Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 4
Hef á skrá fjársterka kaupendur að frystiskipi til útflutnings. Ársalir skipasala  Ársalir - skipasala  Ársalir - skipasala Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.  %  %& % '    %  %& '   %  %& '     %  %& '   ()*+ ,)*, (-)*. /+*0 +)*) /)1*) (*/ /1*/ ,.*( /*. (/*/ ),*1             ! 3  .  3  ,   2 "3 43  5     2  5     0 5     (,- (6- ((- (-- /.- /,- /6- /(- /-- /,- /6- /(- /-- .- ,- 6- (- - /,- /6- /(- /-- .- ,- 6- (- - 6-- +1- +-- (1- (-- /1- /-- 1- -   %%%#-   %. #/0+  #      %7 %7 %7 ! (  (  (  (  (  ( ! (  (  (  (  (  ( ! (  (  (  (  (  ( ! (  (  (  (  (  ( ! (  (  (  (  (  (   '(1. 33  3      /%%   ((/ %7 * /,. %7  (.) %7 3 %  89    ! '/)1  3   : 6.% %3/11*- 3   /16 %7  1*1 3  .6 %7     +1%   +1   +1%   2 +1% 4 ()) (/0 /,. (-, /,. /(0 +6. ((1 ; Miklar hræringar eiga sér stað í norskum sjávarútvegium þessar mundir. Hrina gjaldþrota hefur dunið yfirog lagt jafnt að velli fyrirtæki í veiðum og vinnslu.Verðmæti landaðs fiskafla hefur ekki verið lægra síðan á þorskleysisárunum 1989 og 1990. Verið er að reyna að endurskipuleggja fiskveiðistjórnun með það að markmiði að auðvelda sameiningu aflaheimilda og við- skiptajöfurinn Kjell Inge Rökke segir að það gangi alls ekki að stunda veiðarnar með þeim hætti sem nú er gert. Núverandi fyr- irkomulag leiði til árstíðabundinna kappróðra og allt of mikið af fiski berist að landi á vertíðinni á útmánuðum. Fyrir vikið er vinnslan í stöðugum vandræðum. Hún er að drukkna í fiski á ver- tíðinni og hefur engan veginn undan að vinna fiskinn í þær pakkn- ingar sem mest gefa og á öðrum tíma þjakar hráefnisskorturinn hana. Rökke segir að nauðsynlegt sé að mynda meiri tengsl milli veiða og vinnslu en nú sé til þess að hægt sé að þjóna þörfum markaðsins, sem felast í því að fram- boð á fiski upp úr sjó sé jafnt, hægt sé að afhenda afurðir jafnt og þétt allt árið og tryggja að gæði og flokk- un standist kröfur kaupenda. Rökke bendir á góðan árangur í þessum málum á Íslandi, en vill ekki endi- lega taka upp íslenzka kerfið eins og það er. Hann vill til dæmis að löndunarskylda í heimahöfn verði áfram við lýði, því ekki megi stofna framtíð sjávarbyggðanna í hættu. Þá er uppi mikil umræða um það að breyta fiskveiðiárinu. Það er nú almanaksárið, en vilji er fyrir því að það byrji fyrsta sept- ember eins og á Íslandi og víðar. Í leiðara í norska sjávarútvegs- blaðinu Fiskaren er fjallað um hið nýja fiskveiðiár og kosti þess. Hins vegar virðist sem skrifræðið standi þar í vegi fyrir hagræð- ingunni, sem breytingi myndi fela í sér meðal annars vegna fisk- veiðisamninga við önnur ríki. Í Fiskaren segir að Ísland standi í öllu tilliti framar en Nor- egur, þegar fjallað sé um gæði fisks og fiskafurða. Það er rétt, enda fæst í nánast öllum tilfellum hærra verð fyrir íslenzkar fisk- afurðir en norskar. Skýringin á því er tiltölulega einföld. Íslenzk- ur sjávarútvegur verður að standa á eigin fótum og hefur fengið tækifæri til þess. Ríkisafskipti og ríkisforsjá í norskum sjávar- útvegi sligar hann að öllum líkindum með sama áframhaldi þar sem útvegurinn er notaður sem félagsmálastofnun til að halda af- skekktustu þorpum landsins í byggð. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Norsk vandræði Núverandi fyrir- komulag leiðir til árstíðabundinna kappróðra hjgi@mbl.is OLAF Olsen, stórútgerðarmað- ur og fyrrverandi ráðherra í Fær- eyjum, segir reynslu Færeyinga af sóknarstýringu á fiskveiðum vera góða og telur enga ástæðu til að breyta um kerfi. Hann segir helstu fiskistofna við eyjarnar á uppleið, þrátt fyrir að afli hafi á undan- förnum árum farið verulega fram úr ráðgjöf fiskifræðinga. Olaf Olsen var sjávarútvegsráð- herra Færeyinga á árunum 1980 til 1983 og atvinnmálaráðherra á árunum 1989 til 1991. Fyrirtæki hans, Beta, gerir út átta togara en Olaf hyggst nú endurnýja togara- flota sinn og fækka skipunum úr átta í sex. Hann lét smíða tvo 38 metra langa togara á Spáni á síð- asta ári og hyggst láta smíða