Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 B 7 ÚRSLIT Roda 15 5 6 4 25:18 21 Roosendaal 16 5 6 5 17:19 21 Groningen 16 5 5 6 22:25 20 Nijmegen 16 6 1 9 19:27 19 Breda 16 5 3 8 25:25 18 Waalwijk 16 4 5 7 19:22 17 Vitesse 16 2 7 7 23:30 13 Volendam 16 3 4 9 17:44 13 Den Haag 16 2 4 10 12:35 10 Zwolle 16 1 4 11 9:32 7 Frakkland Ajaccio – Lens...........................................2:0 Bastia – Lille .............................................0:2 Bordeaux – Metz.......................................2:0 Le Mans – Sochaux ..................................2:2 Nantes – Auxerre .....................................1:0 Nice – Guingamp ......................................2:0 Rennes – Mónakó .....................................1:0 Strasbourg – Montpellier ........................4:2 Marseille – Toulouse ................................1:0 Staðan: Mónakó 18 13 3 2 32:14 42 Lyon 18 10 5 3 32:14 35 Sochaux 19 10 5 4 29:18 35 París SG 19 10 5 4 25:16 35 Auxerre 19 10 2 7 30:18 32 Marseille 17 10 0 7 24:17 30 Nice 18 7 8 3 18:15 29 Lens 19 9 1 9 16:27 28 Nantes 19 8 3 8 19:18 27 Strasbourg 19 7 5 7 30:27 26 Bordeaux 18 7 5 6 18:16 26 Bastia 19 6 5 8 23:30 23 Rennes 19 5 7 7 20:20 22 Montpellier 18 6 4 8 25:28 22 Lille 19 5 6 8 21:25 21 Ajaccio 19 6 3 10 18:26 21 Guingamp 19 5 2 12 16:30 17 Metz 18 4 4 10 14:21 16 Le Mans 19 3 7 9 17:30 16 Toulouse 19 2 6 11 13:30 12 Breiðablik byrjaði vel í leiknumog var yfir eftir fyrsta leik- hluta, 24:22. Þá höfðu þeir Mirko Virijevic og Loftur Einarsson skorað öll stig Blika og komst þriðji maður þeirra ekki á blað í stiga- skorun fyrr en eftir um 15 mínútna leik. Í öðrum leikhluta náðu Grind- víkingar ágætum tökum á leiknum og höfðu níu stiga forskot í hálfleik. Í síðari hálfleik náðu Blikar aldrei að saxa á forskot Grindvíkinga og mestur varð munurinn 18 stig í síð- asta fjórðungi. Friðrik Ingi Rúnars- son, þjálfari Grindavíkur, var sáttur við leik sinna manna: „Við náðum undirtökunum í öðrum leikhluta með því að spila góða vörn og okkur tókst að halda forskotinu í kringum 10 stig eftir það. Í hálfleik lagði ég áherslu á að við myndum byrja síðari hálfleik- inn af krafti til þess að hleypa þeim ekki inn í leikinn og það gekk ágæt- lega. Hins vegar vantaði kannski örlít- inn neista til þess að klára leikinn al- mennilega í lokin, en það kom ekki að sök.“ Spurður um hina umtöluðu sigur- göngu liðsins, sagðist Friðrik ekki velta henni mikið fyrir sér: „Ég hugsa fyrst og fremst um að vinna þá titla sem eru í boði og þessi ár- angur okkar getur vissulega lagt grunninn að heimavallarrétti í úr- slitakeppninni. En hættan er að menn verði værukærir þegar vel gengur og ef menn mæta með rangt hugarfar í leik í þesari deild þá tapa þeir, svo einfalt er það.“ Friðrik sagðist jafnframt reikna með því að Keflvíkingar og Njarðvíkingar myndu þjarma meira að toppliðinu eftir áramót heldur en hingað til í vetur. Jón Arnar Ingvarsson, starfs- bróðir Friðriks hjá Breiðabliki, sagði lið sitt fyrst og fremst skorta breidd til þess að geta lagt sterkt lið eins og Grindavík að velli. „Við lék- um án Cedricks Holmes og við höf- um ekki nægilega breidd til þess að mæta slíku áfalli. Hins vegar erum við á svipuðu róli og í fyrra, þ.e.a.s í fyrra höfnuðum við í 10. sæti og það var vitað að það yrði á brattann að sækja hjá okkur í vetur, því mörg hinna liðanna hafa bætt við sig Bandaríkjamanni frá því á síðustu leiktíð.