Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Úr torfbæjum inn
í tækniöld kemur
út í þremur bind-
um og fjallar um
þróun íslensks
samfélags á önd-
verðri 20. öld.
Aðalhöfundar eru
Árni Björnsson
þjóðháttafræð-
ingur og fræðimennirnir Bruno
Schweizer, Hans Kuhn og Reinhard
Prinz.
„Árni ritar yfirlit um menningar-,
stjórnmála- og atvinnusögu fyrstu
áratuga 20. aldar. Bruno Schwei-
zer, Hans Kuhn og Reinhard Prinz
ferðuðust um gjörvallt landið,
byggðir og óbyggðir. Ferðalýsingar
þeirra, frásagnir, myndir og teikn-
ingar skapa einstæða mynd af
miklum umbrotatímum, þegar Ís-
lendingar kepptust við að leggja
niður forna lífshætti og vinnubrögð
og stefndu hraðbyri inn í hinn al-
þjóðlega samtíma,“ segir í frétta-
tilkynningu frá útgefanda.
Eitt þeirra myndasafna sem verk-
ið byggir á er eftir dr. Hans Kuhn.
Hverju setti fylgir átta sérprent-
anir úr verkinu, ljósmyndir og fjögur
málverk sem þessir menn máluðu
hér heima.
Útgefandi er Örn og Örlygur. Bók-
in er 1700 bls. með yfir 2000
myndum og teikningum, sem flest-
ar hafa hvergi birst áður. Ritstjóri:
Magnús Kristinsson. Myndaritstjóri:
Örlygur Hálfdanarson. Verð. 29.900
kr.
Saga
Fólk í fjötrum –
baráttusögu ís-
lenskrar alþýðu
hefur Gylfi Grön-
dal skráð. Í bók-
inni eru sannar
lýsingar á sárri
fátækt og örygg-
isleysi alþýðu-
fólks og frumherj-
unum sem fórnuðu miklu fyrir
hugsjón sína. Þar má nefna þá Pét-
ur G. Guðmundsson, Ottó N. Þor-
láksson og Ólaf Friðriksson. Einnig
er fjallað um hlut Jónasar frá Hriflu
í verkalýðsbaráttunni og stofnun Al-
þýðuflokksins og Alþýðusambands-
ins. Einnig er fjallað um Jóhönnu
Egilsdóttur og Bríeti Bjarnhéð-
insdóttur.
Í bókinni eru um 150 ljósmyndir,
þ.á m. af fjölda listaverka sem
tengjast efni þessarar bókar.
Gylfi Gröndal hefur sent frá sér
margar bækur, t.d. um Kristján Eld-
járn forseta, Þorvald í Síld og fisk
og Stein Steinarr, en hún var til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Gylfi var valinn heið-
urslistamaður Kópavogs 2003.
Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er
390 bls., prentuð í Odda. Jón Ás-
geir hannaði kápu en hún er prýdd
mynd eftir Gunnlaug Scheving.
Verð: 4.980 kr.
Fræði
RÉTTURINN til letinnar er mik-
ilvægasti réttur mannkynsins. Í sam-
félagi þar sem vinnan er megingildið
verður letihaugurinn ankannalegur
og misskilinn og úr takt við tilveruna.
En kannski hann hafi nokkuð til síns
máls. Einar Kárason er mikill sögu-
maður og honum er einkar lagið að
skapa ógleymanlegar persónur.
Djöflaeyjarliðið er löngu orðið að
þjóðargersemum. Þetta var undir-
málsfólk í samfélagslegum skilningi
en bjó yfir sinni reisn. Í nýrri bók
sinni, Stormur, skoðar Einar fólk af
svipuðum toga og sannast sagna virð-
ast tengslin við Eyjabækurnar vera
margþættari en ætla mætti við fyrstu
skoðun. Segja má því að Einar Kára-
son sé hér á heimavelli. En mikilvæg-
ast er þó að í þessari bók tekst honum
að skapa persónur sem eru svo eft-
irminnilegar að það kæmi ekki á
óvart þótt þær yrðu almenningi jafn-
kunnar og persónur Djöflaeyjarinn-
ar. Fremstur þar í flokki er Eyvindur
Jónsson Stormur sjálfur, tákngerv-
ingur letinnar.
Sögutími Storms er nálægur nú-
tími. Segja má að sagan hefjist fyrst
af alvöru á áttunda áratugnum þegar
vissir hópar Íslendinga voru að upp-
götva kosti danska al-
mannatryggingakerfis-
ins.
