Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 2003 B 5 BÆKUR Saumasjór eftir Kristján Guðmunds- son. Hún hefur nú þegar verið þýdd á ensku, hollensku, frönsku og norsku. Þetta er 16. bók höfundar og er til sýnis og sölu ásamt þýðingum í saumastofunni Nælon & jarðarber á Grettisgötu 7 í Reykjavík. Útgefandi er Silver Press. Prent- smiðjan Oddi sá um prentun á kápu og bókband. Bókverk Kristján Guðmundsson Friðþæging nefn- ist bók eftir breska rithöfund- inn Ian McEwan í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Friðþæging hefst á lýsingu á heitum sum- ardegi á herragarði í Bretlandi árið 1935. Hin þrettán ára Briony verður þar vitni að tiltölulega saklausum at- burðum. Vegna áhuga síns á leik- ritun – Briony hefur nýlega skrifað leikritið Raunir Arabellu – túlkar hún það sem fyrir augu ber með skáld- legum hætti og fyrir vikið fer af- drifarík atburðarás af stað. Nokkrum árum síðar skellur síðari heimsstyrj- öldin á og þá kemur í ljós að Briony hefur „skrifað“ raunverulegan harm- leik. Verkið, Atonement, kom út á frum- málinu síðla árs 2001, hefur verið þýtt á fjölda tungumála og hvarvetna hloti mikið lof. Í Bretlandi fékk bókin The People’s Booker, í Bandaríkj- unum National Book Critics Circle Award og í Þýskalandi virt bók- menntaverðlaun sem kennd eru við bókamessuna í Leipzig. Hún var auk þess á nýlegum lista breska blaðs- ins Observer yfir 100 bestu skáld- sögur allra tíma. Ian McEwan hefur lengi verið í hópi virtustu höfunda Bretlands. Friðþæging er fyrsta skáldsagan frá hans hendi síðan hann hlaut Booker- verðlaunin fyrir bókina Amsterdam. Hér er á ferðinni verk þar sem McEw- an skoðar mannleg örlög og þátt skáldskaparins í mótun þeirra. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er 320 bls. Verð: 3.980 kr. Skáldsaga Á SÍÐUM þessarar þykku bókar fer tveimur sögum fram samtímis: Annars vegar sögunni af lífshlaupi Valtýs Stefánssonar ritstjóra (1893-1963) og hins vegar sögu Morgunblaðsins þá tæplega fjóra áratugi sem hann var ritstjóri þess, 1924-1963 (síðustu árin gat Valtýr þó lítt sinnt ritstjórastörfum sök- um veikinda). Þriðji meginþáttur sögunnar, sem þó hlýtur eðli máls- ins samkvæmt að teljast eins konar hliðarstef, er saga íslenskrar blaðamennsku og blaðaútgáfu frá því Valtýr varð ritstjóri Morgun- blaðsins og fram um 1960. Valtýr Stefánsson hefur verið kallaður „faðir nútímablaða- mennsku á Íslandi“ og hann hlýtur að teljast meðal merkustu áhrifa- valda í íslensku stjórnmála- og menningarlífi um liðlega þriggja áratuga skeið, frá því hann kom al- kominn heim frá Danmörku árið 1924 og fram undir 1960. Í mínum huga gegndi hann þó öðru og engu ómerkara hlutverki, og hef ég frek- ar styrkst en veikst í þeirri trú við lestur þessarar bókar: Hann var annars vegar tengiliður bænda- menningar aldamótaáranna og þeirrar borgarmenningar sem hér mótaðist á millistríðsárunum og birtist ekki síst í útgáfu dagblaða, kannski helst útgáfu Morgunblaðs- ins, og hins vegar má líta hann sem tengilið lokaskeiðs sjálfstæðisbar- áttunnar og stjórnmálaþróunarinn- ar á 3. og 4. áratugnum. Átti þetta allt rætur í uppruna hans, uppeldi og menntun og hafði tvímælalaust mikil áhrif á störf hans sem blaða- maður og ritstjóri. Valtýr Stefánsson fæddist á Möðruvöll- um í Hörgárdal árið 1893, sonur hjónanna Stefáns Stefánssonar skólameistara og Steinunnar Frí- mannsdóttur. Hann ólst upp á Möðruvöll- um og Akureyri og fer ekki á milli mála, að uppvöxturinn, nánast innan veggja norð- lenska skólans hefur orkað sterkt á hann, ekki síður en ýmislegt sem fyrir hann bar í bernsku og Jakob F. Ásgeirsson lýsir vel. Hitt hefur þó trúlega ekki skipt minna máli, að árið 1905 – þegar hann var tólf ára gamall – hélt Valtýr