Morgunblaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 1
2004 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
NJARÐVÍKINGAR STÖÐVUÐU SIGURGÖNGU GRINDVÍKINGA / B4
FABIAN Barthez, landsliðsmarkvörður Frakka
í knattspyrnu, byrjaði vel með Marseille á laug-
ardaginn en hann er kominn þangað sem láns-
maður frá Manchester United. Marseille tók á
móti Strasbourg í fyrstu umferð bikarkeppn-
innar og þar þurfti að grípa til vítaspyrnu-
keppni eftir framlengdan leik þar sem staðan
var 1:1. Barthez gerði sér lítið fyrir og varði
tvær af vítaspyrnum Strasbourg og skoraði síð-
an sjálfur úr einni af spyrnum Marseille, sem
vann 4:3. „Ég er búinn að bíða vikum saman eft-
ir því að fá að spila, fannst ég vera undir dálít-
illi pressu og þetta var eins og að hefja ferilinn
upp á nýtt. Það var búist við miklu af mér og ég
vildi ekki valda neinum vonbrigðum. Ég hef
tapað talsverðu niður undanfarna mánuði og
fyrir markvörð er það sérstaklega erfitt,“ sagði
Barthez við franska sjónvarpið eftir leikinn.
Barthez varði tvö
víti og skoraði
FANNAR Ólafsson, landsliðsmiðherji í körfu-
knattleik, spilar með Keflvíkingum það sem
eftir er keppnistímabilsins og verður lögleg-
ur með þeim frá og með 12. janúar. Fannar
skipti yfir til Keflvíkinga í síðasta mánuði
þegar möguleiki var á að af þessu gæti orðið
en vegna kennaraverkfalls við háskóla hans í
Bandaríkjunum hefur nám hans farið úr
skorðum. Þetta var staðfest á heimasíðu Kefl-
víkinga í gær og sagt að Fannar myndi ljúka
námi sínu í viðskiptafræði hér á landi en hann
hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarin
þrjú ár.
Fannar er 25 ára gamall og lék með Kefla-
vík í þrjú ár í úrvalsdeildinni, frá 1997 til
2000, samtals 64 leiki. Síðasta tímabilið þar
gerði hann 10,2 stig og tók 4,5 fráköst að
meðaltali í leik. Samkvæmt heimasíðu Kefl-
víkinga hefur hann gert 9,9 stig og tekið 7,7
fráköst að meðaltali í leik með IUP-háskól-
anum í vetur. Fannar hefur leikið 37 lands-
leiki fyrir Íslands hönd og ljóst að hann mun
styrkja lið Keflvíkinga verulega.
Fannar með
Keflavík
JÓHANNES Gíslason, knattspyrnumaður frá
Akranesi, gekk um helgina til liðs við 1. deild-
arlið Vals og skrifaði þar undir þriggja ára
samning. Jóhannes er 21 árs og hefur spilað
18 leiki með Skagamönnum í úrvalsdeildinni,
flesta þeirra meðan hann var 17–18 ára gam-
all, en hann hefur misst mikið úr vegna
meiðsla síðustu árin og lék t.d. engan deilda-
leik á síðasta tímabili.
Jóhannes til
Valsmanna
Mér líst vel á mig hjá Fram og það erugreinileg merki um að félagið ætlar sér
meira en á undanförnum árum. Það er von á
tveimur til þremur sterkum leikmönnum til við-
bótar, auk þess sem mikill efniviður er til staðar
hjá félaginu. Reyndar tel ég að Framarar hefðu
alls ekki þurft að vera í þessari fallbaráttu síð-
ustu árin, það hefur búið meira í liðinu en það,“
sagði Þorvaldur.
Hann hefur spilað með KA undanfarin fjögur
ár og var áður í herbúðum félagsins frá unga
aldri til 1997, þegar hann gekk til liðs við Leift-
ur og síðan Öster í Svíþjóð. „Það er vissulega
erfitt að fara frá KA og Akureyri, mér hefur lið-
ið vel þar, en nú er komið að breytingum. Ég
skil mjög sáttur við KA-menn eftir góð ár, liðið
hefur fest sig í sessi í úrvalsdeildinni og farið
langt í bikarnum, og aðeins vantað herslumun-
inn.“
Þorvaldur lék sinn fyrsta leik í efstu deild ár-
ið 1992, þá 18 ára gamall, en KA féll úr deildinni
það sumar og lék ekki aftur þar fyrr en 2002.
Hann á að baki 30 leiki með KA í efstu deild og
skoraði í þeim 6 mörk. Árið 1997 lék hann með
Leiftri í deildinni og skoraði þá 8 mörk í 14
leikjum. Tímabilin 2000 og 2001 gerði Þorvald-
ur síðan 21 mark fyrir KA í 34 leikjum í 1. deild.
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson kominn til liðs við Fram
„Skil sáttur við KA-menn
eftir góð ár á Akureyri“
ÞORVALDUR Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, skrifaði undir þriggja ára samning við
Fram á laugardaginn, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Þorvaldur sagði við Morg-
unblaðið eftir að samningurinn var frágenginn að hann ætti von á að Fram myndi
vegna betur næsta sumar en á undanförnum árum þar sem liðið hefur hvað eftir ann-
að sloppið naumlega við fall úr úrvalsdeildinni.
TÚNISBÚAR unnu óvæntan sigur á alþjóð-
legu handknattleiksmóti sem fram fór á
þeirra heimavelli í Túnis um helgina. Túnis-
búar, sem halda heimsmeistarakeppnina á
næsta ári, sigruðu Svía 30:28 og lögðu einnig
Tékka að velli en biðu lægri hlut fyrir Frökk-
um.
Svíar sigruðu Frakka, 27:26, og Tékka,
33:29, en urðu að sætta sig við annað sætið
vegna innbyrðis úrslitanna gegn heimamönn-
um. Tékkar sigruðu Frakka, 22:21, og urðu
því í þriðja sæti en báðar þjóðir fengu 2 stig.
Magnus Wislander gat ekkert leikið með
Svíum á mótinu og tvísýnt er hvort hann
verður búinn að ná sér af tognun, sem hann
varð fyrir í síðasta mánuði, þegar úrslita-
keppni Evrópumótsins hefst síðar í þessum
mánuði. Þegar liggur fyrir að Ljubomir
Vranjes, Martin Frändesjö og Andreas Lars-
son verða fjarri góðu gamni hjá Svíum vegna
meiðsla.
Túnisbúar
lögðu Svía
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Hið árlega nýárssund fatlaðra barna og unglinga fór fram í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Á myndinni eru verðlaunahafarnir
Guðrún Lilja Sigurðardóttir úr SH/ÍFR, Jóna Dagbjört Pétursdóttir úr ÍFR, sem vann Sjómannabikarinn fyrir besta afrek
mótsins, og Karen Björg Gísladóttir úr Firðinum. Fyrir aftan þau standa Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem afhenti
bikarinn, og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra. Nánar um mótið á B7.