Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARNÓR Atlason, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður KA, er með tilboð frá þýska meistaraliðinu Magdeburg, en Arnór kom heim um helgina eftir nokkurra daga dvöl hjá þýska liðinu. „Mér stendur til boða þriggja ára samningur við Magdeburg og ég reikna með að ganga frá samn- ingnum á næstunni. Þeir vilja fá mig út næsta sumar og ég er auð- vitað mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Arnór við Morgunblaðið í gærkvöldi þar sem hann fylgdist með leik Hauka og Créteil á Ásvöll- um. Arnór hefur farið á kostum með KA-liðinu á yfirstandandi leiktíð. Hann skoraði 109 mörk í 11 leikjum með KA í norðurriðli Íslandsmóts- ins, eða rétt tæp 10 mörk að með- altali í leik. Mest hefur hann gert 17 mörk í leik í vetur, gegn Þór, og þá gerði hann 16 mörk í bikarleik gegn Haukum. Arnór var einn af burðarásunum í unglingalandslið- inu sem tryggði sér Evrópumeist- aratitilinn í sumar. Atli Hilmarsson, faðir Arnórs, var í för með syni sínum hjá Magde- burg en Atli lék á árum áður sem atvinnumaður í Þýskalandi, og þjálfaði þar síðasta vetur. Þeir feðgar sáu Magdeburg tryggja sér farseðilinn í 8-liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu með sigri á Skjern á laugardaginn en með Magdeburg leikur sem kunnugt er Sigfús Sigurðsson og þjálfari liðs- ins er Alfreð Gíslason. son og Andri Stefan eins og þeir væru hoknir af reynslu en ekki 19 ára pjakkar, en þeir náðu ekki að halda þeim dampi þegar mest á reyndi. Eins fór hjá Pauzuolis og Halldóri Ingólfssyni, þeir sýndu frá- bær tilþrif framan af en tókst ekki að halda liðinu uppi á lokamínútun- um. Vignir Svavarsson lék geysilega vel í vörninni en fékk ekki úr nægi- lega miklu að moða á línunni og það hefði vel mátt gefa nýja Íslendingn- um, Aliaksandr Shamkuts, færi á að spreyta sig þar. Franska liðið er ekki eins öflugt og vænta hefði mátt af þriðja fremsta félagsliði þessarar miklu handboltaþjóðar, liði sem er með geysimikla reynslu úr Evrópumót- um. Fyrirliðinn Gueric Kervadéc, fyrrum línumaður Magdeburg og franska landsliðsins, var burðarás í vörninni og erfiður viðureignar í sókninni, þótt Haukunum gengi vel að slást við hann á línunni lengi vel. Liðið er jafnt og sýndi ágæt sókn- artilþrif þegar á reyndi í síðari hálf- leiknum en er alls ekki ofar Haukum í gæðaflokki. Það eru því mikil von- brigði, ekki aðeins fyrir Hauka held- ur fyrir íslenskan handknattleik í heild, að þeim skyldi ekki takast ætlunarverk sitt og halda áfram keppni. Haukar léku fyrri hálfleikinnmjög vel, ef fyrstu og síðustu mínútur hans eru undanskildar. Þeir voru firnafastir fyrir í vörninni og áræðn- ir í sókninni, auk þess sem Birkir Ívar Guðmundsson varði mark þeirra virkilega vel. Mestur varð munurinn sjö mörk í fyrri hálf- leiknum, 13:6, en Frökkunum tókst að minnka muninn í 15:10 fyrir hlé. Framan af síðari hálfleiknum benti fátt til annars en að Haukarnir væru á leiðinni í átta liða úrslitin. Munurinn var fjögur til sex mörk lengi vel, Créteil minnkaði muninn í 22:20 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir en Haukar svöruðu með tveim- ur vel útfærðum sóknum, 24:20. En þar með hrökk leikur Hauk- anna algjörlega í baklás. Það sem eftir lifði leiks, í níu mínútur, skor- uðu þeir ekki mark utan af velli. Jón