Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
STEFÁN Tómasson hefur selt Kia-
umboðið á Íslandi til Péturs Kjart-
anssonar lögfræðings. Stefán keypti
50% hlut í fyrirtækinu þegar Jöfur
hf. var lagt niður haustið 1999. Í maí
2000 keypti hann síðan hlut félaga
síns.
„Þetta var alveg viðunandi samn-
ingur og ég er mjög sáttur,“ segir
Stefán, sem ekki vill gefa upp sölu-
verðið.
„Það má segja það að ég hafi verið
búinn að fá nóg af þessu. Auk þess
var þetta góður tímapunktur til að
selja. Við vorum búnir að klára eldri
lager af bílum sem við tókum við af
Jöfri og mikill fjöldi nýrra bíla er á
leiðinni. Þá er verið að gera breyt-
ingar á dreifingarkerfi Kia fyrir Evr-
ópu. Nú hafa Norðurlöndin verið sett
undir einn hatt, Kia Sweden AB. Við
erum reyndar þeir einu, enn sem
komið er, sem eru komnir undir
þennan hatt fyrir utan Svíana,“ segir
Stefán.
Stefán segir að þetta leiði til þess
að öll samskipti við Kia batni og hald-
ið verði úti lager í Malmö þaðan sem
bílar fyrir íslenskan markað munu
koma.
Von er á mörgum nýjum bílum frá
Kia á næstu mánuðum. Í mars er
væntanlegur Picanto, smábíll í A-
flokki, og um svipað leyti kemur bíll í
C-flokki, Cerato sem leysir af hólmi
Shuma og Sephia. Í október er von á
arftaka Sportage-jepplingsins og þá
er eitt ár þangað til arftaki Rio kem-
ur, sem er bíll sem svipar mjög til
Hyundai Getz.
„Þetta bar svo brátt að að ég hef
ekki haft tíma til þess að hugsa um
hvað ég taki mér fyrir hendur. Þetta
var ekki bransi sem ég ætlaði í en
svona þróaðist málið. Þetta hefur
verið afskaplega skemmtilegur tími.
Ég tók þátt í uppsveiflunni árið 2000
og síðan í niðursveiflunni 2001 og svo
aftur í uppsveiflu. Ég hef því farið
einn snúning á þessu eins og sagt er,“
segir Stefán. Hann verður nýjum eig-
anda til aðstoðar fyrstu mánuðina.
Pétur Kjartansson er menntaður
lögfræðingur og rekstrarhagfræð-
ingur og hefur starfað að útflutningi
mestanpart síðustu 20 ár, m.a. á lýsi
og mjöli. Hann segir að nýjum herr-
um fylgi nýir siðir en í öllum aðal-
atriðum verði reksturinn í óbreyttu
formi. „Við ætlum að auka verkstæð-
is- og varahlutaþjónustuna. Svo eru
að koma nýir bílar á árinu sem höfða
kannski til nýrra kaupenda,“ segir
Pétur.
Pétri líst vel á framtíðina í rekstr-
inum. „Það lítur vel út fyrir góða bíla-
sölu á árinu. Við ætlum heldur að efla
okkar hlut en sem hlutur af heildinni
erum við litlir. En við ætlum að sinna
viðskiptavinum okkar.“
Pétur segir að það hafi ekki verið
hagnaður upp á síðkastið hjá fyrir-
tækinu. „Það eru sveiflur í þessu en
meiningin er að snúa þessu við. Það
fer alveg eftir umfanginu og þeim
viðskiptum sem við náum hvort
starfsmannafjöldinn verði óbreyttur.
Hér er mannskapur sem þekkir mjög
vel til sölu, viðhalds og varahluta. Ég
er að læra af þeim á fullu núna,“ segir
Pétur.
Pétur Kjartansson kaupir Kia-umboðið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pétur Kjartansson, nýr eigandi Kia-umboðsins í Hafnarfirði.
ÞEIR sem ekki eru fæddir alveg í
gær velkjast varla í vafa um tengsl-
in við gamla Rúgbrauðið þegar þeir
sjá myndir af Microbus-hug-
myndabíl Volkswagen. Núna er
Microbus að breytast úr hug-
myndabíl í framleiðslubíl því VW
hefur ákveðið að setja hann á mark-
að á næsta ári. Línurnar í bílnum
minna ekki svo lítið á Rúgbrauðið,
sem svo var nefnt vegna lögunar
bílsins, og setti svo eftirminnilega
mark sitt á umferðarlandslagið um
alla Evrópu allt frá sjötta og langt
fram á níunda áratuginn.
