Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  tóku bréfin aftur að hækka og segja má að það hafi gerst í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs sem birt var um miðjan ágúst. Í því uppgjöri mátti sjá nokkra aukningu tekna frá sama tímabili árið áður, en þó mun minni aukningu en eftir fyrsta fjórðung. Kostnaðurinn hafði dregist mikið saman og þar virðist endur- skipulagningin hafa skilað sér. Vegna þessarar þróunar dróst tapið saman um helming frá sama fjórðungi í fyrra og var rúmar tíu milljónir dala. Í frétt frá fyrirtækinu var haft eftir forstjóra þess að það hefði færst nær því markmiði sínu að reksturinn stæði undir sér. Í lok október kynnti fyrirtækið tölur þriðja ársfjórðungs og þá var tapið komið niður í rúma eina milljón dala, en tapið fyrir sama fjórðung ári áður hafði verið rúmar tuttugu milljónir dala ef undan er skilinn kostnaðurinn vegna uppsagn- anna. Tekjurnar höfðu aukist verulega milli ára og kostnaðurinn hafði minnkað mikið. Í lok fjórð- ungsins átti fyrirtækið rúmar 78 milljónir dala í sjóðum og í yfirlýsingu frá forstjóra þess, sem fylgdi með uppgjörinu, sagði meðal annars að í fjórðungnum hefði tekist að ná jákvæðu fjár- streymi úr rekstrinum. Hlutabréf fyrirtækisins hreyfðust lítið við birtingu uppgjörsins og það var ekki fyrr en eftir birtingu næstu uppgötvana sem bréfin fóru að hækka á ný. Hér að ofan hefur verið reynt að rekja það sem helst kann að hafa valdið þeirri þróun hlutabréfa- verðs deCODE sem sést hefur á undanförnum mánuðum. Eins og jafnan má færa rök fyrir því að verðið ráðist af nokkrum samverkandi þáttum. Í fyrsta lagi má nefna almenna þróun hlutabréfa- verðs líftæknifyrirtækja, bæði til skamms tíma og þegar litið er á samanburð deCODE og líf- tæknivísitölu Nasdaq til lengri tíma. Þetta skýrir þróun gengis bréfa deCODE þó aðeins að hluta til og ef látið er nægja að bera de- CODE saman við vísitöluna á þessu ári virðist mega ætla að mestur hluti hækkunar deCODE sé vegna atburða sem tengjast fyrirtækinu sjálfu en ekki markaðnum í heild, þótt að einhverju leyti kunni einnig að vera um leiðréttingu að ræða vegna fyrri lækkunar. Þessir atburðir hjá fyrirtækinu eru blanda af jákvæðum fréttum, sem það hefur verið duglegt að senda frá sér á allra síðustu mánuðum, og þeirri þróun sem sést í uppgjörum þess. Frétt- irnar, þó að í þeim sé ekkert fast í hendi, og upp- gjörin, auk almennrar hækkunar líftæknifyrir- tækja, hafa að öllum líkindum spilað saman og orðið til þess að hlutabréf fyrirtækisins eru nú eftirsóttari meðal fjárfesta en þau hafa lengi ver- ið. Þetta á ekki síst við um erlendu fjárfestana, sem hafa, eins og áður sagði, sýnt fyrirtækinu verulega aukinn áhuga. 40% á árinu. DeCODE hefur að vísu hækkað miklu meira, eða um 330%, en skýringin á hækk- un fyrirtækisins er engu að síður að hluta til al- mennt betra viðhorf til slíkra fyrirtækja. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti af þróun líftækni- vísitölu Nasdaq annars vegar og gengisþróun de- CODE hins vegar, tók líftæknigeirinn fyrr við sér en deCODE og fór að hækka strax á fyrsta fjórð- ungi ársins þegar gengi deCODE var enn nánast lárétt strik. Þegar hlutabréf deCODE tóku að hækka hækkuðu þau aftur á móti mun skarpar en bréf keppinautanna og má meðal annars sjá það af því að frá miðju ári hefur líftæknivísitalan nán- ast staðið í stað, en gengi deCODE hefur hækkað um 150%. Þess má reyndar geta að hækkun hlutabréfa á árinu einskorðast alls ekki við líf- tæknigeirann, því að almenna Nasdaq-hluta- bréfavísitalan