Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Útlán, peningamagn og ójafnvægi aukast og því er haldið fram að ástandið sé farið að minna á árið 2000. Fjandsamlegar yfirtökur eru ekki fjandsamlegar hluthöfum heldur stjórnendum. Eru útlánin ólán en ekki lán og er fjandskapur betri en vinskapur? Á hugi á bréfum í deCODE hefur aukist mikið ef marka má þróun veltu með bréfin á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum þar sem þau hafa verið skráð síðan í júlí árið 2000. Frá því í lok sept- ember í ár hefur veltan á dag að meðaltali verið rúmlega 700.000 dalir, sem jafngildir rúmum 50 milljónum króna, en frá skráningu hefur meðalveltan verið rúmlega 220.000 dalir á dag. Veltan um þessar mundir er því rúmlega þreföld meðalvelta. Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti var gengi deCODE á bilinu 25 til 30 dalir fyrst eftir skráningu, en þegar leið á haustið 2000 fór það að lækka hratt og um eða upp úr áramótum fór gengið undir tíu dali. Gengið hélst nálægt tíu döl- um árið 2001, en í ársbyrjun 2002 lækkaði það aft- ur og fór að þessu sinni í um og innan við tvo dali. Síðastliðið vor tók gengið að silast upp á við á ný og í september tók það loks rækilega við sér og fór í fyrsta skipti í meira en ár yfir fimm dali. Um miðjan nóvember fór gengið yfir níu dali, en hef- ur gefið nokkuð eftir síðan. Markaðsverð fyrir- tækisins er nú um 30 milljarðar króna, sem er svipað og markaðsverð Bakkavarar, en ekki nema um fjórðungur af markaðsverði Pharmaco, svo tvö innlend dæmi séu nefnd. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessum auknu viðskiptum með bréf deCODE og hækkandi gengi fyrirtækisins, og hér að neðan verða nefnd- ar einhverjar af hugsanlegum ástæðum. Eitt af því sem vekur athygli er að áhugi útlendinga á fyrirtækinu hefur vaxið umtalsvert að undan- förnu. Þeir sem til þekkja telja jafnvel að öll við- bótarveltan stafi af auknum áhuga útlendinga. Áður hafi veltan að stórum hluta verið vegna við- skipta Íslendinga, en nú sé svo komið að einungis um fimmtungur viðskiptanna sé frá Íslendingum kominn, þó að um þetta sé ekki hægt að fullyrða nákvæmlega. Áhuga erlendra fjárfesta má meðal annars merkja af góðri þátttöku þeirra á kynn- ingu fyrirtækisins og hann má einnig sjá þegar nýlegir hluthafar eru skoðaðir, en meðal þeirra eru Price (T.Rowe) Associates, Barclays Bank og American Express Financial. Allir þessir og fleiri stofnanafjárfestar og verðbréfasjóðir hafa keypt hlutabréf í deCODE á síðustu mánuðum. Þessi aukni áhugi erlendra fjárfesta er ánægjulegur fyrir fyrirtækið, enda hlýtur tilgangurinn með skráningunni á erlendan markað meðal annars að hafa verið að vekja áhuga þeirra á því. Þrátt fyrir að hlutur Íslendinga hafi minnkað í viðskiptum með bréf deCODE mun áhugi þeirra hafa aukist, þó að það hafi ekki skilað sér í jafn miklum kaupum og hjá erlendu fjárfestunum. Þá má í þessu sambandi nefna að fyrir hálfum öðrum mánuði seldi aðstoðarforstjórinn, Hannes Smárason, rúmlega 240.000 hluti á 7,69 dali hlut- inn, eða samtals á rúmar 1,8 milljónir dala, sem jafngildir um 135 milljónum króna miðað við nú- verandi gengi dalsins. Eign Hannesar í fyrirtæk- inu eftir söluna eru tæpir 320.000 hlutir. Þá skiptir máli um viðskipti með bréf deCODE að fyrirtækið var 24. nóvember síðastliðinn tekið inn í líftæknivísitölu Nasdaq. Þetta hefur meðal annars í för með sér að ýmsir sjóðir sem hafa það að markmiði að fylgja vísitölunni kaupa nú í de- CODE og þar með aukast viðskiptin með bréfin. Önnur afleiðing er að gengi fyrirtækisins ætti að þróast meira í takt við líftæknigeirann í heild, sem kann að eiga sinn þátt í að gengið hefur lækkað frá því upp úr miðjum nóvember. Það sem óneitanlega hefur orðið til að auka áhugann á bréfum deCODE, bæði innan lands og utan, hafa verið þær fréttir sem borist hafa