Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Safn samískra ljóða, Undir norð- urljósum, í þýð- ingu Einars Braga er komið út. Í bókinni eru birt ljóð 14 sam- ískra sam- tímaskálda, hið elsta fætt 1936 og hið yngsta 1974. Öll eru þau kynnt með æviágripi. Þýðandi ritar bæði formála og eftirmála að bók- inni. Í kynningu þýðanda segir að með þessari bók ljúki sjö bóka flokki með þýðingum á samískum skáldskap. „Ég vænti þess að þetta megi telj- ast breið kynning á ljóðum allra samískra samtímaskálda sem gefið hafa út eina eða fleiri ljóðabækur auk nokkurra skálda sem ekki hafa gefið út bók ennþá en eiga vegna ótvíræðra hæfileika heima í verki af þessu tagi. Í fyrstu bókinni eru auk samtímaljóða sýnishorn jojktexta, þjóðsagna og ævntýra frá fyrri öld- um.“ Útgefandi er Ljóðbylgja og er bók- in 161 bls., í kiljubroti, prentuð í Steinholti. Ljóð Saga kvikmynda- listarinnar er eft- ir David Park- inson. Þýðandi er Vera Júlíusdóttir. Ritstjóri er Guðni Elísson. David Park- inson rekur þró- un hreyfimynda frá fyrstu skuggasýningunum til kvikmynda samtímans. Hann gerir grein fyrir undirstöðuatriðum og lyk- ilpersónum í listrænni og tæknilegri þróun greinarinnar og bókin er ein- staklega tæmandi yfirlit yfir kvik- myndagerð heimsins. Bókin er hluti af ritröð Bók- menntafræðistofnunar Háskóla Ís- lands. Útgefandi er Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan. Dreifing: Háskóla- útgáfan. 306 bls. Verð: 3.990 kr. Saga „Hvar eru konurnar?“ er spurning sem öðru hvoru hefur heyrst í þessu jólabókaflóði. Hún heyrist í einkasamtölum þeirra sem eru áhugamenn um samtímabók- menntir og kjósa að lesa bækur eft- ir bæði karla og konur og hún glumdi víða í fjölmiðlunum í tilefni af tilnefningum til íslensku bók- menntaverðlaunanna. „Nú eiga þeir sem telja konur eftir að fara af stað“ sagði Eiríkur Guðmundsson í útvarpsþættinum Víðsjá (enn sár eftir athugasemdirnar sem hann fékk í fyrra þegar bókin sem hann ritstýrði, Skáld um skáld, þar sem birtar voru greinar eftir sautján karla og þrjár konur kom út). Já hvar eru bækur kvennanna um þessi jólin, frumsamdar skáldsögur þeirra má telja á fingrum annarrar handar og sama gildir um ljóða- bækurnar. Í báðum þeim bóka- flokkum er að finna verk sem hefðu sómt sér vel meðal bóka tilnefndra til bókmenntaverðlauna. En það var ekki ætlunin að fetta fingur út í tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, nennir því nokkur lengur? Hins vegar langar mig að svara spurningunni sem sett var fram hér í upphafi: „Hvar eru konurnar?“ Það eru nefnilega ekki færri konur en karl- ar sem koma að bókaútgáfunni um þessi jólin, líklega eru þær fleiri þegar allt er talið. Konurnar skrifa barnabækur, konurnar mynd- skreyta barnabækur og konurnar þýða. Af barnabókum segi ég kannski fréttir síðar en nú langar mig að tala um þýðingar. Með ritdómi um skáldsöguna Hálfbróðurinn eftir Lars Saabye Cristensen í Lesbók Morgunblaðsins 29. nóvember síðastliðinn birtist ljósmynd af skáldinu og hinum ís- lenska þýðanda þess. Fyrir miðri mynd blasir skáldið við, eins og eðlilegt er. Til hlið- ar við það stendur