Vísir - 09.01.1981, Page 18
Nýlega rákumst viö á nafnið
„Akureyri" i fyrirsögn á iþrótta-
siðu dagblaðsins „Dayton Daily
News", sem gefið er út i Ohio i
Bandarikjunum. Við nánari lest-
ur kom i ljós, að þarna var um að
ræða hrossið „Akureyri", sem
hafðiorðið sigursælt á veöhlaupa-
brautinni og var frammistaða
þess mjög rómuð i blaðinu.
„Akúreyri” var riðiö af Eddie
nokkrum Maple en ekki er þes;
getið hvort hann er eigandi hross-
ins né hvernig nafn þess er til-
komið, en einhver hljóta tengslin
að vera við okkar ástkæru fóstur-
jörð. Ef einhver lesandi veit nán-
ari deili á hrossinu „Akureyri",
sem statt er i Dayton, Ohio, eru
upplýsingar þar að lútandi vei
þegnar.
Sylvia Kristel, sem
heimsfræg varö fyrir
túlkun sína á hinni
ástriðufullu Emanuelle,
er nú að upplifa raun-
verulegt ástarævintýri,
sem að hennar eigin
sögn er hið stórkostleg-
asta i sínu lifi til þessa.
Það er ameríski kvik-
myndaleikarinn og sól-
dýrkandinn George
Hammilton, sem hefur
með sjarma sinum, sól-
brúnku og tannkrems-
brosi, unnið hjarta
Sylviu hinnar fögru...
Emanuelle
ástfangin
Engin mynd fylgdi greininni um hrossið ,,Akureyri” i ameriska blaðinu en þess í stað birtum við verðlaunamynd Gunnars V. Andréssonar,
,,Vorleikur i Skagafirði” og eru skýringar óþarfar.
Hrossið Akureyri sig-
ursælt t Vesturheimi
„Er eins og þessi
byogd sé gleymd
- segir Guðrún Sverrisdóttir frá Selsundi i Heklubyggð, sem einangraðist frá umheiminum
,,Það er full ástæða til
að vekja athygli á þeirri
hættu sem svona einan-
grun getur haft i för með
sér, ekki sist þar sem
byggðin er á hættusvæði
vegna jarðskjálfta og
eldgosa”, — sagði
Guðrún Sverrisdóttir
frá bænum Selsundi á
Guðrún Sverrisdóttir segir það
vera brýna nauðsyn að auka
öryggi og bæta simaþjónustu i
sveitinni.
Rangárvöllum, en bær-
inn var einn þeirra bæja
i Heklubyggð sem ein-
angraðist i niu daga nú
um áramótin. Guðrún,
sem stundar nám i jarð-
fræði við Háskóla
íslands, var heima i
jólaleyfi og sagði hún,
að allir vegir hefðu lok-
ast og að auki hefði sim-
inn farið úr sambandi
þegar verst stóð á.
— „Ég veit að fólkið þarna i
sveitinni er mjög óánægt með
simaþjónustuna og þá fyrst og
fremst, að þetta svæöi skuli ekki
ganga fyrir hvað varðar við-
gerðaþjónustu enda er þetta jarð-
skjálftasvæði og Hekla sannaði
það rækilega i sumar, að hún er
til alls likleg” — sagði Guðrún
ennfremur.
— „Það má kannski nota tæki-
færiðog beina þeirri fyrirspurn til
Almannavarna h vort ekki sé hægt
að koma upp talstöðvum á að
minnsta kosti tveimur bæjum á
þessu svæði enda sannaði þessi
einangrun nú, að þess er full þörf.
Ég veit að það er ósk fólksins, að
góðu talstöðvakerfi verði komið
upp þarna, alla vega á meðan
simaþjónustan er svo slæm sem
raun ber vitni.
Aðspurð sagði Guðrún, að fólk-
inu hefði liðið bærilega i einan-
gruninni enda hefði ekkert alvar-
BUmsjón:
Sveinn
Guðjónsson.
legt komið upp, en á slikt væri
ekki að treysta eins og dæmin
sönnuðu. Þess vegna væri full
þörf á auknu öryggi og bættri
þjónustu Pósts og sima.
— „Það er eins og þessi byggð
sé gleymd. Það er oftast viðkvæð-
ið hjá ferðafólki sem kemur
þarna á sumrin, hvernig i ósköp-
unum fólk þori að búa þarna.
Hvað þá á veturna þegar þung-
fært er”, — sagði Guðrún.
Bærinn Selsund I Heklubyggð. Myndin var tekin I Heklugosinu i sumar.
. IJngfrú
Vetrarsoí
í Álaborg hafa menn löngum kunnað að greina
kjarnan frá hisminu og þar eru aðalatriði hvers
máls sett á oddinn. í dag eru það sólbrún brjóst og i
þvi skyni að velja úr þau fegurstu var efnt til sam-
keppni sem bar heitið „Ungfrú Vetrarsól”. Stúlk-
urnar á meðfylgjandi mynd voru meðal þátttak-
enda og er sigurvegarinn Anja Jacobsen á miðju
myndarinnar ásamt Gitte Brodersen sem var i öðru
sæti og Ann Larsen sem hreppti bronsið...