Morgunblaðið - 05.01.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.2004, Qupperneq 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ANDREA Gaines, þjálfari og leikmaður kvennaliðs Njarðvík- ur í körfuknattleik, er ekki komin til landsins eftir jólafrí og óvíst er hvort og þá hvenær hún kemur. Samkvæmt upplýs- ingum Njarðvíkinga er hún í fangelsi í Maryland en þangað fór hún 18. desember. Málavextir liggja ekki alveg fyrir en samkvæmt þeim upplýsingum sem Njarðvíkingar hafa fengið var skilríkjum hennar stolið í fyrra og svo virðist sem einhver misindismaður noti þau nú í Flórída og þar er hún ákærð fyrir að stela bíl. Njarðvíkingar segja að allt hennar fas hér á landi hafi að- eins bent til að þarna væri hin vænsta stúlka á ferð. Gaines hefur leikið vel með Njarðvíkingum í vetur, gerði 23,3 stig að meðaltali í tíu leikjum í deildinni, tók þar 103 frá- köst og átti 71 stoðsendingu. Án hennar átti lið Njarðvíkur enga möguleika gegn toppliði ÍS á laugardaginn og steinlá á heimavelli, 46:84. Þjálfari Njarðvíkinga í fangelsi GRINDVÍKINGAR hafa fengið bandaríska stúlku til liðs við kvennalið sitt í körfuknatt- leik. Kesha Tardy lék sinn fyrsta leik með Grindvíkingum á laugardaginn, lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16 og var mætt til leiks í Keflavík klukkan 17.15. Hún var stigahæst gestanna, gerði 16 stig auk þess að taka sjö fráköst, en Keflavík vann leikinn örugglega, 70:50. Þá er ljóst að Daniel Trammel verður ekki meira með karlaliði Grindavíkur í vet- ur. Ákveðið var að framlengja ekki samn- ing hans þar sem hann þótti ekki nægilega sterkur sóknarmaður. Grindvíkingar eru komnir með nýjan leikmann í sigtið en ekki var búið að ganga frá neinu í gær. Grindvíkingar bæta við sig HAUKAR hafa fengið annan Bandaríkja- mann til liðs við sig í úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla. Sá er Whithey Rob- inson, lítill og snaggaralegur bakvörður sem er æskuvinur Michaels Manciels, leik- manns Hauka. Þeir léku saman tvö síðustu árin í háskólaboltanum vestra og þekkjast því vel, bæði innan vallar og utan. „Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út, þeir eru góðir félagar og þetta er í fyrsta sinn sem við tökum svona „par“ ef svo má að orði komast,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, í samtali við Morgunblaðið í gær. Robinson verður með Haukum á fimmtudaginn þegar liðið tekur á móti Keflvíkingum í bikarkeppninni. Robinson til Hauka Grindvíkingar mættu ákveðnari tilleiks í upphafskaflanum og leiddu eftir fimm mínútna leik 14:20. Njarðvíkingar breyttu þá leikaðferð sinni og spiluðu pressuvörn og eftir hvert skorað víti spiluðu þeir hraðan sóknarleik sem hentaði Páli Kristinssyni og Guðmundi Jónssyni mjög vel og skoruðu þeir hverja körfuna á fætur annarri. Í þess- um leikkafla skoruðu Njarðvíkingar tólf stig í röð og breyttu stöðunni úr 24:24 í 36:24. Grindvíkingar áttu í mikl- um erfiðleikum með að svara þessu og gerðu mikið af mistökum á þessum kafla. Í öðrum leikhluta kemur Halldór Karlsson með góða innkomu og mikla baráttu í leik heimamanna. Darrel Lewis og Páll Axel Vilbergsson reyndu hvað þeir gátu að svara þessu en Njarðvíkingar voru alltaf skrefi á und- an. Guðmundur Jónsson spilaði hreint út sagt frábærlega í fyrri hálfleik og skoraði fimm þriggja stiga körfur. Staðan í hálfleik var 57:46. Í seinni hálfleik héldu heimamenn forrystuni allan tímann. Í byrjun fjórða leikhluta virtust Grindvíkingar vera að taka við sér og