hefur á árinu hækkað ámóta mikið og líftæknivísitalan, og reyndar heldur meira. En þó að deCODE hafi á þessu ári hækkað langt umfram líftæknigeirann í heild verður að líta til þess að frá skráningu á markað og fram á þetta ár hafði fyrirtækið lækkað mun meira en meðalfyrirtækið í þessum geira. Lækkun de- CODE á fyrstu mánuðum eftir skráningu var raunar svo mikil, eins og fyrrnefnt samanburð- argraf sýnir, að þrátt fyrir mikla hækkun á þessu ári á fyrirtækið enn töluvert í land að ná vísitöl- unni þegar litið er á tímabilið í heild. Bættur rekstrarárangur Þó að hér að framan hafi verið fjallað um aðra þætti en fjárhag fyrirtækisins og þróun rekstr- arins vegur sá þáttur vitaskuld þungt. Ástæða þess að hann er ekki nefndur fyrr er þó sú, að hann ræður líklega minna um verð hlutabréfa de- CODE en margra fyrirtækja sem kalla mætti hefðbundnari. DeCODE er ungt fyrirtæki sem byggir á rannsóknum og nýjum uppgötvunum og fram til þessa hefur það, eins og við mátti búast, skilað neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Tapið hefur þó minnkað, kostnaðurinn dregist saman og tekj- urnar aukist, sem allt er jákvætt. Síðasta ársuppgjör, sem birt var í lok mars á þessu ári, sýndi mun meira tap en ári áður. Að hluta til var þetta vegna aukins rannsóknar- kostnaðar, en að stærstum hluta vegna kostnaðar í tengslum við miklar uppsagnir fyrirtækisins í lok september árið 2002. Þá sagði fyrirtækið upp 200 af 650 starfsmönnum sínum í tengslum við meiriháttar endurskipulagningu rekstrarins. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs þessa árs var birt um miðjan maí. Þar kom fram að tekjur fjórð- ungsins höfðu meira en tvöfaldast milli ára og kostnaðurinn hafði aukist nokkuð, en frá árs- fjórðungnum á undan hafði hann þó minnkað. Tapið hafði minnkað nokkuð frá fyrra ári. Markaðurinn tók uppgjörinu allvel og hluta- bréfin hækkuðu eftir birtingu þess, en áttu reyndar eftir að lækka á ný þar til í ágúst. Þá fljótlega hækkandi á ný. Seinni hluta september birti fyrirtækið frétt um grein eftir vísindamenn þess þar sem lýst væri í fyrsta sinn einangrun á meingeni sem tengist algengustu gerð heilablóðfalls. Í fréttinni kom einnig fram að niðurstöður rannsóknanna væru grunnur að þróun nýrra lyfja og greining- arprófa. Daginn eftir birtingu fréttarinnar hækk- aði gengi bréfanna um 14% og hélt í meginatrið- um áfram að hækka eftir það, en daginn fyrir birtingu greinarinnar var gengi bréfanna 4,08. Fyrir þessa frétt hafði engin frétt um árangur af rannsóknum deCODE borist mánuðum sam- an, eða frá því í byrjun ársins. Það má því gera ráð fyrir að fjárfestum þyki tíðar fréttir haustsins um jákvæðan árangur af starfi fyrirtækisins benda til þess að nú styttist annaðhvort í umtals- verðar áfangagreiðslur eða uppgötvanir sem leiði til lyfjaframleiðslu, en fyrirtækið hefur gefið hvort tveggja sterklega í skyn. Þetta kann því að hafa haft áhrif á gengisþróun haustsins. Á móti má benda á að jákvæðar fréttir af rann- sóknarárangri bárust allan tímann meðan gengi hlutabréfanna lækkaði, en þó báru þær fréttir ef til vill ekki með sér að jafn stutt kynni að vera í árangur sem kynni að skila markaðshæfri vöru og nú má lesa út úr fréttunum. Fréttirnar urðu á þeim tíma mun síður til þess að hlutabréfin hækkuðu tímabundið og höfðu yfirleitt lítil áhrif og hlutabréfin lækkuðu jafnvel þrátt fyrir frétt- irnar. Jákvæðar fréttir virðast því vera farnar að skila fyrirtækinu hækkandi gengi, en þetta er þó ekki alveg svona einfalt og það kemur