Sagan er byggð upp
sem marghliða könnun
á Storminum. Hún er
fyrstu persónu frá-
sagnir margra aðila
sem settar eru fram í
meginatriðum í tvenns
konar tímaplani og all-
ar þær frásagnir snú-
ast um Storminn, sýna
á honum nýja og nýja
hlið.
Hæst rís þó frásögn-
in alltaf þegar Storm-
urinn sjálfur er sögu-
maðurinn. Hann er alinn upp af
brotgjarnri móður og síðar ömmu
þegar Halli Hörríkein, drykkjubolti
og smáglæpamaður, kemur inn á
heimili móður hans. Stormurinn er
töffari þeirrar tegundar sem safnar
hirð í kringum sig vegna sagnagáfu
sinnar og kokhreysti en hann er iðju-
leysingi af guðs náð og allt sem hann
tekur sér fyrir hendur rennur út í
sandinn einmitt vegna þess að hann
er staðráðinn í að nýta sér rétt sinn til
letinnar, lúra á mjúkum kodda tilver-
unnar eða með bjórglas í hendi í hæg-
indastól og trúgjarna áheyrendur í
kringum sig. Samt er saga hans lífs-
baráttusaga manns sem hefur allar
klær úti, beitir öllum tiltækum ráð-
um, brýtur allar brýr að baki sér og
fórnar öllu nema fjölskyldunni fyrir
málstað letinnar. Sú barátta dregur
hann út fyrir landstein-
ana í gósenland hinna
félagslegu bóta, Dan-
merkur. Þess vegna
kemur ekki á óvart að
hann lýsi því yfir í ein-
lægni þegar hann er
spurður af Dana nokkr-
um hvað dragi hann til
Danmerkur. „Det er
fordi at det er penge at
hente i Danmark! Hing-
að er peninga að sækja.
Sósíalbætur auðvitað,
greiddar af dönskum
skattgreiðendum …“
Þar að auki hefur
Stormurinn djúpa rétt-
lætiskennd sem að vísu tengist alltaf
hagsmunum hans sjálfs. Sjálfsblekk-
ingin verður stundum svo sterk að
þegar að henni er vegið verður hún
honum tilefni til átaka. Hann er for-
dómafullur og dómharður um allt og
alla nema sjálfan sig en samt sem áð-
ur fangar hann lesandann og það er
auðvelt að hafa samúð með honum.
Einari tekst að gæða manninn sjálf-
umglöðum sjarma og reisn því að
töffarinn er furðu viðkvæmur og hlýr
þótt hann sé móðgunargjarn og lang-
rækinn. Það er heldur engum blöðum
um það að fletta að samúð höfundar
er öll með þessum ágæta manni og
fjölskyldu hans og bókin raunar óður
til hans.
Önnur mikilvæg persóna sögunnar
er kona hans, Stefanía, sem er eins og
klæðskerasaumuð fyrir þennan
mann, eftirlát og þjónustuhlýðin án
þess þó að lifa í einhverri blekkingu
um hvernig hann er. Hún elskar hann
einungis af öllu hjarta og lítur á það
sem sitt hlutverk í lífinu að lúta duttl-
ungum hans án þess að mögla. Í fórn-
fýsi sinni og kærleiksverkum líkist
hún einna helst Tomma í Djöflaeyj-
unni.
Fjöldi annarra persóna kemur við
sögu, margar vel dregnar og eftir-
minnilegar. Svo svipsterkar eru flest-
ar persónurnar að við því er að búast
að menn muni leita að samsvörunum
við þær í veruleikanum. Í reynd er
Stormurinn þó ekki fyrst og fremst
lykilskáldsaga heldur breið þjóð-
félagsleg satíra þar sem stungið er á
ótal kýlum. Hæðni höfundar beinist
ekki síst að ýmiss konar hræsni og
tvískinnungi velferðarþjóðfélagsins
og að bókmenntalegum klisjum. Hún
beinist jafnframt að honum sjálfum.
En umfram allt er bókin bráðfyndin
og morandi í merkingarþrungnum
undirtexta. Í henni eru ótal hliðar-
sögur og skemmtisögur. Einar hefur
þá eiginleika að koma persónum sín-
um í vandræðalegar aðstæður sem
reyna á manninn. Með ísmeygilegri
og dálítið farsakenndri sögufléttu þar
sem burleskan er í fyrirrúmi hefur
honum tekist að skrifa skáldsögu sem
maður leggur ekki svo auðveldlega
frá sér. Sannast sagna er langt síðan
ég hef skemmt mér jafnvel við lestur
bókar.
Rétturinn til letinnar
SKÁLDSAGA
Stormur
EINAR KÁRASON
333 bls.
