Vísir - 09.01.1981, Side 28
* 4 »
wssm
Föstudagur 9. janúar 1981
síminnerðóóll
VEBUR-
SPÁ
DAGSINS
Kl. 6 i morgun var 973 mb
lægð út af Norður-Noregi á
hreyfingu austur en hæðar-
hryggur á Grænlandshafi og
um 970 mb lægð suður af
Baffinslandi sem hreyfðist
aust-norðaustur. í nótt eða
fyrramálið fer að hlýna fyrir
vestan land. Veðurhorfur
næsta sólarhring.
Suöurland til Breiöafjarðar:
Norðvestan 2—4 og skýjað
með köflum en gengur i
vaxandi sunnanátt og þykknar
upp í nótt.
Vestfirðir og Strandir og
Norðurland vestra: Hægviðri
og sumstaðar él í fyrstu, geng-
ur i sunnan 4—6 og þykknar
upp i nótt.
Norðurland eystra og
Austurland að Glettingi:
Norðvestan 6—8 en viða 9 á
Austurmiðum og él i fyrst en
fer að lægja siðdegis.
Austfirðir:Norðvestan 6—7 og
sumstaðar él norðan til i
fyrstu en fer að lægja siðdegis
Suðausturland: Norðan 3—5
og léttskýjað.
VEÐRIÐ
HÉR
0G ÞAR
Veður kl. 6 i morgun:
Akureyri skýjað -h5, Bergen
snjóél 1, Helsinki rigning 1,
Kaupmannahöfn rigning 2,
Reykjavik skýjað -=-4, Stokk-
hólmur alskýjað 4, Þórshöfn
snjóél 1.
Veöur kl. 18 i gær:
Aþenarigning 5, Berllnskýjað
h-7, Chicago heiðsk'irt h-7,
Feneyjar heiðskirt h-3,
Frankfurt þokumóða h-3,
Nuuk alskýjað h-2, London
mistur 9, Luxemborg þoku-
móða3, Las Palmasskýjað 19,
Mallorka hálfskýjað 7,
Montreal skafrenningur h-19,
Paris súld 2, Róm heiðski.rt
-5-1, Malaga léttskýjað 13,
Winnipeg snjókoma -=-14.
LOKÍ
segir
Sjómannafélag Reykjavikur
kallar loforð rikisstjórnar-
innar „piss upp i vindinn”.
Árni Gunnarsson talar um
„skítseyðishátt” ráðherra.
Þessi vökvakennda stjórn-
málaumræða er vissulega
nýjung I skammdeginu.
„MJOG ERFITT AR
FARA ÞESSA LEIR"
seglr úómsmálaráðherra um tillögu Ragnars Arnalds um breytingu á úrskurði kjaradóms
„Ég held að það sé mjög erfitt
að fara þessa leiö, því það er
ekkert þægilegt að ógilda það
sem dómstólar ákveða”, sagði
Friðjón Þórðarson, dómsmála-
ráðherra, þegar Visir spurði
hann i morgun álits á tillögu
Ragnars Arnalds, fjármálaráð-
herra.er hann lagði fram á fundi
rikisstjórnar i gær.
Þar vakti fjármálaráðherra
máls á þvi, að rikisstjórnin ó-
gilti niðurstöður Kjaradóms um
kjör þingmanna, með bráða-
birgðalögum. Yrði löggjöfin sett
til að kaup þingmanna yrði i
samræmi við þá stefnu i launa-
málum, sem rikisstjórnin boð-
aði á sinum tima, meðal annars
með tilliti til opinberra starfs-
manna.
„Þessi tillaga var rædd litii-
lega á rikisstjórnarfundi i gær,
en þar tóku menn ekki beina af-
stöðutilhennar, þ.e. hvorki með
eða á móti”, sagði dómsmála-
ráðherra. Aðspurður, hvort ein-
hverjar aðrar hugmyndir hefðu
komiðfram varðandi þetta mál,
kvað hann sér ekki vera kunn-
ugt um að svo væri.
A rikisstjórnarfundinum i gær
var skipuð nefnd, er skal kynna
sér umrætt mál og kynna niður-
stöður sinar á næsta rikisstjórn-
arfundi, sem haldinn verður á
þriðjudaginn kemur. 1 henni
eiga sæti Friðjón Þórðarson,
dómsmálaráðherra, Ragnar
Arnalds, fjármálaráðherra og
Ingvar Gislason, menntamála-
ráðherra.