“ Jón Arnar segist samt ekki hafa gefið úrslitakeppnina upp á bát- inn og segir Blika enn eiga mögu- leika á því að komast þangað. „Sem dæmi höfum við tapað nokkrum jöfnum leikjum í vetur vegna þess að við höldum ekki leikina alveg út. Því þurfum við að breyta eftir áramót og þá gætum við færst upp töfluna,“ sagði Jón Arnar Ingvarsson. Grindvíkingar fara taplausir í fríið SIGURGANGA Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla hélt áfram í Smáranum á laugardaginn, þegar liðið heimsótti Breiðablik. Grindavík vann öruggan sigur, 72:83, og hefur því sigrað í öllum ellefu deildaleikjum sínum til þessa. Blikar eru hins vegar í neðri hlutanum og fátt sem bendir til þess að þeim takist að komast í úrslitakeppnina, þótt mikið vatn eigi enn eftir að renna til sjávar í deildinni. Kristján Jónsson skrifar Keflavík sigraði að því er virtistáhugalausa Haukamenn 93:78 í Intersportdeild karla í körfu í gær og virt- ist sem Haukar væru meira með hugann við jólin en leikinn. Keflvíkingar byrjuðu leikinn sterkt með góðri pressuvörn og hröðum sóknarleik. Keflavík náði fljótt forystu og allt virtist stefna í öruggan sigur. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 26:17. Í öðrum leik- hluta tóku Haukarnir við sér og spiluðu mjög góða vörn, en á þeim kafla virkuðu Keflvíkingar áhuga- lausir og voru kærulausir í öllum sínum aðgerðum. Á þessum kafla skoruðu Haukar átta stig í röð og á stuttum kafla var þetta orðinn jafn og skemmtilegur leikur. Stað- an í hálfleik var 44:41. Keflvíkingar mættu dýrvitlausir í þriðja leikhluta, skoruðu hverja körfuna af annarri og spiluðu hörkuvörn og stálu boltanum tíu sinnum í þriðja leikhluta. Nick Bradford átti stórleik hjá Keflavík, skoraði 26 stig, stal bolt- anum sex sinnum og hirti átta frá- köst. En hann átti tilþrif leiksins þegar hann stal boltanum, hljóp upp allan völlinn og tróð með til- þrifum yfir Sigurð Einarsson leik- mann Hauka. Þessi karfa kveikti algjörlega í Keflavíkurliðinu og skoruðu þeir tíu stig í röð eftir þetta. Haukar töpuðu boltanum fimmtán sinnum í þriðja fjórðungi og gerði það útslagið í þessum leik. Staðan eftir þriðja fjórðung var 70:57. Í fjórða leikhluta var þetta bara spurning hversu stórt Keflavík mundi vinna því vondaufir Haukar voru ekki líklegir til afreka nema kannski Mike Manciel sem var besti maður vallarins með 44 stig. En þegar einn leikmaður skorar meira enn helming stiga liðsins, hafa hinir ekki mikið lagt á sig í leiknum. „Við mættum hér í kvöld með því hugarfari að ná sigri og leit það ágætlega út framanaf. Kefla- vík skoraði mikið með þriggja stiga skotum í þriðja leikhluta en við lögðum leikinn upp hjá okkur til að reyna að stöðva það. Banda- rikjamaðurinn okkar átti stórleik í kvöld, bara ef hinir hefðu mætt eins hungraðir í leikinn þá hefði þetta farið öðruvísi,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Þetta var bara skylduverkefni hjá okkur. Það er búið að vera mikið álag á okkur undanfarnar vikur. En við erum sáttir við að landa sigri hér fyrir frí. Þessi leik- ur var ekki mikið fyrir augað, en sigur er sigur,“ sagði Gunnar Ein- arsson, fyrirliði Keflvíkinga. TÍMARITIÐ Golf á Íslandi er komið út í fjórða sinn á árinu og kennir þar margra grasa. Blaðið er að þessu