Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
480 8000
SELFOSSI
Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi
www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is
480 8000
Toyota Land Cruiser 100
TDI 35" árg. 2000, ek. 104
þús., sjálfsk., leður, lúga,
TEMS. Verð 5.390 þús.
Subaru Forester Turbo
árg. 1998, ekinn 93 þús.,
sjálfsk., dráttarkr. Áhv. 1.150
þús. Tilboð 1.450 þús.
Honda CRV árg. 1998,
ekinn 74 þús., 5 gíra,
dráttarkr.
Verð 1.150 þús.
Renault Megane 1600
Break W/G árg. 2000, 5
gíra.
Verð 1.090 þús.
Toyota Landcruiser 90 VX
33" árg. 2000, ekinn 193
þús., sjálfsk., Common rail,
leður. Verð 2.950 þús.
Hyundai Terracan GLX 35"
árg. 2003, ekinn 1 þús.,
sjálfsk.
Verð 4.050 þús.
TALSVERÐUR þróttur virðist
ríkjandi í Land Rover um þessar
mundir, sem nýlega setti á markað
gerbreyttan Range Rover. Á bíla-
sýningunni í Detroit sýndi fyrirtækið
hugmyndajeppann Range Stormer,
sem vakti verðskuldaða athygli, og
nýlega kom jafnframt á markað önn-
ur kynslóð jepplingsins Land Rover
Freelander. Framundan er síðan
grundvallarbreyting á Discovery.
Land Rover hefur undanfarin
misseri verið að feta sig inn á svo-
kallaðan „premium“-markað, sem
felur í sér að meira er lagt í hönnun
og búnað bílanna og þess sér jafn-
framt stað í hærra verði. Nýi Free-
lander-inn er til marks um þetta.
Honum var reynsluekið á dögunum í
SE-gerð og með dísilvél.
Mikið breyttur í útliti
Útlitslega er um mikið breyttan
bíl að ræða, en samt er haldið í
grunnformin sem strax í upphafi
voru vel heppnuð. Freelander er að
mati undirritaðs með fallegri jepp-
lingum sem á markaði eru. Margt
hefur nýi bíllinn fengið lánað frá
Range Rover, eins og t.a.m. tvöfald-
ar framlugtirnar en framendinn er í
alla staði vel heppnaður á nýja bíln-
um og aðgreinir hann svo um munar
frá keppinautunum. Grillið er fremur
lítið og situr inni í þykkum bita sem
endar undir bílnum sem hlífðar-
panna – reyndar úr plasti. Slíka
pönnu er einnig að finna aftan á bíln-
um. Á þykkum framstuðurunum eru
þokuljós og útstæðir brettakantar úr
svörtu plastefni eru yfir hjólunum.
Bíllinn virkar kraftalegur en um leið
fágaður.
Sömu utanmál
Þótt um aðra kynslóð sé að ræða
er hér þó fyrst og fremst á ferðinni
andlitslyfting því Freelander er eins
og eldri gerðin í öllum málum og boð-
ið er upp á sömu vélarlínuna, þ.e. 2ja
lítra dísilvél, 1,8 lítra bensínvél og V6
bensínvél.
Aðrar stórar breytingar er ný inn-
rétting, sem einnig sækir margt til
Range Rover. Stýrið er fremur lítið
og þykkt og þægilegt að handfjatla.
Fjarstýring fyrir hljómtæki eru í
stýrinu. Sætin eru með góðan hlið-
arstuðning og í SE-gerðinni eru þau
klædd alcantara-efni, sem minnir
mest á rúskinn, og á hliðum er leður.
Engin hæðarstilling er á sætunum,
sem er ókostur, því ökumaður situr
hátt og þeir sem eru hávaxnir hefðu
þurft að eiga þess kost að lækka set-
una.
Freelander er jepplingur í besta
skilningi þess orðs. Hann er með sí-
tengdu fjórhjóladrifi og fæst bæði
handskiptur og sjálfskiptur. Sjálf-
skipta gerðin var prófuð og býður
Land Rover upp á skemmtilega,
fimm þrepa sjálfskiptingu með hand-
skiptivali. Athygli vekur hönnunin á
gírstangarhnúðnum og frágangur-
inni í kringum hann – afar smekklegt
og nútímalegt, og talsvert í anda
Range Rover.
