körfu Keflavíkur. Brandon rakst á öxl Harðar með þeim afleiðingum að hann viðbeinsbrotnaði. Farið var með Hjört á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann væri viðbeinsbrotinn og verður kappinn frá æfingum næsta mánuðinn og ekki er enn ljóst hversu lengi hann verður frá keppni. Þetta er slæmt fyrir Hjört og Keflavíkurliðið í þeirri orrahríð sem í vændum er hjá félaginu því fram- undan eru meðal annars fjórir leikir í Evrópukeppninni og verða þeir all- ir leiknir fyrir jól þannig að ljóst er að hann mun missa af þeim öllum. Hjörtur við- beinsbrotinn Hjörtur verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar. SVEITIR Bandaríkjanna og annarra landa heimsins sömdu um jafntefli í keppni þeirra um Forsetabikarinn í golfi en mótið fór fram í Suður-Afríku um helgina. Það var allfurðuleg uppákoma í lok síðasta dags þegar ljóst var að hvor sveit um sig hafði fengið 17 vinninga. Þá var farið í bráðabana og fyrir valinu hjá sveitunum urðu Tiger Woods fyrir Bandaríkin og fyrir aðrar þjóð- ir varð heimamaðurinn Ernie Els fyrir valinu. Þeir hófu leik á 18. brautinni og skildu jafnir. Þá var farið á fyrstu braut og aftur varð jafnt, báðir púttuðu snilld- arlega og það sama gerðist á annarri brautinni. Þá var orðið svo rökkvað að leikmenn áttu í erfiðleikum með að skoða brotin í flötunum og fyrirliðar liðanna ákváðu í samráði við leikmenn sína og forráðamenn mótsins að skilja nafnir og verður bikarinn í vörslu hvors liðs í eitt ár, en keppt er annað hvert ár í þessu móti. Það var mikil dramatík á síðasta degi þegar leikinn var tvímenningur. Bandaríkjamenn áttu undir högg að sækja fyrir lokadaginn en unnu fyrstu fimm leikina og þegar tveir leikir voru eftir voru Bandaríkjamenn ein- um vinningi á eftir. Chris DiMarco vann Stuart Appleby og þar með jöfnuðu Bandaríkjamenn og Ro- bert Allenby og Davis Love gerðu jafntefli þannig að grípa þurfti til bráðabana þar sem Woods og Els sýndu snilldartakta með pútterana, en slógu ekkert sérlega vel enda mikið í húfi. Bandaríkjamenn vildu halda bikarnum á jöfnu, líkt og gert er í Ryder-keppninni en reglugerðir eru ekki til fyrir Forsetabikarinn og restin af heiminum sam- þykkti þetta ekki. Þegar þetta kom fram hjá Banda- ríkjamönnum sagðist Ernie Els vilja halda áfram að spila einvígið við Tiger Woods, vildi greinilega ekki að bikarinn yrði áfram í Bandaríkjunum. Eftir nokkrar viðræður féllust menn á að skilja jafnir og geyma bik- arinn í eitt ár hvort lið. „Það var orðið svo mikið myrkur að menn sáu ekki handa sinna skil á flötunum. Þetta er ekki eins og í öðr- um mótum þar sem þú ert á eigin vegum. Þarna voru tveir menn að spila fyrir 24 menn,“ sögðu fyrirliðarnir, Gary Player hjá heimsliðinu og Jack Nicklaus. Samið um jafntefli vegna myrkurs í keppninni um Forsetabikarinn Fyrstu tíu stigin voru Njarðvík-inga en Keflvíkingar jöfnuðu á einni og hálfri mínútu og voru eftir það alltaf með undir- tökin gegn værðar- legum Njarðvíking- um. Hvort lið skoraði aðeins tvö stig fyrstu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta en síðan bar fátt til tíðinda. Um miðj- an fjórða leikhluta í stöðunni 78:72 tók barátta Keflvíkinga sinn toll þeg- ar Jón Nordal Hafsteinsson og Der- rick Allen fengu sínar fimmtu villur. Þjálfari Njarðvíkinga skipti þá inn á fersku liði af bekknum, sem hirti öll fráköst og gerði út um leikinn. „Ég er sérstaklega ánægður með baráttuandann í okkar liði, það sýnir mjög mikinn styrk að komast inn í leikinn gegn svona góðu og reyndu