fleira til. Almennar hækkanir líftæknifyrirtækja Líftæknifyrirtækið deCODE er ekki það eina í sínum geira sem hefur gert það gott á þessu ári, því líftæknivísitala Nasdaq hefur hækkað um Um miðjan nóvember var tilkynnt um að de- CODE hefði öðlast nýtingarrétt, eða sérnytja- leyfi, til að þróa og markaðssetja lyfjaefni frá þýska lyfjafyrirtækinu Bayer og að ætlunin væri að hefja klínískar lyfjaprófanir á hjartaáfalli í byrjun næsta árs. Af þessu tilefni var í frétt frá fyrirtækinu haft eftir forstjóra þess að sérnytja- leyfið færði fyrirtækinu „geysimikla möguleika á að breyta uppgötvunum okkar í afurðir og verð- mæti á markaði“. Sama dag og fréttin barst hækkaði gengi deCODE nokkuð, en lækkað strax aftur niður fyrir fyrra verð og hefur heldur farið lækkandi síðan. Snemma í nóvember kom frétt frá fyrirtækinu um að birst hefði grein eftir vísindamenn þess um að þeir hefðu fundið tengsl tiltekins erfðavísis og beinþynningar og að niðurstöðurnar væru not- aðar við þróun erfðafræðilegs greiningarprófs í samstarfi við Roche Diagnostics. Bréf deCODE hækkuðu nokkuð sama dag og fréttin birtist, en hækkunin gekk að mestu til baka degi síðar, þó að bréfin héldu síðan áfram að hækka eftir það. Um miðjan október bárust tvær fréttir frá fyr- irtækinu og var sú fyrri um það að Íslensk erfða- greining og Roche Diagnostics hefðu skilgreint mikilvægan erfðafræðilegan áhættuþátt hjarta- áfalls. „Við vonumst til að þessi uppgötvun muni í nánustu framtíð gera einstaklingum kleift að minnka áhrif fjölskyldusögu hjartaáfalls á eigin líf,“ var haft eftir forstjóra fyrirtækisins í frétt þess. Gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 34% sama dag og fréttin birtist, fór úr 5,07 dölum í 6,79 dali. Þessi frétt var birt á föstudegi og um helgina var birt önnur frétt, en þar sagði frá fyr- irhugaðri kynningu fyrirtækisins á tölfræðilegri greiningu allra krabbameinstilfella á Íslandi í hálfa öld. Strax eftir helgina lækkaði gengið aftur en hélst þó allan tímann vel yfir sex dölum og fór kinn áhugi á deCODE mánuðum og gengi þeirra hefur hækkað langt umfram sambærileg bréf 1 2  >! ? # @ < ,A (" 8 " ( <1 <1 =%1 2  >! ? # @ < ,A (" 8 " ( <1 <1 =%1 2  >! ? # @ 4- 43 0- 03 5- 53 - 3 ,)), ,))*  &  % --  /    --  &    #    5   .  % -    % **7         ) !) &    !) )    8          - &                       . &  &      # . &    91'   * &   -)      .!&   9  / **         **7      . &    * :          **-   **                        % -       !   !            5 !) &        %;+,  ! 7    %  #%              " #    * 4  <    5    #  #  !  #        !. &   9   !     . &         * &   -)   .!&    -         - %                 % - &.      %   => 1!  **7       !    -    7   !  1  =         4    &  ?  *      ** @        --   -    !       A  !     &    !   &    7 %       ?   *&         -                    - &  1       7    !   &     4            %  !  %   !     !* &  ! %  - !  %  @  -     :45B   - .  5 :   C %   7        --  %  % 7   9        % .% ! %    %  &        !   4   9        % .% - .  D:4 !            -)            !. &  @ E5        #  &    !  #      !* &  -   7  !7     7   F4'G !  !. &  ' H    * -$8<84   & %     !    !  %# !7 J %# **!7 6**!7 %  B,,= ; %# **!7 I %# **!7 J %# **!7 K  **!7 B,,B ; %# **!7 I %# **!7 J %# **!7 553 533 73 13 /3 63 -3 .3 43 03 53 3 ,))) ,))- ,)), ,))*  $% &'  "( )  < = 2 > ? @ < , ( 8 ( < < = 2 > ? @ < , ( 8 ( < < = 2 > ? @ < , ( 8 ( < < = 2 > ? @   ! # *!  + ,*      -,./ 0! haraldurj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.