Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2003 B 9 NVIÐSKIPTI  BILL Gates, stofnandi og stjórn- arformaður bandaríska tölvufyrir- tækisins Microsoft, segir að tölvu- og upplýsingatæknigeirinn sé núna fyrst að verða spennandi, en sé ekki dottinn úr tísku eins og sumir hafa látið í veðri vaka eftir að tækni/net- bólan sprakk eftir aldamótin síð- ustu. Bill Gates, eða William H. Gates eins og hann heitir fullu nafni, er 48 ára gamall. Hann er kvæntur Mel- indu French Gates og eiga þau þrjú börn, Jennifer Katherine Gates, sjö ára, Rory John Gates, 4 ára, og Phoebe Adele Gates, eins árs. Samkvæmt lista Forbes-tímarits- ins bandaríska er Bill Gates ríkasti maður í heimi og er auður hans met- inn á 40,7 milljarða Bandaríkjadala eða um 3.000 milljarða íslenskra króna. Í samtali við bandaríska tímaritið Newsweek á dögunum sagði hann að tölvutæknin væri á tímamótum, en framundan væru nýjar uppfinn- ingar og Microsoft ætlaði að draga vagninn í þeim efnum. Í viðtalinu við Newsweek kemur fram að Microsoft sjái ýmsa tímamótaáfanga framundan í hug- búnaðargerð sem einkum snýr þá að því að leysa eitthvað af hinum svo- kallaða landamæravanda á milli not- andans og vélarinnar, hvernig not- andinn notar vélina. Hlýðir vélin rödd hans, man hún hvernig hann vill gera hlutina o.s.frv. „Svo á ým- islegt eftir að leysa varðandi mörkin á milli ýmissa tækja og búnaðar. Aldrei nokkurn tíma hefur neitt hugbúnaðarfyrirtæki eytt 6,9 millj- örðun Bandaríkjadala (506 milljarð- ar íslenskra króna) í að reyna að leysa þessi vandamál, eins og Micro- soft er að gera. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvort efasemdar- mennirnir sem telja að allt sé komið fram í þessum efnum, hafi rétt fyrir sér, og þá verð ég að biðja hluthafa Microsoft afsökunar, eða að þessar tímamótaframfarir munu í stórum dráttum verða eins og ég held fram. Fyrir notendur búnaðarins þýðir það stórt skref fram á við og það er frábært fyrir þá að Microsoft skuli vilja taka áhættuna af því að standa að þessari framþróun.“ Hvað skilur á milli tímamótaupp- götvunar og hefðbundinnar framþróunar í hugbúnaðargerð, spyr blaðamaður Newsweek. „Tímamótauppgötvun er eitthvað sem breytir hegðun hundraða millj- óna manna sem myndu rísa upp og segja ef breytingin yrði tekin aftur frá þeim: „Þú getur ekki tekið þetta af mér. “ Tímamótauppgötvanir eru mikil- vægar fyrir okkur hjá Microsoft. Það eina sem við fáum greitt fyrir eru tímamótauppgötvanir, því fólk sem er með hugbúnað okkar í dag getur haldið áfram að nota hann út í hið óendanlega án þess að greiða okkur nokkurntíma eina einustu krónu til viðbótar.“ Í janúar árið 2002 sagðirðu að þú ætlaðir að leggja allt kapp á að gera vörur Microsoft öruggar. Samt eru enn að koma upp vandamál í hug- búnaði ykkar. Þýðir það ekki að kerfin virka ekki nógu vel, spyr blaðamaður Newsweek Gates. „Nei. Í öllum tilfellum voru til lausnir. Ef fólk hefði sett upp eld- veggi á tölvur sínar eða uppfært vír- usvarnir og hlaðið inn öryggisvið- bótum þá hefði það ekki átt í neinum vandræðum. Við þurfum að koma fólki betur í skilning um nauðsyn þess að verja tölvur sínar með þessum hætti. Við erum með besta fólkið okkar að vinna í öryggismálunum sem al- gjöru forgangsmáli, og það er allt sem við getum gert. Við verðum metin á næstu árum í samræmi við það hve vel við leysum þessi mál.