Morgunblaðið - 05.01.2004, Side 2
KNATTSPYRNA
2 B MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BRYNJAR Björn Gunnarsson var á ný í byrj-
unarliði Nottingham Forest, eftir fimm leiki á
varamannabekknum, og spilaði allan leikinn þeg-
ar lið hans lagði WBA að velli, 1:0, í ensku bik-
arkeppninni á laugardaginn. Sigurinn var lang-
þráður fyrir Forest sem hafði ekki unnið í síðustu
ellefu leikjum sínum.
Ívar Ingimarsson sat á varamannabekk
Reading sem gerði jafntefli, við Preston, 3:3, á útivelli. Öll sex mörkin voru
skoruð í fyrri hálfleik og Preston gerði fimm þeirra, þar af tvö sjálfsmörk.
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Barnsley nýttu ekki gott tækifæri
til að komast í 4. umferðina. Þeir gerðu markalaust jafntefli á heimavelli
gegn 3. deildarliðinu Scunthorpe. Guðjón kvaðst sáttur við leik sinna
manna, sem hefðu spilað vel, stjórnað leiknum og lagt hart að sér. „En fyr-
irgjafir okkar voru slæmar og þegar boltinn kom fyrir markið gerðist ekk-
ert. Þetta hefur verið okkar stærsta vandamál í vetur, okkur gengur illa að
skora, en við erum þó enn með í keppninni og erum vissir um að við getum
unnið þegar liðin mætast aftur,“ sagði Guðjón.
Brynjar aftur með
og Forest áfram
Brynjar Björn
TELFORD United hélt merki utandeildaliðanna á
lofti í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu
á laugardaginn. Telford gerði sér lítið fyrir og sigr-
aði 1. deildarlið Crewe á útivelli, 1:0, og skoraði fyr-
irliðinn, Lee Mills, sem er þrautreyndur úr deilda-
keppninni, sigurmarkið strax á 2. mínútu leiksins.
Telford er í 12. sæti úrvalsdeildar utandeildaliðanna.
Ian Jeffs lék sinn fyrsta leik með Crewe á tíma-
bilinu og Tom Betts var meðal varamanna liðsins.
Þeir voru ekki löglegir með Crewe fyrr en um ára-
mót þar sem þeir léku með ÍBV út september.
Annað utandeildalið, Accrington Stanley, er enn
með í keppninni eftir markalaust jafntefli á heima-
velli gegn 2. deildarliði Colchester. Accrington er
fornfrægt félag sem var efstu deild í upphafi 20. ald-
ar en missti sæti sitt í deildakeppninni 1962. Það var
endurreist fyrir fáum árum og er í vetur í úrvalsdeild
utandeildarliða í fyrsta skipti.
Bikarævintýri
hjá Telford
RIVALDO, hinn kunni brasilíski knattspyrnumaður,
hefur samið við Al Ittihad í Sádi-Arabíu til sex mánaða,
ef marka má forráðamenn félagsins sem tilkynntu þetta
á blaðamannafundi á laugardaginn. En samkvæmt frétt-
um frá Brasilíu í gær hafa þeir verið heldur fljótir á sér
því talsmaður brasilíska liðsins Cruzeiro segir að samn-
ingur við Rivaldo sé nánast í höfn og líklega yrði til-
kynnt formlega um hann í dag.
Rivaldo var leystur undan samningi sínum við AC Mil-
an fyrir skömmu og hefur verið orðaður við mörg félög
að undanförnu. Samkvæmt forseta Al Ittihad er Rivaldo
væntanlegur til Sádi-Arabíu eftir viku en hann er sagð-
ur fá rúmlega 200 milljónir króna í laun fyrir þessa sex
mánuði. Umboðsmaður Rivaldos er hinsvegar ekki sátt-
ur við þessar fréttir og segir að sinn maður sé á leið til
Brasilíu og muni spila þar. „Þetta er búin að vera mikil
sápuópera og henni lýkur fljótlega,“ sagði umboðsmað-
urinn, Carlos Arini, í gær.
Tvö félög segjast
örugg með Rivaldo
FRANSKA íþróttadagblaðið
L’Equipe skýrði frá því á laugardag
að Liverpool hafi fest kaup á Djibril
Cisse, sóknarmanni Auxerre og
franska landsliðsins í knattspyrnu.
Kaupverðið á honum er sagt vera 20
milljónir evra, eða um 1,7 milljarðar
íslenskra króna. Samningurinn er til
fimm ára og Cisse á að koma til Liv-
erpool næsta sumar. Cisse, sem er
22 ára gamall, er markahæstur í
frönsku 1. deildinni, hefur skorað 14
mörk í 19 leikjum fyrir Auxerre.