Mál og menning 2003
Skafti Þ. Halldórsson
Einar Kárason
UM heimsstyrjöldina síðari hefur
að líkindum meira verið skrifað og
skrafað en flesta aðra atburði sögunn-
ar (ef hægt er að kalla styrjöldina at-
burð). Það er að vonum þegar þess er
gætt að þessi styrjöld var víðtækari,
grimmilegri, blóðugri og kostaði fleiri
mannslíf en öll önnur hernaðarátök,
fyrr og síðar, og í þeim löndum sem
verst urðu fyrir barðinu á átökunum
mun varla hafa verið til sú fjölskylda
sem ekki hafði misst af völdum ófrið-
arins. Miklar og margvíslegar heim-
ildir hafa einnig varðveist um styrj-
öldina og enn er víða um heim á
dögum fólk, sem man þessi ár gjörla
og tók beinan þátt í þeim. Þarf því
engan að undra þótt margt hafi verið
af stríðinu sagt og margar stríðssögur
skrifaðar.
Það er býsna útbreiddur misskiln-
ingur, einkum meðal yngra fólks, að
Íslendingar hafi setið
hjá í styrjöldinni, látið
sér nægja að horfa á
aðrar þjóðir berjast og
grætt ósköpin öll af
peningum. Fátt er þó
fjær sanni. Íslendingar
sendu að vísu ekki her-
sveitir á vígvellina í
Evrópu, en fá samfélög
önnur en meginlands-
ríkin sem styrjöldin
bitnaði verst á munu
hafa orðið fyrir jafn-
miklum áhrifum af hild-
arleiknum og hið ís-
lenska. Íslenskir
sjómenn stóðu átökun-
um nærri nánast frá fyrsta degi
stríðsins og í röðum þeirra varð mikið
mannfall. Var því einhvern tímann
haldið fram, að miðað við höfðatölu
hefðum við misst viðlíka marga menn
í styrjöldinni og Bandaríkjamenn.
Þessi nýja „útkallsbók“ er einmitt
um þessa hlið á þátttöku Íslendinga í
styrjöldinni, eða einn þátt hennar.
Hún greinir frá því er þýskur kafbát-
ur, U-300, réðst á es. Goðafoss á
Faxaflóa 10. nóvember 1944 og sökkti
honum. Með skipnu fór-
ust 24 Íslendingar og að
auki breskir sjómenn
sem áhöfn Goðafoss
hafði þá nýlega bjargað.
Var þetta eitt sorgleg-
asta og mannskæðasta
sjóslys sem orðið hefur
hér við land og þeim
mun dapurlegra sem
skipið, sem var að koma
frá New York, átti að-
eins eftir u.þ.b. tveggja
klukkustunda siglingu
til hafnar í Reykjavík.
Þessi bók er með
nokkuð öðrum hætti en
fyrri bækur í þessum
flokki. Hinar, að hinni síðustu þó und-
anskilinni, fjalla allar um atburði sem
eru miklu nær okkur í tíma, og hinar
fyrstu höfðu að geyma þætti og þar
með frásagnir af fleiri en einum at-
burði. Þær bækur máttu því með
nokkrum rétti kallast blaðamennska,
kannski rannsóknarblaðamennska,
en þessi sver sig meira í ætt við það
sem stundum er kallað „blaðamanna-
sagnfræði“ eða „afþreyingarsagn-
fræði“ og er hin ágætasta fræðigrein,
ef vel er að verki staðið.
Og hér er vel að verki staðið. Höf-
undur tekur þann kost að segja ekki
aðeins frá Goðafossslysinu heldur
rekur alla síðustu siglingu skipsins,
frá Íslandi vestur um haf, og aftur til
baka. Margir eru nefndir til sögu og
við lesturinn fáum við að kynnast
mörgum þeirra sem voru með Goða-
fossi í hinni örlagaríku ferð og fáum
jafnframt nokkra hugmynd um sigl-
ingar á stríðstímum. Þá koma þýsku
kafbátsmennirnir einnig nokkuð við
sögu og gerir það frásögnina alla fyllri
og trúverðugri.
Við samningu bókarinnar hefur
höfundur stuðst við prentuð rit og
skjöl í þýskuskjalasafni, en þó fyrst
og fremst við frásagnir þeirra sem um
borð voru og enn voru á lífi er und-
irbúningur verksins hófst. Saga
þeirra setur mikinn svip á bókina og
gæðir hana lífi. Þá tekst einnig að
leiðrétta ýmsar missagnir, sem lengi
hafa verið á kreiki varðandi þessa
hörmulegu atburði.