“ Bill Gates kom inn á baráttuna gegn ruslpósti í viðtalinu við News- week. „Baráttan gegn ruslpósti er frábær vettvangur fyrir framþróun í hugbúnaði; að gera fólki auðvelt fyr- ir að fá einungis póst frá þeim sem það vill fá póst frá. Sú lausn sem liggur beint við er að koma sér upp hvítum lista, þar sem þú færð ein- ungis póst frá fólkinu í símaskránni þinni. Svoleiðis listi er þó ekki full- kominn þar sem viðkomandi vill líka geta fengið póst frá einhverjum þar fyrir utan. Þannig að þá eru menn með hugmyndir um að búa til sönn- un fyrir því að sá sem sendir póstinn sé raunverulegur maður, en ekki ruslpóstsendari. Við erum að vinna að þessum málum með öðrum fyr- irtækjum og munum kynna niður- stöður á næsta ári,“ er haft eftir Gates í Newsweek. Næsta stóra verkefni þitt er Longhorn, nýjasta útgáfan af Wind- ows. Af hverju heldur þú því fram að það sé stærra framfaraskref en nokkurt annað á síðustu 10 árum, spyr blaðamaður Newsweek? „Í dag er Windows frekar brota- kennt. Það hvernig þú sýslar með skjölin er ólíkt því hvernig þú sýslar með tölvupóstinn, sem er aftur ólíkt því hvernig þú sýslar með síma- skrána. Þannig að við erum að losna við fullt af sérhæfðum kerfum sem gera PC erfiðari að vinna með. Við gerum alla umsýslu aðgengilegri og auðveldari. Þú getur fundið það sem þú leitar að, skipst á því við aðra, og þegar fólk er orðið vant þessu mun það ekki vilja fara til baka í kerfið sem það er að nota í dag.“ Nú hefur Microsoft Research unnið mikið starf í leitartækni. Af hverju hafið þið leyft Google að ná yfirburðum í leit á Netinu? „Af því að fyrir mistök yfirfærð- um við ekki fullt af háþróuðum hug- myndum okkar út í gerð vefleitar- vélar. Við reiddum okkur á birgja utan fyrirtækisins fyrir hluta af okkar leit. Þar eru okkar mistök. Það er mikil þörf fyrir betri leit á Netinu og ég held að menn eigi eftir að sjá okkur koma fram með nýj- ungar á þessu sviði. Við settum þetta mál ekki í forgang eins og við hefðum átt að gera, en fyrir ári sáum við að okkur og erum að vinna í málinu,“ að sögn Gates í News- week. Skattamál Gates bar á góma í við- talinu við Newsweek og spurði blaðamaðurinn Gates út í hærri arð- greiðslur Microsoft. Microsoft tilkynnti nýlega að það ætlaði að greiða út meiri arð en venjan er. Þú sem stór hluthafi í fé- laginu færð stóran hluta arðsins, og þar að auki er að verða breyting á skattalögunum þannig að arðurinn verður skattlagður lægra en áður. Hvað finnst þér um að ríkisstjórnin geri slíkar breytingar sem eru þér jafn hagfelldar, spyr Newsweek? „Ég er nú enginn sér- færðingur í skattamálum. Ég var sjálfur enginn tals- maður þess að skattar yrðu færðir, hvorki upp né niður. Ég borga mikla skatta á hverju ári. Ég borga svo mikið að tölurn- ar komast ekki fyrir á hefðbundnum tölvuskjá skattayfirvalda, en ég er ánægður með að greiða mína skatta,“ var svar Ga- tes. Í viðtalinu kemur fram að faðir Bills Gates hafi talað opinberlega um að rétt sé að viðhalda eigna- skatti, en hann sjálfur hafi ekki tjáð um málið, þrátt fyrir að þetta snerti