Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Leiðarvísir í ásta- málum er eftir höfundana Ingi- mund gamla, Ma- dömu Tobbu og Amor. Þessi bók er samsteypa smárita sem komu út árin 1922–1927 og var ætlað að veita lesendum hagnýt ráð á hlykkjóttum vegi ástarinnar. Bókin inniheldur sérstakan leiðarvísi í ástamálum fyrir unga menn. Þar er einnig að finna leiðarvísi fyrir ungar stúlkur sem glímir við spurninguna um hvað það sé sem gerir konur ynd- islegar í augum karlmanna. Í Hand- bók hjóna reynir Madama Tobba að vísa hjónum til vegar í völundarhúsi ástarinnar en höfundurinn Amor veitir að lokum forskriftir að ástar- og bón- orðsbréfum. Höfundar ritanna, skemmtikraft- arnir Ingimundur og Tobba, eru hold- gervingar tímans. Ingimundur Sveins- son, sem var bróðir Kjarvals, hermdi eftir íslenskum dýrum með fiðlu sinni á meðan Jónína Sigríður Jónsdóttir, Tobba, lék kúnstir fyrir áhorfendur eins og þrautþjálfaður sirkusleikari. Og Reykjavík hló. Leiðarvísir í ástamálum er 6. ritið í heimildaritaröð Söguspekingastiftis. Ritstjóri ritraðarinnar er Örn Hrafn- kelsson. Þorfinnur Skúlason og Örn Hrafnkelsson bjuggu bókina til prent- unar og rituðu inngang. Útgefandi: Söguspekingastifti. Dreifing: Háskólaútgáfan. Ritið er 88 bls.Verð: 1.860 kr. Ástamál Með okkar aug- um nefnist bók sem tileinkuð er börnum sem greind eru með einhvers konar fötlun eða sérþarf- ir. Bókin er að mestu skrifuð af 53 systkinum barna með sérþarfir. Ritstjóri er Don- ald Meyer. Í bókinni eru frásagnir barna á aldrinum 4–18 ára. Þau segja frá því hvernig þau upplifa að eiga systkini með sérþarfir s.s. einhverfu, flogaveiki, ofvirkni, blindu, lömun, Downs-heilkenni, Tourette-heilkenni, athyglisbrest o.fl. Einnig er að finna í bókinni skilgreiningar á þeim sérþörf- um, sem minnst er á, ásamt kafla um hvernig hægt er að leita frekari upp- lýsinga um efnið á Netinu. Að lokum eru upplýsingar um námskeið hjá Systkinasmiðjunni, ásamt upplýs- ingum um félagasamtök og stuðn- ingshópa sem að gagni mega koma. Þýðingin er unnin í samráði við for- svarsmenn Systkinasmiðjunnar og með þeirra milligöngu hefur verið bætt við frásögnum nokkurra ís- lenskra barna. Útgefandi er Huxi útgáfufélag. Bók- in er 128 bls. Verð: 1.890 kr. Félagsmál ÞAÐ gefur væntanlegum lesend- um líklega ranga hugmynd um þessa bók að segja einfaldlega að í henni séu myndir. Myndefnið er þó meginefni hennar og hreint dæmalaust gott og vel valið. Eins og kannski má ráða af titlinum, Íslenska bílaöldin, hefir bók- in að geyma yfirlit yfir sögu bílsins á Íslandi, en á næsta ári, 2004, er öld liðin frá því fyrsti bílinn, Thomsens- bíllinn svonefndi, kom hingað til lands. Þá áttu Íslendingar ekkert orð yfir þetta fyrirbæri en ýmsar tillögur komu fram. Ein hin fyrsta var „sjálf- rennireið“, sem þó náði ekki að festast í málinu, af skiljanlegum ástæðum. Þessi bók hefur að geyma gríðar- mikinn fróðleik um sögu bílsins og notkun hans hér á landi. Þetta er þó engin venjuleg sögubók. Hún flokkast undir það sem kallast „flettibækur“ og einkennast af mikilli notkun mynda. Þær eru margar á hverri opnu og mun óhætt að fullyrða, að nánast hver ein og