Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.2003, Blaðsíða 7
AP i og Stevce Alusevski, leikmönnum Vardar Skopje, í leiknum í gær og skorar eitt þriggja marka sinna. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 2003 B 7 SPÁNVERJINN Sergio Garcia nældi sér í rúmar 90 millj. ísl. kr. er hann bar sigur úr býtum á at- vinnumannamóti í golfi í Sun City í Suður-Afríku. Garcia lék á samtals 274 höggum eða 14 undir pari líkt og heimamaðurinn Retieef Goosen. Á fyrstu holu í bráðabana hafði Garcia betur er hann náði fugli með því að setja nið- ur um 5 metra pútt. Garcia hefur ekki náð sér á strik á mótum ársins en hann var í sjötta sæti á heimslist- anum í upphafi ársins en er nú 25 sætum neðar, eða í 31. sæti. Garcia vann sama mót fyrir ári síðan en þá voru aðeins 12 kepp- endur en að þessu sinni voru þeir 18. „Það er góð tilfinning að sigra á ný og sér- staklega þar sem mér hefur gengið illa á árinu. Ég hef gert margar breytingar á sveiflunni og nú virðist þetta allt vera á sínum stað,“ sagði Garcia. Goosen fékk 37,5 millj. kr. fyrir annað sæt- ið en Vijay Sing fékk um 30 millj. fyrir þriðja sætið en hann hefur átt mjög gott ár og náð í rúman ½ milljarð kr. í verðlaunafé. Sing vann fjögur mót og var í einu af 10 efstu sætunum á 19 mótum. Garcia var heitur í Sólarborginni Sergio Garcia lum mig sjá erj- lið- sins, ðið í essu litlu sárt bara var Mar- æst rum að höfn voru jög- hífa iðin - a Það var rosalega mikilvægt aðvinna þennan leik. Margir sögðu að við yrðum komnir upp við vegg með tapi í dag, en í rauninni vorum við þegar komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa tapað síðasta leik. Þessi sigur er líka mikilvægur vegna þess að stig úr innbyrðis viðureignum gilda ef bæði liðin komast upp úr riðlinum, og við töpuðum fyrri leiknum gegn Gróttu/KR á Seltjarnarnesi,“ sagði Bjarki Sigurðsson fyrirliði Vals- manna að leik loknum. Bjarki var í byrjunarliði Vals í fyrsta sinn síðan hann sleit kross- bönd í hné á síðastliðnu tímabili, og hafði mjög góð áhrif á leik liðsins: „Ég er alls ekki orðinn 100% góður ennþá, er kannski að spila af 80% getu. Hins vegar líður mér vel og er ekkert smeykur við framhaldið, enda er liðinn sá tími sem talið er að þurfi að líða áður en maður geti farið að spila eftir krossbandaslit,“ sagði Bjarki. Heimamenn voru vel stemmdir í þessum leik og varnarleikur þeirra gekk mjög vel upp. Eina vandamál þeirra var að losa sig úr hindrunum Magnúsar Agnars Magnússonar, línumanns gestanna, en það gerði ekkert til þar sem samherjar Magnúsar nýttu sér það lítið. Vals- menn náðu í kjölfarið ágætum hraðaupphlaupsmörkum og það tryggði þeim þægilegt forskot í upphafi síðari hálfleiks sem nægði til sigurs. Sóknarleikur liðsins var hins vegar ekkert sérlega beittur að þessu sinni, en þó er mjög til bóta fyrir liðið að fá Bjarka aftur í skyttuhlutverkið. Heimir Örn sá um markaskorunina að mestu leyti og Hjalti Gylfason átti einnig góð- an leik. Auk þess var Pálmar traustur í markinu. Sóknarleikur Gróttu/KR var mjög slakur í þess- um leik, en liðið reyndi að leika kerfisbundið í fyrri hálfleik sem gekk þokkalega, að því undan- skildu að liðinu gekk illa að nýta sér liðsmuninn en Valsmenn fengu fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Raunar var byrjunarliðið í sókninni nokkuð sérstakt, þar sem engin eiginleg skytta var fyrir utan, held- ur tveir leikstjórnendur, þeir Gint- aras og Kristinn, ásamt horna- manninum Kristjáni, en liðið byrjaði einnig svona gegn Þór á dögunum. Síðar í leiknum komu svo Þorleifur, Páll og Daði inn á í sóknina. En í síðari hálfleik gerðu leikmenn liðsins allt of mikið af tæknilegum mistökum og misstu Valsmenn þar með fram úr sér. Lið Gróttu/KR getur miklu betur en það sýndi í þessum leik, og mik- ilvægt fyrir þá að sýna það í næstu leikjum til þess að hleypa Víking- um ekki upp fyrir sig. Gintaras var drjúgur fyrir þá í sókninni og Páll öruggur á vítapunktinum. Magnús Agnar fyrirliði og Oleg Titov börð- ust auk þess vel í vörninni. En það virtist eins og Valsmenn hefðu stærra hjarta en leikmenn Gróttu/ KR í þessum leik og það dugði til þess að krækja í bæði stigin. Valsmenn höfðu sigurviljann VALUR vann öruggan sigur gegn Gróttu/KR á Hlíðarenda á laug- ardaginn 29:22 í norður-riðli RE/MAX deildar karla í handknatt- leik. Valsmenn höfðu frumkvæðið í leiknum frá og með 10. mín- útu leiksins og sigur þeirra var eins öruggur og tölurnar gefa til kynna. Liðin náðu sér ekki vel á strik í leiknum sem var mjög mikilvægur fyrir þau bæði, þar sem þau eru að berjast