til Kaup- mannahafnar og gekk þar í skóla einn vetur. Hann var heitinn eftir fóstbróður og aldavini föður síns, dr. Valtý Guðmundssyni prófessor, og bjó hjá honum þennan vetur og svo aftur um hríð er hann hélt til háskólanáms í Danmörku. Mjög kært var alla tíð með þeim nöfnum og leikur ekki á tvennu, að dvölin hjá dr. Valtý hefur haft mikil áhrif á sveininn nafna hans. Valtýr Guð- mundsson var merkasti stjórn- málamaður Íslendinga á ofanverðri 19. öld (eftir lát Jóns Sigurðsson- ar), traustur og afkastamikill lær- dóms- og fræðimaður. Hann fylgd- ist betur með gangi mála í öðrum löndum en flestir landar hans og gaf út og ritstýrði um tæplega ald- arfjórðungsskeið tímaritinu Eim- reiðinni, sem naut vinsælda hér á landi. Að auki skrifaði hann mikið í dönsk blöð og tímarit og fer vart á milli mála, að kynnin af þessum mikla eljumanni hafa haft mikil áhrif á Valtý Stefánsson, líkast til meiri og djúpstæðari en fram kem- ur í þessari bók. Hjá dr. Valtý hef- ur nafni hans kannski fyrst tekið blaðamennskubakteríuna og af honum lærði hann að taka sér ekki of nærri illvígar árásir pólitískra andstæðinga. Þá kemur það og fram í þessu riti, að það var ekki síst fyrir orð dr. Valtýs sem nafni hans afréð að taka boði um að ger- ast ritstjóri Morgunblaðsins. Jakob Ásgeirsson rekur af sam- viskusemi námsferil Valtýs hér heima og erlendis og störf hans að búnaðarmálum en stærsti hluti bókarinnar er eðlilega helgaður störfum hans sem ritstjóri Morg- unblaðsins. Sú saga er öll mjög áhugaverð. Valtýr varð ritstjóri nánast fyrir tilviljun og þegar hann kom að blaðinu var það fremur áhrifalítið bæjarblað og illa statt fjárhagslega. Þegar hann skildi við það var það tvímælalaust öflugasti og áhrifamesti fjölmiðill landsins og vel í álnum. Þessi mikla um- breyting var vitaskuld ekki Valtý einum að þakka en hann átti þar stóran – og kannski stærstan – hlut, og í augum margra lands- manna voru Valtýr og Morgun- blaðið eitt. Hann var mest áber- andi og áhrifamestur allra ritstjóra blaðsins á sinni tíð og þess vegna beindu pólitískir andstæðingar þess tíðum spjótum sínum að hon- um persónulega og hann hlaut að svara þótt ekki væri hann stjórn- málaritstjóri og hefði reyndar ávallt mestan áhuga á frétta- mennsku en ekki pólitísku þrasi. Nátengd því voru störf hans á öðr- um vettvangi, við skógrækt og sem formaður Menntamálaráðs um langt skeið. Jakob F. Ásgeirsson rekur ritstjórasögu Valtýs nákvæmlega, gerir ýtarlega grein fyrir störfum hans og stefnu og fjallar oft í löngu máli um pólitískar deilur á milli flokka, manna og blaða á milli- stríðsárunum og á árum kalda stríðsins. Sú umfjöllun er víðast hófstillt og sagan rakin frá einum tíma til annars, oft með löngum orðréttum tilvitnunum sem sýna vel orðaskipti og orðbragð þeirra sem tókust á. Mér virðist Jakob ávallt reyna að gæta hlutleysis (eftir því sem það hugtak á við í blaðamennsku og söguritun), en á stöku stað er þó eins og hann gleymi sér í hita leiksins, fari sjálfur að slást og notar þá orðfæri sem tíðkaðist í átökunum sem hann er að lýsa. Það er að vissu leyti skiljanlegt með gamlan blaðamann en hæfir síður fræðimanni. Að hinu leytinu er það kostur við bókina, að Jakob lifir sig inn í söguna og tekst með því að gefa henni skemmti- legri blæ en ella. Ævisaga Valtýs Stefánssonar er mikið eljuverk, byggt á ýtarlegri rannsókn margvíslegra heimilda. Bókin er vel skrifuð og læsileg og að minni hyggju er fengur að mörgum orðréttum tilvitnunum. Þær færa lesandann nær sögu- sviðinu og varpa á það ljósi samtíma síns. Er því þó ekki að neita, að sumar tilvitnanirnar verða eilítið langdregnar, einkum þær sem teknar eru úr blöðum. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og sérstaklega vil ég hrósa frágangi myndasíðna. Valtýs saga Stefánssonar SAGA Valtýr Stefánsson ritstjóri Morgunblaðsins JAKOB F. ÁSGEIRSSON Útgefandi: Almenna bókafélagið, Reykjavík 2003. 597 bls., myndir. Jón Þ. Þór Jakob F. Ásgeirsson Valtýr Stefánsson FRUMRAUN Sölva Björns á skáldsagnasviðinu er í senn þroska- saga, fjölskyldusaga og lýsing á bæjarfélagi. Þetta er þannig að mörgu leyti umfangsmikil bók, einkalífið er alltaf í nánu sambandi við félagslífið og samfélagið (nokk- uð sem titill sögunnar ber með sér) og mismerkilegir áfangar í sögu þjóðarinnar á síðustu þremur ára- tugum skjóta upp kollinum í fram- rás verksins (landnám Tupperware- vörulínunnar, til að mynda). Ekki verður höfundurinn því sakaður um metnaðarleysi í efnistökum. Þó er nú svo að viljinn ber mann ekki nema hálfa leið og nokkur spurning er um hvort ekki vanti ýmislegt upp á í skáldsögu þessari. Víkjum þó fyrst að söguþræðin- um. Íslensk fjölskylda flyst frá Danmörku til Selfoss um miðjan áttunda áratuginn og sögumaður okkar er þar innanborðs, yngstur fjögurra barna. Heimilisfaðirinn hefur tekið danska lifnaðarhætti sér mjög til fyrirmyndar, er „lige- glad“ fram úr hófi enda rokkstjarna á Norðurlöndum og ekkert fyrir það að láta smámuni halda fyrir sér vöku. Móðirin er öllu jarðbundnari manneskja, eldri systir virðist hafa týnst á gelgju- og uppreisnarskeið- inu, og tvíburunum, eldri bræðrum sögumanns, kynnumst við lítið, nema við vitum þeir eru góðir í fót- bolta þar sem báðir enda þeir í at- vinnumennskunni erlendis. Dregur til tíðinda í lífi nýfluttrar fjölskyld- unnar þegar nágrannar flytjast inn í húsið á móti en heimilisföðurnum til mikils hryllings eru þar á ferð- inni heimfluttir Íslendingar frá Sví- þjóð. Fátt ergir hann nefnilega meira en Svíar og allt sem sænskt er og nýtir þar höfundur sér rótgróinn meting milli þessara þjóða (líkt og birtist svo skemmti- lega í dönsku sjónvarpsþáttunum eftir Lars Von Trier, Lansanum) til að skapa sögunni heilmikinn húm- or, sérstaklega í fyrstu því smám saman fellur þessi þráður út úr bókinni. Hryggsúlan í verk- inu er síðan vinátta sem skapast milli sögumanns og sonar „sænsku“ hjónanna, Einars Andrésar. Sá síðarnefndi er reyndar dálítið furðulegt sköp- unarverk, fimm ára polli sem talar og hugsar eins og há- skólamenntaður al- vitringur. Framan af var ég langt í frá viss hvernig taka skyldi þessum pilti. Hann virkar skondinn í fyrstu, en síðan bara óhóflegur og dálítið úr takti við af- ganginn af sögunni. Einar reyndar vex sem persóna eftir sem árin líða og kastljóskennd orðræðan sem upp úr honum rennur verður í meira samræmi við þann sem mæl- ir, þ.e. ungling en ekki smábarn. Það er hins vegar ákveðinn skortur á jafnvægi í allri sögunni og höfundur virðist jafnvel eiga í erf- iðleikum með myndrænar lýsingar á atburðum sem verða stöku sinn- um þvældir og óskýrir, ekki er allt- af ljóst hver gerir hvað, eða hvernig eitthvað gerist. Öðruvísi er hins vegar farið með myndhverfingar, en sögumaður á það einmitt sam- eiginlegt með skapara sínum að hafa mikla ánægju af þeim, ekki síst eftir að sá fyrrnefndi ákveður að leggja fyrir sig starf ljóðara (en ljóðari er skáld sem stillir sér upp á landamærum sögunnar og ljóðsins). Innblástur finnur hann öðru fremur í lífi sjávardýra og umhverfi þeirra (eitt verk hans nefnist einmitt Feigðin sækir á fisk í vatni). Í þess- um kafla, líkt og þeim sem fjalla um íþróttamótið og gróðurhúsabrask félaganna, er höfundur á prýðisgóðu flugi og sagan verður hin ágætasta lesning. Stærsti galli bókarinn- ar er þó ójafnvægi í áhersluatriðum sem á köflum skekkir fram- rás sögunnar allveru- lega og forgangsröðun höfundar á efniviði vekur víða spurningar. Þannig fer til dæmis mun