CISSE kom til Liverpool í gær til
að gangast undir læknisskoðun en
kvaðst ekki vera búinn að skrifa und-
ir samning, enda gæti hann það ekki
þar sem hann væri samningsbund-
inn Auxerre til 2005. „En ég leik
örugglega með Liverpool á næsta
tímabili,“ sagði Cisse.
BRASILÍSKI varnarmaðurinn
Juan er farinn aftur frá Arsenal til
Fluminense í heimalandi sínu. Juan
náði aldrei að vinna sér sæti í liði
Arsenal og var um tíma lánsmaður
hjá Millwall.
THOMAS Gravesen, danski
miðjumaðurinn hjá Everton, fór
meiddur af velli gegn Norwich á
laugardaginn. David Moyes, knatt-
spyrnustjóri Everton, kvaðst vonast
eftir því að hann yrði tilbúinn þegar
lið hans mætir Arsenal í úrvalsdeild-
inni á miðvikudagskvöld.
ROMAN Abramovich, eigandi
Chelsea, sagði um helgina að
Christian Chivu, rúmenski varnar-
maðurinn hjá Roma á Ítalíu, væri
efstur á sínum óskalista. „Við þurf-
um á Chivu að halda, og við munum
bjóða betur í hann en Manchester
United,“ sagði Rússinn, sem hefur
áhyggjur af varnarleik Chelsea.
CHIVU er 23 ára og hefur leikið
með Roma í eitt ár. „Ég er undrandi
á þessum mikla áhuga og það er
heiður að vera eftirsóttur af tveimur
stórum félögum eins og Manchester
United og Chelsea,“ sagði Chivu.
Forráðamenn Roma segja hinsvegar
að ekki komi til greina að selja hann.
CHRIS Kirkland, markvörður
Liverpool, verður lengur frá keppni
vegna fingurbrots en talið var í
fyrstu. Hann þarf að gangast undir
aðgerð og leikur ekki næstu tvo
mánuðina. Jerzy Dudek, varamark-
vörður, var um helgina orðaður við
þýska liðið Herthu Berlín og stað-
festi að félagið hefði sýnt sér áhuga.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, staðfesti
við Mail on Sunday í gær að hann
hefði mikinn hug á að fá Arjen Robb-
en, 19 ára hollenskan landsliðsmann,
frá PSV Eindhoven. Robben kom í
skoðunarferð til ensku meistaranna
á föstudag. „Við höfum áhuga, það
liggur ekkert fyrir ennþá en við von-
umst eftir því að geta samið við
PSV,“ sagði Ferguson.
FÓLK
Lið Charlton, sem vann nágranna-slagi gegn Chelsea og Totten-
ham um jólin, var ekki svipur hjá sjón
gegn baráttuglöðum grönnum þeirra
úr Kent-héraði, suðaustur af London.
Forráðamenn Gillingham voru afar
ósáttir við kollega sína hjá Charlton
fyrir leikinn, en þeir dreifðu ókeypis
aðgöngumiðum á heimaleiki sína í úr-
valsdeildinni á svæði sem liggur á
milli félaganna og tilheyrir Kent.
Charlton virtist eiga auðveldan leik
fyrir höndum þegar heimamenn skor-
uðu sjálfsmark eftir aðeins 35 sek-
úndur. Gillingham, sem lék án níu
sterkra leikmanna, tók hins vegar
leikinn í sínar hendur og skoraði þrí-
vegis á næstu 35 mínútum. Tommy
Johnson, fyrrverandi sóknarmaður
Celtic og Aston Villa, gerði jöfnunar-
markið. Mark Carltons Coles á síð-
ustu mínútunni breytti engu fyrir
Charlton, 3:2 varð niðurstaðan og sig-
ur Gillingham var verðskuldaður.
Hermann lék allan leikinn í vörn
Charlton og hefur oft spilað betur,
eins og segja má um alla samherja
hans. Scott Parker lék ekki með
Charlton vegna veikinda og miðvall-
arspil liðsins var fyrir vikið ekki upp á
marga fiska.
„Við vorum hreinlega ekki með og
Gillingham beitti sömu aðferð gegn
okkur og við höfum gert með góðum
árangri gegn stóru liðunum í úrvals-
deildinni. Þeir gáfu okkur engan frið
og voru alltaf á undan í boltann. Þann-
ig höfum við spilað í sex ár og nú feng-
um við það í bakið. Við lékum illa en
ég vil ekki draga úr frammistöðu Gill-
ingham, sem vann verðskuldað, og
flest lið úrvalsdeildar hefðu lent í
vandræðum hér,“ sagði Alan Curb-
ishley, knattspyrnustjóri Charlton.