þýðandinn, Sigrún Kr. Magnúsdóttir, en ekki er hægt að greina andlitsdrætti hennar því hún snýr andlitinu að skáldinu en frá þeim sem ljósmyndina tekur. Þetta sjón- arhorn á skáldið og þýðanda þess segir í raun alla söguna um stöðu þess síðarnefnda, við vitum að hann er inni í myndinni en andlit hans er okkur ókunnug, ósýnilegt og í fæst- um tilvikum höfum við áhuga á því að þekkja þýðandann. En í slíku viðhorfi er að sjálfsögðu fólgið stór- kostlegt vanmat á starfi þýðandans sem er þegar best tekst til ekkert ómerkilegri listræn sköpun en starf þess höfundar sem þýddur er – get- ur meira að segja stundum tekið því fram. Þýðingar á erlendum bók- menntaverkum hafa oft átt undir högg að sækja á íslenskum bóka- markaði, enda kannski skiljanlegt að frumsamdar íslenskar bækur veki meiri forvitni í bókaflóðinu. En það er eins og eitthvað sé að gerast á sviði íslenskra bókmenntaþýðinga núna, eftir nokkurra ára lægð. Á markað streyma nú nýjar úrvals- þýðingar á úrvals bókmenntaverk- um (og endurútgáfur á öðrum) og sérstaka athygli vekur hversu konur eru að koma sterkt inn sem þýðendur. Á þetta er vert að benda núna þegar nöfn kvenna heyrast lítið í bóka- umræðunni fyrir jólin. Þegar bókatíðindum er flett kemur í ljós að hlutfall kvenna og karla meðal þýðenda fagurbókmennta er jafnt og ef þýðingar á barna- og unglinga- bókum eru teknar með skjótast konurnar fram úr. Af athyglisverðum þýðingum sem koma út núna fyrir jólin má nefna Glerhjálminn eftir Sylviu Plath, en þessi fertuga skáldsaga er gott dæmi um nútímaklassík, verk sem á skilið skilgreiningu sem brautryðjandaverk í ýmsum skiln- ingi. Verkið þýðir Fríða Björk Ingvarsdóttir. Glerhjálminn má vel skilgreina sem feminíska skáldsögu og í þann flokk fellur einnig saga hinnar sænsku Marianne Fredriks- son um Maríu Magdalenu, en þýð- andinn Sigrún Ástríður Eiríks- dóttir hefur á undanförnum árum þýtt margar af skáldsögum þessa höfundar á íslensku. Einnig mætti fella skáldsögu Michaels Cunn- inghams, Stundirnar, sem kemur út í íslenskri þýðingu Þorbjargar Bjarnar Friðriksdóttur (sem áður hefur þýdd Búddenbrooks- fjölskyldusögu Thomasar Mann) í flokk með feminískum skáldsögum. Skáldsaga Cunninghams byggist að verulegu leyti á ævi (og dauða) Virginiu Woolf og skáldsögu henn- ar Frú Dalloway og margir þekkja kvikmyndina sem gerð var eftir sögunni nýverið. Eins og í þeim þremur skáldsögum sem þegar eru nefndar er kona í miðju frásagn- arinnar í öðru klassísku nútíma- verki sem kemur út nú fyrir jólin, Mannorðsmissi Katrínar Blum, eft- ir hinn þýska Heinrich Böll í ís- lenskri þýðingu Baldurs Ingólfs- sonar. Sú ádeila sem þar er á ferðinni á miskunnarleysi fjölmiðla og sókn í æsifréttamennsku á ekki síður við í dag en þegar verkið kom fyrst út. Af nýjum þýðingum má nefna þrjár sem allar fjalla um ferð ein- staklings til framandi menningar- heima, þótt þær séu ólíkar að flestu öðru leyti. Hér er um að ræða fræga skáldsögu Edgars Allans Poe, Ævintýri Arthurs Gordons Pym, í þýðingu Atla Magnússonar, sem gerist m.a. um borð í hval- veiðiskipi og á Suðurheimskautinu. Píanóstillirinn