Vísir - 09.01.1981, Qupperneq 12
12
Vissir þú að
CTöCar^C* uu
<T <T,
býður mesta
úrva/ ung/inga-
húsgagna
á /ægsta verði
og á hagkvæm-
ustu afborgunar
kjörunum?
Bíldshöföa 20, Reykjavik
Simar: 81410 og 81199
Urval af
bílaáklæöum
(coverum)
Sendum
í póstkröfu.
Altikabuoin
Hverfisgötu 72. S 22677
Auglýsing um styrki til náms
við lýðháskóla í Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða frám nokkra styrki
handa erlendum ungmennum til námsdvalar
við norska lýðháskóla skólaárið 1981-82.
Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði/ hús-
næði, bókakaupum og einhverjum vasapen-
ingum.
Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18
ára og ganga þeir að öðru jöf nu fyrir sem geta
lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði fél-
ags- og menningarmála.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til
sendiráðsins fyrir 15. mars n.k. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást i sendiráðinu.
Den Kgl. Norske Ambassade
Fjólugötu 17
101 Reykjavik.
vtsm
Föstudagur 9. janúar 1981
Við getum gengiö
okkur tll ánægju
allan árslns hring
Á þessum árstima kjósa margir
að ylja sér innan fjögurra veggja
í sinum fristundum, i skjóli fyrir
veðri og vindum. En hins vegar
eru iika margir sem láta um-
hleypingasamt veður og myrkur
ekki aftra sér frá útiveru. Fyrir
þá siðasttöiu höfum við samband
við Einar Guðjohnsen fram-
kvæmdastjóra hjá Útivist og
Þórunni Lárusdóttur fram-
kvæmdastjóra Ferðafélags
Isiands tii að grennsiast fyrir um
ferðir um helgina á vegum
þessara tveggja ferðafélaga.
Fjöruferð á Álftanesið.
„Við förum eftir hádegi á
sunnudag i gönguferð um Alfta-
nesið”, sagði Einar hjá Útivist,
„lagt verður af stað frá Umferöa-
miðstöðinni klukkan eitt eftir há-
degi og liklega komið aftur til-
baka um fimmleytiö. Dagsbirtan
stjórnar förinni, Alftanesferðirn-
ar lengjast um leið og daginn fer
að lengja”.
Auk þess að vera i góðum
félagsskap Útivistarfólks og
teyga hreint loft i lungun, hvað
er skoðunarvert á Alftanesinu?
„Það er alltaf eitthvað gott i
fjörunni,” sagði Einar Guðjohn-
sen, „vonandi getum við gengið
úti hrakhólmana á sunnudag.
Hrakhólmarnir eru vestur af nes-
inu eða utan á nesinu. Þar eru
stundum selir að svamla i kring-
um hólmana. Svo er gönguleið úti
Skansinn, sem hann Óli Skans er
kenndur við. Skansinn er virki
sem Danir reistu hér fyrr á öld-
um, reyndar eru bara tóftabrotin
minjar þess sem var. Nú ef við
verðum heppin á sunnudag getur
verið að við finnum Oðuskeljar.
Ég var nýlega á göngu um
Seltjarnarnesið og þar fann ég
öðuskeljar en þær má oft finna
eftir brimrót”.
Fyrir þá sem ekki þekkja til,
má geta þess að Öðuskel er stærri
en kræklingur og þykir fiskurinn
úr skelinni herramannsmatur.
Skelin er hreinsuö aö utan og soð-
in í sjóvatninu þangað til skelin
opnast.
Einar Guðjohnsen gat þess
einnig að margar gönguleiðir
væru um Alftanesið og varla hægt
að ganga um allt nesið á einum
eftirmiðdegi, og bætti þvi við að
þessi ferð á sunnudag væri létt
gönguferð fyrir alla fjölskylduna.
Hvert fer Ferðafélagsfólk
um helgina?
Þórunn Lárusdóttir sagði okkur
að förinni væri heitið i gönguferð
á Úlfarsfell i Mosfellssveit, einnig
á sunnudag á sama tima og lika
lagt upp frá Umferðamiðstöðinni.
„Við erum aðallega að hugsa
um hreyfinguna og útiloftið,
gangan upp á Úlfarsfell er auð-
veld, svo allir geta tekið þátt i
henni. Ef veður verður gott- er út-
sýnið yfir sundin og sveitina, þess
virði að leggja á sig 2-3 tima
göngu. Margir af okkar ferða-
félögum taka með sér gönguskiöi,
þvi þarna er mjög gott göngu-
sklðasvæði. Já, það hefur aukist
að fólk velji gönguskiöin”, svar-
aði Þórunn Lárusdóttir.