Karl Björnsson kom ískaldur af bekknum og skoraði úr vítakasti, 25:22, þegar 5 mínútur voru eftir. Möguleikarnir voru enn allir Hauka megin. Créteil svaraði, 25:23, og síð- an var komið að þætti Robertas Pauzuolis. Hann var lengi vel einn besti maður vallarins og því grátlegt fyrir hann hvernig fór hjá honum á stuttum kafla. Fyrst lét hann stela af sér boltanum, á leiðinni í sókn í stöðunni 25:23, og síðan var hann rekinn af velli í 2 mínútur fyrir brot skömmu síðar. Þá voru 2 mínútur og 12 sekúndur eftir og ljóst að erfiðar mínútur biðu Hauka, manni færri. Þeir höfðu reyndar leyst þá stöðu vel fram að því í leiknum, en nú var taugaspennan virkilega komin til sögunnar. Créteil skoraði strax, 25:24. Haukunum tókst að halda boltanum allt þar til 25 sekúndur voru eftir, en gekk erfiðlega að ógna sterkri vörn Créteil. Frakkarnir sluppu reyndar með skrekkinn eftir gróft brot á Andra Stefan, skömmu áður en Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk dauðafæri til að skora 26. markið. Dragan Pocuca varði frá honum, Frakkarnir fengu boltann og héldu honum til leiksloka. Æv- intýri Haukanna var á enda, þeir gengu daprir af velli en leikmenn Créteil dönsuðu stríðsdans, við litla hrifningu áhorfenda. Leikur Haukanna var ótrúlega kaflaskiptur. Þeir léku vörnina vel lengst af og Birkir Ívar sýndi oft snilldartilþrif í markinu. En það var sóknarleikur þeirra sem brást þegar á leið, og þá ekki síður hjá reyndari mönnunum en þeim yngri. Eftir að Frakkarnir fóru að koma framar á móti þeim í seinni hálfleiknum var eins og Haukarnir yrðu ragir, sjálfs- traustið sem geislaði af þeim í fyrri hálfleiknum var horfið og sóknar- leikurinn varð að ómarkvissu hnoði. Birkir Ívar var bestur Haukanna í gærkvöld. Hann er í landsliðsklassa þegar hann vill svo við hafa. Framan af leik léku Ásgeir Örn Hallgríms- Morgunblaðið/Kristinn Vignir Svavarsson skorar eitt marka sinna fyrir Hauka án þess að Pierre-Yves Rigault, skytta í liði Créteil, komi vörnum við. Víðir Sigurðsson skrifar Evrópuævintýrið á enda eftir slæman lokakafla gegn Créteil Haukarnir fóru illa að ráði sínu HAUKAR köstuðu frá sér sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöld þegar þeir unnu franska liðið Créteil með að- eins eins marks mun, 25:24, á Ásvöllum. Aðeins eins marks mun skal áréttað, því Haukarnir voru með leikinn í höndum sér allan tím- ann. Þeir þurftu að vinna með tveimur mörkum, svo framarlega sem þeir fengju ekki fleiri en 27 á sig, og voru með vænlega stöðu nær allan tímann. En á lokamínútunum var eins og hinir reyndu leik- menn Hauka færu á taugum á meðan Frakkarnir tvíefldust og náðu að minnka muninn í eitt mark í fyrsta og eina skiptið frá því á upp- hafsmínútum leiksins. Créteil verður því í pottinum í dag þegar dregið verður til átta liða úrslitanna, vann 54:53 samanlagt, en þátttöku Haukanna í Evrópumótunum í vetur er lokið. ÓLA Real béry um A ari le Meis ur og fran Ól Spán fjögu liðsi Han Ó MAGDEBURG, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar, átti ekki í nokkrum vand- ræðum með að komast í átta liða úrslit Meistaradeildar Evr- ópu um helgina. Liðið tók þá á móti danska liðinu Skjern og vann með tíu marka mun, 34:24, en Danirnir unnu fyrri leikinn með fimm marka mun, 30:25. Heimamenn mættu mjög ákveðnir til leiks