Bill Gates gríðarlega mikið. „Mitt tilfelli er dálítið óvenjulegt, þar sem öll aukning auðæfa minna fer til góðgerðarstofnunar minnar, og ég vona það skili sér til baka til samfélagsins á áhrifaríkan hátt, þá á ég við til heil- brigðismála og menntunar. Það er ekki eins og ég fari að kaupa mér fleiri hamborgara ef ég eignast enn meiri pening, eða eitthvað þvíum- líkt,“ að því er fram kom í viðtali við Bill Gates í Newsweek. Bill Gates segir í samtalinu við Newsweek að viðhorf og tilfinning manns gagnvart peningum mótist rétt eftir tvítugsaldurinn. „Pabbi var lögfræðingur og naut velgengni, og við vorum þar með líklega í efri millistétt. Hann gat sent mig í einkaskóla og í skólanum skilgreindi ég mig ekkert endilega í millistétt. Ég vona að viðhorf mitt gagnvart peningum hafi ekki brenglast svo mjög síðan þá og þess sjái stað í því hvað ég læt börnin mín hafa í vasa- pening. Nýlega vorum við hjónin að tala við krakkana um börn sem fá ekki að borða, veik börn og svoleið- is. Það er áhugaverð umræða enda hafa börnin margs að spyrja. Þegar börnin okkar verða eldri getum við vonandi tekið þau með í ferðalög og sýnt þeim heiminn, sem verður mjög gaman.“ Dettur þér aldrei í hug að fara í ársfrí og ferðast, eða vera meira með fjölskyldunni, spyr Newsweek. „Ef það væri ekki alltaf svona gaman hjá mér í vinnunni væri það vissulega mjög skemmtilegt að gera það. Ég mun vonandi finna einhvern tíma til þess á þessum áratug, að taka mér nokkra mánuði í frí. En ég vil leggja mitt af mörkum við Long- horn og fullvissa mig um að það verði stórkostlegt í allri gerð. Ég vil hjálpa til við að leysa öryggisvanda- mál; og sjá til þess að við náum öðr- um markmiðum okkar. Nú sértak- lega, þegar fólk almennt er ekki trúað á að miklar framfarir eigi eftir að eiga sé stað í upplýsinga- tækninni, langar mig að sýna fram á hið gagnstæða. Þannig að ef ég stæði ekki frammi fyrir þessum verkefnum myndi ég líklega fara í frí,“ að því er fram kom í viðtali við Gates. Þú hefur unnið að hugbúnaðar- gerð í nærri 30 ár núna, ertu enn jafnspenntur? Já, það er ég. Núna getur maður komið meiru til leiðar en áður fyrr. Það samt margt sem flækir málin þegar maður er kominn í stórt fyr- irtæki, en við erum að gera hluti sem ég hef hugsað um og langað að gera í næstum 20 ár. Það er frábært að hafa jafnmikil framlög í rann- sóknir og þróun og raun ber vitni, sem og þann vélbúnað sem til þarf, og geta loksins sagt: Á þessum ára- tug munum við gera margt af þessu að veruleika,“ segir Bill Gates í við- tali við Newsweek. Spennandi tímar framundan Reuters Bill Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft. Frelsi er 00:01:15 af hamingju TÍMASETTU ÞÍNAR ÁSKORANIR …augnablik til eilífðar KRINGLAN/LEIFSSTÖÐ SÍMI 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s – – – – – – – – – – – Glæsileg karlmanns, títan- og stálúr. Svissnesk quartz úrverk með safírgleri. Vatnsvarin niður að 100 metrum. Með dagatali. Glæsileg stálúr. Svissnesk quartz úrverk með hertu gleri. Vatnsvarin niður að 50 metrum. Með dagatali. Glæsileg kvenmanns stálúr. Svissnesk quartz úrverk með hertu gleri. Vatnsvarin niður að 50 metrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.