einasta þeirra hafi umtalsvert heimildargildi. Hér er að finna myndir af bílum og bílamönnum við hinar fjölbreytilegustu aðstæður, allt frá árinu 1904 og fram undir okk- ar daga. Geta þeir sem bókinni fletta þannig fengið á skammri stund næsta glögga sýn yfir sögu bílsins á Íslandi. En þótt myndirnar séu fyrirferð- armiklar fer því fjarri að hér sé ein- ungis um myndabók að ræða. Hverri mynd fylgir texti og inn á milli er skotið lengra lesmáli, sem oft er tekið úr samtímaheimildum. Er þar oft um að ræða efni sem okkur nútímamönn- um kann að þykja bæði skondið og skemmtilegt, en þeim sem festu það á blað í upphafinu var síst hlátur í hug. Sem dæmi má nefna kafla úr grein, sem birtist í blaðinu Skutli á Ísafirði 13. ágúst 1927: „Oftast munu þeir [bíl- arnir] hafa farið helmingi hraðara um bæinn en lög stóðu til. Þetta komst upp í vana og engan drápu þeir; en ef nokkurstaðar var pollur á götunum spýttu þeir mórauða upp á hvern þann sem mætti þeim. Hefir engin kýr nokkru sinni slett svo ríflega úr hala sínum. Þetta var látið gott heita á daginn. En þegar slíku hélt áfram öll- um kvöldum og flestum nóttum, lið- langt vorið, tók þeim er sofa vilja á nóttum að þykja við of. … Bílarnir eru hentugur farkostur á nóttum fyrir þá sem ekki þarf lengur að lokka, heldur eru óðfúsir að brokka. Þá má hafa fyr- ir knæpur af öllu tagi, ef svo vill verk- ast, og hefur vitanlega oft verið gjört. Það segir sig nokkurn veginn sjálft hvernig næturnar verða notaðar í haust ef bílarnir sveima jafn sjálfráðir eins og hingað til.“ Mörg fleiri dæmi mætti tína úr bókinni um viðhorf landsmanna til bílsins og notagildis hans, þótt ekki verði það gert hér. Þetta er fróðleg bók og fallega unn- in og góður fengur fyrir alla bíla- áhugamenn. Sjálfrennireiðar og tryllitæki FRÓÐLEIKUR Íslenska bílaöldin ÖRN SIGURÐSSON OG INGIBERGUR BJARNASON 312 bls., myndir. Forlagið, Reykjavík 2003 Jón Þ. Þór Morgunblaðið/Eggert Örn Sigurðsson afhenti Geir H. Haarde eintak af bókinni Íslensku bílaöldinni. Hundabókin er eftir Joan Palmer í þýðingu Brynju Tomer sem einnig skrifar sérstakan kafla um hunda og hundahald á Ís- landi. Í bókinni er að finna aðgengi- lega og ríkulega myndskreytta umfjöllun um 234 hundategundir þar sem meðal annars er fjallað um uppruna, sögu, sér- kenni, lundarfar og umönnun. Þá eru þarfir hundsins fyrir hreyfingu, nær- ingu, feldhirðu og húsnæði settar fram á myndrænan hátt. Fjallað er um sögu og uppruna hunda, líkamsbygg- ingu, ræktun, tegundahópa og val á hundum. Einnig er að finna í bókinni myndskreyttar útskýringar á ýmsum sérfræðihugtökum í hundarækt. Bók- in er unnin í samráði við fjölda sér- fróðra aðila hérlendis og hefur verið kappkostað að aðlaga bókina ís- lenskum aðstæðum. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 256 bls., í stóru broti, prent- uð í Singapúr. Loftur E. Leifsson hannaði bókarkápu. Verð:7.990 kr. Handbók SÉRA Baldur Vilhelmsson, pastor emeritus í Vatnsfirði, er löngu þjóð- kunnur maður. Ekki er það þó af því að hann hafi haldið sér svo mjög fram, lagt undir sig fjölmiðla eða hlaðið á sig vegtyllum. Alls ekki. Hann hefur unað í sínu prestsemb- ætti vestur á fjörðum á fimmta ára- tug og ekki hirt um breytingu þar á. Þjóðkunnur er hann fyrir snjöll og beinskeytt tilsvör og smáglettnar fyrirtektir. Hvernig skyldi svo prentuð ævi- saga hans vera, þykir mér líklegt að einhverjir spyrji. Vera má að hún komi á óvart og væri það ekki ólíkt séra Baldri. Í rauninni er sú bók sem nú birtist tæplega ævisaga í venjulegum skiln- ingi. Að vísu greinir prestur nokkuð frá uppruna sínum, bernsku og æsku í Skagafirði og frá ýmsu er greint um prestsskap hans vestra. En í öllum meginatriðum er þó fyrsti hluti bókarinnar – af þremur – margir stuttir frásagnarþætt- ir, þar sem meira er sagt af sóknarfólki, vinum og kunningjum en af séra Baldri. Þá eru einnig þættir um trúmál, kennslustörf, ferðalög og fleira. Séra Baldur er dul- ur maður á eigin hagi. Hann segir ekki fleira en hann vill segja. En það sem hann setur í orð er sagt af góðri frásagnarhæfni og er oft bráðskemmtilegt. Glettnin er þar ríkjandi, en engu að síður leynir sér ekki að undir býr alvaran hjá djúpt hugsandi og vitrum manni. ,,Já, góði. Höfum ekki fleiri orð um það, heyri ég séra Baldur segja! Annar kafli bókarinnar er Sögur, sem sagðar eru af séra Baldri. Flest- ar þeirra hafa flogið víða og skemmt mönnum. Hér er þó ekki öllu til skila haldið. Heyrt hef ég fleiri. Um sög- urnar segir séra Baldur sjálfur: ,,Ekki mun það alveg allt vera satt. En margt af því sem ég hef heyrt af því er alveg satt.“ Þessar sögur eru það sem hefur gert séra Baldur þjóðkunnan. Hann hefur að því er mér skilst lifað í sátt og samlyndi við söfnuð sinn, þótt góður prest- ur, einkum snjall ræðu- maður, orðið vinsæll og ekki aðhafst neitt það, sem kemur sögusögn- um á kreik. Þriðji og síðasti bók- arkaflinn er Dómar og minningar nokkurra samferðamanna séra Baldurs. Eru þetta tíu smáþættir eftir jafnmarga menn. Sumir þeirra eru bráðskemmtilegir, en allir bregða þeir upp skýrum svipmynd- um og segja frá eftirminnilegum at- vikum í lífi þessa eftirminnilega klerks. Sjálfur ritar séra Baldur fáein orð í upphafi bókar og nokkrar línur til viðbótar að bókarlokum. Enda þótt séra Baldur sé ekki sjálfur skrásetjarinn er engu að síð- ur augljóst að það er hann sjálfur sem segir frá og með sínum eigin orðum. Annað væri líka fráleitt. Frá- sögnin er víðast hvar afar góð bæði hvað málfar og innihald varðar. Tungutak séra Baldurs hefur sér- stakan svip og greinileg höfundar- einkenni. Stundum verður frásegj- andinn verulega skáldlegur og tekur gullfallega spretti. Þetta er ekki mikil bók að vöxtum og svo þægileg er hún lesandanum að það er næstum eins og hún lesi sig sjálf. Yfir frásögninni er hlýr og notalegur blær. Áberandi er hversu vel prestur talar um fólk, undirstrik- ar mannkosti þess og ég minnist þess ekki að hann hallmæli nokkrum manni. Beiskjulaus er frásögn hans með öllu. Allmargar myndir eru í bókinni frá ýmsum tímum í æviferli séra Baldurs og við ýmsar aðstæður. Skrásetjari virðist mér hafa unnið verk sitt af smekkvísi og kunnáttu- legri samviskusemi. Vatnsfjarðarklerkur segir frá ÆVIMINNINGAR Séra Baldur HLYNUR ÞÓR MAGNÚSSON Vestfirska forlagið, Hrafnseyri. 