eftir Daniel Mason er frumraun ungs bandarísks læknanema sem byggir söguna á rannsóknarferð sinni inn í Myan- mar-frumskóginn á landamærum Búrma og Taílands, en þangað fór hann til að rannsaka malaríu. Það er Halla Sverrisdóttir sem þýðir verkið. Bóksalinn í Kabúl eftir norsku blaðakonuna Åsne Seier- stad fjallar hins vegar um dvöl höf- undar hjá afganskri fjölskyldu í Kabúl vorið eftir fall talíb- anastjórnarinnar. Bókin sem þegar er mjög umdeild er þýdd af Ernu Árnadóttur. Þá er skemmtilegt að sjá að nor- rænar samtímabókmenntir eru að öðlast sinn fasta sess meðal ís- lenskra þýðinga. Auk verðlauna- verks Saabye Christensen, Hálf- bróðurins, og Maríu Magdalenu eftir Fredriksson má nefna Elling. Paradís í sjónmáli eftir hinn norska Ingvar Ambjørnsen í þýðingu Ein- ars Ólafssonar; Dýrðlegt fjölda- sjálfsmorð eftir hinn finnska Arto Paasilinna í þýðingu Guðrúnar Sig- urðardóttur og Ristavél eftir hinn danska Jan Sonnergaard í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Það sem er sérstaklega skemmtilegt við þessar bækur er hvernig sérkenni hverrar þjóðar fyrir sig kemur fram í þeim (eða á ég að segja: goðsagan um þjóðareðlið?). Einnig er vert að geta um endurútgáfur á íslenskum þýðingum Steinunnar Briem á bók- unum um Múmínálfana eftir hina finnsku Tove Jansson. Þær eru klassík sem ekkert barn má fara á mis við. Íslenskir lesendur ættu að taka þýðingum á norrænum sam- tímaskáldskap tveimur höndum, þó ekki væri nema bara vegna þess hversu fjölbreytilegur hann er – og ólíkur breskum og bandarískum samtímaskáldskap. Hér hafa ekki verið taldar upp allar þær erlendu bækur sem komu út í íslenskum þýðingum þetta árið, ótaldar eru til að mynda nokkrar spennusögur sem margar hverjar eru af háum gæðaflokki. En af því sem hér hefur verið talið fram má vera ljóst að útgáfa á íslenskum þýðingum virðist í uppsveiflu og hlutur kvenna er þar mikill. Hvort tveggja finnst mér góðar fréttir. Um konur og þýðingar Soffía Auður Birgisdóttir Soffía Auður Birgisdóttir MIKIÐ bar á síðustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Höfundur Ís- lands, enda mun sú bók vafalaust telj- ast, þegar litið verður um öxl, lyk- ilverk í skáldsagnagerð síðustu ára. Í nýjustu bók sinni, Hr. Alheimur, eru áherslur hins vegar aðrar og skyldi bókin heldur borin saman við sumar eldri skáldsögur höfundar, verk á borð við Þetta er allt að koma og 101 Reykjavík, hvað óbeislaða gaman- semi og áherslu á dægurmenningu varðar. En óhætt er einnig að segja að Hallgrímur ítrekar hér stöðu sína í íslenskum bókmenntum sem allt í senn, ruslakista og endurvinnslustöð þjóðlegrar jafnt sem alþjóðlegrar há- og lágmenningar, sem og eins manns nýsköpunarsjóður tungumálsins. Það sem fyrst fangar athygli væntanlegs lesanda bókarinnar eru frumlegar umbúðir: kápuhönnun dregur dám af myndbandahylkjum og auglýsingaplakötum kvikmynda. Bandarískar kvikmyndastjörnur, með Marlon Brando í fararbroddi, skreyta kápuna, „kynningarljós- myndir“ úr bókinni er að finna á henni aftanverðri, einkennilega sem það nú hljómar, og káputextinn klykkir út með: „Sígild jólamynd frá Máli og