Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 B 7 BÆKUR Eyrarpúkinn eftir Jóhann Árelíuz er hans fyrsta skáld- saga en hann hef- ur gefið út ljóða- bækur. Sagan gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Morg- unn lífsins, fiski- hjallar, fjörðurinn og þýfðir fótbolta- vellir. Og það eru ekki bara gulir brunahanar með rauðum hatti sem varða veg lítils snáða því Eyrin er krökk af fólki og lítil hætta á að les- andinn dotti. Kanelbrún skíma hvílir yfir hádegislúrnum þegar Helena Eyj- ólfs kankast á við Little Richard og handsaumuð leðurtuðran er eins og lifrarpylsa í laginu en blóðmörskeppur á litinn. Jóhann Árelíuz er fæddur á Akureyri 1952. Áður útkomnar ljóða- bækur hans eru Blátt áfram (1983), Söngleikur fyrir fiska (1987), Tehús ágústmánans (1992) og Par avion (1997). Fyrir Tehús ágústmánans hlaut Jóhann Árelíuz fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Almenna bókafélagsins 1991. Útgefandi er Jöklahreiður. Guð- mundur Oddur Magnússon gerði káp- una en prentvinnsla var í höndum Ásprents á Akureyri. Bókin er 208 bls. Verð: 3.980 kr. Skáldsaga I Hún heitir; Einhvers konar ég, bókin hans Þrá- ins Bertelssonar, svo mér fannst liggja beint við að byrja á því að spyrja, hvers konar náungi þessi Þráinn væri. „Ég sé hann fyrir mér eins og mynd, setta saman úr brotum í púsluspili. Þetta eru margir molar, sem ég reyni að raða saman í eina heild. Þessi bók fjallar um mig eins og ég var, þegar ég lagði af stað út í lífið. Mér fannst forvitnilegt, ekki bara fyrir mína parta, heldur í víðara samhengi, að velta fyrir mér, hvernig ein manneskja er mótuð, úr hverju einstaklingurinn er spunninn. Þessi bók hefur ekkert gildi, ef hún fjallar bara um mig. Hún þarf að vera sammannleg og öðlast ekki gildi fyrr en hún fær einhvern annan til þess að líta um öxl og skoða sjálfan sig. Að þessi reynsla mín, sem var kannski ekki alltaf skemmtileg, geti nýtzt einhverjum öðrum til þess að sjá sjálfan sig í réttu ljósi.“ – Ekki alltaf skemmtileg! „Englendingar segja, að það séu skúraleiðingar í lífi allra manna. Kannski mín æska hafi verið rign- ingasöm. Samt er þetta eina æskan sem ég átti og ég er ánægður með hana.“ – En þú ert mótaður af skúrunum eins og sól- skininu. „Já, já. Erum við það ekki öll? En kannski skúr- irnar hafi bleytt mig meira en ég gerði mér grein fyrir framan af. Það er kannski ekki fyrr en nú á síðari árum, að ég hef gert mér grein fyrir áhrif- unum. Auðvitað mótaði þetta allt mig og var erfitt, en meðan á því stóð var það sjálfsagður hlutur. Ég hafði engan samanburð. Þegar ég svo eltist þóttist ég vera í fínum fíling, en ég var ofsalega reiður, vissi það ekki þá, en veit það núna.“ II Þráins sérstöku leyndarmál voru fátækt, móð- urleysi og geðveiki. – Þú segist ekki hafa haft samanburð. En þú hef- ur séð að þú varst nokkuð sér á báti í strákahópn- um. „Auðvitað sá ég það. Og ég gat svo sem hugsað; gaman væri nú, ef og svo framvegis. En þetta voru mín kjör. Það hefði verið gott að hafa mömmu til þess að hugsa um mig. En svo sá ég líka þessar kellingar æpa á krakkana sína: Komdu inn að borða, og skamma þá svo fyrir útganginn eða eitthvað annað. Þá var ég guðslifandi feginn að sleppa við slíka hluti.