2003, 221 bls. Sigurjón Björnsson Baldur Vilhelmsson FÁGUN og klassísk heiðríkja ein- kennir skáldskap Sveins Snorra Sveinssonar í nýrri ljóðabók hans Leiðsögn um húsið. Við stígum inn í fegurðarheim fullan af lífsspeki og settlegri orðræðu um tilfinningar. Megineinkenni ljóða hans er að þau eru myndrík og hverfast í kringum lífsspeki- og siðferðiskjarna. Boð- skapur ljóðanna er að jafnaði þekki- legur en þó almennur og kunnugleg- ur. Merking ljóðanna er því fremur boðun en leit, fremur staðhæfing en spurn: … ásýnd hlutanna breytist, en eðli þeirra ekki … … við sem teljum nútímann tíma andlegra framfara og mannréttinda vöðum villu og svíma. … Við notum tímann sem mælikvarða mann- legra afreka en afrek mannsins falla í skuggann af því sem maðurinn hefur ekki gert … Í lífsspeki Sveins má greina ákveðna tví- hyggju, aðskilnað hlut- veru og andlegrar veru. Hann ræðir m.a. um lífsins tré sem tákn mannsandans hér á jörðu, okkur beri að vökva rætur þess trés og því oftar sem við hlýðum á innri rödd okkar því meir nálgumst við þennan manns- anda og lífstréð: „Við förum að ilma / í andlegri merkingu / eins og viður …“ Oft dregur hann upp nokkuð tign- arlegar myndir. Þannig segir hann að sérhver maður sé „eins og land / sem lýsir yfir sjálfstæði / en dregur ekki fánann niður / að lokinni athöfn“. En þó kemur fyrir að hið hátimbraða myndmál verði fullmikið af því góða og missi þannig marks. Þannig er með titilljóð bókarinnar en þar er dregin upp samlíking milli hugar skáldsins og húss hans. Í gegnum allt kvæðið erum við minnt á þessi tengsl með því að tengja hugsanir og til- finningalíf innanstokks- munum, „knippi af visn- uðum vonum / í grænum vasa“, „dúkuð borð til- veru minnar“, „óhreint baðherbergi ákvarð- ana“ og „hálft út úr dyr- um / liggur rúm hugs- ana minna“. Þessi nýgerving gerir að mínu mati kvæðið ofljóst og svo er borið í bakkafullan lækinn með því að taka fram í loka- ljóðlínunni: „Þetta hús er hugur minn.“ Það má einnig velta því fyrir sér hvort ljóðformið sé heppilegasta bók- menntaformið fyrir vangaveltur sem þessar. Ég sé ákveðna hættu á því að textinn verði að málskrúði utan um lífsspekikjarna í stað ljóðrænnar upp- lifunar. Betur hugnast mér raunar þau ljóð sem hafa yfir sér allt að því nýklassískan blæ eða nýrómantískan og fjalla um átök fegurðar og sárs- auka. Í kvæði sem ber nafnið Vetr- arhjartað þiðnar lætur skáldið feg- urðina bræða inniðið hjartans kalda: Þar sem áður var ís drýpur nú vatn svo tært og hreint að út af brjóstinu leggur ljósbrot líkt og af demanti sem finnur sinn fyrsta dag. Aðeins regnbogans er saknað. Leiðsögn um húsið er að flestu leyti vönduð bók þar sem lífsspeki, fagur- fræði og siðferðisboðskapur eru sveipuð myndríku ljóðmáli. Í sumum ljóðum seilist skáldið að vísu fulllangt í myndskreytingu hugsana sinna svo að þau missa marks en í öðrum geng- ur þessi aðferð betur upp, einkum þar sem horfið er frá boðun en athyglinni beint að innri átökum og tilfinningum ljóðsegjanda. Myndrík lífsspeki LJÓÐ Leiðsögn um húsið Sveinn Snorri Sveinsson Höfundur gaf út. 2003 – 64 bls. Skafti Þ. Halldórsson Sveinn Snorri Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.