Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 B 3 NFRÉTTIR RAGNAR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, var kjörinn formaður Amerísk-íslenska versl- unarráðsins á aðalfundi félagsins síðastliðinn mánudag. Ragnar segir að það leggist vel í sig að taka við formennsku í félag- inu en hann hefur ekki verið í því áður. Verslunarráðið hafi unnið að ýmsum framfaramálum s.s. á sviði viðskipta, skatta- og menntamála. Á þessum málum hafi hann mikinn áhuga. Að sögn Ragnars var m.a. rætt um það á aðalfund- inum hvort hægt væri að auka viðskipti milli Íslands og Bandaríkjanna. Hann segir að mikið hafi verið horft til Evrópu í þessum efnum að undanförnu en minna til þess stóra og hagkvæma markaðar sem sé í Bandaríkjunum. Fundarmenn hafi verið á því að þar kunni að vera ónýtt tækifæri og einnig að ástæða geti verið til að kanna hvort einhvejar hindranir séu fyrir auknum viðskiptum. Þá hafi einnig komið fram vilji fyrir því að skoða hvernig aðstæður íslenskra náms- manna séu, námsmanna sem hafi áhuga á að læra í Bandaríkjunum. „Útlit er fyrir að vaxandi hluti af útflutningi frá Íslandi verði á veg- um fyrirtækja sem eru í Norður- Ameríku,“ segir Ragnar. „Þau tvö álver sem eru hér á landi sem og væntanlegt álver á Austurlandi eru öll í eigu aðila þaðan. Það er því að verða mikil breyting á sam- setningu vöruútflutnings frá Ís- landi og tengslin við Norður-Am- eríku munu því án efa eflast í framtíðinn. Meðal annars vegna þessa er ástæða til að skoða sam- skiptin enn frekar.“ Nýr formaður Amerísk-íslenska verslunarráðsins kjörinn Ragnar Guðmunds- son, formaður Amer- ísk-íslenska versl- unarráðsins. BRESKA matvörukeðjan Morri- son hefur gert kauptilboð upp á 3 milljarða punda eða um 384 milljarða króna í matvörukeðjuna Safeway. Barátta milli breskra matvörukeðja um kaupin hefur staðið yfir í ellefu mánuði en tilboð Morrison markar að líkindum endalok baráttunnar, að því er fram kemur á fréttavef Reut- ers. Tilboðið jafngildir 283 pensum á hlut í Safeway sem er um einu pró- senti undir markaðsgengi. Morrison-keðjan er sú fimmta stærsta á matvörumarkaðnum í Bretlandi en Safeway er sú fjórða stærsta. Þrjár stærstu matvörukeðj- ur landsins, Tesco, Asda og J. Sains- bury, voru útilokaðar frá kaupum á Safeway af breskum samkeppnisyf- irvöldum í september síðastliðnum. Í frétt Reuters segir að Morrison komi til með að hagnast á samningn- um, þrátt fyrir að tilboðið sé hærra en það sem Morrison lagði fram í janúar síðastliðnum. Þá vildi Morri- son bjóða 2,9 milljarða punda eða um 371 milljarð króna í Safeway. Það til- boð jafngilti 294 pensum á hlut sem er tæpum 3% yfir markaðsgengi. Safeway er ekki talið munu fara eins vel út úr samningnum og er sam- keppnisyfirvöldum kennt um. Telja sérfræðingar að meira hefði fengist fyrir Safeway ef þremur stóru keðj- unum hefði ekki verið meinað að gera kauptilboð. Þótt Morrison fái að kaupa Safe- way krefjast samkeppnisyfirvöld þess að keðjan selji aftur 52 mat- vöruverslanir af þeim 480 verslunum sem nú eru starfræktar undir hatti Safeway. Stóru keðjurnar þrjár, Tesco, Asda og J. Sainsbury, geta boðið í þessar verslanir ef og eftir að samningur Morrison og Safeway gengur í gegn. Morrison með nýtt tilboð í Safeway HAGNAÐUR Odda hf. á Patreks- firði nam 18,4 milljónum á síðasta rekstrarári sem nær frá 1. septem- ber 2002 til 31. ágúst 2003. Árið á undan nam hagnaðurinn 61 milljón króna. Þetta er fimmta árið í röð sem hagnaður var á rekstri félagsins. Samanlagðar rekstrartekjur fisk- vinnslu og útgerðar voru 17% hærri en árið á undan og námu rúmum ein- um milljarði króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að minnkandi hagnað megi rekja til nokkurra neikvæðra þátta í útgerð- arrekstri félagsins. Eins lægra af- urðaverð, bæði vegna lækkunar á af- urðamörkuðum og vegna óhag- stæðrar gengisþróunar íslensku krónunnar. „Hin góða afkoma síðastliðinna ára hefur gert það að verkum að eig- infjárstaða félagsins er nú um 337 millj. kr. og eiginfjárhlutfallið 36% Þá batnaði lausafjárstaðan og veltu- fjárhlutfallið hækkaði úr 1,09 í 2,5,“ að því er segir í tilkynningu. Aðalfundur, sem haldinn var ný- verið ákvað að greiða 7% arð til hlut- hafa. Nýlega keypti félagið 80 milljóna hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Glámu hf. í þeim tilgangi að styrkja rekstr- argrundvöll sinn í atvinnurekstri á Patreksfirði til framtíðar. Eignar- haldsfélagið Gláma hf. er einnig í eigu Þórsbergs ehf. í Tálknafirði og aðila á Drangsnesi, ásamt Byggða- stofnun og hefur það að markmiði að fjárfesta í álitlegum framtíðarverk- efnum á þessum stöðum, sem og annarsstaðar á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri Odda hf. er Sigurður Viggósson og stjórnarfor- maður Einar Kristinn Jónsson rekstrarhagfræðingur. Aðrir lykil- stjórnendur eru Halldór Leifsson út- gerðarstjóri, Skjöldur Pálmason framleiðslustjóri, Smári Gestsson yf- irvélstjóri og Jón Bessi Árnason skipstjóri. Hagnaður Odda 18,4 milljónir ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.