náðu að minnka forystuna niður í átta stig. Undir lok leiksins var staðan 98:90. Þá kom góð- ur kafli hjá Ólafi Aroni Ingvasyni sem tók tvö mjög mikilvæg fráköst og gaf þrjár gullfallegar stoðsendingar sem tryggðu Njarðvík endanlega sigurinn. Bestu menn Njarðvíkur voru Páll Kristinsson sem skoraði 29 stig og tók 8 fráköst, Friðrik Stefánsson sem skoraði 15 stig og tók 12 fráköst, Bren- ton Birmingham sem skoraði 19 stig og Guðmundur Jónsson sem skoraði 17 stig, öll í fyrri hálfleik. Hjá Grinda- vík voru það Páll Axel Vilbergsson og Darrel Lewis ásamt Þorleifi Ólafssyni. „Ég er mjög sáttur við þennan leik, við spiluðum mjög vel. Ég var mjög ánægður með hvernig Ólafur og Guð- mundur spiluðu. Svo spilaði allt liðið glimrandi körfubolta hér í kvöld. Þetta gerir líka deildina skemmtilegri að vinna hér í kvöld,“ sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkur, í leikslok. Hamar lagði Keflvíkinga Hamar vann sinn fyrsta sigur fráupphafi á Keflvíkingum í Hveragerði, 94:91, í gærkvöldi. Áður hafði Hamar einung- is unnið Keflavík einu sinni, árið 2000 í undanúrslitaleik í bikar. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og voru loka- mínúturnar æsispennandi þar sem Keflvíkingar jöfnuðu 87:87 einni og hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að hafa verið 10 stigum undir skömmu áður. Þrátt fyrir að Derrick Allen skoraði 36 stig og tæki 27 fráköst af 41 Keflvíkinga tapaði liðið og munaði miklu að Keflvíkingar misnotuðu 7 vítaskot í 4. leikhluta. „Þetta var liðssigur hjá okkur og okkar hernaðaráætlun, að halda leiknum jöfnum og vinna í lokin, gekk upp. Ef Keflvíkingar ná að vinna upp gott forskot á það lið sem þeir eru að keppa við ekki mikla möguleika á sigri og það vildum við koma í veg fyr- ir. Allir leikmenn liðsins tóku þátt í leiknum hjá okkur og stóðu sig frá- bærlega, þá sérstaklega Hjalti Jón Pálsson, sem er nýkominn úr þriggja mánaða leyfi. Það eru ekki margir leikir sem við höfum unnið á hreinum hæfileikum en því meira sem við berj- umst aukast sigurlíkurnar,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. „Við vorum lélegir, drullulélegir og sjálfum okkur verstir. Það var allt lé- legt hjá okkur í kvöld, bæði vörnin og sóknin, þetta var skammarlegur körfubolti sem við buðum upp á. Menn brenndu af vítum, misstu bolt- ann, tóku ekki frí skot þegar þau gáf- ust og hnoðuðust þess í stað inn í vörn Hamars og misstu boltann. Við gerð- um í raun allt í kvöld sem á ekki að gera. Við mætum Haukum í bikarn- um á fimmtudaginn og menn fengu ærlega flengingu í kvöld til að vakna fyrir þann leik,“ sagði Guðjón Skúla- son, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Enn sigrar Snæfell Snæfell vann Tindastól, sem lék ánKristins Friðrikssonar, 78:71 í gærkvöldi. Gestirnir léku upphafs- mínúturnar mjög vel og voru mun betur stemmdir en heima- menn, sem voru dá- litla stund að finna taktinn. Fyrri hálfleikurinn var hin ágætasta skemmtun, hraður körfu- bolti, barátta og fín hittni á báða bóga. Var ekki að sjá að leikmenn væru að koma úr jólafríi. Liðin skiptust á um að hafa foryst- una allan fyrri hálfleikinn, en Snæfelli tókst þó að hafa fjögur stig yfir í leik- hléi, 48:44. Á fyrstu fimm mínútunum í síðari hálfleik náðu heimamenn að auka forskotið í 15 stig og virtust ætla að kafsigla gestina. Þessi kafli var mjög góður í vörn hjá Snæfelli og náði liðið einnig nokkrum góðum hraða- upphlaupum. Eins og hendi væri veif- að snerist leikurinn við; Tindastóll bætti