frá fyrirtækinu á þessu ári, en þær hafa verið nokkuð tíðar og jákvæðar. Hægt er að sjá að stundum í það minnsta hafa þær haft áhrif á gengi bréfa fyr- irtækisins, en erfitt er þó að meta hver langtíma- áhrif fréttanna hafa verið. Á línuritinu hér að of- an má sjá gengisþróunina og flestar af helstu fréttum af árangri fyrirtækisins. Tíðar fréttir af rannsóknum Nýjasta fréttin sem fyrirtækið sendi frá sér birt- ist fyrir réttri viku, en þá var greint frá því að tek- ist hefði að einangra tvö meingen sem tengjast offitu í rannsóknasamtarfi við alþjóðlega lyfjafyr- irtækið Merck. Í frétt frá fyrirtækinu var haft eftir forstjóra þess, Kára Stefánssyni, að fyrir- tækin væru nú í „ótrúlega sterkri stöðu til að hefja þróun á nýjum lyfjum gegn offitu“. Þrátt fyrir þessa jákvæðu frétt er ekki hægt að segja að gengi bréfa fyrirtækisins hafi tekið teljandi breytingum, en skýringin kann að vera sú að í lok september hafði verið tilkynnt um áfanga í þess- um sömu rannsóknum, og í framhaldi af þeirri til- kynningu hækkaði gengið töluvert. Endurvak Viðskipti með hlutabréf deCODE hafa aukist mikið á síðustu Tíðar fréttir hafa að undanförnu borist af rannsókn- arárangri deCODE og uppgjör fyrirtækisins sýna rekstrarbata. Haraldur Johannessen fjallar um geng- isþróun deCODE og þrjár meginskýringar hennar. <1 =%1 2  >! ? # @ < ,A (" 8 " ( <1 <1 =% 4- 43 0- 03 5- 53 - 3 ,))) ,))-                                              !         "#$  %  %  &  %' ( !) &    * +,            !   ! - .  % . ) !) &         *      ! &    #          0      & 1 2 3   4       6      -         -   **     . &        )  -     ! -)   **%    %  0  -   '*     I %# **!7 J %# **!7 6**!7 %  B,,, ; %# **!7 I % ** Í NÝLEGU Tilefni, sérútgáfu greiningar- deildar Kaupþings Búnaðarbanka, segir að ýmsar vísbendingar séu komnar fram í hag- kerfinu um aukna þenslu og ójafnvægi. Grein- ingardeildin segir að Seðlabankinn þurfi að grípa mjög fljótt í taumana til að varðveita stöðugleikann og segir vaxtahækkun virðast augljósasta kostinn. Eins og bent er á í Tilefni greiningardeild- arinnar þá tekur töluverðan tíma fyrir vaxta- breytingar að hafa áhrif, ef til vill eitt til tvö ár. Þá er bent á að hærri vextir muni jafnvel auka við þensluna í fyrstu með því að stuðla að hærra gengi og auka innflæði erlends fjár- magns inn í hagkerfið. Síðar muni vextirnir hins vegar draga úr neyslu og fjárfestingu og þannig koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins. Í umræðum um vaxtahækkun hér á landi hefur verið bent á að verðbólga sé lítil og kalli ekki á hærri vexti, en í Tilefninu segir að leið- andi vísbendingar hafi borist um aukna verð- bólgu í framtíðinni. Vísbendingarnar hafi vak- ið litla athygli, en veki þó ugg, sérstaklega þegar horft sé til þess að verðbólga hafi farið vaxandi að undanförnu og sé komin upp fyrir verðbólgumarkmiðið. Jákvætt sé þó að svo virðist sem eitthvað sé að hægja á gríðarlegri hækkun húsnæðisverðs, en hækkun þess hafi haldið verðbólgu uppi síðastliðið ár. Greiningardeildin hefur augsýnilega áhyggjur af að vaxtahækkun muni ekki hafa áhrif nægilega skjótt og veltir upp þeirri spurningu hvort mögulegt væri að fara aðrar og jafnvel fljótlegri leiðir til að slá á útlána- aukningu og aukningu peningamagns. Nefndar eru tvær leiðir sem deildin telur ákjósanlegar og báðar snúast þær um að beita Fjármálaeftirlitinu til að draga úr útlána- þenslu bankanna. Önnur leiðin væri að Fjár- málaeftirlitið setti fram kröfu um hærra eig- infjárhlutfall banka, annað hvort einstakra eða allra. Gallinn við þá hugmynd væri, að sögn deildarinnar, að með henni væri ekki gerður greinarmunur á mismunandi áhættu útlána. Hin leiðin gerir þennan greinarmun, því hún snýst um að fjölga áhættuflokkum útlána og setja strangari reglur um vægi einstakra áhættuflokka í áhættugrunni