menningu“! Þegar lestur hefst kemur líka í ljós að undirtitill bókarinnar, „Hollywood-mynd“, á við fleira að styðjast en frumlega kápu- hönnun. Sagan sjálf fær á sig yfirbragð sem liggur mitt á milli kvikmyndahandrits og eins konar kvikmyndaritunar, því að verið sé að endursegja kvikmynd í orðum. Ekki er nóg með að handritslegar tilvís- anir sem kveða á um breytt sögusvið séu algengar („cut to“ o.s.frv.) heldur birtast þeir upphafstitlar og enda- titlar sem maður á að venjast úr bíó á viðeigandi stöðum í bókinni. Til að kóróna bíólíkinguna er tekið fram innan sviga hver leikur hvaða persónu í fyrsta sinn sem hún stígur fram á sjónarsviðið. Þetta er það fyrsta sem taka verður afstöðu til. Það næsta er sögu- þráðurinn. Þar greinir ekki frá smámennum. Reyndar er löng leit að skáldverki sem skartar jafngöfugum sögu- hetjum. Guð er hér í aðal- hlutverki ásamt ýmsum helstu snillingum (og al- ræmdum ófétum) mann- kynssagnanna, en orðið verður hér að vera í fleir- tölu þar sem í bókinni er snert á sögum ýmissa þeirra sjö hundruð og fjórtán mannkynja sem finna má á dreif í smáhreppum og sólarsýslum geimveldisins. Í upphafi verks stend- ur Guð á tímamótum, óslökkvandi þekkingarþrá og tæknihyggja hafa fleytt mannkyninu á Jörðinni handan leyfilegra marka í umsköpun sinni á náttúrunni. Klónun er þar kornið sem fyllir mælinn. Þegar Guð verður þess var að maðurinn er farinn að leika Guð ákveður hann að komið sé nóg, kyn þetta sé til eintómra vand- ræða, og hætta beri leik þegar hæst stendur. Hann ákveður að útrýma lífi á Jörð, og byggja hana að nýju með öllu metnaðarlausari lífverum. Fyrri helmingur sögunnar nýtur ótvírætt góðs af dæmalausri hug- myndaauðgi höfundar. Vel má ímynda sér að Hallgrímur hafi skemmt sér nær því jafnvel við að skapa guðshýbýli og lesandi hefur af því að kynnast þeim. Helstu hug- myndum kristinna manna um himna- ríki er öllum er snúið á hvolf. Hér birtist okkur himnafaðir sem einna helst líkist góðlegum, íbyggnum en þó dálítið kaldranalegum gæludýra- búðaeiganda sem megna óbeit hefur á tilbeiðslutilburðum skjólstæðinga sinna. Hann er vissulega dálítið stolt- ur af verklegum og áþreifanlegum eiginleikum, ásamt eðlisfræðilegum lögmálum, sköpunarverksins en skiptir sér lítið af framvindu atburða og lífs innan þess umhverfis sem hann hefur ákvarðað. Þannig lét hann reyndar undan háværum kröf- um framliðinna um að búa sér einhvers kon- ar líkamlegt eftirlíf, í ætt við þær hugmynd- ir sem ríkja á mörgum hnöttum um verðlaun á himnum, en gerði það sérviskulega eins og allt annað, og lét sjálfum mönnunum eftir að ákvarða hverj- ir skyldu þar fá inn. Sem gerir það að verkum að við hlið al- kunnra góðmenna er líka að finna fígúrur eins og Neró, Oswald og Hitler. Gangvirki lífsins er svo hin mikla endurholdg- unarkenning sem, eins og hún starfar hér, virðist eiga rætur í Platóni en sálum er skutlað aftur til jarðar eftir þörfum, og margar þær persónur sem lesendur kynnast eiga að baki fleira en eitt sögulegt æviskeið, og bera merki þess í nöfnum sínum, eins og t.d. Marteinn Lúther Lúther King og Genghis Kahn Krupp. Hér