vörnina og Hólmararnir klúðr- uðu hverri sókninni á fætur annarri. Í lok þriðja leikhluta voru gestirnir komnir með muninn í 6 stig og héldu áfram að minnka hann í byrjun þess fjórða. Um miðjan lokafjórðunginn komust gestirnir yfir, 67:69, og mikil spenna komin í leikinn. Við þetta tóku leikmenn Snæfells vel við sér og reyndust Tindastólsmönnum ofjarlar á lokamínútunum. Í liði Snæfells lék Hlynur Bærings- son manna best, eins og hann hefur gert undanfarið, öflugur á öllum svið- um og barðist af miklum dugnaði. Dondrell Whitmore átti ágætan dag, sérstaklega þegar leið á leikinn, en get- ur gert mun betur. Lýður Vignisson stóð vel fyrir sínu og er liðinu mikil- vægur á móti svæðisvörn. Corey Dick- erson átti fína spretti en var mistækur á milli. Sigurður Þorvaldsson traustur að vanda en lenti í villuvandræðum. Hjá gestunum lék nýi erlendi leik- maðurinn, Nick Byod, mjög vel, tók 11 fráköst og skoraði 31 stig og styrk- ir liðið mikið. Clifton Cook lék einnig ágætlega þótt skorið hafi stundum verið hærra. Þessir tveir leikmenn skoruðu alls 52 stig af 71 stigi liðsins alls. Jólasteikin í aðalhlutverki Jólasteikin og áramótagleðin hafagreinilega lagst vel í leikmenn Breiðabliks og KR. Leikur þessara liða í Smáranum í Kópa- vogi bar þess öll merki að leikmenn hafa haft það fullnáð- ugt um hátíðarnar því ekki tókst þeim að sýna fína takta, ef undan er skilinn síðasti fjórðungur leiksins þegar KR-ingar áttu frábæra rispu og skildu heimamenn eftir svo um munaði. Vesturbæingar lönduðu léttum 21 stigs sigri, 68:89. Það var nokkuð létt yfir mönnum í upphafi leiksins, liðin skoruðu samtals 45 stig, voru mörg hver af glæsilegri gerðinni og sex þriggja stiga körfur. Munurinn á liðunum var aðeins eitt stig, 23:22, Breiðabliki í vil. Það virtist því margt benda til þess að framundan væri skemmtilegur leikur. Svo fór þó ekki. Annar fjórðungur leiksins var vægast sagt dapur, aðeins 28 stig skor- uð og aðeins 3 stig skoruð úr 16 víta- skotum liðanna. KR-ingar sýndu á þessum kafla heldur meiri baráttu og höfðu sanngjarna 5 stiga forystu í leik- hléi, 34:39. Sjálfsagt hafa þjálfarar beggja liða lesið hressilega yfir sínum mönnum í hálfleik, ræða Inga Þórs Steinþórsson- ar, þjálfara KR, hefur þó verið öllu magnaðri því lærisveinar hans skor- uðu fyrstu 8 stigin í þriðja fjórðungi og lögðu með því grunninn að sigri sínum. Breiðabliksliðið gerði hvað það gat til að minnka muninn en skorti til þess bæði kraft og dug. KR hafði 11 stiga forystu eftir þriðja fjórðung, 48:59, og í síðasta hluta leiksins keyrðu þeir hreinlega yfir Blikana skoruðu þá 30 stig gegn 20 og fögnuðu sigri. Það var fyrst og fremst munur á lið- unum í fráköstum, og þá sérstaklega í síðustu tveimur leikhlutunum, sem réð úrslitunum. KR-ingar hirtu 53 fráköst í leikn- um, þar af 35 í vörninni, en Breiðablik hélt sig nær meðaltalinu með 43 fráköst. Josh Murray, sem lék sinn fyrsta leik í liði KR eins og Trevor Diggs, fór á kostum í liði KR í síðasta leikhlutanum en hann skoraði alls 23 stig. Góður endasprettur ÍR-inga Hart var barist í Seljaskóla þegar ÍR-ingar tóku á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi. Bæði liðin eru í neðri hluta deildarinnar og hvorugt hafði unnið sigur síðan í annarri umferð mótsins. Heimamenn voru sterkari á lokasprettinum og fóru með öruggan sigur af hólmi, 95:79, eftir að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í hálfleik, 47:45. Miklar breytingar hafa verið hjá Þórsliðinu en nýr spilandi