Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.2003, Blaðsíða 8
Ásthildur hafði bet- ur gegn Katrínu MALMÖ FF vann norska liðið Kolbot, sem Katrín Jónsdóttir leikur með, 2:0, í fyrri leik liðanna í 8 liða úr- slitum UEFA-keppni kvenna í knattspyrnu í Malmö á laugardaginn. Ekki er þó víst að leikmenn Malmö, með Ásthildi Helga- dóttur innanborðs, geti fagnað lengi því for- ráðamenn Kolbotn hafa kært leikinn til Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er sú að Malmö skipti inn á vara- manni um miðjan síðari hálfleik sem ekki var á leik- skýrslu. Þjálfari Malmö hef- ur viðkennt að um mistök hafi verið að ræða að leik- maðurinn hafi ekki verið á skýrslu. Verði kæran tekin til greina af UEFA gæti það í versta falli þýtt að Kolbotn verði úrskurðaður sigur, 3:0. Ásthildur Helgadóttir var í byrjunarliði Malmö og lék í fremstu víglínu, en var skipt út af á 80. mínútu. Katrín var sömuleiðis í byrj- unarliði Kolbotn og lék á hægri kantinum fyrstu 79. mínútur leiksins en þá var henni skipt út af. Liðin eigast við að nýju á heimavelli Kolbotn í Noregi á næsta sunnudag. Í milli- tíðinni verður UEFA búið að taka afstöðu til kæru Kolbotn. Tveggja marka tap fyrir Ítalíuhefði þýtt að íslenska liðið hefði setið eftir með sárt ennið en það kom í hlut heimamanna að bíta í það súra epli en leikið var á Sikiley þar sem ítalska liðið fékk góðan stuðning en m.a. voru um 1.000 manns sem studdu við bakið á því. „Það mátti heyra sumnál detta í íþróttahúsinu þegar Hanna skoraði síðasta mark íslenska liðsins,“ saðgi Þór Ottesen, sem var í fararstjórn með íslenska landsliðinu á Sikiley. „Það er ótrúlegur baráttuvilji í ís- lenska landsliðinu og hann kom svo sannarlega í ljós á síðasta stundar- fjórðungnum í þessum leik við Ítala, við erum í sjöunda himni og eigum eftir að halda upp á markið hennar Hönnu og þennan verðskuldaða áfanga langt fram eftir nóttu,“ sagði Stefán Arnarson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi rétt eftir að flautað var til leiksloka gegn Ítölum langþráðu takmarki landsliðsins var náð. Hann sagðist ekki muna hversu langt væri síðan íslenska kvenna- landsliðið hefði komist í undan- keppni Evrópumóts landsliða. Óþarflega stórt tap Eftir sigur á Portúgal í fyrsta leik mótsins á föstudag, 25:24, þá tapaði íslenska liðið fyrir Makedóníu, 32:23, á laugardag og sagði Stefán úrslitin ekki gefa rétta mynd af því hvernig leikurinn lengstum var. „Við vorum til dæmis tveimur mörkum undir um miðjan síðari hálfleik, 22:20. Þá lent- um við í því að missa þrjá leikmenn útaf á stuttum tíma. Við það riðlaðist leikur okkar og lið Makedóníu nýtti sér það til fullnustu,“ sagði Stefán. Makedónía vann síðan Portúgal, 29:26, áður en Ísland mætti Ítalíu í síðustu umferð. Þar með var ljóst að ef íslenska liðinu tækist ekki að vinna mætti það ekki tapa með meiri mun en einu marki. Framan af var leikurinn við Ítalíu í járnum en þegar á leið fyrri hálfleik skildu leiðir þegar íslenska liðið missti hvern leikmanninn á fætur öðrum af leikvelli. Ítalska liðið náði forystu og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Enn seig á ógæfuhlið- ina fyrir íslenska liðið í byrjun síðari hálfleiks og mestur varð munurinn níu mörk, Ítölum í vil. „Íslenska liðið neitaði að gefast upp og náði með ótrúlegri baráttu að minnka muninn á síðasta sundarfjórðungi leiksins, þá kom karakter og styrkur liðsins virkilega í ljós,“ sagði Stefán sem var skiljanlega í sjöunda himni eftir æsi- legan lokakafla. Nauðsynlegt er að leika fleiri landsleiki á næstu mánuðum „Nú liggur fyrir að skipuleggja vel næstu mánuði og búa liðið af kost- gæfni undir leikina í undankeppninni í vor. Það er ljóst að við verðum að leika fleiri landsleiki áður en að því kemur til að auka enn reynslu og þor leikmanna. Þessi mál skoða ég vel þegar heim verður komið, nú er þessi erfiði áfangi að baki,“ sagði Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Hanna Guðrún skaut Íslandi áfram MARK Hönnu Guðrúnar Stefánsdóttur þremur sekúndum fyrir leikslok gegn Ítalíu í gær í forkeppni Evrópumóts landsliða í hand- knattleik skaut íslenska landsliðinu í undankeppnina. Með markinu minnkaði Hanna muninn í eitt mark og það nægði íslenska liðinu til þess að komast áfram þrátt fyrir tap, 29:28. Þrjár þjóðir urðu jafnar að stigum í riðlinum, Portúgal, Ísland og Ítalía, og því réðu innbyrðis úrslit leikja þessara þjóða hvaða tvær þeirra héldu áfram keppni ásamt Makedóníu sem vann alla leiki sína í riðlinum. Þegar það dæmi var gert upp kom í ljós að Portúgal var með tvö mörk