líkt og víðar er Hallgrímur á heljarinnar flugi – húmorinn og hugmyndirnar á hverju strái, framrás þeirra í raun líkt og um beljandi fljót sé að ræða. Í nöfnum persónanna og því hver leik- ur þær felast öllu jafnan margvísleg- ar vísanir og oft bráðfyndið að sjá hverjum Hallgrímur blandar saman. Framvindan er síðan knúin af til- raunum útsjónarsamra jarðarbúa við að koma í veg fyrir fyrirhugaða alút- rýmingu mannkyns númer 607. Reynist þar Napóleón Nixon margra manna maki (sem hann bókstaflega er) og tekur sér fyrir hendur ferðalag niður til Vítis í von um bandalag við Myrkrahöfðingjann til að steypa al- föður. Hallgrímur tekst hér á við um- fangsmikið viðfangsefni þar sem undir liggur almættið sjálft, himna- ríki og hel ásamt sköpunarverkinu í heild. Þess má geta að viðlíka ferða- lög eru vel þekkt í bókmenntasög- unni en í gegnum aldirnar hefur mönnum unnvörpum misheppnast skáldleg útfærla á himnabústaðnum, að mestu vegna þess að mál þeirra og myndir voru færðar í fjötra af hvoru tveggja, innri trúrækni og ytri valda- boðum. Sköpunarmátturinn fékk í slíkum tilvikum aftur á móti að njóta sín í vandvirknislega smíðuðum pynt- ingartólum og skipulagðri landafræði Vítis. Hallgrímur hins vegar lætur gamlar kreddur sig hvergi trufla, enda óforskammaður helgimynda- brjótur, og verð ég að viðurkenna að mér fannst honum takast með ólík- indum vel upp með himnaríki: drætt- ir þessa upphafna íverustaðar eru skýrir, frumlegir og lífið þar á köflum bráðfyndið – þar gefur t.d. að líta eit- urhnyttna senu þar sem kvenskör- ungur mikill, Rox, húðskammar Guð fyrir kaldlyndi í garð kvenna. Þá er atriðið umhverfis fiskitrúarfólkið frá Nordon afar velheppnað. Sjálfur er Guð flóknasta persóna bókarinnar, og sú sem býr yfir mestri dýpt. Hann er klofinn og kvalinn, dularfullur og mannlegur í senn, og einhvern veg- inn fyllir hann yfirskilvitlegt hlutverk sitt af reisn. Öllu lakari er hins vegar áferð minni manna – hinir stórsögu- legu íbúar himnaríkis eru flestir heldur litlausir og nær engin tilfinn- ing skapast fyrir jarðneskum „mik- ilfengleika“ þeirra þar sem flestir tala eins og nútímalegir Reykvíking- ar, hvort heldur sem um er að ræða mikil skáld eða stjórnmálaskörunga. Þá er Víti í meðförum Hallgríms heldur hefðbundnari sköpun en himnaríki, saurugt, dimmt og fjand- samlegt, og minnti um margt á frum- stætt teknópartíið í Zion í Matrix 2. Hr. Alheimur er skáldsaga sem gengur, líkt og himnaríki í bókinni, fyrir hugviti höfundar. Ímyndunarafl og sköpunarþróttur, sem birtist ekki síst í látlausum orðaleikjum og heil- mikilli uppfinningasemi hvað um- hverfi sögunnar varðar, eru einkenni verksins ásamt frumlegum tilraunum með form. Flest af þessu virkar prýðilega, margt ókunnugt ber fyrir sjónir sem og óvæntar aðferðir. Þetta er gamanleikur um guðdóminn og fyrir okkur mennina er um að ræða fyrirtaks skemmtun sem á köflum leynir á gagnrýnisbroddum. Guðdómlegur gamanleikur SKÁLDSAGA Hr. Alheimur Hallgrímur Helgason 287 bls. Mál og menning. Reykjavík. 2003 Björn Þór Vilhjálmsson Hallgrímur Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.