“ – Þú ólst upp hjá föður þínum. „Já. Ég held að einstæðir feður hafi bara ekki þekkzt á þessum tíma. Við hljótum að vera braut- ryðjendur á þessu sviði, ég og faðir minn! En af honum hafði ég það ástríki og hlýju, sem börnum eru nauðsynleg. Hann gaf mér kærleika í mitt líf, en án hans held ég að vanti alla und- irstöðu.“ – Þið fóruð víða. Þú segist hafa búið á nítján stöðum, þegar þú varst 16 ára. „Já. Heimilisfastur. Þetta var töluverð yfirferð hjá okkur. Það hefur svo fylgt mér í lífinu að fara víða og fást við margt. Það hefur átt vel við mig.“ III – Ég finn einhvern vinalegan tón í bókinni, þótt efnið sé stundum átakanlegt. „Takk fyrir það! Þetta gleður mig! Lastu hana alla?“ – Já, auðvitað gerði ég það! „Þá tek ég enn meira mark á orðum þínum! En sannleikurinn er nú sá, að maður hefur lífið til þess að sættast við sjálfan sig og veröldina. Mér finnst ég hafa náð sátt við sjálfan mig og fundið eitthvert innra jafnvægi sem dugir mér. Það er hryllileg tilhugsun að fara héðan ósáttur.“ – Er þessi bók þá með einhverjum hætti þín sjálfslækning? „Já, ég held það; hún er ákveðin sáttargjörð. Ég kveið því afskaplega að skrifa hana áður en ég réðst í það. En mér leið mjög vel á meðan ég skrifaði hana og eftir að ég kláraði hana í fyrravet- ur hefur mér liðið mjög vel. Þetta er eins og að taka til á skrifborðinu, þegar maður hefur trassað það í alltof langan tíma. Þessi bók er mér ákveðin sáttargjörð og ákveðin tiltekt.“ IV – Og hún er líka fyndin. Þú brosir alla vega út í annað! „Það er nú mín lífsstefna að ganga um með bros á vör. Þótt lífið sé oft erfitt og ósanngjarnt er það líka hlýtt og bjart og stórkostlegt. Maður getur því al- veg leyft sér að brosa út í annað og jafnvel hlæja stundum. Það er svo mikil alvörudýrkun hér á landi. Mér leiðist hún! Það þykir gáfulegt að vera alvörugef- inn. En auðvitað er gaman, þegar alvaran bregður á leik, þegar alvaran dansar. Það væri nú ekki líf upp á marga fiska, ef aldrei væri stigið dansspor annað slagið. Ég gef mig alls ekki út fyrir að vera lífsspek- ingur. En þegar ég lít til baka, þá finnst mér ofsaleg bæling hafa legið í loftinu. Það var ekki minnzt á mömmu eða geðveiki hennar. Samt voru hún og veikindi hennar ekkert til þess að skammast sín fyrir. En fólk kunni bara ekki að tala um hlutina. Þarna var að ljúka þúsund ára tímabili, þar sem ekkert hafði gerzt, ekki nokk- ur skapaður hlutur. Svo flutti fólk í bæinn og það einfaldlega kunni sig ekki. Það var að reyna að fara inn í einhverja borgarmenningu, sem það vissi ekki hvað var. Þegar menn fóru í bíó, þá fóru þeir í sparifötin. Það var svo sem allt í lagi að klæða sig uppá, en þessu fylgdu líka alls konar pukur og leyndarmál. Allt átti að vera slétt og fellt, eins og sparifötin, hvað svo sem gekk á innra með manneskjunni. Sem betur fer hefur þetta mikið lagast og fólk þarf ekki lengur að rogast með skelfingu á bakinu. Þó eimir enn eftir af því. Of mikið fyrir minn smekk.“ V – Bókinni lýkur á 17nda júní 1965. Íslenzka lýð- veldið orðið 21 árs og þú stúdent. Hvað með fram- haldið? „Þegar bókinni lýkur er ég kominn með að- göngumiða að lífinu, sem stúdentspróf var talið vera á þessum tíma. Á þessu augnabliki er ég orðinn fullorðinn mað- ur. Það var mótunarsaga þessa manns, sem var mér svo hugleikin; þessi brot, sem mér fannst svo fróðlegt að raða saman á bók; barnið og ungling- urinn. Mér finnst eins og í unglingnum fæðist nýr ein- staklingur. Það verður til alveg splunkunýtt eintak af manneskju. Unglingurinn vaknar einn góðan veðurdag í nýjum líkama, með nýja rödd og kyn- færi. Hann er inni í steypuhrærivél lífsins og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta eru hamskipti. Mannlífið er eins og hjá fiðrildunum; lirfa, púpa og fiðrildi. Það er þessi pæling sem ég er að reyna að koma til skila með bókinni minni.