í plús, markatala Íslands var jöfn og Ítalía var með tvö mörk í mínus. ■ Úrslit / B6 NOKKUÐ var dregið af íshokkímönnum en ánægjan skein úr hverju andliti þegar kom fram á sunnudag í Skautahöllinni Reykjavík um helgina enda margir harðir leikir að baki. Íslensku liðunum, sem voru fimm af 23, gekk ágætlega og Peter Bolin, þjálfari Skauta- félags Reykjavíkur, var sér- staklega ánægður með að fá tækifæri til að setja gott innlegg í reynslubankann og líka vinna nokkra leiki. Keppni hófst snemma á föstudeginum og stóð nánast stanlaust yfir fram yfir hádegi á sunnu- dag. Af íslensku liðunum náði kvenfólkið ágæt- um árangri og eldri drengirnir unnu einn leik. Í meistaraflokki vann Skautafélag Reykjavíkur einn leik en tapaði tveimur og Akureyringar gerðu eitt jafntefli en töpuðu tveimur, sem skil- aði þeim þó í 7. sæti. SR háði síðan harða baráttu um 5. sætið en varð að sætta sig við það sjötta. „Ég held að allir hafi haft mjög gaman af þessu móti, allir fengu fjóra leiki og þetta var gott tækifæri fyrir okkur að spila gegn góðum mótherjum – þó að þeir séu ekki topplið hafa þeir mikla reynslu,“ sagði Peter Bolin um mótið og bætti við að úrslit segðu ekki alla söguna, reynsla væri dýrmætust. „Við höfum mjög góða leikmenn, jafngóða og frá hvaða land sem er og þess vegna af stórmótum, en það hefur skort að þeir leiki sem lið og við einbeittum okkur að því þessa helgi. Við lærðum af hverjum leik því hver einasti bætir við reynsluna og ég gat látið ungu strákana fá góða reynslu fyrir framtíðina,“ bætti þjálfarinn við og vill annað svona mót. „Þetta var mikil törn um helgina en alveg þess virði. Næst verðum við líklega ekki með svona mörg lið og náum fleiri heilum leikjum.“ Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Þreyttir en ánægðir íshokkímenn eftir erfiða helgi. Efri röð frá vinstri Rúnar F. Rún- arsson, Björn M. Jakobsson, Guðmundur Björgvinsson og Guðmundur Finnbogason. Í neðri röð eru markvörðurinn Sólveig Gærdbo Smáradóttir og Maria Fernando Reyes. Stórt innlegg í reynslu- bankann Stefán Stefánsson skrifar  DENNIS Bergkamp var fyrirliði Arsenal gegn Birmingham á laug- ardaginn. Það var ljóst þegar Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal, tefldi Bergkamp fram, að hann myndi ekki leika með liðinu gegn Inter í Mílanó í Meistaradeild Evr- ópu á morgun. Bergkamp, sem er flughræddur, var tilbúinn að fara ak- andi frá London til Mílanó til að leika gegn sínu gamla liði Inter. „Við þurftum á kröftum Bergkamps að halda gegn Birmingham. Því miður leikur hann ekki með okkur gegn Inter, þar sem það hefði ekki gengið að hann léki á laugardegi í Birming- ham – færi síðan akandi til Ítalíu til að leika með okkur á þriðjudaginn,“ sagði Wenger.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sagði í gær að hans menn væru tilbúnir í meistaraslag- inn. Hann hefur fram til þessa slegið á allar umræður um meistarabar- áttu. „Ég get ekki ýtt þeirri umræðu frá mér lengur. Við ætlum að berjast um meistaratitlinn við Arsenal og Manchester United – og við höfum mannafla til þess.“  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, sagði að Thierry Henry hefði sýnt það í leik með Ars- enal gegn sínum mönnum, að hann væri stórkostlegur leikmaður.  THIERRY Henry segir að þó svo að Arsenal hafi aldrei byrjað eins vel, þá eigi liðið eftir að sýna allar sínar bestu hliðar. „Við erum ekki enn komnir á fulla ferð,“ sagði Henry. FÓLKBarist umsæti á EM NÖFN tuttugu og tveggja þjóða verða í hattinum þegar dregið verður í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða í höfuðstöðvum Handknatt- leikssambands Evrópu á næstu dögum. Sextán þjóðir þurftu ekki að fara í gegnum forkeppni líkt og íslenska lið- ið var í um helgina, þær eru; Austurríki, Hvíta-Rússland, Króatía, Tékklandi, Spánn, Þýskalandi, Litháen, Hol- land, Pólland, Rúmenía, Serbía og Svartfjallaland, Slóvenía, Slóvakía, Svíþjóð, Tyrkland og Úkraína. Lík- legt má telja að einhver þess- ara þjóða verði andstæðingur Íslands í undankeppninni. Þjóðirnar sex sem bættust við um helgina voru; Make- dónía, Portúgal, Ísland, Búlg- aría, Aserbaídsjan og Sviss en þrjár síðasttöldu þjóðirnar tóku þátt í forkeppni í Búlg- aríu. Ellefu af þjóðunum tuttugu og tveimur, sem leika í und- ankeppninni í vor, komast í lokakeppnina sem verður í Ungverjalandi í byrjun des- ember á næsta ári en þangað hafa fimm þjóðir þegar tryggt sér farseðil, það eru Evrópumeistarar Dana, Frakkar, Norðmenn, Rússar og gestgjafarnir Ungverjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.