Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 B 3 BÆKUR Hrapandi jörð nefnist söguleg skáldsaga eftir Úlfar Þormóðs- son. Miskunn- arlaust Tyrkjarán- ið, ferðin suður í Barbaríið og nýtt líf í framandi heimi er meg- inviðfangsefni þessarar skáldsögu. Fylgst er með afdrifum nokkurra sögu- persóna sem kippt er út úr íslensku brauðstriti og kastað inn í óvissu, myrkur og þjáningar. Þegar suður í Barbaríið er komið fer hins vegar að birta til í lífi margra þeirra og dragast nokkrar persónurnar inn í undarlega atburðarás þar sem að baki liggja stórpólitísk átök við sunnanvert Mið- jarðarhaf. Höfundurinn hefur marg- sinnis dvalist í Norður-Afríku við heim- ildarannsóknir. Útgefandi er Almenna-Bókafélagið. Bókin er 376 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 4.990 kr. Skáldsaga Borgir og eyði- merkur: skáld- saga um Krist- mann Guðmundsson er eftir Sigurjón Magnússon. Kristmann Guð- mundsson gat sér ungur skáldfrægð á Norðurlöndum og naut mikillar al- þýðuhylli. Hann bjó í Noregi en þráin eftir Íslandi var sterk í brjósti hans. Borgir og eyðimerkur gerist um það bil aldarfjórðungi eftir heimkomu skálds- ins til Íslands. Kristmann ákveður að mæta ekki í réttarsal þar sem standa yfir réttarhöld vegna meiðyrðamáls hans gegn Thor Vilhjálmssyni. Þess í stað heldur hann til Hveragerðis, á gamlar heimaslóðir, og reynir að end- urmeta eigið líf. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápuhönnun annaðist Snæ- björn Arngrímsson. Verð: 3.680 kr. Skáldsaga FYRST lifir maður, síðan fer hann að rifja upp það sem hann hefur lifað, sagði góður og gegn rithöfundur. Sama máli gegnir um þjóðir. Það gengur ekki þrautalaust að vera stór- veldi. Umbrot og straumhvörf heimta fórnir og þjáningar. Þegar um hægist og upp er staðið kallar liðni tíminn á endurminningar og þar með á end- urmat. Og þá verða til stóru verkin. Í því ljósinu má vafalaust skoða Don Kíkóta. Að mati sagnfræðinga lýkur miðöldum daginn sem Kólumbus finnur Ameríku. Næstu hundrað árin snúa spænsk skip hlaðin gulli og ger- semum heim frá Vesturheimi. Jafn- lengi rambar spænska ríkið á gjald- þrotsbarmi. Þjóðin lifir í falskri sigurvímu, iðjuleysi og þversögnum. Spánn hreppti þann heiður að verða fyrsta raunverulega heimsveldið. Það þýddi að spænskur hermaður þurfti að fara víða. En skjótt tók að hrikta í innviðum þessa volduga ríkis. Þá stíg- ur Cervantes fram á sjónarsviðið og semur Don Kíkóta, söguna um hug- sjónariddarann sem veit þó aldrei fyr- ir hverju hann er að berjast. Cervantes fæddist og ólst upp á síðustu stjórnarárum Karls fimmta, keisarans sem hugðist sameina Evr- ópu – ekki sá fyrsti sem það reyndi – en skemmti sér við það á efri árum að horfa á útför sína sviðsetta. Eins og margt stórmennið má hann hafa litið svo til að mannkynssagan mundi enda með sér! Cervantes reynir að hrista af sér miðaldirnar en spáir lítt í óráðna framtíð, stend- ur í svipuðum sporum og höfundur Njálu stóð hér þrem öldum fyrr. Báðir voru að skrifa sig frá furðulegri og stór- brotinni fortíð. Sagn- fræðingur nokkur líkti sextándu aldar Evrópu við ormagarð. Cervantes leið en Don Kíkóti lifir. »Um riddarann sem berst við vindmillur« – þann- ig var ritinu löngum lýst í kennslubókum. Þar með var aukaatriði gert að aðalatriði eða sem nokkurs konar samnefnara fyrir anda og efni ritsins, og ekki beinlínis út í hött. Eins og spænska ríkið á 16. öld stendur riddarinn djarfi dag hvern frammi fyrir óskiljanlegum vandamálum. Skynvillum hans og ímyndunum eru lítil takmörk sett. Sjálfur hafði Cerv- antes verið hermaður, særst á vígvelli og vissi því manna best hvað stríð var. Og meir en svo, því síðar lenti hann í enn verri hremmingum, var árum saman haldið föngnum í Algeirsborg »í spilltum og ljótum tengslum við valdamikinn höfðingja,« að Guðberg- ur hefur fyrir satt. Vant er að ráða að höfundurinn hafi nokkru sinni gert sér grein fyrir – fremur en don Kíkóti – hvaða öfl stjórnuðu lífi hans né fyrir hverju hann var að berjast. Eigi að síður tókst honum að varðveita skop- skyn sitt óbrenglað. Má það hafa ver- ið hans karlmannlegasta afrek í lífinu ef hliðsjón er höfð af hversu margt hafði annars orðið honum mótdrægt. Don Kíkóti kýs sér Sansjó Pansa að fylgdarmanni. Ef Don Kíkóti er lífs- blekkingin er Sansjó Pansa tákngerv- ing litla mannsins í sögunni, fulltrúi heilbrigðrar skynsemi, maðurinn sem veit og skilur en hefur hvorki vald né bolmagn til að hafa áhrif á gang mála, verður þess í stað að fórna eigin hagsæld og sannfæringu en fylgja húsbónda sínum að hverju einu sem herran- um þóknast. Ánauð af því taginu var fráleit- lega sótt til riddara- sagna heldur til samtím- ans. »Don Kíkóti er af hálfu höfundar dulbúinn riddari skáldskaparins, fulltrúi og tákn fyrir höfundinn,« seg- ir Guðbergur. Ætli megi ekki segja svo um flestar meiriháttar skáldsögu- persónur? Rithöfundur hefur ekki annað að leita en í sjálfs reynsluheim. Hitt fer svo eftir eðli hans og innræti hvernig hann dulbýr efni sitt. Cerv- antes var orðinn miðaldra maður, bú- inn að reyna flest sem lífið hefur að bjóða; og lifa – eða réttara sagt lifa af – sín ótrúlegu ævintýr þegar hann sest við að færa í letur þetta risavaxna verk. Fram að því hafði líf hans liðið stefnulaust, ef trúa má sögusögnum. Vafalaust hefur hann sem ungur her- maður lagt upp í leit að fyrirheitna landinu. Heim kominn hefur hann verið orðinn sannfærður um að fyr- irheitna landsins væri hvergi að leita nema í hugarheimi. Veröldin, sem manninum var varpað inn í hvort sem hann vildi eða vildi ekki, hafði reynst vera bæði fáránleg og rangsnúin. Höfundurinn lætur þá söguhetju sína, riddarann hugprúða, leggja upp í leit að verðugum óvini líkt og hann hafði sjálfur mátt gera forðum, og líkt og hann sjálfur kemur söguhetjan ekki auga á óvininn nema í þykjustunni. Upp af efni þessu er svo spunninn meira en lítið langdregin saga. En svo var um hnútana búið að lesandinn hefði skemmtun af öllu saman. Fólk hlaut að henda gaman af uppátækjum þessarar kostulegu manngerðar. Þótt sagan af don Kíkóta stefni að ýmsu leyti fram á við er tíðarandinn og umhverfið í kringum hann, það er ástandið í Evrópu, fjarri því sem við þekkjum nú á dögum. Orð og við- brögð eru samt furðulík því sem við hugsum okkur að nú mundi sagt og gert við þvílíkar aðstæður. Í þeim skilningi bendir sagan fremur til dagsins í dag en til miðalda sem voru þó ekki svo langt að baki þegar Cerv- antes settist við ritun sögu sinnar. Þýðing Guðbergs hæfir prýðisvel þessu stórbrotna verki. Textinn er hvort tveggja, sjálfum sér samkvæm- ur en jafnframt blæbrigðaríkur sem mest má verða. En það er auðvitað stíllinn sem heldur manni við efnið þegar mælskan keyrir úr hófi sem einkum hendir í þessu síðara bindi. Þarna koma fyrir orðaleikir og að- skiljanlegustu fimleikar með málið, þar með talið argaþras og útúrsnún- ingar af fjölskrúðugasta tagi, allt til að skemmta lesandanum, eða – eins og don Kíkóti kemst að orði: »… ég get líka látið orðskviðum rigna.« Hvernig þýðandinn hefur unnið þetta úr frumtextanum? Að dæma um það mundi útheimta stórmikla sérfræði- vinnu sem auðvitað bíður síns tíma, eða réttara sagt lærdómsmanna framtíðarinnar sem til þess verða bærari en undirritaður hér og nú. Þangað til verður því slegið föstu, og látið þar við sitja, að Guðbergur hafi verið rétti maðurinn til að vinna þetta verk. Orðskviðum rignir SKÁLDSAGA Don Kíkóti . Þýðandi: Guðbergur Bergsson. Síðara bindi. 516 bls. JPV útgáfa. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2003. Miguel de Cervantes Saavedra Erlendur Jónsson Guðbergur Bergsson Gralli Gormur og litadýrðin mikla er eftir Bergljótu Arn- alds. Bókin er æv- intýri fyrir börn sem vilja læra að þekkja litina og hvernig á að blanda þeim sam- an og töfra þannig fram sífellt meiri og meiri litadýrð. Gralli Gormur er lítill, rottulegur mú- sastrákur sem stelst í stóru galdra- bókina og fer að galdra fram liti með ævintýralegum afleiðingum. Bergljót Arnalds hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga og verðlauna fyrir verk sín. Útgefandi er Virago. Bókin er 34 bls. Verð: 2.480 kr. Börn HÖFUÐSKEPNUR Álfheima er fimmta bók Ólafs Gunnars Guð- laugssonar um Benedikt búálf og vini hans. Frásögnin hefst á afmæl- isdegi Benedikts sem fær gamla bók að gjöf, reyndar merkilegustu galdrabók Álfheima, en í henni er sagt frá hinum ægilegu höfuðskepn- um og hvernig megi vekja þær upp af löngum svefni. Skýrt er frá því í upphafi að ekk- ert líf hafi getað þrifist í eilífri bar- áttu höfuðskepnanna í árdaga. „Þá kom sá tími að höfuðskepnur lögðust í djúpan svefn. Í fjar- veru þeirra gafst tóm fyrir lífið og veröldin varð til. Tími Álfheima hófst.“ (4) Sölvar súri og dök- kálfarnir hafa ýmislegt í hyggju, sem fyrr, og í þessari sögu er það „tortíming veraldar- innar svo myrkrið taki völd“. Sagan af Benedikt búálfi hefur notið mik- illa vinsælda undanfar- in misseri sem kunnugt er, ekki síst leikgerð og tónlist, og höfðað til barna allt frá þriggja ára aldri. Yngstu börnin eru reyndar talsvert smeyk við Sölvar súra og Jósafat mannahrelli og fjögurra ára áheyrandi hafði nokkrar áhyggjur af þætti þeirra félaga til þess að byrja með og vildi grandskoða myndirnar. Hvað frá- sögnina varðar virtist hún hins vegar ekki ná að fanga athyglina, að undanskildu afmælis- boði Benedikts í Álfa- höllinni. Meginuppistaðan í bókinni er leitin að galdratáknunum fjórum sem geta stöðvað höfuð- skepnurnar og átökin milli þeirra við tréð í miðju alheims- ins, þar sem Benedikt, Dídí, Jósafat og Arnar Þór tefla á tæpasta vað. Umfjöllunarefnið er, eins og svo oft áður, barátta góðs og ills, sem börn eiga gott með að skilja. Þegar talið berst að örlögum, almættinu og tóminu, svo fáein dæmi séu nefnd, syrtir hins vegar nokkuð í álinn, í það minnsta hvað yngstu áheyrendurna varðar. Þótt álfavinir séu. Jafnframt er nokkuð hæpið að ætla 41 síðu und- ir hin stórbrotnu ragnarök. Einnig hefði mátt sneiða hjá blóts- yrðum á borð við fífl, aula, djöfla og skratta, sem engu bæta við frásögn- ina og eru síst til þess að gleðja unga hvað þá aldna. Fjöldi ágætra mynda prýðir bók- ina og frágangur með góðu móti, þótt reyndar vanti blaðsíðutal á síðu 40. Hamagangur í Álfheimum BÖRN Höfuðskepnur Álfheima ÓLAFUR GUNNAR GUÐLAUGSSON 41 bls. Mál og menning 2003 Helga K. Einarsdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Brotinn er nú bærinn minn nefn- ast endurminn- ingar Hákonar Jónssonar frá Brettingsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu. Hákon er hálfní- ræður fyrrverandi bóndi og daglaunamaður sem búsett- ur er á Húsavík. Í endurminningum þessum segir höfundur frá æsku og uppvexti í Reykjadal og Laxárdal. Hann segir frá vensla- og samferðafólki, atburðum og búskap á fyrri hluta tuttugustu ald- ar. Einnig segir hann frá tónlistarlífi á fyrri hluta síðustu aldar og áratuga- langri þáttöku sinni í söng- og tónlist- arlífi í Suður-Þingeyjarsýslu. Útgefandi er Publish Islandica í Kópavogi. Bókin er 174 bls. í kilju- formi. Hún fæst hjá bókabúð Þór- arins Stefánssonar á Húsavík en einnig á netinu á vefslóðinni: http:// www.publishislandica.co. Endurminningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.