meira pláss í að lýsa baksögu ensks fótboltaspilara sem óvænt dúkkar upp á Íslandi (í för með bróð- ur sögumanns, þeir spila fyrir sama lið) og hverfur aft- ur eftir stutta viðdvöl og ástæðum þess að hann ákvað að koma til landsins, hvort tveggja atriði sem skipta næsta litlu máli, heldur en fjárhagsvandræðum föðurins, áhrif- um fjögurra ára brotthvarfs móð- urinnar á fjölskylduna, hvernig í ósköpunum kommúníski innsetn- ingarlistamaðurinn Grímur kemur sér inn í söguna, hvað varð um Radíó Selfoss vikuna fyrir hæfi- leikakeppnina, o.s.frv. Þá eiga hlut- ir til að gerast afskaplega hratt, til dæmis færast tvíburarnir frá þráhyggjukenndri ástundun fisk- veiða til að algjörs áhugaleysis um íþróttina í rúmlega einni efnisgrein, fólk hverfur eða deyr án þess endi- lega að skilja eftir sig ummerki að ráði, og persónur eiga það reyndar gjarnan til að láta sig hverfa spor- laust en birtast síðan aftur eins og hendi væri veifað ef þörf er talin á. Þá er kannski litið sem snöggvast til baka um eitt eða tvö ár og um- skiptum í lífi jafnvel nánustu ætt- ingja lýst í snarhasti líkt og það skipti harla litlu máli. Þá getur einnig brugðið til beggja vona með tilraunir um sögur af skrítnu fólki, en ansi mikið er af þreifingum í átt að þessari afar-íslensku frásagnar- tegund í bókinni: Jónas Fónías, Vindi veltennti, Verstaðabudda, Hrólfsstaðabóndinn og kattakonan Sjöfn svo aðeins þau séu nefnd sem fyrst koma upp í hugann. Sum eru minnisstæð, til að mynda gróteskur dauðdagi Hrólfsstaðabóndans, en önnur, líkt og kattakonan Sjöfn, eru sögunni ekki til framdráttar. Ein er aðferð höfundar sem mér fannst hins vegar aðdáunarverð, henni er beitt í hófi en jafnan með miklum áhrifum. Það er sú aðferð að hraðspóla í huga sögumanns til framtíðar frá tilteknu augnabliki þar sem heil orsakakeðja er sköpuð á einu vetfangi og eru það jafnan verstu möguleikarnir í stöðunni sem þannig birtast lesendum líkt og um orðinn hlut sé að ræða, þar til, allt í einu, framlitinu er hætt og við snúum aftur á upphafsstað. Þaðan heldur síðan sagan í allt aðra átt. Þetta er snjallt bragð og virkar vel. Sömuleiðis er haganlega smíðað þemað umhverfis Radíó Selfoss, þráður sem nær frá upphafi til endaloka þótt sjálft útvarpið komist kannski ekki almennilega í gang fyrr en í síðustu setningu bókarinn- ar. Þannig er ýmislegt áhugavert og gott í bókinni en ekki næst að skapa skáldsögu sem stendur traustum fótum, til þess eru agnú- arnir of margir. Afrakstur ljóðarans SKÁLDSAGA Radíó Selfoss SÖLVI BJÖRN SIGURÐSSON Mál og menning, Reykjavík, 2003. 260 bls. Björn Þór Vilhjálmsson Sölvi Björn Sigurðsson Bókin Jólasvein- arnir þrettán, jóla- vísur eftir Elsu E. Guðjónsson, er komin út í end- urbættri útgáfu. Bókin kom fyrst út fyrir jólin 1998 og var endurprentuð tvisvar óbreytt. Í þessari nýju útgáfu hefur verið bætt við vísum og myndum við aðaltexta. Auk þess eru nú í bókinni þrettán sjónablöð, þ.e. reitamunstur með lita- táknum og öllum jólasveinunum. Enn- fremur myndskreytt kynning á út- saumuðu jólasveinadagatali sem höfundur hefur hannað. Vísurnar, sem eru á íslensku, dönsku og ensku, fjalla um íslensku jólasveinana, Grýlu og Leppalúða og jólaköttinn. Sagt er frá sveinunum þrettán, sonum Grýlu og Leppalúða, sem koma til byggða fyrir jóla, einn á dag frá 12. til 24. desember og hverfa síðan, einn í senn, sá síðasti á þrettándanum. Bókin, sem er öll litprentuð, er skreytt sérhönnuðum útsaumuðum myndum eftir höfundinn. Myndirnar eru saumaðar úr íslensku einbandi með gamla íslenska krosssaumnum. Leiðbeiningar um saumagerðina er að finna aftast í bókinni. Útgefandi er höfundur en Háskóla- útgáfan dreifir. Jólasveina- dagatal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.