fyrir sig fjóra togara til viðbótar. Hann var staddur hér á landi til að skoða skipasmíðastöðvar en segir þó enn ekkert ákveðið í þeim efn- um. Olaf gerir alla togara sína út á ísfiskveiðar og er uppistaðan í afla þeirra ufsi en einnig veiða þeir talsvert af ýsu og þorski. Aflanum er að mestu landað í Færeyjum til vinnslu en hluti hans einnig fluttur ferskur á markaði í Bretlandi. Olaf segir aflabrögð hafa verið mjög góð síðustu ár en færeyskir útgerðarmenn finni fyrir verð- lækkunum á sjávarafurðum, aðal- lega á ufsa- og ýsuafurðum, rétt eins og íslenskir kollegar þeirra. Skip hans veiddu rúm 11 þúsund tonn á síðasta ári, meira en nokkru sinni fyrr í 25 ára sögu fé- lagsins, og gerir Olaf ráð fyrir að aflinn verði ríflega 12 þúsund tonn á þessu ári. Rætt um frjálsar veiðar smábáta Færeyingar hafa notað sóknar- stýringu á fiskveiðar sínar síðustu 7 árin, svokallað fiskidagakerfi, og segir Olaf að togarar sínir hafi fengi úthlutað 215 sóknardögum hver á þessu ári sem er 2% fækk- un daga frá síðasta ári. Olaf segir að einn af togurunum átta liggi við bryggju og sóknardögum hans sé skipt á milli hinna sjö. Auk þess sé hægt að leigja eða kaupa varan- lega sóknardaga en ekki hafi verið mikil brögð að því síðustu ár, að minnsta kosti ekki innan togara- flokksins, einfaldlega vegna þess að menn hafi ekki þurft á fleiri dögum að halda. Hins vegar hafi verið talsvert um flutning sókn- ardaga á milli línubáta og minni báta en ekki er heimilt að færa daga á milli bátaflokka. „Auk þess sem okkur er úthlut- að sóknardögum er veiðum stjórn- að nokkuð með svæðaskiptingum. Allar veiðar togara eru til að mynda bannaðar með öllu innan 12 sjómílna við Færeyjar og auk þess er stórum svæðum utan 12 mílna lokað fyrir togveiðum stærstan hluta ársins eða þar sem eru hrygningarsvæði helstu nytja- stofna. Auðvitað vildi maður stundum fá að veiða á fleiri svæð- um en sjávarútvegsráðherra getur með reglugerðum opnað þessi svæði fyrir togveiðum tímabundið. Minni bátar fá hins vegar að veiða innan tólf mílna markanna. Nú er nokkuð rætt um það í Færeyjum að gefa handfæra- og línuveiðar minnstu bátanna frjálsar. Ég hef svo sem ekkert við það að athuga, enda hefur afli þeirra ekki teljandi áhrif á stofnana.“ Myndi henta Íslendingum Olaf segist nokkuð viss um að sóknarstýring myndi henta vel ís- lenskum fiskveiðum en telur að það yrði erfitt fyrir Íslendinga að hverfa frá því kerfi sem þeir búa við í dag. „Íslendingar hafa fjár- fest gríðarlega í kvótakerfinu og það yrði mjög erfitt fyrir þá að skipta um kerfi. Mér finnst okkur hafa gengið vel að nota sóknar- stýringu á veiðarnar. Til þessa hefur ekki dregið úr afla, heldur þvert á móti virðist hann aukast, þvert ofan í hrakspár ýmissa aðila. Þrátt fyrir að aflinn hafi á síðustu árum verið talsvert umfram ráð- leggingar fiskifræðinga, hafa hrygningarstofnar helstu nytja- stofna stækkað jafnt og þétt. Það er allt annað að gera út í þessu kerfi en í kvótakerfi, enda hættum við að nota kvótakerfi eft- ir aðeins tæplega tveggja ára reynslu. Það var að mínu mati von- laust að nota kvótakerfi við veið- arnar. Þá gátum við til dæmis varla stundað ufsaveiðar vegna mikillar ýsugengdar. Í sóknar- dagakerfi kemur auk þess allur fiskur á land en kvótakerfið felur í sér hvata til brottkasts. Ég sé því ekki annað en að við munum áfram nota sóknardagakerfi, enda ríkir almenn ánægja með kerfið í Fær- eyjum,“ segir Olaf Olsen. Kvótakerfið var vonlaust Færeyski stórútgerðarmaðurinn Olaf Olsen segir sóknardagakerfið hafa reynst vel Morgunblaðið/Árni Sæberg Olaf Olsen, framkvæmdastjóri færeyska sjávarútvegsfyrirtækisins Beta.  2  '   56     7&  & .,     5  8        3& ,%  "   #$% & %!% ' 6-%--- () *** 7  6,%--- (+ *** 7  1+%--- ,- *** 7  . / "   #$% & %!% ' 11%--- )0 *** +0%---  )0 *** ,+%--- (( *** "   #$% & %!% ' ,0%--- ,0 *** .0%--- 01 *** /+.%--- 02 *** "   #$% & %!% ' /,6%--- -3 *** /)6%---  2- *** (16%--- )*- ***  2  '           "   #$% & %!% 4 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.