“ VI – Hvað þá með stúdentsfiðrildið Þráin Bertels- son? „Manndómsárin eru ósköp tilbreytingarlaus upptalning; svo gerði ég þetta og svo gerði ég hitt. Við eigum endalausa stafla af ævisögum, sem eru svona verkaskrár.“ – Sem þú ætlar ekki að bæta við, eða hvað? „Maður skyldi aldrei segja aldrei. En eins og er hef ég ekki grænan grun um það, hvernig ég ætti að fjalla um starfsævi mína þannig að einhver ann- ar hefði gaman af að lesa það. En ef ég leysi þá gátu, þá er aldrei að vita! Það er alla vega ekki fyrr en nú, þegar ég er kominn þetta á þriðja skeiðið, að mér finnst ég loks vera orðinn heildstæður einstaklingur.“ Auk bóka- og blaðamennsku á manndómsárum sínum á Þráinn að baki sjö kvikmyndir. „Ég vona að ég eigi enn eftir að gera eina eða tvær bíómyndir. En það blæs ekki byrlega fyrir kvikmyndagerð- inni núna. Hún á mun erfiðara en sauðfjárbúskap- urinn. Sauðfjárbóndinn getur þó alltaf skorið sér lamb til jólanna en það fitnar enginn af því að tyggja kvikmyndaræmur. Þegar ég var krakki dreymdi mig um að vera rit- höfundur. Kannski leiðin til þess hafi bara verið svona löng og skrykkjótt og þessi bók sé upphafið á því að ég láti að mér kveða á þeim vettvangi. Ef eitthvað hefur verið rauði þráðurinn í mínu lífi, þá eru það orð og bækur. Kannski er ég bara barn sem villtist í dótabúð- inni. Ég hef alltaf verið einhvern veginn utanveltu. Kollegar mínir í kvikmyndunum líta á mig sem rit- höfund, rithöfundarnir líta á mig sem kvikmynda- gerðarmann og í blaðamennskunni er ég líka að- skotadýr. Það hentar mér að vera svona lausríðandi. Það er fínt!“ Sáttargjörð og tiltekt Eftir Freystein Jóhannsson  JPV útgáfa hefur gefið út bókina Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson. Morgunblaðið/Ásdís Þráinn Bertelsson: …ég gat svo sem hugsað; gaman væri nú ef og svo framvegis. En þetta voru mín kjör. Hálfbróðirinn nefnist skáldsaga eftir Lars Saabye Christensen í þýð- ingu Sigrúnar Magnúsdóttur. Hálfbróðirinn er dramatísk örlaga- saga hálfbræðr- anna Freds og Barnum og fjölskyldu þeirra í fjórar kynslóðir. Bókin hlaut Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 2002 og hefur síðan farið mikla sigurför um veröldina, komið út í yfir 20 löndum og er nú orðin ein útbreiddasta norræna skáldsaga síðari ára. Lars Saabye Christensen er einn vinsælasti og virt- asti rithöfundur Norðurlanda um þess- ar mundir. Hann hefur hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar og þær hvarvetna vermt efstu sæti metsölulista. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 568 síður og prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Björg Vilhjálmsdóttir gerði kápuna. Verð: 4.990 kr. Skáldsaga Krummi segir sögur – Um ævintýri Leifs heppna og landafundina er eftir Sig- urð Örn Brynj- ólfsson (SÖB). Bókin er myndskreytt með fjölmörg- um litríkum teikningum. Í henni segir frá Leifi heppna í nýju ljósi. Skrásetj- ari sögunnar, Goddur munkur, rekur garnirnar úr Krumma en hann þvæld- ist með Leifi heppna í öllum hans æv- intýrum. Hér slást lesendur með í ferðina þegar Leifur heppni fann Am- eríku. Útgefandi er Pjaxi ehf. 44 bls. Börn ALLT frá dögum Hómers hins gríska hafa menn verið að endursemja frásögn hans af Ódysseifi og heimförinni hans frægu úr Tróju- stríðinu. Píanóstillirinn er tilbrigði við það stef, saga af breskum píanóstilli á seinni hluta nítjándu aldar, sem ræðst í för inn í frumskóga Búrma til að stilla þar forláta flygil, svo fegurð tónlistar- innar megi létta líf og lund þeirra sem þar dvelja. Og einsog við á að éta í Ódysseifsför rekur hver furðan aðra á leið hans. Fegurð náttúru og mann- lífs á framandi slóðum hrífur hann með sér inn í áður óþekkt fylgsni hugans og hann er ekki sam- ur maður þegar í áfangastað kemur. Hin tælandi sírena er á sínum stað, mannraunir og bardagar, villidýr og forspáir menn, flögð og forynjur og undir og yfir og allt um kring kraumar þráin eftir því að losna úr viðjum vana og sjálfs. Verða nýr og ekki endilega betri en allavega öðruvísi maður. Sannari. Frjálsari. Heilli. Píanóið er tákn siðmenningarinnar og píanó- stillirinn þar af leiðandi sá sem er ábyrgur fyrir því að siðmenningin hljómi á réttan hátt, en eins- og oft vill brenna við verða skuggahliðar og van- kantar siðmenningarinnar meira áberandi í „villi- mennskunni“ og þótt tónlistin sé alþjóðlegt tungumál er kannski ekki einu sinni víst að fúga eftir Bach sé merkari en sorgarljóð leikið á bamb- usflautu. Og hvar fæst þá fótfesta í tilverunni? Frásagnarháttur bókarinnar er í anda breskra nítjándualdarskáldsagna, nostrað við umhverfislýsingar, lýsingar á lykt og hljóðum, birtu og skuggum o.s.frv. til hins ýtrasta. Jafn- vel svo að tekur á köflum á taugar nútímales- anda sem vanur er meiri „aksjón“. Myndmálið er ótrúlega máttugt og sterkt og myndirnar af villtri náttúrunni vekja fyrir hugskotssjónum myndskeið úr kvikmyndinni Píanói. Sjálfsagt með ráðum gert enda átök sögunnar á svipuðum nótum; píanóið, þ.e.a.s. siðmenningin, andspæn- is villtum öflum náttúrunnar og því villta og hömlulausa í eðli mannsins. Inn í frásögnina er fléttað búrmískum goðsögnum, lýsingum á fornri búrmískri leikhefð, sagnfræðilegum stað- reyndum um uppreisn Shan-ættflokksins gegn breskum yfirráðum í Búrma á níunda tug nítjándu aldar, skýrslum um hernaðarleg um- svif Breta á svæðinu á nítjándu öldinni, sögu Er- ard-flygilsins, grasafræði og mörgu fleiru, svo úr verður margbrotin og ómstríð symfónía sem hrífur lesandann með sér inn í framandi heim. Heim sem er í senn ógnvekjandi, heillandi og draumkenndur. Þýðing Höllu Sverrisdóttur er hnökralaus að því er best verður séð án samanburðar við frum- textann og bólar hvergi á því að enskan skíni í gegn einsog alltof oft er raunin í þýðingum úr því máli. Textinn rennur vel og málfarið er í senn eðlilegt og kröftugt. Það er erfitt að finna lýsingarorð sem ekki er búið að ofnota í auglýsingum útgefenda um bækur sínar en Píanóstillirinn stendur fyllilega undir frösum einsog mögnuð saga, heillandi bók og sjaldgæf lesupplifun. Hét það ekki einu sinni einfaldlega góð bók? Ódysseifur enn og aftur SKÁLDSAGA Píanóstillirinn DANIEL MASON Þýðandi: Halla Sverrisdóttir, 356 bls.Vaka-Helgafell 2003, Friðrika Benónýs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.