Öll er sagan á þessari bók vel sögð
og fróðleg. Vil ég nota tækifærið og
hvetja Óttar Sveinsson til að halda
áfram á þessari braut, kanna fleiri ör-
lagaríka atburði í siglingasögu Ís-
lendinga á árum síðari heimsstyrjald-
ar. Af nógu er að taka.
Harmleikur á Faxaflóa
FRÁSÖGN
Útkall – árás á Goðafoss
ÓTTAR SVEINSSON
240 bls., myndir.
Stöng útgáfufélag ehf. Reykjavík 2003
Jón Þ. Þór
Óttar Sveinsson
GUÐJÓN hefur skrifað á þriðja
tug barnabóka, spennandi ævin-
týri, myndskreyttar smábarnasög-
ur og gamansamar sögur um stórar
fjölskyldur eins og Glaumbæ-
ingana. Þessi saga gerist greinilega
fyrir miðja síðustu öld í sveit og
söguhetjurnar eru sveitadrengir
ásamt einni Reykjavíkurdömu,
Lillý, sem er í sveit á sama bæ. Við
kynnumst umhverfinu, leikjum
barnanna og með tilvísun í karakúl-
hrúta er hægt að staðsetja söguna í
tíma því ekki eru þær skepnur í
huga barna í dag.
Sagan er sögð af strák, Nonna, í
fyrstu persónu sem reynir að sýn-
ast mikill í augum
sunnandömunnar
meðal annars ropar
hann og lætur öllum
illum látum í von um
að vekja aðdáun henn-
ar. Hann sömuleiðis
notar á hana alls kyns
orðatiltæki og mál-
skrúð til að reyna að
sýnast meiri, en verð-
ur fljótt var við að
henni þykir ekki mikið
til koma. Hinar sögu-
hetjurnar eru Ari og
Bjössi, Hildur fjósa-
kona og svo grenja-
skyttan sem kemur til
sögunnar í bókarlok.
Söguþráðurinn gengur út á það
að börnin finna fimm fallega kett-
linga sem læðan Elínóra hefur ný-
lega gotið. Þau vita að venjan er að
drekkja slíkum kettlingum og taka
því til sinna ráða til að
vernda þá. Allt er gert
til að að koma í veg
fyrir þau örlög sem
bíða slíkra óvelkom-
inna kettlinga undir
venjulegum kringum-
stæðum og þótt þau
séu góð í sér geta þau
ekki stillt sig um sak-
laust plat og hvíta lygi
í þeim tilgangi að kett-
lingunum verði ekki
gert mein. Skemmti-
leg er t.d. frásögnin af
skírninni þegar
krakkarnir skíra kett-
lingana með miklum
tilþrifum og nöfnin sem valin eru á
fimmburana eru sérlega frumleg.
Það sem er sérstakt við þessa
sögu og gerir hana einstaka er mál-
notkun höfundar. Hann skrifar
söguna á gamalli „austfirsku“ og
notar óspart orð og orðatiltæki sem
ég hafði gaman af að rifja upp. En
nú þarf að birta orðskýringar með
þessum orðum sem höfundur setur
neðanmáls. Það er kannski ekki
von að nútímabörn skilji hvað það
er að hafa enga döngun í sér og
hvað er óbermi, ruður eða húrr-
andi? Altént fannst mér ánægjulegt
að sjá þessi orð á prenti og ég við-
urkenni líka að ég hafði ekki fyrr
áttað mig á því að þetta austfirska
orðfæri frá fyrri helmingi síðustu
aldar er ekki almannamál lengur.
Myndir Erlu eru sögunni trúar
og hún gefur hverju barni sinn sér-
staka háralit til þess að auðveldara
sé að þekkja þau að þar sem stærð
þeirra er svipuð. Létt og skemmti-
legt ævintýri sem sýnir kotroskna
og ráðagóða krakka.
Fimm fallegir kettlingar
BARNABÓK
Fimmburarnir hennar Elínóru
GUÐJÓN SVEINSSON
Myndefni: Erla Sigurðardóttir. 45
bls.Mánabergsútgáfan 2003, .
Sigrún Klara Hannesdóttir
Guðjón Sveinsson
ÞÆR Guðfinna Eydal og Álf-
heiður Steinþórsdóttir, höfund-
ar bókarinnar Karlar og konur
– Í blóma lífsins, verða á Súfist-
anum, Laugavegi, í kvöld kl. 20
og kynna bókina og svara
spurningum gesta um þær
breytingar sem verða á lífi
fólks upp úr fertugu, sérstak-
lega þó um þá möguleika sem
opnast um miðbik mannsæv-
innar.
Bókakynning
á Súfistanum
Guðfinna
Eydal
Álfheiður
Steinþórsdóttir