Úlfarnir heppnir gegn
Kidderminster Harriers
Wolves slapp fyrir horn gegn 3.
deildarliði Kidderminster Harriers
þegar fyrirliðinn Alex Rae jafnaði,
1:1, mínútu fyrir leikslok. Jóhannes
Karl Guðjónsson sat á varamanna-
bekk Wolves allan tímann. Úlfarnir
sluppu heldur betur fyrir horn því 3.
deildarliðið, undir stjórn Danans Jans
Mölbys, réð ferðinni meginhluta
leiksins og yfirspilaði úrvalsdeildar-
liðið á köflum. Dave Jones, knatt-
spyrnustjóri Wolves, viðurkenndi að
sínir menn hefðu vanmetið andstæð-
ingana. „Það var eins og þeir héldu að
það væri nóg að mæta til leiks. Við
hefðum getað stolið sigrinum í blálok-
in en það hefði verið mjög ósann-
gjarnt,“ sagði Jones.
Duncan Ferguson skoraði tví-
vegis úr vítaspyrnum þegar Everton
lagði topplið 1. deildar, Norwich, 3:1 á
heimavelli sínum.
Portsmouth slapp fyrir horn á
heimavelli gegn 2. deildarliði
Blackpool. Nígeríski sóknarmaðurinn
Aiyegbini Yakubu skoraði sigurmark-
ið á lokamínútu leiksins, 2:1.
Bolton lenti í vandræðum gegn 2.
deildarliði Tranmere á útivelli, í Birk-
enhead, hafnarborg Liverpool. Kevin
Nolan jafnaði fyrir Bolton þegar 12
mínútur voru til leiksloka, 1:1.
Birmingham, með Mikael Fors-
sell í aðalhlutverki, lék Blackburn
grátt, 4:0, í slag úrvalsdeildarliðanna
á St. Andrews. Sigurinn var sætur
fyrir Birmingham sem steinlá með
sömu markatölu fyrir Blackburn á
heimavelli í deildaleik í desember.
Hann var hins vegar dýrkeyptur því
Matthew Upson, Stan Lazaridis og
David Dunn, leikmenn Birmingham,
fóru allir meiddir af velli. Leiknum
seinkaði um 35 mínútur þar sem flóð-
ljósin á vellinum biluðu í tvígang.
Fréderic Kanoute skoraði öll
þrjú mörk Tottenham sem sigraði
Crystal Palace örugglega, 3:0, í Lund-
únaslag. Kanoute hefur átt í deilum
við Tottenham að undanförnu þar
sem hann vill spila með Malí í úrslit-
um Afríkumótsins síðar í þessum
mánuði og til tals hefur komið að hann
fari frá félaginu.
Manchester City lék sinn tólfta
leik í röð án sigurs en Nicolas Anelka
skoraði bæði mörk liðsins þegar það
gerði jafntefli, 2:2, við Leicester á
heimavelli. Hann jafnaði í tvígang eft-
ir að Paul Dickov og Marcus Bent
höfðu fært Leicester forystuna.
Middlesbrough skoraði loks eftir
fimm markalausa leiki en þurfti
sjálfsmark frá 2. deildarliði Notts
County til að komast á bragðið.
Boudewijn Zenden innsiglaði sigur-
inn, 2:0.
Stoke City nýtti ekki yfirburði
sína gegn Wimbledon á nýjum heima-
slóðum síðarnefnda liðsins í Milton
Keynes og varð að sætta sig við jafn-
tefli, 1:1.
Charlton féll á eigin
bragði í Gillingham
HERMANN Hreiðarsson og fé-
lagar í Charlton geta einbeitt
sér að úrvalsdeildinni það sem
eftir er vetrar. Þeir féllu óvænt
út á fyrstu hindrun í ensku bik-
arkeppninni á laugardaginn
þegar þeir töpuðu fyrir ná-
grönnum sínum í 1. deildarliði
Gillingham, 3:2. Þrátt fyrir góða
frammistöðu í úrvalsdeildinni á
undanförnum árum, þar sem
liðið er nú í fjórða sæti, gengur
Charlton jafnan illa í bik-
arleikjum gegn lægra skrifuðum
liðum.
AP
Eiður Smári sækir að marki Watford í bikarleiknum á laugardaginn en Sean Dyche er til varnar.
Eiður skoraði úr vítaspyrnu og var óheppinn að koma Chelsea ekki yfir í lok fyrri hálfleiks.