Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 3
heilmikið ævintýri sem trjónukrabbinn sem við getum veitt á þessu skipi sé það góður að það sé ævintýri líkast. Það sé hægt að veiða hann í það miklu magni að hægt sé að halda skipinu á fullum afköstum og markaður fyrir nokkur þúsund tonn er þegar tryggður. Við ætlum því að halda okkur við trjónukrabbann til að byrja með og sjá hvað setur með hinar hinar tegundirnar. Það hefur því verið ákveðið að halda áfram og hing- að kom maður frá Kanada til að leiðbeina okkur með gildrurnar, en það þarf að skipta um net í þeim til að minnka möskvann.“ 100 gildrur í lögn Hvernig fara þessar veiðar fram? „Veiðar á krabbanum eru fremur einfaldar. Not- aðar eru gildrur, misstórar eftir stærð og tegund krabbans. Í þeim er beita, til dæmis síld, og þeim er síðan sökkt niður á botninn, misdjúpt eftir tegundum og dýpst um þúsund metra. Um það bil hundrað gildr- ur eru í hverri lögn, sem er um tveggja mílna löng. Þær eru svo látnar liggja í um það bil 12 klukkustund- ir áður en þær eru dregnar upp á ný. Gildrurnar eru alls 800 til 900, en þetta skip getur híft 1.200 og jafnvel fleiri á sólarhring. Það er alveg ljóst í mínum huga að það er hægt að gera svona stórt og öflugt skip út á krabbann hér við land. Það þarf svo í framtíðinni að gæta þess að hleypa ekki of mörgum skipum í veiðarnar. Það gerð- ist á Grænlandi og stofninn hrundi um leið. Þá er hægt að veiða trjónukrabba á veturna, gaddakrabba á vorin og tröllakrabba á haustin. Tröllakrabbinn er stærstur, verður rúmlega þrjú kíló að þyngd og fyrir hann fæst hæsta verðið. Hann seljum við væntanlega að mestu leyti til Spánar. Við erum nú með leyfi til veiða í þrjá mánuði og ger- um ráð fyrir því að fá leyfi áfram, enda erum við að þessu í samvinnu við Hafró og eftirlitsmaður frá Fiskistofu verður með okkur í þessum túr. Þetta er mikið ævintýri og mér virðist allt ætla að ganga upp,“ segir Kristján F. Olgeirsson í brúnni á heimskautaúlf- inum. rækjuveiðiskip, en seinna sumarið lagði Skinney Þinganes Hvanney til rannsóknanna, en hún er mjög gott skip til krabba- veiða og rannsóknirnar á henni gengu vel fyrir Suðurlandinu, þar sem við fundum mjög góð merki um það hvar tröllakrabbinn væri. Við vorum þá fyrst og fremst að kanna útbreiðslusvæðið en ekki veiðanleik- ann. Öflugt skip Við sóttum svo þetta skip, Arctic Wolf, til Grænlands og erum með það á leigu með ákvæði um hugsanleg kaup. Þetta er eitthvert bezt búna krabbaveiðiskip sem ég þekki, virkilega öflugt og ræður mjög vel við að draga þyngstu gildrurnar, sem eru allt að 300 kílóum. Við vorum núna að ljúka okkar fyrsta rann- sóknarleiðangri. Við fórum víða, við byrjuðum fyrir Suðurlandinu og fórum síðan alveg austur úr, niður allan Rósagarðinn og að mið- línunni milli Íslands og Færeyja. Síðan til baka suður af Vestmannaeyjum, á Reykjaneshrygginn, á Fjöllin, Eldeyjarsvæðið og vestur að Snæfellsnesi. Síðan inn allan Faxaflóann og inn á Hvalfjörðinn. Við erum nú komnir með mjög góða vitneskju um útbreiðslu krabbans og hegðun hans. Við vitum að hér er að finna mikið af tröllakrabba, gaddakrabba og trjónukrabba og allar tegundirnar má nýta. Það kom líka í ljós, eins og ég þóttist vita, að tröllakrabbinn leggst í hálfgerðan dvala þegar sjórinn kólnar á haustin og þá kemur hann miklu síður í gildrurnar. Því er ljóst að bezt er að veiða hann yfir sumartímann. Við vitum ekki hve mikið af honum er á slóðinni en svæðið er nokkuð gott og stórt. Við vitum líka að gaddakrabbinn kemur hérna upp á grunnið í stórum stíl á vorin. Hann kemur meðal annars mikið í grásleppunetin. Við erum því mjög vongóðir með hann. Svo er það trjónukrabbinn, sem er allt í kringum landið og mjög grunnt. Svo virðist af krabba í hverju holi. Þeir höfðu ekkert leyfi til krabba- veiða, svo honum var bara hent í sjóinn aftur. Rússneska fyrirtækið keypti okkur svo út árið 2000 og ég skildi skipið mitt eftir í Norður-Kóreu. Þar lá það í eitt og hálft ár en þetta gekk ekki upp hjá Rúss- unum. Þá lá leiðin á krabbann við Alaska á ný í eitt ár, en þetta var þá orðið allt svo breytt að ég hafði enga ánægju af þessu og ætlaði bara í land. Engu að síður lá leiðin aftur á sjóinn og í fyrrasumar var ég með rannsóknaskip, sem fylkið leigði til sjómælinga. Í sumar fór ég með skip til Mexíkó, sem hafði verið selt þangað frá Seattle.“ Rannsóknir í tvö sumur En hvernig lá leiðin hingað þeim á ný? „Ég hafði hugsað mér að hætta að fiska, þegar þeir hringdu í mig frá E. Ólafsson. Þeir fóru að spá í það hvort ekki mætti finna krabba í veiðanlegu magni hér við landið. Þeir höfðu fengið fréttir af því að ég hafði verið við krabbarannsóknir hér við land með Hafró í tvö sumur með Sólmundi Einarssyni og Hrafnkeli Ei- ríkssyni og fleirum. Fyrra árið vorum við með lítið ð verksmiðju á. Það var mokveiði á skipin veiddu þá fyrir verksmiðjuna, i undan. Skipið sem ég var með var bæði skreitt og ég var í því fyrstu sex mán- með lifandi krabba til Japans. Maður imur til þremur túrum á mánuði og m 170 tonn af krabba í hverjum s um borð keypti fyrirtækið stórt 32.000 tonna skip sem móðurskip. Við fórum með það anna og gerðum það upp og það er síðan ndi krabbaverksmiðja í heimi. Afköstin , að þegar ég kom inn með fullfermi, 170 ð um 12 tíma að vinna það, enda 500 orð. Svo breyttist dæmið þannig að m var hætt. Við vorum áður tvo mánuði íi, en eftir að verksmiðjuskipið kom til sama áhöfnin á veiðibátunum alla ver- svo vel þar til American Seafood fór að veiðum með Rússunum og þeir hleyptu abbaslóðina á grunninu og þeir nánast inum. Þeir voru að fá upp í 10 til 15 tonn í raun eru bara lappir og klær á svokölluðum öxlum nýttar. Samið hefur verið um sölu á trjónukrabbanum til Kanada. Skipstjórinn Kristján F. Olgeirsson hefur vakandi auga á öllu ofan úr brúnni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 C 3 NÚR VERINU Morgunblaðið/Þorkell no er frá Chile, en hefur stundað veiðar á krabba víða um heim. ða krabba í gildrur við Ísland eftir áratuga reynslu af slíkum veiðum við Alaska og Rússland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.