bankanna. Greiningardeildin segir að þessa leið megi gagnrýna vegna þess að hún geri ráð fyrir að til sé eitt „rétt“ verð á áhættu og að hægt sé að meta það annars staðar en á markaði. Á móti komi að allar reglugerðir um fjármálastofn- anir þurfi á einn eða annan hátt að styðjast við þá forsendu og núverandi eftirlit með bönkum sé opinbert en ráðist ekki á markaði. Eins og áður segir eru ástæður þess að hug- myndirnar koma fram þær, að greiningar- deildin telur hagkerfið nú sýna merki um aukna þenslu og ójafnvægi. Og deildin gengur raunar svo langt að segja óþægilega margt nú minna á ástandið á árinu 2000, það er að segja sterkt gengi með vaxandi viðskiptahalla sem haldið sé uppi með erlendri lántöku. Mikill vöxtur virðist vera í neyslu sem sé fjármögnuð með lántöku en sterkt gengi virki sem útsala á innfluttan neysluvarning. Halli á vöruskiptum virðist óðfluga nálgast hallann árið 2000. Það sem skilji á milli séu erlendir vextir, sem verið hafi óvenju lágir. Þess vegna hafi vaxta- greiðslur til útlanda verið lægri, sem hafi minnkað viðskiptahallann. ll PENINGAMÁL ll Haraldur Johannessen Aðgerðir gegn útlánaþenslu Er hægt að beita Fjármálaeftirlitinu í stað Seðlabankans til að draga úr útlánaþenslu og aukningu peningamagns? haraldurj@mbl.is FYRIRTÆKIÐ DaimlerChrysler hefur verið dregið fyrir dómstóla. Forstjóri þess, sem kemur frá Daimler-hluta fyrirtækisins, er sakaður um að hafa beitt blekkingum til að fá samþykktan samruna fyrirtækjanna á jafnréttisgrundvelli, en í raun hafi verið um að ræða yfirtöku Daimler-Benz á Chrysler. Fyrrum stærsti hluthafi í Chrysler krefst himinhárra bóta vegna þessarar meintu blekkingar, en á móti er því annars vegar haldið fram að þetta sé misskilningur Kerk- orians og hins vegar að hann hafi í raun grætt á þessu, því líkur séu á að án samrunans væri Chrysler nú afar illa statt. Þetta er út af fyrir sig áhugavert mál, en að mati The Wall Street Journal er þó fleira í því en virðist vera í fyrstu. WSJ spyr hvers vegna málið hafi lent fyrir dómstólum og svarar því til að það sé vegna þess að fjandsamlegar yf- irtökur séu nánast liðin tíð í Bandaríkjunum. Hugtakið „fjandsamleg yfirtaka“ sé raunar rangnefni, því yfirtökur séu yfirleitt aðeins fjandsamlegar stjórnendum hins yfirtekna fyrirtækis, en hluthafarnir geti grætt vel. WSJ segir að allt frá því á sjöunda áratugn- um hafi þróun reglna, þróun löggjafar og dómaþróun verið á þann veg að styrkja stöðu stjórnenda og gera hluthöfum erfiðara fyrir að selja til þeirra sem vilja yfirtaka fyrirtæk- in. Blaðið vitnar til hagfræðingsins Henry Manne sem það segir að hafi bent á að afleið- ingin hafi ekki aðeins orðið að fækka fjand- samlegum yfirtökum heldur líka að flytja til yfirverðið sem greitt er fyrir að ná stjórn á fyrirtæki, en um það snúist einmitt dómsmál- ið gegn DaimlerChrysler nú. Yfirverðið hafi áður runnið til hluthafa en renni nú til stjórn- enda svo þeir samþykki samrunann. Að mati WSJ má færa fyrir því rök að þessi styrkta staða stjórnenda fyrirtækja hafi ýtt undir þau hneykslismál fyrirtækja sem dunið hafa yfir á síðustu misserum. En í stað þess að bregðast við því með því að auðvelda fjand- samlegar yfirtökur, hafi komið fram lög sem styrki stöðu stjórnendanna enn frekar. „Það að búa til virkan markað fyrir yfirtök- ur er ekki til þess gert að auðvelda fjárfestum eða framkvæmdastjórum að efnast hratt. Þetta er leið til að halda stjórnendum heið- arlegum og fyrirtækjum samkeppnishæfum. Og þetta er líka leið til að halda deilum um góða eða slæma stjórnun frá dómstólum,“ segir í The Wall Street Journal. ll YFIRTÖKUR ll Haraldur Johannessen Of lítill fjandskapur haraldurj@mbl.is Fjandsamlegum yfirtökum hefur fækkað mikið og það er talið stafa af sterkari stöðu stjórnenda á kostnað hluthafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.