Vísir - 03.02.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 03.02.1981, Blaðsíða 28
wsmm Priðjudagur 3. febrúar 1981 síminn er 86611 veðurspá J dagsins ■ Um 800 km aust-norðaustur af ■ Langanesi er 970 mb lægð á 5 leið austur, minnkandi lægð- fl ardrag meðfram suðurströnd _ blands, en vestan til á Græn- fl landshafi er heldur vaxandi _ 984 mb smálægð, sem hreyíist [J austur eða suðaustur. Frostið _ fer heldur vaxandi. Veður- fl horfur næsta sólarhring. Suðurland til Brciðafjarðar: bs Norðaustan gola eða kaldi og | léttskýjað með köílum i ■ fyrstu en þykknar siðan held- fl ur i loíti. Hæg breytileg átt eða ■ sunnan gola og viða él eða 1 snjókoma siðdegis, mest þó á K miðum. Léttir aftur til i nótt I með norðaustan golu. Vestfiröir: Norðaustan gola ■ eða kaldi, viða dálitil snjó- fl koma eða él. Strandir og Noröurland vestra ogNorðurland eystra:Norðan " gola eða kaldi, viða dálitil él. 9 Austurland að Glettingi:®* Norðankaldi eða stinnings- fl kaldi, él, einkum noröan til. Austfirðir: Norðan stinnings- B kaldi til landsins en viða all- hvassteða hvasst á miðum, él, fl viða þurrt sunnan til á Aust- _ fjörðum. Suöausturland: Norðan eða _ norðvestan stinningskaldi eða fl allhvasst, léttskýjað. veðriD ■ hér og ' har • V'eðrið kl. (i i morgun: Akureyri skýjað -i-6, Helsinkifl rigning 1. Kaupmannahöfn _ rigning 5, Osló skyjaö 4-2, | Reykjavik hálískyjað Stokkhólmur skýjað 4, bórs-fl höfn haglél 2. Veðrið kl. 18 i gær: Aþenaheiörikt 10, Berlinskýj-■ að 5, Chicago léttskýjaö 13, ■ Feneyjarþokumóða 7, Frank-B furtþokumoða 4-2, Nuuksnjó-fl koma 4-7, London mistur 10, ® Luxemhurg þokumóða 2, Lasfl Palmas léttskýjað 17, Mon-® treai rigning 2, New Yorkfl rigning 9. Paris skýjað 7, ® Róm þoka 8, Vin léttskýjað 7, I VVinnipeg iskorn 4-18. Loki segir Alþýöublaðið skýrir frá þvi i morgun, aö veriðsé að „kanna ýmsa möguleika á að selja eignir, sem Alþýðuflokkurinn á hlut i”. Þaö er sem sé ekki bara fylgiö, sem er aö hverfa á þeim bæ. Hafa skattayfirvöld aðgang að manntaisuppiýsingunum? „Hefur ekkerl á pað reynt" - segir skattrannsóknastjóri „Viö höfum ekki haft neinn áhuga á upplýsingum úr mann- tali og þvi hefur ekkert á það reynt, hvort við hefðum rétt á slikum upplýsingum”. Þetta sagði Garðar Valdi- marsson, skattrannsóknastjóri, þegar blaðamaður Visis spurði hann, hvort hann teldi sitt em- bætti geta kraíið Hagstofuna um upplýsingar, sem fram koma i nýja manntalinu. Komið hafa fram efasemdir um, að Hagstofunni væri stætt á að neita skattayfirvöldum um upplýsingar úr manntali, en hagstofustjóri hefur itrekað fullyrt, að enginn aðili gæti sótt þangað upplýsingar um ákveðna einstaklinga. „Tekjuskattslögin veita okkur mjög viðtæka upplýsingaheim- ild, en það liggur ekki fyrir neitt prófmál um það, hvort við höf- um rétt á upplýsingum úr manntali og ekkert slikt er i gangi”, sagði Garðar. Aðspurður sagðist hann ekkert geta sagt um þaö, hvort hugsanlegt væri að skattrann- sóknadeildin fengi áhuga á manntalsupplýsingunum, en hingað til hefði svo ekki verið. Garðar gat þess, aö skatta- yfirvöld hefðu áður íengið upplýsingar um einstaklinga samkvæmt dómsúrskurði og nefndi sem dæmi, aö 1965 hefði Landsbankinn veriö dæmdur til þess að veita slikar upplysing- ar. —P.M. Flestir fremstu rokktónlistar- menn landsins koma fram á tón- leikunum f kvöld. Tvennir John Lennon-tónlelkar „Það er ljóst, að Lennon á það stóran aðdáendahóp hér á landi, að einir tónleikar duga engan veginnogþess vegna hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika i kvöld kl.11.15”, sagði Ottar Felix Hauksson, sem annast hefur framkvæmd á minningartónleik- um um John Lennon, sem haldnir verða i Austurbæjarbiói í kvöld. Sv. G. Fæst 20-30 miiijona hlutafe í Helgarpóstinn utan ntaðs? Starfsmenn Helgarpóstsins munu taka við rekstri blaðsins frá næstu mánaðamótum, auk þess sem fleiri aðilar munu leggja fé i reksturinn. Verður rekstur Helg- arpóstsins þá óviðkomandi Al- þýðuflokknum og Alþýðublaðinu. Það er Blaðaútgáfan Vitaðs- gjafi, sem hefur gefið Helgar- póstinn út, dótturfyirtæki Alþýðu- blaðsins með sjálfstæða stjórn, og hefur Alþýðuflokkurinn ekki haft nein áhrif á efnisinnihald HP. Björn Vignir Sigurpálsson, annar af ritstjórum Helgarpóstsins, sagði i samtali við Visi i morgun, að það væri ákvörðun starfs- manna blaðsins að taka við rekstrinum. Áður hafði Birni og meðritstjóra hans, Arna Þórar- inssyni, verið falið af starfsmönn- um að kanna, hvort aðrir aðilar væru tilbúnir að taka við rekstr- inum. Svo reyndiist vera, en á fundi starfsfólks HP þótti betri kostur, að það tæki sjálft við rekstrinum og tryggði þar með sjálfstæði ritstjórnar. Ekki vildi Björn Vignir greina frá þvi, hvaða aðili eða aðilar það voru, sem vildu taka að sér reksturinn. A næstu dögum verður fyrirhugað rekstrarform kannað, en Björn sagði að HP kæmi áfram út i óbreyttri mynd. Leitað yrði eftir 20-30 milljón gkróna hlutafjár starfsmanna, en enginn einn aðili mundi eiga stóran hlut. — SG Þau höfðu ástæðu til að vera ánægð á laugardaginn, Visis-Coltinum rikari. Þorsteinn, dóttirin lris og Soffia. Ertu ekki að plata mig? - sagðl Þorsteinn Friðriksson á Akureyri, begar honum var tilkynnt að hann væri eigandi Vísis-Coltsíns „fíg trúi þessu varla, ertu ekki að plata mig, ertu ekki að plata mig?” sagði Þorsteinn Friðriks- son, bifvélavirki á Akureyri, þeg- ar Iiöröur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Vfsis, hringdi til hans á föstudaginn, og tilkynnti Þorsteini, að hann væri oröinn eigandi að Visis-Coltinum. ,,Nú getur maður farið að trúa þessu, fyrst þú ert kominn”, sagði Soffia Ásgeirsdóttir, kona Þor- steins, þegar Visismenn heim- sóttu þau á laugardaginn. „Þorsteinn sagði við mig, þeg- ar hann kom heim úr vinnunni: ,,Eru þeir ekki búnir að hringja frá Visi?” Ég neitaði þvi náttúr- lega, en hann sagði, að það hefði svona hvarflað að sér, að við fengjum Coltinn”, sagði Soffia. Þorsteinn var farinn i sextugs- afmæli, þegar Hörður hringdi. „Það var hringt til min, þvi að ég fór ekki i afmælið. Sá sem hringdi lagði mikla áherslu á að fá að vita hvar Þorsteinn væri, en ég var ef- ins um, hvort ég ætti að gefa það upp, þvi að ég hélt að þetta væri einhver með bilaðan bil. En maðurinn sagði þaö svo áriðandi að ná i Þorstein, að ég lét til leið- ast”, sagði Soffia. „Éghélt fyrst, að það væri ein- hver aö plata mig, trúði þessu varla”, sagði Þorsteinn. „Það var ekki fyrr en ég hafði fengið staðfestingu á þessu eftir öðrum leiðum, að ég sanníærðist nokk- urn veginn um, aö ég væri orðinn eigandi að Coltinum. Ég er hins vegar varla farinn að átta .mig á þessu ennþá”, sagði Þorsteinn i lok samtalsins. Þorsteinn hefur verið áskrif- andi að Visi i um 8 ár og sagöist á- nægður með blaðið. Sérstaklega hrósaði hann Visi fyrir þá ný- breytni að hafa blaðamann á Akureyri, en Visir er eina dag- blaðið, sem hefur fastráðinn blaðamann utan Reykjavikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.