og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru þeir svo gott sem búnir að vinna upp markamuninn frá leiknum í Danmörku, staðan þá 9:5. Ein- beittir og ákveðnir héldu heimamenn áfram og voru 18:11 yfir í leikhléi. Leikstjórn- andinn Oleg Kuleschov lék með á ný en hann lék ekki með liðinu þegar það lagði Lemgo í deild- inni í síðustu viku. Leikstjórn- andinn gerði þrjú mörk líkt og Sigfús, Schöne og Just en markahæstur var Pólverjinn ungi, Grzegorz Tkaczyk með níu mörk og Kretzschmar gerði átta auk þess sem Abati gerði fimm mörk. „Nú náðum við að leika eins og við eigum að okkur og strák- arnir stóðu sig mjög vel,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leikinn, en 7.400 áhorfendur voru í Börde- landhalle að þessu sinni. Engin vandræði hjá MagdeburgFÓLK  DEJAN Stankovic, knattspyrnu- maður hjá Lazio á Ítalíu, hefur ákveðið að ganga til liðs við Inter Mílanó í janúar. Stankovic er laus undan samningi næsta vor en Inter mun væntanlega greiða Lazio fyrir hann til að fá hann strax eftir ára- mótin.  FRANCESCO Totti skoraði bæði mörk Roma sem vann Empoli á úti- velli, 2:0, í ítölsku 1. deildinni á laug- ardagskvöldið. Roma náði með sigr- inum sex stiga forystu. Totti gerði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að John Carew var felldur og það síð- ara með því að lyfta boltanum skemmtilega yfir markvörð Empoli.  AC MILAN tapaði óvænt á heima- velli fyrir Udinese í gær, 1:2, og mis- tókst því að saxa á ný á forskot Rómverja. Þetta var fyrsti ósigur liðsins í deildinni á tímabilinu en það var taplaust í fyrstu tólf leikjunum. Khaka Kaladze hjá AC Milan var rekinn af velli þegar staðan var 0:2 en bakvörðurinn Cafu náði þó að laga stöðuna. AC Milan saknaði Andriy Shevchenko, úkraínska sóknarmannsins, sem lá heima í flensu.  DAVID Trezeguet bjargaði stigi í höfn fyrir Juventus sem varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, í Lecce. Trezeguet, sem kom inn á sem vara- maður, jafnaði fjórum mínútum fyr- ir leikslok en leikmenn Juventus voru aðeins tíu síðasta hálftímann þar sem Mark Iuliano var vikið af velli.  INTER átti möguleika á að kom- ast í annað sætið en situr áfram í því fjórða eftir tap gegn Lazio í Róm, 2:1. Christian Vieri kom þó Inter yf- ir en Bernardo Corradi og Luciano Zauri svöruðu fyrir Lazio. Matias Almeyda hjá Inter var rekinn af velli í stöðunni 1:1.  LUCA Marchegiani, markvörður- inn reyndi, tryggði Chievo sigur gegn Ancona, 1:0, þegar hann varði vítaspyrnu frá Milan Rapaic, króat- íska sóknarmanninum, seint í leikn- um.  BERTRAND Lacquaits, mark- vörður belgíska knattspyrnuliðsins Charleroi, kom kollega sínum í marki Mons í opna skjöldu þegar lið- in mættust í 1. deildinni um helgina. Á fyrstu mínútu leiksins spyrnti Lacquaits frá marki sínu, yfir allan völlinn og í markið hjá Mons. Síðar í leiknum þurfti Lacquaits að sækja boltann tvisvar í sitt mark og loka- tölur urðu 2:2.  EKKI nóg með það, heldur skor- aði annar markvörður í belgísku deildinni um helgina. Það var Fab- ian Carini, markvörður Standard Liege, en hann skoraði sigurmark liðsins gegn Germinal Beerschot, 2:1, úr vítaspyrnu. Carini tók aðra vítaspyrnu síðar í leiknum en þá brást honum bogalistin. Arnór Atlason er með tilboð frá Magdeburg Morgunblaðið/Kristján Arnór Atlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.