um að komast upp úr riðlinum. Eftir þennan sigur hafa Valsmenn jafn mörg stig og KA og Fram, og hafa tveggja stiga forskot á Gróttu/ KR og Víking. Kristján Jónsson skrifar Eins og tölurnar gefa til kynna varaldrei spenna í þessum leik. Staðan var 11:20 í leikhléi. Þórsarar misstu Þorvald Sig- urðsson út af með rautt spjald á 28. mínútu en hann braut þá gróflega á Valdi- mar Þórssyni sem kom ekki frekar við sögu í leiknum. Valdimar var þá búinn að eiga prýðilegan leik og skora 6 mörk. Seinni hálfleikur einkenndist af þeirri vissu að úrslitin væru löngu ráðin og fengu minni spámenn að spreyta sig á vellinum. Páll Gíslason og Árni Sigtryggsson skoruðu 15 af 20 mörkum Þórs. Vörnin var slök og lítil markvarsla og baráttuhugurinn í lágmarki. Á Þórsurum var að heyra að þeir biðu nú bara eftir öðrum hluta Íslandsmótsins á nýju ári. Fram þurfti ekki að hafa mikið fyr- ir sigrinum. Markvarslan var mjög góð hjá liðinu og vörnin traust og mörkin dreifðust jafnt. Byrjunarliðið var grimmsterkt og strákarnir sem komu af bekknum héldu í horfinu. Uppgjöf hjá Þór ÞÓRSARAR tóku á móti Fram á laugardaginn og virtust gera það með hálfum huga. Þeir komust aldrei inn í leikinn, lentu 1:8 undir eftir 10 mínútna leik og gáfust nánast upp. Þeir töpuðu að lokum 20:32. Þetta þýðir að Fram er í góðri stöðu með 14 stig eins og KA og Valur en að auki berjast Grótta/KR og Víkingur um fjögur efstu sætin. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Nokkurt jafnræði var með liðun-um fyrstu 15 mín. leiksins, jafnt var 7:7, en þá settu HK-ingar í annan gír og skoruðu 8 mörk gegn 3 á síðustu 15 mínút- unum. Umdeilt atvik varð þegar fyrri hálfleikur var úti en þá átti Stjarnan að- eins eftir að taka aukakast. Vilhjálm- ur Halldórsson tók aukakastið en varnarveggur HK varði með nokkr- um tilþrifum og tilheyrandi fagnað- arópum. Boltinn barst aftur til Vil- hjálms sem kastaði honum laust til HK-inga. Ekki vildi betur til en svo að einn leikmanna HK fékk boltann í andlitið og við það brugðust Kópa- vogsbúar ókvæða við. Ekki varð leik- manni HK meint af, enda boltinn tæplega á nokkrum hraða þegar hann snerti andlit hans en dómarar leiksins áttu ekki annars úrkosta en að sýna Vilhjálmi rauða spjaldið. Það voru heimamenn alls ekki sáttir við. Eitthvað hafa menn þó náð að róa sig í leikhléinu, HK-ingar komu öllu sterkari til leiks en eftir 10 mínútur var markverði þeirra, Björgvini Gústafssyni, sýnt rauða spjaldið. HK-menn höfðu misst boltann í sókninni, Jóhannes Jóhannesson brunaði í hraðaupphlaup, stökk inní teig þar sem hann mætti Björgvini. Ekki vildi betur til en svo að í tilraun Björgvins til að verja fór hann með hendurnar í andlit Jóhannesar sem skoraði en lá óvígur eftir. Líkt og í fyrra sinnið áttu dómarar leiksins ekki annars úrkosti en að sýna Björgvini rauða spjaldið. Nokkuð dró af HK-mönnum við að missa Björgvin en Stjarnan efldist að sama skapi. Það stóð þó stutt yfir og HK tryggði sér öruggan 7 marka sigur, 25:32, í hörkuleik. „Þetta var rosalegur leikur enda fjögur stig í pottinum miðað við stöðu liðanna í deildinni,“ sagði Vil- helm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, eftir leikinn. „Nú erum við í góðum málum í sambandi við áfram- haldið, bæði það að tryggja okkur inní úrslitakeppnina eftir jól og að þessi stig hér í dag tökum við með okkur þar sem við reiknum með að Stjarnan komist líka áfram. Mér fannst við vera með leikinn í hendi okkar fram að því að Jóhannes Jó- hannesson meiðist. Þá verður langt stopp, við dettum niður en þeir ná að stemma sig saman. Það sneri leikn- um í smástund en við sýndum mikinn sigurvilja,“ sagði Vilhelm Gauti sem átti mjög góðan leik í liði HK eins og Andrius Rackauskas og Samúel Árnason. Stjörnumenn voru gríðarlega von- sviknir með. Stjörnuheimilið þétt setið eftir viðburðarríkan dag þar sem Stjörnumenn voru búnir að eyða lunganum úr deginum í glens og grín í tilefni af Stjörnudeginum. Björn Friðriksson og Gústaf Bjarnason léku best í liði Stjörnunnar og Jacek Kowal varði ágætlega á köflum. Baráttan í fyrirrúmi HK færðist einu skrefi nær úrslitakeppni karla í handknattleik með sjö marka sigri á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 32:25. Gríðarleg bar- átta einkenndi leikinn, rauða spjaldinu var lyft tvívegis og leikmenn voru utan vallar í 30 mín. samtals. Með sigrinum er HK komið í 2. sæti suðurriðils með 17 stig eftir 12 leiki en þeir eiga í mikilli bar- áttu við Hauka, FH og Stjörnuna um að fylgja ÍR í úrslitakeppnina. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.