þjálfari, Ro- bert Hodgson, og leikstjórnandi, Nate Brown, spiluðu báðir sinn fyrsta leik. Þeir áttu báðir góðan leik og hleyptu nýju lífi í leik Þórsara. Brown skoraði 22 stig og Hodgson 20. Botninn datt hins vegar úr leik gestanna í þriðja leikhluta og það nýttu bar- áttuglaðir ÍR-ingar sér vel og gerðu út um leikinn. Eiríkur Önundarson var stigahæst- ur ÍR-inga með 25 stig en skoraði 11 stig í síðasta fjórðungnum. Næstur kom Eugene Christopher með 24 stig. „Loksins féll sig- urinn okkar megin, við náðum að komast í gegnum ákveðinn múr í þriðja leikhluta en leikur okkar hefur oftar en ekki dottið niður Grindvíkingar stöðvaðir Bre Davíð Páll Viðarsson skrifar Helgi Valberg skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Andri Karl skrifar NJARÐVÍK varð í gærkvöldi fyrst liða til að leggja Grindvíkinga í úr- valsdeildinni í körfuknattleik karla. Þeir grænklæddu höfðu betur, sigruðu 104:95, en staða efstu liða breytist ekkert við þessi úrslit.  ÞEIR Falur Harðarson og Jón Nordal Hafsteinsson voru ekki með Keflvíkingum gegn Hamri í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. Guðjón Skúlason, sem þjálf- ar Keflavík ásamt Fal, átti þó von á að Jón yrði klár í næsta leik, en hins vegar væri meiri spurning með Fal hvenær hann yrði tilbúinn.  EPLUNUS Brooks, leikmaður kvennaliðs ÍR í körfuknattleik, var ekki mætt til leiks á laugardaginn þegar ÍR mætti KR. Einhver mistök urðu við bókun á flugi fyrir hana til landsins og því missti hún af leikn- um. Án hennar átti ÍR litla mögu- leika gegn KR og steinlá, 38:77.  ÞRÓTTUR úr Vogum vann kæru þá sem félagið sendi til dómstóls KKÍ vegna leiks félagsins við B-lið Ármanns/Þróttar í 2. deildinni í körfuknattleik. Ármann/Þróttur notaði leikmann sem ekki var á skýrslu og var það jafnframt 11. leikmaðurinn sem tók þátt í leikn- um. Ármann/Þróttur vann 76:68 en Þrótti úr Vogum hefur verið dæmd- ur 20:0 sigur.  STEVE Howard skoraði 37 stig fyrir Skallagrím sem sigraði Val, 93:78, í uppgjöri efstu liða 1. deildar karla í körfuknattleik sem fram fór í Borgarnesi á laugardaginn. Gjorgji Dzolev var atkvæðamestur Vals- manna með 21 stig. Skallagrímur er nú með tveggja stiga forskot á Fjölni og Val á toppi 1. deildar.  FJÖLNIR vann nauman sigur á botnliði Hattar á Egilsstöðum, 87:84. Hjalti Vilhjálmsson skoraði mest fyrir Fjölni, 27 stig, en Lav- erne Smith skoraði 26 stig fyrir Hött.  ÞJÓÐVERJAR unnu auðveldan sigur á Austurríki, 33:20, í vináttu- landsleik í handknattleik sem fram fór í Augsburg í gær. Torsten Jan- sen og Daniel Stephan skoruðu mest fyrir þýska liðið, 5 mörk hvor.  SHAQUILLE O’Neal, körfubolta- risinn hjá Los Angeles Lakers, meiddist í byrjun leiks gegn Seattle í NBA-deildinni um helgina og spil- aði ekki meira með. Tvísýnt er með næstu leiki hjá honum, sem kemur sér illa fyrir Lakers því Karl Mal- one er einnig frá vegna meiðsla. Seattle vann leikinn, 111:109.  DIRK Nowitzki, þýski risinn, skoraði 31 stig fyrir Dallas sem sigraði Minnesota, 119:112. Jón Arnór Stefánsson var ekki í leik- mannahópi Dallas en hann hefur ekki ennþá fengið tækifæri í leik í deildinni.  ALLEN Iverson, stigahæsti leik- maður NBA-deildarinnar, getur byrjað að spila á ný með Phila- delphia 76ers frá og með deginum í dag. Hann hefur misst af síðustu 10 leikjum liðsins vegna meiðsla í hné en án hans hefur lið 76ers tapað sjö leikjum af tíu. Þó tókst því að sigra meistara San Antonio á útivelli um helgina. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.