Bíllinn verður smíðaður í Þýska-
landi en fyrst og fremst ætlaður
fyrir Bandaríkjamarkað. Ekki kæmi
þó á óvart að eftirspurn yrði tals-
verð í Evrópu og VW sjái sig knúið
að setja hann einnig á markað þar.
Hönnuðir bílsins draga enga dul á
það að helstu stíleinkenni Microbus
eru sótt til gamla Rúgbrauðsins,
ekki síst framendinn. Rúgbrauðið
var með vélina aftur í sem gerði
hönnuðum þess tíma kleift að hafa
framendann brattan og án hefð-
bundinnar vélarhlífar. Vélin verður
að framan í Microbus en engu að
síður hefur tekist að halda svip-
uðum línum á framendanum. Micro-
bus verður lítið með allt annars
konar vél en gamla Rúgbrauðið. Þar
er rætt um 3,2 lítra, V6 vél, 231
hestafla.
Á hliðum bílsins verða stórar
rennihurðir sem opnaðar eru með
því að þrýsta á hnapp. Bíllinn verð-
ur með stórum hjólaskálum þar
sem pláss verður fyrir 20 tomm ál-
felgur og dekk í stærðinni 245/45
R20.
Bíllinn er ákaflega bjartur að inn-
an, þökk sé stórum þakgluggum.
Bíllinn er ætlaður fyrir bandarískan markað.
Ólíklegt er að framleiðslubíllinn verði jafn nýstárlegur að innan.
Þótt vélin sé komin fram í er fram-
endinn ennþá jafn brattur.
Nýtt Rúgbrauð á næsta ári
SALA á mótorhjólum jókst tals-
vert á síðasta ári. Athygli vekur
samt að megnið af hjólunum eru
torfæruhjól enda ríkir mikill áhugi
hérlendis á öllu sem tengist mót-
orhjólasporti. Yamaha er með
langmesta markaðshlutdeild í báð-
um flokkum og annað stærsta
merkið er hið rótgróna bandaríska
Harley Davidson.
!"
#
$
%
!#&#'!())*
+ ,-
/ *)
01
0*
0(
0)
(
12
,&3
45 .
/ 20
*6
*7
(7
(2
062
!"
#
$
!#&#'!())*
Yamaha langmest selt
Á SÍÐUSTU bíla-
sýningu í Frankfurt
snerist allt um af-
hjúpun á nýjum 911
Turbo blæjubíl.
Þetta þykir stór-
viðburður í heima-
landi Porsche þótt
mörlandanum þyki
kannski almennt
minna til þess
koma, enda ekki á
allra færi að eign-
ast slíkan kosta-
grip. Engu að síður
gefst áhugasömum
nú kostur á því að
berja gripinn aug-
um næstu daga því
Bílabúð Benna hefur flutt inn
einn bíl, sem reyndar þegar er
seldur til Evrópu. Bílaáhuga-
menn hafa ekki látið þetta fram
hjá sér fara og tveir breskir
ferðamenn, sem staddir voru hér
á landi, kom það ánægjulega á
óvart að sjá þennan bíl hér uppi
við heimskautsbaug og endaði
heimsókn þeirra í Bílabúð Benna
með því að þeir keyptu báðir
Porsche bíla af fyrirtækinu.
Bíllinn er með 3,6 lítra vél
sem skilar 620 Nm togi við
2.700–4.600 snúninga á mín-
útu. Hestöflin eru mæld 450.
Hann er með sex gíra kassa og
drifi á öllum hjólum. Þó fer ekki
nema 5% af átakinu til framhjól-
anna við allan venjulegan akstur
en um leið og þörf er á færist
allt að 40% af átakinu til fram-
hjólanna.
Þetta er bíll í algerum sér-
klassa hvað varðar hröðun og
aksturseiginleika. Hann er 4,1
sekúndu úr kyrrstöðu í 100 km
og 8,9 sekúndur úr 0–160 km/
klst. Hámarkshraðinn er 310
km/klst. og hann er ekki nema
2,4 sekúndur að bremsa sig nið-
ur í kyrrstöðu úr 100 km hraða.
Sem sagt borinn og barnfæddur
fyrir þýskar hraðbrautir.
Porsche Turbo
Cabriolet sýndur
Bíllinn er til sýnis hjá Bílabúð Benna næstu daga.