liði,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálf- ari Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Við byrjum með látum og náum 10:0 en eftir að Keflvíkingar komust af stað fannst mér þeir alltaf vera með tang- arhald á leiknum og í þriðja leikhluta hvarflaði að mér að þeir myndu halda þeim til leiksloka. En svo kemur Guðmundur Jónsson með frábæran kafla fyrir okkur og Halldór Karls- son og Ólafur Aron komu inn á af krafti. Það þýddi að ég gat sett óþreytta lykilmenn inn á í lokin til að gera út um leikinn með sæmd. Maður leiksins er samt Guðmundur,“ bætti þjálfarinn við. Sem stendur eru Njarðvíkingar í öðru sæti deildarinn- ar fjórum stigum á eftir Grindavík. „Þetta var góð helgi með heppni í bland en það skipti miklu hvað okkur langaði mikið til að vinna bikarinn og neituðum að gefast upp. Við eigum eftir að koma mörgum á óvart í vet- ur,“ sagði Friðrik. Framan af héldu Friðrik Stefánsson með 14 fráköst og 5 skot varin og Brandon Woudstra uppi leik Njarðvíkur en Guðmundur og Halldór létu ljós sitt skína í lokin. Guðjón Skúlason, þjálfari Kefla- víkur, var að vonum ekki sáttur í leikslok. „Við brugðust ekki nógu vel við í lokin, lukum ekki við sóknir okk- ar og vörnin datt niður. Það þarf að laga og ég vil ekki kenna dómurum um tapið en mér fannst þeir ekki sanngjarnir í lokin, það var okkur of dýrt þegar dómarinn setti besta sóknarmann okkar út af, ég var mjög óhress með það,“ sagði Guðjón eftir leikinn. Gunnar Einarsson var mjög góður fram eftir leik og Jón Nordal átti góða spretti, eins og Magnús Gunnarsson en hans sprettur var stuttur. Derrick Allen var að venju góður með 10 fráköst og 5 varin skot og Nick Boyd byrjaði vel en virðist ekki geta náð að halda út heilan leik, freistast oft til að hugsa um annað en leikinn. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/ÞÖK Njarðvíkingar kampakátir eftir frækilegan endasprett og sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik Hópbílamótsins í körfuknattleik. Njarðvíkingar vökn- uðu á elleftu stundu ENN og aftur sýndu Njarðvíkingar ótrúlega þrautseigju þegar þeir vöknuðu upp við vondan draum í upphafi fjórða leikhluta 15 stigum undir gegn Keflavík í úrslitum Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbíla- bikarkeppninni, á laugardaginn. Hægt og bítandi minnkuðu þeir forskotið og þegar Keflvíkingar misstu sína stærstu menn út af með fimm villur gengu nágrannar þeirra á lagið og unnu 90:83. Bikarkeppni 8 liða úrslit í bikarkeppni karla: ÍS – Afturelding ........................................3:0 (25:14, 25:16, 25:20) 46 mín. Þróttur R. B-lið – Hrunamenn.................3:0 (28:26, 25:19, 25:21) 68 mín. Stigamót Fjórða stigamót borðtennissambands ís- lands, Adidas-mótið, fór fram í TBR-húsinu á laugardag 22. nóvember. Meistaraflokkur karla: 1. Tryggvi Áki Pétursson, Víkingi 2. Magnús F. Magnússon, Víkingi 3–4. Matthías Stephensen, Víkingi og Kristján Jónasson, Víkingi. Meistaraflokkur kvenna: 1. Halldóra Ólafs, Víkingi 2. Sunna Jónsdóttir. Ösp 3–4. Magnea Ólafs, Víkingi og Erla Ívars- dóttir, Víkingi 1. flokkur karla: 1. Sölvi Pétursson, Víkingi 2. Emil Pálsson Víkingi 3–4. Magnús F. Magnússon, Víkingi og Daði Guðmundsson, Víkingi flokkur kvenna: 1. Sunna Jónsdóttir, Ösp 2. Magnea Ólafs, Víkingi 3. Erla Ívarsdóttir, Víkingi KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: Grindavík - ÍS .....................19.15 Keflavík: Keflavík - KR ........................19.15 Í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.