Engin raketta
Rafmagn er í öllum rúðum og
speglum, ágæt hljómtæki með
geislaspilara og þarna er líka að
finna loftkælingu en miðstöðin er
reyndar handstýrð og ekki hægt að
velja nákvæmt hitastig. Einnig er í
bílnum spólvörn og HDC, svokallað
hallaviðhald; búnaður sem stýrir
sjálfvirkt hraða og hemlun bílsins
þegar farið er niður brattar brekkur.
Þá kemur hann á 16 tomma álfelg-
um. Athygli vekur þó að ekki eru
líknarbelgir nema fyrir ökumann og
farþega í framsæti.
Hátt verð
Eins og áður sagði var Freelander
prófaður að þessu sinni með dísilvél.
2ja lítra dísilvélin er með samrásar-
innsprautun og því af nýjustu gerð.
Hún er fremur lágvær en bíllinn er
alls engin raketta með þessari 112
hestafla vél. Upptakið er t.a.m.
heilar 14,3 sekúndur, en vélin togar
ágætlega og vinnur vel með sjálf-
skiptingunni þegar þjóðvegahraða er
náð. Bíllinn er líka vel einangraður,
jafnt frá vegi, vél og vindgnauði.
Fyrir bíl sem á að heita í „prem-
ium“-flokki hefði samt mátt búast við
meiri búnaði. Jafnvel nokkuð sjálf-
sagður búnaður eins og fleiri líkn-
arbelgir, hiti í sætum og ögn þróaðri
miðstöð, þ.e.a.s. tölvustýrð miðstöð,
er ekki til staðar í bílnum. Hvað þá
sértækari búnaður, sem þó er farinn
að verða algengari jafnvel í bílum,
eins og regnnemi í rúðum, aksturs-
tölva, hraðastillir og fleira. En það er
líka fleira falið í „premium“ en ein-
göngu búnaður og það mikilvægasta
er kannski smíðagæði, aksturseigin-
leikar og afl. Land Rover hefur fram
til þessa ekki verið mjög bilanafrír
bíll og til eru jepplingar með betri
aksturseiginleika í borginni, að mati
undirritaðs. Það er því vandséð, enn
að mati undirritaðs, hvaða erindi
Land Rover á með Freelander í
„premium“-flokk, sem þeir virðast
ætla sér að gera, altént ef litið er til
verðlagningar á bílnum. Prófunar-
bíllinn kostar nefnilega tæplega fjór-
ar milljónir kr., sem er umtalsvert
hátt verð fyrir hvaða jeppling sem
er, jafnvel þótt hann sé eins glæsi-
legur útlits og Freelander.
Framendinn er gerbreyttur á Freelander og sömuleiðis innréttingar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Með hnappi í mælaborði er hægt að opna rúðuna á afturhleranum.
Freelander – ekki alveg
tilbúinn í „premium“
Bíllinn var prófaður með 112 hestafla samrásardísilvél.
Innréttingin er sérlega glæsileg í nýjum Freelander.
gugu@mbl.is
REYNSLUAKSTUR
Land Rover Freelander
Guðjón Guðmundsson
Vél: Fjórir strokkar, 1.951
rúmsentímetri, 8 ventlar,
samrásarinnsprautun.
Afl: 112 hestöfl við 4.000
snúninga á mínútu.
Tog: 260 Newtonmetrar
við 1.750 snúninga á
mínútu.
Drifkerfi: Sítengt
fjórhjóladrif.
Gírskipting: Fimm
þrepa sjálfskipting með
handskiptivali.
Hámarkshraði:
161 km/klst.
Hröðun: 14,3 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km/klst.
Eyðsla: 11,2 lítrar
innanbæjar, 8,6 lítrar í
blönduðum akstri.
Lengd: 4.437 mm
(með varahjóli).
Breidd: 2.071 mm
(með speglum).
Hæð: 1.828 mm
(með þakboga).
Eigin þyngd: 1.555–1.640
kg eftir búnaði.
Minnst veghæð: 18,6 cm.
Farangursrými:
546–1.319 lítrar.
Verð: 3..950.000 krónur.
Umboð: B&L hf.
Land Rover
Freelander Td4 SE