—JSS
Ljósadýrð á Akureyri. Visismynd: ÞL.
Sáttafundur á morgun
í hátakjaradeilunni
ingaviðræður.
1 gær var haldinn sáttafundur i
kjaradeilu rikisverksmiðjanna og
stóð hann til miðnættis. Annar
fundur hefur verið boðaður kl. 2 i
dag.
—JSS
Bátasjómenn og útvegsmenn
hafa verið boðaðir til fundar hjá
rikissáttasemjara á morgun,
laugardag, Hafa viðræður legið
niðri siðan fyrir jól og hefur þar
ráðið mestu um óánægja útvegs-
manna með ihlutun rikisvaldsins
i samningamálum.
Alþýðusamband íslands hefur
fordæmt viðræðutregðu útvegs-
manna og segir m.a. i ályktun,
sem samþykkt var á miðstjórnar-
fundi i gær, að ASÍ taki eindregið
undir kröfu sjómanna um samn-
Storhækkun a bif-
reiðagjöldum
Bileigendur eru sem fyrr ó-
þrjótandi tekjulind fyrir rikissjóð
og nú hefur orðið stórhækkun á
verði þeirrar þjónustu sem Bif-
reiðaeftirlit rikisins veitir. Mest
varð hækkunin á nýskráningar-
gjaldi eða úr 16.800 gömlum krón-
um i 290nýkrónur, sem svarar til
29 þúsund gamalla króna.
Þáhækkaði gjald fyrir eigenda-
skipti úr 8.400 gkrónum i 140 ný-
krónur og bifreiðaskattur sem
tollstjóri innheimtir hækkaði úr
7.100 gkr. i 86 nýkrónur.
Hjá fjármálaráðuneytinu fékk
Visir þær upplýsingar að gjöld
þessi væru innheimt samkvæmt
aukatekjureglugerð. Væri venja
að endurskoða gjaldskrána um
hver áramót og hækkun væri á-
kveðin með tilliti til verðlags-
þróunar nýliðins árs.
—SG
Siasaðist
á höfði
og hálsi
Umferðarslys átti sér stað
um klukkan 15 i gær rétt aust-
an við Núpa i Ölfusi.
Vöruflutningabifreið þurfti
að nauðhemla, þar sem drátt-
arvél og hestur voru framund-
an á glerhálum veginum.
Pallbill sem á eftir kom, náði
ekki að hemla jafn snögglega
og lenti aftan á vöruflutninga-
bifreiðinni, með þeim afieið-
ingum að farþegi, sem var i
fremri bilnum, slasaðist á
höfði og hálsi, og var fluttur á
sjúkrahús.
—AS
íkveikjutii-
rauní húsi
á Laugavegi
Tilraun til ikveikju var gerð
á húsi við Laugaveg 29, á mið-
nættii nótt,en þar mun prent-
smiðja vera staðsett. Gluggi
var brotinn og eldur borinn að
blaðhrúgu fyrir innan glugg-
ann.
Vegfarandi sem átti leið hjá
um miðnætti varð var við eld-
inn, gerði lögreglu og slökkvi-
liði viðvart og tindi siðan blöð-
in út úr húsinu. Varð þvi ekki
eldsvoði úr ikveikjutilraun-
inni, en milliveggur sviðnaði.
—AS
Fieiri menn í
fíkniefnadeild
Fikniefnadeild lögreglunnar
fékk til liðsbótar við sig 2
starfsmenn nú um áramótin.
Að sögn Sigurjóns Sigurðs-
sonar lögreglustjóra var
gengið frá þessum tveimur
stöðum fyrir endanlega af-
greiðslu fjárlaga 1981. Nú eru
þvi starfandi 7 starfsmenn við
fikniefnadeildina og mun sá
áttundi að öllum líkindum
bætast i hópinn á næstunni
vegna sérstaks verkefnis.
—AS
Enn í gæslu
Annar barþjónanna, sem
kærðir voru fyrir að útþynna
áfengi viðskiptavina Hótel
Esju, var enn I gæsluvarðhaldi
rannsóknarlögreglunnar i
gærkvöldi. Hinn barþjónninn
hefur játað á sig verknaðinn
og var sleppt úr haldi á mið-
vikudaginn.