Tóku þau Einar og Þórunn bæði
fram að nauðsynlegt væri fyrir
fólk aö klæða sig vel. Ullarnærföt-
in væru ómissandi, ullarsokkar,
góöir eða stigvél hlifðarfatnaöur
vatns- og vindþéttur og vettlingar
og húfur alveg nauðsynlegir hlut-
ir. En eins og Þórunn Lárusdóttir
sagði” .. ég hef tekið eftir þvi að
húfan vill stundum gleymast
heima.”
Ferðagarparnir fullyrtu að
vetrardrunginn sem oft leggst
yfir fólk eftir hátiðarnar, fjúki i
fjalla-og fjöruloftinu. Takið samt
endilega húfu með i förina, hún
fýkur ekki.
—ÞG
Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að leggja land undir fót á gönguskíðum.
Um hunang
HIISRÁD
Oft kemur það fyrir, þegar
við erum að sýsia eitthvaö viö
matseld f eldhúsunum okkar,
að við þurfum nokkra dropa af
sitrónusafa i matinn. Og þegar
við höfum skorið sitrónu i tvo
hluta og notum annan til að
kreista úr þessa dropa sem til
þarf, verður reyndin oft sú að
af hinum helmingnum verði
litil not. Agætt húsráð er þá að
stinga til dæmis heklunál i
sitrónu og kreista dropana úr
sitrónunni. Geymist sitrónan
ágætlega i nokkra daga i is-
skáp.
Og meira um stitrónur. Við
blöndun ýmissa drykkja þykir
gott að hafa bæði ismola og
sitrónusneiöar í drykkjum.
Heyrt höfum við af ráðagóðri
konu, sem slær tvær flugur i
einu höggi. Hún sker sitrónur i
litla báta, frystir þá og notar
siðan i drykkina sem „ismola-
báta”.
t hvitum sykri er ekki snefill af
fjörefnum eða steinefnum, hann
er hreint kolvetni. Hunang hefur
hinsvegar inni að halda mörg
vitamin, svo sem C. Bl, B2, B3B6,
cholin og pantótinsýru. Ennfrem-
ur steinefni eins og kalium, kalk,
fosfór, kopar, magnesium, járn,
kisil auk margra snefilefna. Auk
þess hvataefni (enzym). Sumir
telja dökkt hunang næringarrik-
ara en ljóst hunang. Rússar hafa
fundið, að sýklar lifa ekki nema
fáeinar klukkustundir i náttúru-
legu hunangi. Hunang hefur fund-
Venjulega eru skilningarvitin
talin fimm, þaö er sjón, heyrn,
ilmur, smekkur og tilfinning.
Stundum er talað um sjötta skiln-
ingarvitið, og er þá átt viö þá gáfu
sem sumir viröast gæddir að
„finna á sér” eitthvað sem er að
gerast eða er yfirvofandi. Um þá
dularfullu gáfu skal ekki rætt hér.
En hinsvegar skal á þaö bent, að
tilfinninguna má greina i marga
þætti, svo sem hitaskyn, kulda-
skyn, snertiskyn, sársaukaskyn,
Rannsóknir i Japan og Banda-
rikjunum hafa leitt i ljós, að börn
sem eru þaulsetin við sjónvarp fá
lægri einkunnir en en önnur börn.
ist óskemmt eftir 5 þúsund ára
geymslu.
Hunang ætti að nota i stað syk-
urs, þegar ástæða þykir til að
sykra fæðuna eða drykki. Sé hun-
ang svo tært, að hægt er að sjá i
gegnum það i glasinu, hefur það
verið hitað og jafnvel siað og
þannig svipt einhverju af
næringarverðmætum sinum.
Enginn skyldi háma i sig hun-
ang eins og venjulegan mat, held-
ur gæta hófs, og gildir það ekki
sist um sjúklinga með sykursýki
og feitt fólk.
titringsskyn og afstööuskyn, sem
er i þvi fólgið að menn geta greint
til dæmis hvort fingur er krepptur
eða réttur og eins um önnur
liðamót. í húðinni eru taugaendar
sem skynja eina sérstaka tegund
tilfinningarinnar, og þaðan flytj-
ast boðin til vissra heilastöðva á
sama hátt og frá öðrum skynfær-
um. Skilningarvitin eru sam-
kvæmt þessu um eða yfir tiu.
(Reform-Rundschau)
Taliö er aö börn á skólaaldri horfi
að meðaltali á sjónvarp um þrjár
klukkustundir á dag.
(Reform-Rundshau)
(Úr Let’s Live)
Hve mðrg eru skllníngarvliln?
Slónvarpsgiáp er forhelmskandi