sinni 150 síður prýtt fjölda mynda og má þar finna innlend viðtöl, úttektir á golfvöllum og fjallað er um mörg af mótum sumarsins. Einnig eru viðtöl við erlendar golfstjörnur, svo sem Ryder-hetjuna Sam Torrance fyrirliða og Philipp Price, einn af keppendum. Það er afrakstur samnings GSÍ og Golf á Íslandi við hið þekkta tímarit Golf Monthly en GSÍ má nota efni frá því, til dæmis viðtöl og kennslu- efni. GSÍ samdi við Golf Monthly Fyrstu mínúturnar hittu KR-kon-ur úr flestum sínum skotum en þegar sló á hittnina þurftu þær að hafa mikið fyrir því að halda í við Kefla- vík. Í þriðja leikhluta náði Keflavík níu stiga forskoti og þjálfari KR tók leikhlé til að skerpa á baráttunni, sem dugði til að 5 stig skildu liðin að í upphafi fjórða leik- hluta. En þar við sat, á 8 mínútum skoruðu Keflvíkingar 21 stig á móti einu því þrátt fyrir að KR tæki leikhlé og þjálfarinn læsi duglega yf- ir liði sínu tókst ekki að halda aftur af Keflvíkingum. „Við höfum breiðari leikmanna- hóp og inn á milli reynslumeiri leik- menn en svo erum við einfaldlega með betri lið en KR,“ hélt Erla áfram. „Við lögðum áherslu á að stöðva Hildi og Katie, sem eru þeirra helstu leikmenn en að öðru leyti ætluðum við spila að okkar hætti eins og við gerum best. Ég vissi að við myndum vinna þannig.“ Erla spilaði í 22 mínútur og tók 9 fráköst, hitti úr 10 af 13 skotum inni í teig og öllum þremur vítaskotum sínum. Anna María Sigurðarsdóttir tók 9 fráköst en Bryndís Guðmunds- dóttir, 15 ára, tók tíu. Alls hitti Keflavík úr 26 af 54 skotum inni í teig, tveimur af 13 þriggja stiga og 15 af 19 vítaskotum. „Við hittum ekki nógu vel þrátt fyrir galopin færi,“ sagð Gréta María Grétarsdóttir, þjálfari KR, eftir leikinn. Níu af 36 skotum KR inni í teig fóru ofan í, níu af 31 þriggja stiga og 16 af 24 vítaskotum. „Við ætluðum að stöðva Erlu Þor- steinsdóttur og það tókst vel framan af en henni tókst að skora of mikið í fjórða leikhluta. Okkur vantar leik- mann til að takast á við hana, sem við þurfum að laga. Keflvíkingar spiluðu svæðisvörn allan leikinn og það sýnir líklega styrkleika okkar – að þeir treysti sér ekki í maður á mann vörn. Það er gott fyrir okkur en við verðum þá að setja skotin okkar niður. Líklega eru Keflvíking- ar með meiri breidd og í fjórða leik- hluta gekk ekkert upp hjá okkur. Okkur vantaði Georgíu Kristiansen og Höllu Jóhannesdóttur, sem eru meiddar en það kemur maður í manns stað.“ Guðrún Arna Sigurð- arsdóttir, með 11 fráköst, og Tinna B. Sigmundsdóttir áttu góða spretti en Hildur Sigurðardóttir og Katie Wolfe báru uppi leik KR. Keflavík- urkonur stungu KR af „VIÐ vorum rosalega seinar í gang í dag og þetta gekk brösuglega, vorum ekki nógu skynsamar í sókninni og töpum boltanum of oft auk þess að vera ekki sterkar í fráköstunum en svo small þetta saman hjá okkur og þá náðum við að stinga þær af,“ sagði Erla Þor- steinsdóttir úr Keflavík, sem átti stærstan þátt í 73:52 sigri á KR í úrslitaleik Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikars kvenna, í Smár- anum á laugardaginn. Það var samt ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Keflavík náði að stinga af. Morgunblaðið/ÞÖK Birna Valgarðsdóttir smellir einum nettum á bikarinn góða. Stefán Stefánsson skrifar Haukar komnir í jólaskap? Davíð Páll Viðarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.